Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Page 4
4 Fréttir 28.–30. júní 2013 Helgarblað Sambýliskonu Stefáns sagt upp n Skipulagsbreytingar hjá VR leiða til uppsagnar Söru Lindar S ambýliskonu fyrrverandi for- manns VR, Stefáns Einars Stef- ánssonar, hefur verið sagt upp störfum hjá stéttarfélaginu. Ástæðan er sögð vera skipulags- breytingar hjá VR. Sambýliskona Stefáns Einars heitir Sara Lind Guð- bergsdóttir. Stefán Einar hætti sem formaður VR í mars síðastliðnum eftir að hafa beðið afhroð í for- mannskosningunum gegn Ólafíu Björk Rafnsdóttur. Ráðning Söru Lindar í eitt af æðstu störfunum hjá VR vakti tals- verða athygli í fyrra. DV greindi frá málinu í lok síðasta árs. Í apríl í fyrra var Sara Lind, sem á þeim tíma hafði ekki lokið lögfræðinámi sínu við Há- skóla Íslands, ráðin til VR úr hópi 400 umsækjenda. Stefán Einar og Sara Lind bjuggu ekki saman þegar Sara Lind var ráðin til VR en nokkrum mánuðum síðar fréttist að þau hefðu ruglað saman reytum sínum. Þessi ráðning olli titringi innan VR sökum þess að Sara Lind varð síð- ar sambýliskona formanns VR: „Mér fannst það alltaf skrítið að verið væri að ráða inn manneskju sem var gjör- samlega óreynd og síðan spyrst það út að þau eru saman,“ sagði einn af starfsmönnum VR við DV í fyrra. Talið var að samskipti Stefáns Einars og Söru Lindar hefðu hafist áður en hún var ráðin í starfið og að ráðn- ingarferlið hefði ekki verið gagnsætt. Stefán Einar vildi hins vegar ekki kannast við þessa óánægju.  „Það er ekkert leyndarmál hér á skrifstof- unni, eða nokkurs staðar annars staðar, að Sara Lind er sambýliskona mín. Hins vegar er það hlutur sem ekkert var í kortunum fyrr en á síðari hluta þessa árs. […] Það er alveg ljóst í hvaða „krónólógíska“ samhengi þetta var; það voru margir mánuði sem liðu frá því hún hóf störf og þar til samband okkar hófst.“ Nú hafa bæði Stefán Einar og Sara Lind hins vegar hætt störfum hjá VR. n Össur vill greiða arð í fyrsta skipti S toðtækjafyrirtækið Össur hyggst á þessu ári greiða hluthöfum félagsins arð í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Þetta kemur fram í árs- reikningi Össurar fyrir árið 2012 sem skilað var til ársreikninga- skrár ríkisskattstjóra þann 18. júní síðast liðinn. Stjórn félagsins gerir í skýrslu sinni tillögu að arðgreiðslu upp á átta milljónir dollara, eða rúmlega einn milljarð króna, á þessu ári út af hagnaði ársins í fyrra. Össur skilaði rúmlega 38 milljóna dollara hagnaði í fyrra, eða nærri 4,9 milljarða króna. Boðuð arðgreiðsla nemur 22 prósentum af heildarhagnaði félagsins. Stærsti hluthafi Össurar er danskur fjárfestingasjóður, Wiliam Demant Invest, með ríflega 41 prósents hlut. Aðrir stórir hlut- hafar eru danska félagið ATP, Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Gildi - lífeyrissjóður. Stærsti hlut- hafi Össurar til ársins 2011 var ís- lenska fjárfestingarfélagið Eyrir Invest, sem er að stóru leyti í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, en félag- ið seldi hlut sinn í félaginu fyrir um níu milljarða króna á því ári. Össur var skráð í Kauphöll Íslands frá ár- inu 1999 til 2011 en var afskráð af hlutabréfamarkaðnum hér á landi eftir að hafa verið skráð í dönsku kauphöllina árið 2009. Arðgreiðslu spáð Árið 2011 kom fram í spá Grein- ingardeildar Íslandsbanka að lík- legt væri að Marel færi að hefja arð- greiðslur þar sem fyrirtækið hefði leitað að fjárfestingarkostum til að stækka fyrirtækið enn frekar en leitin hafi gengið erfiðlega. Í morg- unkorni frá Greiningardeildinni kom fram: „Ef stór fyrirtækjakaup eru ekki í spilunum er líklegt að fé- lagið fari að hefja arðgreiðslur.