Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Qupperneq 6
F
yrsta lagafrumvarp Illuga
Gunnarssonar sem mennta-
og menningarmálaráðherra
snýr að skipun stjórnar Ríkis-
útvarpsins. Verði frumvarp
Illuga samþykkt mun skipan stjórn-
arinnar ráðast af tilnefningu þing-
manna þar sem allir sjö stjórnar-
menn eru kosnir með hlutbundinni
kosningu á Alþingi. Þetta er sams-
konar fyrirkomulag og áður hefur
tíðkast.
Frumvarpið felur í sér að
breytingar sem samþykktar voru í
mars síðastliðnum að frumkvæði
Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi
mennta- og menningarmálaráðherra,
verða dregnar til baka. Þær gerðu ráð
fyrir að sérstök valnefnd skipaði fimm
stjórnarmenn af sjö, Starfsmanna-
samtök Ríkisútvarpsins einn og ráð-
herra einn, sem jafnframt yrði for-
maður stjórnarinnar. Valnefnd þessa
átti að skipa samkvæmt tilnefningum
frá allsherjar- og menntamálanefnd
Alþingis, Bandalagi íslenskra lista-
manna og Samstarfsnefnd háskóla-
stigsins.
Stjórnarformaður RÚV ósáttur
Núverandi stjórnarformaður Ríkis-
útvarpsins, Björg Eva Erlendsdótt-
ir, er óánægð með fyrirhugaðar
breytingar og telur þær ávísun á póli-
tísk afskipti. „Þarna er verið að draga
til baka vinnu sem unnin var af fyrr-
verandi menntamálaráðherra með
aðkomu fjölda fólks þar sem stefnt
var að því að gera Ríkisútvarpið sjálf-
stæðara gagnvart stjórnmálaflokk-
unum. Þar með er verið að opna á
ákveðnari pólitíska stýringu á Ríkis-
útvarpinu en fyrri ríkisstjórn vildi
hafa og stefndi að.“
Hún telur frumvarp Illuga afturför
frá frumvarpi því sem samþykkt var í
mars. „Þetta hlýtur að vera áhyggju-
efni fyrir fjölmiðlafólk. Ráðherra
leggur í rauninni til að hætt verði við
boðaðar breytingar sem ætlað var að
minnka bein pólitísk afskipti,“ seg-
ir Björg Eva. Hún er einnig óánægð
með að Starfsmannasamtök Ríkisút-
varpsins fái ekki fulltrúa í stjórninni.
Gegnsætt og lýðræðislegt
fyrirkomulag
Illugi er á öðru máli. Hann telur það
fyrirkomulag sem forveri hans lagði
til í vetur, að fela valnefnd að til-
nefna fimm af sjö stjórnarmönnum
í Ríkisútvarpið, vera ólýðræðislegt
og ógegnsætt. Eðlilegast sé að lýð-
ræðislega kjörnir fulltrúar kjósenda,
alþingismenn, velji stjórnarmenn
stofnunar á borð við Ríkisútvarpið.
„Ég tel það vera heilbrigðara og gegn-
særra fyrirkomulag en að valnefnd,
sem ber enga beina ábyrgð, sjái um
að velja stærstan hluta stjórnarinn-
ar,“ segir Illugi í samtali við DV.
Þá hefur Illugi ekki áhyggjur af
því að slíkt fyrirkomulag leiði til póli-
tískra afskipta frekar en það sem áður
var í gildi. „Það er engin trygging fyr-
ir því að svona valnefnd verði ekki
hápólitísk,“ segir Illugi og áréttar að
ekki sé um að ræða breytingar frá því
sem áður hefur tíðkast. „Þetta fyr-
irkomulag, að Alþingi velji í stjórn
ríkisútvarpsins, er það fyrirkomulag
sem við höfum haft hér í langa hríð.
Því er ekkert nýtt við þessa tillögu
hvað það varðar. Ástæðan fyrir því
að ég vilji að það fyrirkomulag verði
áfram er sú að ég vil tryggja að það
sé bein tenging milli þeirra sem taka
ákvörðun um hverjir sitja í stjórninni
og kjósenda í landinu.“ n
6 Fréttir 14.–18. júní 2013 Helgarblað
„Mér fannst ég hjálparvana“
n María Birta upplifði varnarleysi eftir kynlífsauglýsinguna
J
á, ég svaraði þeim. Það kom
ekki til greina að láta þessa
menn hringja í mig mörgum
dögum seinna. Ég vildi reyna að
bæta þann skaða sem hefði orðið hjá
mér út af þessari auglýsingu,“ seg-
ir María Birta Bjarnadóttir, athafna-
kona og leikkona, í skýrslutöku fyrir
Héraðs dómi Reykjavíkur á fimmtudag
vegna auglýsingar sem birtist á vefn-
um einkamál.is og viðbrögð Maríu
við henni. María Birta hefur, eins og
áður hefur komið fram, höfðað mál
vegna auglýsingar sem birtist á vefn-
um einkamál.is. Konan sem hún hefur
stefnt, Una Jóhannesdóttir, segist ekki
bera ábyrgð á auglýsingunni.
