Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Page 23
Fréttir 23Helgarblað 14.–18. júní 2013
orðinn ráðherra og ég er nú bara að
velta því fyrir mér hvort það eigi ekki
bara að leggja umhverfisráðuneytið
niður. Hann er að tala hérna um eitt
af ráðuneytunum í íslenskri stjórn
sýslu og leysa þurfi það upp. Mér
finnst svolítið eins og hann átti sig
ekki á því að hann er ekki Guð almátt
ugur heldur á hann að framkvæma
það sem Alþingi segir honum.“
Annað atriði sem viðmælend
ur DV staldra við er val Sigurðar
Inga á aðstoðarmanni. Aðstoðar
maðurinn heitir Helga Sigurrós Val
geirsdóttir og er 34 ára gömul. Hún
starfaði um hríð í ráðuneytinu á síð
asta kjörtímabili áður en hún fór í
fæðingarorlof. Þar áður starfaði hún
á Fiskistofu. Einn af kvenkyns við
mælendum DV nefnir að val Sigurð
ar Inga á aðstoðarmanni sé nokkuð
skrítið þar sem Helga Sigurrós hefur
ekki mikla reynslu af pólitísku starfi.
„Nú er ég femínisti og ég þekki þessa
konu ekki neitt en mér finnst svolítið
skrítið að Sigurður Ingi velji sér svo
ungan og óreyndan aðstoðarmann.
Þetta er ung kona með litla reynslu á
hinu pólitíska sviði. En maður hugs
ar: Sigurður Ingi er búinn að sitja á
þingi í fjögur ár og þar áður var hann
í sveitastjórnarmálum og hefur því
nokkra reynslu af pólitísku starfi. Ég
upplifi ekki að þessi aðstoðarmaður
muni gefa Sigurði Inga faglega viðbót
né pólitíska viðbót. Hún virkar meira
eins og súperritari. Þetta val bendir
til veikleika; ég upplifi þetta þannig
að hann velji sér aðstoðarmann sem
ógni honum ekki á nokkurn hát,“
segir viðmælandinn.
Sagður hagsmunadrifinn
Annar þingmaður segir Sigurð Inga
ágætan í samskiptum, „þægilegan í
umgengni“ og „dagfarsprúðan“. „Það
má segja margt ágætt um hann Sig
urð Inga. Við áttum alltaf gott sam
starf og hann er ágætur í samskipt
um. En hann er auðvitað voðalega
mikill framsóknarmaður. Hann er
afturhaldssamur, þetta er ekki fram
sýnasti stjórnmálamaður landsins.
Það sem hefur pirrað mig við hann er
hvað hann stundar mikla hagsmuna
gæslu, bæði fyrir Bændasamtökin og
LÍÚ: Hann er hagsmunadrifinn í sinni
pólitík, eins og framsóknarmenn eru
upp til hópa, því miður. Hann er of
mikill málsvari hagsmunaaflanna og
hefur ekki sjónarmið almennings að
leiðarljósi. Bara það að hann skuli líta
á umhverfisráðuneytið sem einhverja
annexíu af atvinnumálunum, og
telja að það sé ekkert athugavert við
það að hafa sérstaklega umsýslu um
umhverfismál, umhverfisins vegna,
finnst mér segja allt sem segja þarf.
