Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2013, Síða 4
Salan á Skeljungi á lokametrunum 4 Fréttir 3.–5. maí 2013 Helgarblað Eyddu 400 milljónum n Útlendingar helmingur hátíðargesta A lls sóttu um 4.000 manns árlega hátíð EVE Online, sem haldin var í Hörpu um síðustu helgi. Þar af voru erlendir gestir tæpur helm- ingur og ætla má að þeir hafi eytt um 400 milljónum króna samtals. Gert er ráð fyrir því að útgjöldin á sólarhring hafi verið um 24 þús- und krónur, sem er sú fjárhæð sem hver erlendur gestur eyddi á Iceland Airwaves 2011. Ef flugfargjöld eru frádregin má ætla að gestir hafi eytt um 264 milljónum króna innan borgar- markanna. Tíu ára afmæli EVE-heimsins var fagnað nú í ár en rúmlega hálf milljón manna spilar tölvuleikinn EVE Online um allan heim. Það er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem stendur fyrir hátíðinni og í fréttatilkynningu frá honum er tekið fram að mikil ánægja ríki með hátíðina um helgina, sem er sú stærsta til þessa. Sérstakt útsendingarstúdíó, EVE TV, var sett upp í Hörpu þar sem beinar útsendingar og við- töl fóru fram alla helgina. Loka- hnykkur hátíðarinnar – Party at the Top of the World-tónleikarnir með Skálmöld, Retro Stefson, Z-Trip og fleirum – voru jafnframt sendir beint út gegnum EVE TV. Um 1.800 manns sóttu fyrir lestur Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, laugardaginn 27. apríl, þar sem ýmis framtíðaráform fyrirtæk- isins voru kynnt undir heitinu CCP Presents! Rúmlega fjörutíu þúsund manns fylgdust með fyrirlestrin- um gegnum netið, EVE TV og vef- síðuna Twitchtv.com. Alls fylgdust 281.240 manns með útsendingum frá hátíðinni. n Eyddu miklu EVE-heimurinn fagnaði tíu ára afmæli um helgina. Karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumenn. Árásin átti sér stað í fangaklefa, eftir að maðurinn hafði verið handtekinn, þann 2. júlí 2011. Hann réðst á tvo lögregluþjóna; kýldi annan þeirra ítrekað í höfuð og andlit með þeim afleiðingum að maðurinn nef- brotnaði og hlaut aðra áverka. Maðurinn var líka sakfelldur fyrir að ráðast á annan lögreglu- mann við skyldustörf, með því að þrífa í hálsmál hans, þrengja að hálsinum og slá hann hnefa- höggi í andlit. Degi áður hafði of- beldismaðurinn verið handtekinn fyrir að ráðast á mann og sparka í liggjandi mann á veitingahúsi. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að árásin á annan lögreglu- manninn í klefanum hafi verið afar fólskuleg og hættuleg. Árásin á hinn hafi verið gróf og árásin á þann þriðja algjörlega tilefnislaus. Ofbeldismaður fer í fangelsi H jónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, meirihluta- eigendur olíufélagsins Skelj- ungs, eiga í viðræðum við framtakssjóðinn SÍA II, sem rekinn er af Stefni, sjóðsstýringarfyrirtæki Arion banka um sölu á 92 prósenta hlut hjónanna í Skeljungi. Morgun- blaðið greindi frá því í síðustu viku að viðræðurnar væru langt komn- ar og búið væri að semja um helstu samningsatriði. Þau keyptu 51 prósents hlut í Skeljungi í ágúst árið 2008 í gegn- um félagið BG Partners en með- eigandi þeirra þá var Birgir Bielt- vedt, núverandi eigandi Domino‘s Pizza. Kaupverðið var einn og hálf- ur milljarður króna og var hluti kaupverðsins greiddur með verð- litlum fasteignum í Danmörku sem nokkuð ljóst þótti að hefðu hrunið í verði á þessum tíma. Skeljung- ur hafði verið í eigu Glitnis frá árs- lokum 2007 eftir að bankinn sölu- tryggði allt hlutafé í því fyrir Pálma Haraldsson í Fons fyrir um 8,7 milljarða króna. Bankinn tapaði því miklu á viðskiptunum, líklega rúmum sex milljörðum