Í auglýsingunni var boðið upp á
margvíslega kynlífsþjónustu og síma-
númer Maríu Birtu látið fylgja. María
Birta ákvað að höfða einkamál eftir að
málið leiddi ekki til refsingar hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Hún telur auglýs-
inguna ólöglega meingerð gegn æru
sinni og friði, og upplifði hún varnar-
leysi og missti nokkra daga úr vinnu.
„Ég var alveg brjáluð að geta ekki gert
neitt. Mér fannst ég hjálparvana,“ sagði
María Birta þegar hún áttaði sig á því
að hún gat lítið aðhafst vegna auglýs-
ingarinnar.
Una segir að málið hafi verið hrekk-
ur og segir að önnur kona hafi verið
höfundur auglýsingarinnar og að sú
hefði skrifað auglýsinguna inn á einka-
mál.is. Una segist ekki bera ábyrgð á
auglýsingunni og hafnar kröfum Maríu
sem hefur óskað eftir skaðabótum og
að Una verði dæmd til að greiða lög-
fræðikostnað. Dómari í málinu hvatti
lögmenn og konurnar til að reyna að
ná sátt í málinu. n astasigrun@dv.is
n Stjórnarformaðurinn áhyggjufullur n „Heilbrigðara og gegnsærra“
„Ráðherra leggur
í rauninni til að
hætt verði við boðaðar
breytingar sem ætlað
var að minnka bein
pólitísk afskipti
Ólafur Kjaran Árnason
blaðamaður skrifar olafurk@dv.is
Breytt fyrirkomulag Illugi Gunnarsson,
nýskipaður mennta- og menningarmála-
ráðherra, hefur lagt fram frumvarp þess
efnis að stjórnarmenn Ríkisútvarpsins verði
kosnir af Alþingi.
Ósátt Björg Eva
Erlendsdóttir,
stjórnarformaður
Ríkisútvarpsins,
telur frumvarpið
áhyggjuefni fyrir
fjölmiðlafólk.
Óþægilegt að fá símtöl María Birta
fékk símtöl frá fólki sem vildi kaupa af henni
kynlífsþjónustu.
Sátti stýrir
nýrri nefnd
Heildarsamtök launafólks og
vinnuveitenda ásamt stjórnvöld-
um hafa skrifað undir samkomu-
lag um að setja á stofn „Samstarfs-
nefnd um launaupplýsingar og
efnahagsforsendur kjarasamn-
inga.“ Nefndin er skipuð forystu-
mönnum þeirra sem að samkomu-
laginu standa en ríkissáttasemjari
stýrir starfi nefndarinnar. Nefndin
er sett á fót með það að markmiði
að bæta þekkingu og vinnubrögð
við undirbúning kjarasamninga
og auka skilvirkni við gerð þeirra.
Nefndin mun taka saman upplýs-
ingar til undirbúnings kjarasamn-
inga árin 2013 og 2014 og verður
starf hennar endurmetið fyrir árs-
lok 2015. Nefndin hefur heimild til
að ráða starfsfólk til að sinna þeim
verkefnum sem henni eru falin.
Starfsaðstaða nefndarinnar og
starfsfólks á hennar vegum verður
hjá embætti ríkissáttasemjara.
Óttast pÓlitísk
afskipti af RÚV
Vill „ekki mikið
af vinstra fólki“
„Maður vill tryggja að það sé
alvöru fólk í þessari stjórn. Auðvit-
að er betra að það sé ekki mikið af
vinstra fólki, “ sagði Brynjar Níels-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, í einni af sínum fyrstu þing-
ræðum á fimmtudaginn. Þá var
rætt um nýtt frumvarp mennta-
málaráðherra um skipan stjórnar
Ríkisútvarpsins. Frumvarpið fel-
ur í sér að stjórnarmeðlimir séu
kosnir af þingmönnum en nánar
er fjallað um málið hér til hliðar.
Brynjar segir að samkvæmt
stjórnarskrá beri ráðherra ábyrgð
á RÚV sem ríkisstofnun og því eigi
hann að stýra því hverjir eigi sæti
í stjórn RÚV. „Hann á að skipa
þetta að mínu viti og mér finnst
að menntamálaráðherra hefði
átt að ganga lengra og segja ein-
faldlega að ráðherra skipi í þessa
stjórn,“ sagði Brynjar ennfremur í
ræðunni.