Hann hefur valdið mér vonbrigðum
eftir að pólitíkin hans byrjaði að koma
í ljós. Ég myndi frekar vilja eiga við
hann félagsleg samskipti en pólitísk.“
Hagsmunirnir sem viðmæl
andinn vísar til, snúast um að verja
stöðu íslenskra fyrirtækja og ís
lenskra útgerðar félaga gegn pólitísk
um aðgerðum sem gætu með ein
hverjum hætti veikt stöðu þessara
aðila. Eitt af lykilatriðunum í þessari
varnarbaráttu Framsóknarflokksins
er að berjast gegn aðild Íslands að
Evrópusambandinu en aðild að því
gæti haft áhrif á fjárhagslega afkomu
fyrirtækja í sjávarútvegi og landbún
aði. Þau áhrif munu þó ekki liggja fyr
ir fyrr en samningurinn um aðildina
verður tilbúinn. Líkt og komið hef
ur fram í opin berri umræðu, með
al annars í máli Sigurðar Inga, hef
ur ríkisstjórnin gefið það út að hún
muni hætta aðildarviðræðum við
Evrópusambandið og að þær verði
ekki hafnar aftur nema að undan
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá bendir sú tillaga Sigurðar Inga
að leggja umhverfisráðuneytið niður
til þess að áhugi ríkisstjórnarinnar á
umhverfismálum sé takmarkaður.
Slíkt áhugaleysi væri meðal annars
hægt að skýra með því að ríkisstjórn
in hyggist ekki beita sér mjög í um
hverfismálum og kunni hugsanlega
að líta svo á að umhverfismálin geti
staðið í veginum fyrir áformum um
stóriðju á íslandi, til dæmis byggingu
virkjana og álvera. Sigurður Ingi er
yfirlýstur stuðningsmaður virkjana,
til dæmis í neðri hluta Þjórsár, líkt
og komið hefur fram í máli hans á
Alþingi: ,,Atvinnuuppbygging sem
byggir á okkar hreinu orku er eft
irsótt,“ sagði Sigurður í ræðustól á
þingi í mars.
Ýmislegt bendir því til að þessi
ríkisstjórn verði stjórn útgerðarinn
ar, landbúnaðarins og eftir atvikum
stóriðjunnar. Með öðrum orðum:
Ríkisstjórn hluta atvinnulífsins og
hagsmuna þess.
Eitt af fyrstu verkum Sigurðar Inga
eftir að hann tók við embætti ráðherra
var að endurskoða ramma áætlun um
vernd og nýtingu náttúrusvæða með
því að færa sex virkjunarkosti sem áður
höfðu verið í biðstöðu yfir í nýtingar
flokk. Kveðið var á um þessa breytingu
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Þetta voru Urriða foss virkjun, Holta
virkjun, Hvamms virkjun, Skrokk öldu
virkjun og Hágöngu virkjun I og II.
Fyrri ríkisstjórn Samfylkingar og VG
hafði fært þessa virkjanakosti úr nýt
ingarstöðu í biðstöðu. Því má segja að
endurskoðun rammaáætlunarinnar
snúist um að vinda ofan af ákvörðun
fyrri ríkisstjórnar.
Situr áfram
Sigurður Ingi kemur því inn í ráðu
neytið af krafti. Ekki eingöngu í ljósi
þeirra ummæla sem hann hefur látið
falla sem valdið hafa titringi heldur
einnig vegna þess starfs sem hann
er nú þegar byrjaður að vinna. Við
mælendur DV telja að þó að Sigurður
Ingi hafi byrjað brösuglega og skað
að stjórnina með ummælum sínum
þá sé ólíklegt að hann sitji ekki áfram
í embætti. „Hann er varaformað
ur flokksins og verður ekki settur af.
Ætli menn reyni ekki að róa þetta
niður og sjá hvað setur,“ segir einn af
þingmönnunum sem DV ræddi við
en ljóst er að enginn lognmolla verð
ur í ráðuneyti Sigurðar Inga á kjör
tímabilinu ef marka má hvernig ráð
herrann hefur störf. n
„Hann virðist ekki höndla
þetta nýja hlutverk vel
og segir ítrekað ranga hluti
„Hann er gamaldags þurs“
n Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið einn umtalaðasti ráðherra nýrrar ríkisstjórnar á stuttum líftíma hennar n Mikill stuðningsmaður virkjana
Dýralæknirinn Sigurður Ingi er dýralækn-
ir að mennt og er uppalinn í Hrunamanna-
hreppi þar sem hann hefur meðal annars
stundað landbúnað.