“ Á aðalfundi félagsins í mars 2012 sagði stjórnarformaður Össur- ar að félagið hefði í sögu þess nýtt fjármuni stoðtækjaframleiðand- ans til þess að styrkja reksturinn, til að mynda með kaupum á öðr- um félögum en að ekki hefðu fund- ist álitleg fyrirtæki til að kaupa. Þar af leiðandi hygðust stjórnend- ur Össurar leita leiða til að greiða hluthöfum sínum arð. Eftir að ákveðið var að stefna að arðgreiðslunni vegna hagnaðar ársins í fyrra hefur Össur reyndar farið í fyrirtækjauppkaup: Í maí síðastliðnum keypti Össur sænska stoðtækjaframleiðandann TeamOlmed fyrir tæpa sex millj- arða króna. Gríðarsterkt fyrirtæki Össur er eitt frægasta, ef ekki fræg- asta, íslenska fyrirtækið sem stofn- að hefur verið. Fyrirtækið er vel rekið og hefur skilað miklum hagn- aði í gegnum árin, líkt og rekstrar- niðurstaðan árið 2012 sýnir. Fyrir- tækið hefur framleitt gervilimi fyrir menn eins og Oscar Pistorius, suðurafríska hlauparann sem sætir ákæru í Suður-Afríku fyrir morð á unnustu sinni, Reevu Steenkamp, og aðra íþróttamenn. Síðastliðin fimm rekstrarár hefur Össur hf. alltaf skilað góðum hagn- aði, á bilinu frá 28 milljónum dollara og upp í tæpar 38 milljónir dollara í fyrra, sem var met í rekstrar sögu fé- lagsins. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 600 milljónir dollara, þar af er viðskiptavild félagsins metin á nærri 350 milljónir dollara. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á einungis tæplega 200 milljónir dollara. Þrátt fyrir að félagið hafi verið skráð á markað í Danmörku, og þrátt fyrir að einungis tæplega 300 starfsmenn af þeim 1.900 sem vinna hjá fyrirtækinu búi hér á landi, hefur forstjóri Össurar gefið það út að félagið hyggist ekki flytja úr landi. Í ljósi þess hversu sterkt fyrir- tækið er er því kannski ekki skrítið að ráðgert sé að greiða hluthöfum þess arð út úr því. n n Mælt með arðgreiðslu eftir nærri fimm milljarða króna hagnað í fyrra Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ógnarsterkt félag Stoðtækjaframleiðandinn Össur stendur mjög vel og mælti stjórn félagsins með arðgreiðslu upp á milljarð króna á aðalfundi þess í fyrra. Jón Sigurðsson er forstjóri Össurar. „Ef stór fyrirtækja- kaup eru ekki í spilunum er líklegt að félagið fari að hefja arð- greiðslur. Fallið frá 15 milljarða króna kröfu Skiptastjóri Baugs hefur fallið frá skaðabótamáli sem höfðað var gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi stjórnarformanni fyrir tækisins. Málið var höfðað vegna meintra brota Jóns Ásgeirs í aðdraganda bankahrunsins þegar Baugur var látinn kaupa hluta- bréf í sjálfum sér af Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans, skömmu áður en hrunið varð. Skiptastjóri þrota- búsins hugðist sækja 15 milljarða króna skaðabætur vegna við- skiptanna en krafan var dregin til baka á miðvikudaginn. Jón Ásgeir hafði vísað kröfunni á bug á þeim forsendum að hluthafar hefðu tapað mestu á viðskiptunum en ekki þrotabúið þar sem hluthafar hefðu gengist í persónulega ábyrgð fyrir láni sem Kaupþing veitti fyrir kaupunum. Ekki þótti fært að höfða málið og ljóst þótti að litlar bætur yrðu sóttar til Jóns Ásgeirs. Hann hefur lýst því yfir að hann sé eignalítill og skilað um það gögnum til ís- lenskra og breskra yfirvalda. Þá hefur þrotabú Baugs einnig krafist bóta af þrotabúi Kaupþings en það mál hefur ekki verið útkljáð. Aðalritari SÞ til Íslands á sunnudaginn Ban Ki-moon, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, kemur í opin- bera heimsókn til Íslands í næstu viku. Hann kemur til landsins á sunnudag en heimsóknin hefst formlega daginn eftir. Ráðgert er að Ban Ki-moon dveljist hér á landi í tæpa þrjá sólarhringa. Í heimsókninni mun hann meðal annars eiga fundi með forseta Ís- lands, sem og nýjum forsætisráð- herra og utanríkisráðherra. Þá mun Ban Ki-moon einnig halda opinn fyrirlestur í hátíðarsal Há- skóla Íslands á þriðjudaginn kl. 15.00 um baráttuna gegn fátækt og hlutverk Sameinuðu þjóðanna í friðarmálum. Ban Ki-moon hyggst einnig halda í stutta skoðunarferð um landið. Skipulagsbreytingar Miklar breytingar hafa verið innan VR síðustu mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.