Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Blaðsíða 13
É
g er ekkert að hafna því að
þetta atriði sem þú nefn
ir sé hluti af þeim breyting
um sem hér hafa verið gerð
ar á kjörum. Aðalatriðið er að
allir sölumenn auglýsinga hér eru
á afkastatengdum launum og það
er stöðugt í endurskoðun hvað við
teljum að skili bestum árangri í því.
Þetta á bæði við um þær upphæðir
sem eru í ávinning ef tilteknum við
miðum er náð og hvað sé í frádrátt
ef tilteknum atriðum er ekki náð,“
segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
um niðurskurð hjá auglýsingadeild
um 365 sem ráðist var í í lok síðasta
mánaðar.
Starfsmenn auglýsingadeilda 365
skrifuðu þá undir samninga þess
efnis að ef þeir næðu ekki tilteknum
markmiðum í auglýsingasölunni
myndu grunnlaun þeirra, þau lág
markslaun sem þeir eru með óháð
því hversu miklum árangri þeir ná
í auglýsingasölunni, lækka á móti.
Heimildir DV herma að breytingin
hafi kveðið á um það að grunn
launin myndu lækka um 50 þúsund
krónur. Þannig gæti starfsmaður
sem er með 400 þúsund í grunn
laun farið niður í 350 þúsund krón
ur ef hann nær ekki ákveðnum ár
angri. DV hefur heimildir fyrir því
að launalækkunin hafi verið kynnt
þannig að ráðast þyrfti í hana til að
koma í veg fyrir uppsagnir á fimm til
tíu starfsmönnum.
Ekki farið niður fyrir grunn-
tryggingu
Starfsmenn auglýsingadeilda eru oft
á tíðum með launahærri starfsmönn
um fjölmiðlafyrirtækja og byggja
launin þeirra að mestu leyti á bón
usum. Þessir starfsmenn eru þó yfir
leitt með grunnlaun eða tryggingu
sem ekki er árangurstengd. Hjá
365 er nú byrjað að ganga á þessa
tryggingu. „Ég kannast við að við höf
um verið að gera breytingar sem gera
það að verkum að laun manna lækka
ef tiltekinn árangur í sölu hefur ekki
náðst,“ segir Ari.
Ari segir að hann vilji ekki greina
nákvæmlega út á hvað breytingin
gengur en segir hins vegar að slíkar
breytingar eigi aldrei við um kjara
samningsbundin laun heldur að
eins ef laun viðkomandi eru hærri
en kveðið er á um í kjarasamning
um. „Það er ekki hægt að skerða
einhverjar grunntryggingar. Grunn
tryggingin er náttúrulega laun sem
ekki má fara undir samkvæmt kjara
samningum. Við erum þá að tala
um laun sem eru hærri en einhverj
ar grunntryggingar.“ Á Ara má skilja
svo að breytingin eigi aðeins við um
þá starfsmenn sem eru með hærri
grunnlaun en kveðið er á um í kjara
samningum.
Ari segir að almennt séð séu
borguð ágæt laun í söludeildum 365.
„En ég vil ekki ræða einhverja þætti
þeirra launagreiðslna í smáatriðum.
Það má jafnvel orða það sem svo að
um hernaðarleyndarmál sé að ræða
hérna í fjölmiðlasamkeppninni.“
Breytingar valda titringi
Breytingarnar á kjörum sölumanna
365 hafa valdið titringi hjá starfsmönn
um fyrirtækisins, líkt og eðlilegt má
telja miðað við eðli þessara launa
lækkana. Líkt og kemur fram í máli
Ara er stöðugt verið að gera breytingar
á launakjörum sölumanna 365 sem
miða að því að bæta rekstrarstöðu
365. „Arðsemi“ er eitt af gildum 365
samkvæmt yfirlýstri stefnu fyrirtækis
ins og er stöðugt verið að endurskoða
starfsemina til að hægt sé að virða það
gildi.
Launalækkunin er liður í tals
verðum aðhaldsaðgerðum sem ver
ið hafa hjá 365 það sem af er árinu:
Uppsagnir hafa verið hjá auglýs
ingadeildum fyrirtækisins á árinu
sem og á Fréttablaðinu þar sem
starfsmönnum hefur fækkað nokk
uð síðustu mánuðina.n
Laun söLumanna
365 skorin niður
Fréttir 13Helgarblað 14.–18. júní 2013
Vill veita hæli
n Ögmundur vill taka við Edward Snowden
Ö
gmundur Jónasson, fyrirver
andi innanríkisráðherra vill að
Alþingi veiti Edward Snowden
hæli á Íslandi.
