Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2013, Side 34
34 Viðtal 14.–18. júní 2013 Helgarblað
hneigingu til þess að hugsa hlutina
til enda en á þessum tímamótum
komst ég að því að það er ekki hægt
að hugsa alla hluti til enda. Stundum
verður maður bara að sleppa takinu
og sjá hvað verður. Á fimmtudeg
inum þegar ég fór í viðtalið á RÚV
var það mikill léttir fyrir mig þegar
ég áttaði mig á því að ég þurfti ekki
nauðsynlega að taka ákvörðun þenn
an dag um hvað ég ætlaði að gera. Ég
gat beðið og séð til hvað yrði. Vegna
þess að ég hafði tekið þá ákvörðun
leið mér vel þegar ég fór í viðtalið.“
Ætla í sumarfrí
Stjórnmálamenn færa oft fórnir í
einkalífinu. Það hafa allir skoðun á
þeim og telja að það megi gagnrýna
þá harðar en annað fólk. Bjarni hef
ur oft og tíðum mátt sæta gagnrýni,
bæði málefnalegri og ómálefnalegri.
Hann var meðal annars harðlega
gagnrýndur á síðasta kjörtímabili
vegna Vafningsmálsins svokallaða.
Sjálfur hefur hann sagt að hann þoli
gagnrýni ágætlega ef hún sé sett fram
með gildum rökum. En hvaða áhrif
hefur gagnrýnin haft á fjölskyldu
hans? „Af og til hafa komið upp atvik
sem ég finn að krakkarnir hafa tekið
til sín og Þóru hefur oft sárnað þegar
henni finnst að mér vegið. Heilt yfir
get ég þó ekki sagt að þetta hafi haft
nein langvarandi áhrif.“ Það er komið
sumar og flestir farnir að huga að því
að fara í sumarfrí. Ráðherrann seg
ist þurfa að finna tíma til að fara í frí.
„Ég er ákveðinn í að gera það. Von
andi kemst ég í veiði og svo langar
mig að ferðast innanlands og spila
golf. Það er stórkostlegt að spila golf
í íslensku sumri. Svo vona ég að við
Þóra og kannski eitthvað af börnun
um komumst út fyrir landsteinana í
nokkra daga.“
Á sumarþingi
Á þessum fyrsta degi sumarþings
mælti Bjarni fyrir frumvarpi sem
kveður á um að hætta við að hækka
virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 7
prósentum í 14. Hækkunin átti að
taka gildi í haust og hefur verið afar
umdeild. Frumvarpið er nú til um
fjöllunar í nefnd. Bjarni segir að rök
in fyrir því að hætta við að hækka
virðisaukaskattinn séu mörg. Það
hefði skert samkeppnisstöðu þegar
kemur að því að fá ferðamenn hing
að til lands. Að hækka skattinn hefði
líka aukið útgjöld Íslendinga sem
vilja njóta þess að ferðast um landið.
Fjölgun ferðamanna skili sér í fram
tíðinni í auknum tekjum til ríkisins.
Annað mál var lagt fram þennan
dag. Samfylkingin lagði fram frum
varp þess efnis að gengið yrði til
þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor um
hvort viðræðum við ESB um aðild Ís
lands að sambandinu yrði haldið
áfram um leið og sveitarstjórnar
kosningar fara fram. Ég spyr Bjarna
hvort hann geti samþykkt það. Hann
segir að það sé ekki tímabært að taka
slíka ákvörðun.
„Í stjórnarsáttmálanum er ekki
rætt um neina ákveðna dagsetningu
varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna
og á landsfundum stjórnarflokk
anna var heldur ekki rætt um neina
ákveðna dagsetningu. Báðir stjórn
arflokkarnir eru sammála um að
viðræður um aðild Íslands að sam
bandinu verði stöðvaðar og verði
ekki hafnar aftur nema að undan
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Áður en hún fer fram þurfa ákveðnar
forsendur að vera til staðar.
Viðbrögð ESB við breyttum að
stæðum í íslenskum stjórnmálum
þurfa að liggja fyrir.
Sambandið er að breytast og það
þarf að ræða í hvaða átt sambandið
er að þróast og á hvaða grundvelli
það ætlar að starfa. Það hefur tekið
miklum breytingum frá því sótt var
um 2009. Málið verður rætt á haust
þingi og staða þess metin. Þá fyrst
getum við metið hvenær þjóðarat
kvæðagreiðsla á að fara fram.“
Loforð um skattalækkanir
Eitt af stóru kosningaloforðum Sjálf
stæðisflokksins var að lækka skatta á
almenning og fyrirtæki.