króna hið minnsta. Löng leit Árið 2010 keyptu þau Guðmundur Örn, Svanhildur og Birgir síðan 49 prósent af hlutafé Skeljungs af Ís- landsbanka sem boðin voru í opnu söluferli. Birgir seldi hins vegar sinn hlut árið 2011 og eftir það réðu hjónin yfir 92 prósenta hlut í olíufé- laginu sem þau eru nú á lokametrun- um með að selja. Samkvæmt heimildum DV hafa hjónin leitað kaupanda á 92 pró- senta hlut þeirra í Skeljungi í rúmt ár. Þau eiga þrjú eignarhaldsfélög sem halda utan um þennan hlut. Skel In- vestments ehf. sem fer með 51 pró- sents hlut í Skeljungi, SNV Holding ehf. sem fer með 29,5 prósenta hlut og BBL-II ehf. sem fer með 11,6 pró- senta hlut. Þess skal getið að Skel In- vestments, stærsti hluthafinn, tapaði rúmum 400 milljónum króna árið 2010 og 320 milljónum króna árið 2011. Störfuðu saman hjá Straumi Svanhildur Nanna og Guðmundur Örn störfuðu bæði hjá Straumi- Burðarási en hættu störfum þar árið 2007. Hún var fram- kvæmdastjóri fjárstýringar bank- ans og hann framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. DV greindi síðan frá því í árslok 2011 að Straumur- Burðarás, fyrrverandi vinnuveit- andi þeirra hjóna, hefði þurft að afskrifa rúman 1,1 milljarð króna af skuldum eignarhaldsfélagsins GOGS ehf. sem var í eigu þeirra. Straumur var eini kröfuhafi félags- ins og fundust engar eignir í búinu samkvæmt tilkynningu sem birt var í Lögbirtingablaðinu. Samtals námu kröfurnar 1.130 milljónum króna. GOGS var stofnað árið 2007 átti það 50 prósenta hlut í eignarhalds- félaginu BG Partners, á móti eignarhaldsfélagi sem var í eigu Birgis Bieltvedt. Á árinu 2008 var meðal annars greint frá því að BG Partners hefði fjárfest í danska hönnunar fyrirtækinu Metropol. Þá fjárfestu Guðmundur og Birgir einnig í danska fasteignafélaginu Property Group með fjármögnun frá Straumi. Hundraða milljóna hagnaður Samkvæmt ársreikningi Skeljungs hagnaðist olíufélagið um 630 milljón- ir króna árið 2011 og um 820 milljón- ir króna árið 2010. Velta félagsins nam um 30 milljörðum króna árið 2011. Eignir félagsins nema um 12 millj- örðum króna, skuldir 8,4 milljörðum króna en eigið fé nemur um 3,7 millj- örðum króna. Fram kemur í ársreikn- ingnum fyrir 2011 að þá hafi Skeljung- ur verið með um fimm milljarða króna skuldir við Íslandsbanka. „Til tryggingar greiðslu skulda fé- lagsins hefur Skeljungur veitt bankanum allsherjarveð í skamm- tímakröfum og vörubirgðum fé- lagsins að fjárhæð 8,3 milljörðum króna og í varanlegum rekstrar- fjármunum að fjárhæð 2,7 millj- örðum króna,“ segir í ársreikningn- um. n Hjón Svan- hildur Nanna og Guðmundur Örn hafa leitað að kaupendum í nokkurn tíma. n Hjónin Guðmundur Örn og Svanhildur að selja 92 prósenta hlut sinn Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Drjúgur hagnaður Félagið skilaði 630 milljóna króna hagnaði 2011. Þingvallanefnd og Landsbankinn undirrituðu á dögunum kaup- samning vegna þriggja sumarhúsa í landi þjóðgarðsins. Kaupverðið var 34,5 milljónir króna en sum- arhúsin Gjábakkland 1, 3 og 5 eru þau einu sem standa neðan vegar í landi jarðarinnar Gjábakka á austurbarmi sigdældarinnar við Hrafnagjá. Húsin voru byggð 1967 og 1968 og hafa staðið ónotuð. Fyrirhugað er að í Gjábakkalandi verði upphaf gönguleiða og miðstöð annarrar útivistar í austanverðum þjóð- garðinum, að því er segir í tilkynn- ingu frá Þingvallanefnd. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir um mikilvægan áfanga í upp- byggingu þjóðgarðsins á Þingvöll- um sé að ræða. Sumarhús keypt af Landsbanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.