Snowden komst í fréttirnar nýlega
en hann uppljóstraði um PRISM,
njósnavef bandarískra stjórnvalda.
Síðan þá hefur hann verið á flótta
og er í felum. Þó enginn viti hvar
Snowden er niður kominn hefur
hann lýst yfir áhuga á að flýja til Ís
lands. „Mér finnst sjálfsagt að Ís
lendingar séu opnir fyrir því að taka
við þessum manni og veita honum
húsaskjól,“ sagði Ögmundur í ræðu á
Alþingi á fimmtudag.
Ögmundur telur auk þess að ís
lensk stjórnvöld eigi að fara að fyrir
mynd ESB og fara fram á upplýsingar
um net og símanjósnir Bandaríkja
manna.
Rætt um
flatkökur
„Sérstök pólitísk áhersla á þjóð
menningu hefur ekki alltaf end
að vel,“ sagði Guðmundur Stein
grímsson, þingmaður og annar
af tveimur formönnum Bjartrar
framtíðar, í sérstökum umræðum
um þjóðmenningu sem Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna, efndi til á Alþingi síðast
liðinn fimmtudag. Vildi Katrín
fá skýr svör við því hvernig ríkis
stjórnin skilgreindi þjóðmenn
ingu og hvers vegna til stæði að
færa hana úr mennta og menn
ingarmálaráðuneytinu í forsætis
ráðuneytið. Furðaði hún sig á því
að færa ætti háskólastofnun á
borð við Stofnun Árna Magnús
sonar undir forsætisráðherra
og spurði hvort forstöðumenn
þessara stofnana hefðu verið
með í ráðum. Við þeirri spurn
ingu fengust ekki svör.
Illugi Gunnarsson, mennta
og menningarmálaráðherra,
sagði að ástæðan fyrir tilfæring
unum væru sérstakar áhersl
ur sem ríkisstjórnin ætlaði að
setja á þennan málaflokk. „Það
er ekkert óviðeigandi eða ank
anna legt með neinum hætti að
forsætisráðherra segi: Ég hef
mikinn áhuga á þessum málum
og vil flytja þau yfir til mín,“ sagði
Illugi og benti á að þegar gerð
ar voru breytingar á lögum um
ráðuneytin var lagt upp með það
að áherslur ríkisstjórnarinnar á
hverjum tíma mætti endurspegla
með flutningi málaflokka.
Þingmönnum stjórnarand
stöðunnar líst hins vegar illa á
þessar áherslur. „Þjóðmenn
ing er mjög óljóst hugtak. Tengsl
mannsins við þjóð sína geta ver
ið margs konar, stundum falleg
en stundum ekki,“ sagði Guð
mundur. „Þetta samband hefur
oft verið notað í pólitískum til
gangi til að móta einhvers konar
pólitíska rétthugsun.“
Sigrún Magnúsdóttir, þing
maður Framsóknarflokksins,
hélt sína jómfrúarræðu þar sem
hún fullyrti að þjóðmenningin
ætti hvergi betur heima en undir
forsætisráðuneytinu. Sem dæmi
um þjóðmenningu nefndi hún
flatkökur, flatt þunnt brauð og
pönnukökur. „Það er rökrétt að
menningararfinum sé komið fyr
ir hjá forsætisráðuneytinu,“ sagði
hún og bætti því við að fátt væri
mikilvægara en að standa vörð
um þjóðmenninguna.
n Skrifuðu undir samning þar sem grunnlaun lækka ef þeir selja ekki nóg
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Ég kannast við að
við höfum verið að
gera breytingar sem gera
það að verkum að laun
manna lækka ef tiltekinn
árangur í sölu hefur ekki
náðst
Niðurskurður hjá 365
miðlum Ari Edwald stað-
festir að laun sölumanna
auglýsinga á 365 hafi verið ár-
angurstengd þannig að ef þeir
ná ekki tilteknum markmiðum
í sölunni minnki laun þeirra.
Á flótta Edward Snowden uppljóstraði um
PRISM, njósnavef bandarískra stjórnvalda,
og hefur verið fá flótta síðan.