„Þetta snýst um fleira en hrein
ar skattalækkanir. Þetta snýst líka
um að einfalda skattkerfið, draga úr
flækjustiginu. Það hafa verið inn
leiddir skattar á síðustu misserum
sem eru ekki stórir tekjupóstar fyr
ir ríkissjóð, en fæla frá og draga úr
umsvifum. Við erum að skoða skatta
á heitt vatn, rafmagn, olíugjöld og
fleira. Við viljum líka létta undir
með barnafjölskyldum og erum að
skoða það að lækka virðisaukaskatt
á barnafötum. Með því kæmi versl
un aftur til Íslands sem hefur flust úr
landi. Þá er hægt að gera breytingar á
vörugjöldum.
Þetta eru dæmi um hvernig hægt
er að einfalda skattkerfið og létta um
leið undir með fjölskyldum í landinu.
Fyrstu skrefin getum við stigið á sum
arþingi en við getum ekki gert allt í
einu.
Stærri skattkerfisbreytingar eru
þær sem snúa að tekjuskattskerfinu og
taka lengri tíma. Ég tel alveg á hreinu
að miðjuþrepið í tekjuskattskerfinu
sé of lágt. Það er allt of lágt að miða
það við rúmar 240 þúsund krónur á
mánuði. Það verður að vera í takt við
raunverulegar millitekjur í landinu. Ef
ég horfi til lengri tíma sé ég fyrir mér
að hætta með þriggja þrepa skattkerfi.
Það er hægt að gera það í áföngum,
fækka niður í tvö þrep og síðan í eitt. Ég
tel rétt að stærri skattkerfisbreytingar
komi til skoðunar samhliða gerð kjara
samninga á vinnumarkaði. Það er
stefna ríkisstjórnarinnar að vinna þær
í samvinnu við aðila vinnumarkaðar
ins. Við viljum vinna að stöðugleika
og friði á vinnumarkaði og breytingar
á tekjuskattskerfinu eru okkar lóð á
þær vogarskálar. Breytingar á tekju
skattskerfinu eru til þess fallnar að
auka ráðstöfunartekjur almennings
og geta skipt sköpum ásamt öðrum
ráðstöfunum sem gripið verður til að
koma á stöðugleika í samfélaginu.
Auðlegðarskatturinn sem lagður
var á í tíð fyrri ríkisstjórnar er sérlega
óréttlátur þar sem hann tekur ekkert
tillit til tekna þeirra sem greiða skatt
inn. Það eru dæmi um að menn greiði
margfaldar tekjur sínar í auðlegðar
skatt. Alls staðar þar sem menn hafa
kynnt til sögunnar skatta á hina efna
meiri hafa þeir með einum eða öðrum
hætti verið tengdir við tekjur, annað
hvort launatekjur eða fjármagnstekjur.
Þess vegna kemur alls ekki til greina
að framlengja þennan skatt. Ég tel að
það orki tvímælis hvort hann standist
eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar
en það verður skorið úr um það fyrir
dómstólum.“
Réttur hvers manns að bjarga sér
Aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola
ýmsar skerðingar síðastliðin fjög
ur ár og þær viljum við afnema hratt
þótt ekki verði hægt að bæta all
ar skerðingar sem þessir hópar hafa
orðið fyrir á sumarþingi. Lífeyr
ir þeirra hefur verið skertur eftir því
hver uppruni tekna þeirra er, hvort
sem það er vegna atvinnutekna, líf
eyristekna eða fjármagnstekna.
„Ég vil setja í forgang rétt hvers
manns til að bjarga sjálfum sér, til
að geta farið út á vinnumarkaðinn
og sótt sér viðbótartekjur án þess að
lenda í fátækragildru. Það mun kosta
ríkið fimm milljarða á ári að draga til
baka allar þær skerðingar sem þess
ir hópar hafa mátt sæta frá því 2009
en hluta þeirra réttinda höfðu þeir þó
einungis notið um mjög skamman
tíma. Stóra áskorunin er hvernig við
sækjum okkur styrk til að loka fjár
lagagatinu sem stefnir í 30 milljarða
á sama tíma og við viljum gera betur
við aldraða og öryrkja og bæta heil
brigðiskerfið.
Við einfaldlega verðum að auka
umsvif í þjóðfélaginu, við verð
um að fá aukinn hagvöxt. Það þarf
að bæta efnahagsumhverfið. Einn
stærsti þátturinn í því er að afnema
höft. Til þess þarf að fá niðurstöðu
í samninga um þrotabú bankanna,
endurfjármagna Landsbankann og
leysa aflandskrónuvandann. Póli
tískur stöðugleiki gegnir hér einnig
lykilhlutverki. Þetta eru þættir sem
smám saman munu örva fjárfestingu
og auka hagvöxt sem síðar skilar sér
beint í meiri getu ríkissjóðs til að rísa
undir kröfum um góða velferðar
þjónustu.
Ákvörðun um að hækka ekki virð
isaukaskatt af gistiþjónustu er lið
ur í því að viðhalda samkeppnis
hæfni landsins fyrir ferðamenn. Það
má ekki horfa eingöngu á hverju
hækkunin á gistingu hefði skilað til
skamms tíma heldur verður að horfa
á stóru myndina og sjá hve miklu
skiptir að áfram komi ferðamenn
sem kaupa alls kyns þjónustu og vör
ur. Þannig skilar það sér hressilega til
baka ef við viðhöldum samkeppnis
hæfni okkar.
Ákvörðun um að breyta veiði
gjöldum er óumflýjanleg. Í fyrsta lagi
var ekki hægt að leggja á gjald á næsta
ári samkvæmt þeim því það ríkir full
komin óvissa um hvert gjaldið á að
vera. Nefnd sem átti að reikna út
grundvöll gjaldsins hefur ekki getað
lokið vinnunni. Í öðru lagi voru hug
myndir um hækkun gjaldsins alger
lega óraunhæfar og óskiljanlegt að til
hafi staðið að taka allt að þriðja tug
milljarða af atvinnugreinini í sér staka
skattlagningu. Þegar við þessu er
brugðist tala sumir um að ríkið sé að
afsala sér tekjum en staðreyndin er
að ríkið hafði áskilið sér allt of stóran
hlut af tekjum þessara félaga. Í sum
um tilvikum stærri hlut en sem nam
öllum hagnaðinum.“
Afdrif stjórnarskrármálsins
Formenn Vinstri grænna, Samfylk
ingar og Bjartrar framtíðar hafa endur
flutt frumvarp um breytingar á stjórn
skipunarlögum. Það felur í sér að hægt
verður að breyta stjórnarskrá með
minnst tveimur þriðja hluta atkvæða
á þingi og síðan á að bera það undir
þjóðaratkvæði til samþykktar eða synj
unar. Frumvarpið var samþykkt á síð
asta þingi en lögum samkvæmt þar
sem það felur í sér breytingar á stjórn
arskrá þarf að samþykkja það á tveim
ur þingum með kosningum á milli.
Bjarni segir að þessi breyting komi
einkum til greina ef samhljómur er um
það hvernig vinna á að breytingum á
stjórnarskránni á kjörtímabilinu.
„Ég tel rétt að koma á fót sérstakri
nefnd sem væri skipuð fulltrúum allra
stjórnmálaflokka. Hún fengi í nesti
alla þá vinnu sem hefur verið unnin
undanfarin ár við breytingar á stjórn
arskrá. Ég studdi ekki stjórnarskrár
frumvarpið eins og það lá fyrir þinginu.
Ég tel að það hafi verið vanbúið sem
ný stjórnarskrá. Það er hins vegar
margt gott í þeirri vinnu sem búið er
að inna af hendi varðandi breytingar
á stjórnarskránni. Ef maður skoðar
stjórnarskrármálið af yfirvegun og það
sem stendur upp úr í umræðum um
stjórnarskrána þá eru ákveðnir hlut
ir sem kallað er eftir að verði breytt.
Það er ákall um nýtt auðlindaákvæði.
Það er vaxandi krafa um að sett verði
ákvæði í stjórnarskrá sem kveður á um
rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæða
greiðslu um stór mál í samfélaginu.
Þá hefur ákveðin óvissa um inntak og
eðli forsetaembættisins valdið deil
um og á tíðum stjórnskipulegri óvissu
sem ég tel að sé nauðsynlegt að eyða í
tengslum við endurskoðun á stjórnar
skránni. Ég get nefnt önnur atriði sem
þarf að skoða eins og stöðu Hæstarétt
ar og samspil valdaþáttanna þriggja
sem skilgreindir eru í stjórnarskránni.
Mér finnst að vinnan við nýja
stjórnarskrá ætti að snúa að þessum
atriðum sem ég hef nefnt í stað þess
að kollvarpa öllu, líka því sem reynst
hefur vel í stjórnarskránni. Til dæm
is má spyrja til hvers eigi að endur
skrifa mannréttindakafla stjórnar
skrárinnar sem er góður og gildur,“
segir Bjarni. Tími okkar er á þrotum,
það er beðið eftir honum í þingsaln
um. n
„Ég vil setja í for-
gang rétt hvers
manns til að bjarga sjálf-
um sér, til að geta farið út
á vinnumarkaðinn og sótt
sér viðbótartekjur án þess
að lenda í fátækragildru.