Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 22
22 Umræða 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Ólafur Sveinsson Af hverju
varðst þú ekki ráðherra?
Vigdís Hauksdóttir Ekki
pláss í ríkisstjórninni.
Sigurður Sigurðsson Hvaða
tungumál talar þú vel eða
þokkalega?
Vigdís Hauksdóttir Móðurmálið,
dönsku og ensku.
Jörundur Þórðarson
Samfylking hefur haft málefni
Íbúðalánasjóðs á sinni könnu frá
2007. Nú er staða hans ekki góð. Hver er
stefna ríkisstjórnarinnar í þessum
málaflokki?
Vigdís Hauksdóttir Við höfum öll
mál til endurskoðunar – það er rétt,
staða sjóðsins er slæm.
Fundarstjóri Þessi barst
fundarstjóra í pósti: Stjórnmála-
flokkarnir fá styrki frá
almenningi sem nema tæplega milljón
krónum á dag. Er ekki ástæða til að skera
niður þar?
Vigdís Hauksdóttir Það er spurn-
ingin um að flokkar fái takmarkaðan
og gegnsæjan stuðning eins og nú er
samkv. lögum frá ríki og fyrirtækj-
um/einstaklingum – eða hafa allt
frjálst og ógegnsætt – ég vel fyrri
leiðina.
Pétur Jónsson Finnst þér
frumvarp innanríkisráðherra um
flýtimeðferð skuldamála ganga
nógu langt? Hverju myndir þú helst bæta
við í því frumvarpi?
Vigdís Hauksdóttir Í raun átti
þetta frumvarp alltaf að vera óþarft
því þessi mál áttu öll að vera löngu
afgreidd hjá dómstólum eftir 5 ár frá
hruni – eins er dæmalaust að fjár-
málastofnanir fari ekki að dómum
Hæstaréttar.
Sigfús Sigmundsson Það varð
mikil umræða í kjölfar ummæla
þinna um framlög Íslands til
þróunarmála. Geturðu útskýrt betur hver
þín skoðun er á þessum málaflokki, viltu
að framlög Íslands til þróunarmála verði
núll krónur á ári eða viltu einungis lækka
þau? Hvað er hæfilegt framlag Íslands á
ári í þróunarsamvinnu að þínu mati?
Vigdís Hauksdóttir Gott að
þessi spurning kom – ég styð
þróunaraðstoð – en var mótfallin
aukningu í málaflokknum upp á 24
milljarða næstu 5 ár þegar staðan er
grafalvarleg í ríkisfjármálum.
Jóhann Hákonarson Sæl
Vigdís. Ég einn af þessum
mönnum sem keypti fasteign
2007, skuldirnar (lánin) hækkuðu um 12
millj. og eignin lækkaði um tæpar 5 millj.
þegar ég seldi í júlí 2012. Mín spurning er:
Get ég vænst þess að fá leiðréttingu?
Vigdís Hauksdóttir Ef þú hefur
sett fyrirvara í kaupsamninginn
ertu í góðum málum og átt að fá
leiðréttingu.
Jóhann Skarphéðinsson Þetta
er hlægilegt hjá Eygló í
sambandi við öryrkja. Þýðir
hækkun upp á 2–3 þús. krónur. Finnst þér
nóg gert í þeim málum? Búnir að þola
skerðingu síðan 1. júlí 2009?
Vigdís Hauksdóttir Við töluðum
fyrir öryrkja og aldraða í þessari
kosningabaráttu og stöndum og
föllum með því stefnumáli. Það er
að koma mikil kjarabót til þeirra
sem sættu skerðingu á síðasta kjör-
tímabili um ca. 16 milljarða – þetta
eru fyrstu skref í að ná skerðingum
vinstri stjórnarinnar til baka.
Fundarstjóri Önnur úr
pósthólfinu: Ríkið hefur eytt
gríðarlegum fjármunum í að
markaðssetja lambakjöt erlendis. Ekki er
sjáanlegur árangur. Mætti ekki hætta
þeim fjárútlátum?
Vigdís Hauksdóttir Það liggur allt
undir í fjárlagagerðinni.
Gunnar Hólmsteinn Sæl
Vigdís. Mun ríkisstjórnin leggja
meira fé til fjársveltra
framhaldsskóla á næsta fjárlagaári?
Vigdís Hauksdóttir Menntamála-
ráðherra hefur talað um hagræðingu
og styttingu náms. Við skulum leyfa
honum að móta þessar tillögur.
Hrafn Malmquist Gunnar Bragi
utanríkisráðherra hefur sagt:
„Núverandi ríkisstjórn er
einhuga í því að virða okkar skuld-
bindingar gagnvart NATO á þeim
forsendum að þær verði borgaralegs
eðlis. Við erum herlaus þjóð og verðum
það, en erum einn af stofnaðilum þessa
bandalags og höfum ákveðnum skyldum
að gegna. Það munum við gera án þess
að skammast okkar nokkuð fyrir það.“ En
fjölmörg dæmi eru þess að drónaárásir
NATO valdi mannfalli í röðum óbreyttra
borgara. Skammast þú þín ekki fyrir að
taka þátt í slíku?
Vigdís Hauksdóttir Þessi spurning
er flókin og viðkvæm – auðvitað
erum við öll friðelskandi og viljum
ekki hafa her. Get ekki svarað þessu
öðruvísi.
Sigfús Sigmundsson Vilt þú að
Ísland segi sig frá EES-samn-
ingnum og hætti í EFTA? Hver er
að þínu mati helsti munurinn á veru
okkar í EES í samanburði við það ef við
gengjum í ESB? Ertu t.d. hlynnt því að
Ísland greiði háar upphæðir í þróunarsjóð
EFTA sem sinnir þróunaraðstoð í Mið- og
Austur-Evrópu?
Vigdís Hauksdóttir Ég veit allt um
þróunarsjóð EFTA og greiddi atkvæði
móti því þegar milljarðarnir til hans
voru lögfestir í EES-samninginn
– það þarf að viðhalda EES-samn-
ingnum og betrumbæta – eins er
ég hlynnt veru okkar í EFTA – um
muninn á EES og ESB er margt að
segja – en fyrst nefni ég framsal
dómsvalds, framkvæmdavalds og
fullveldis.
Andri Sigurðsson Þú ert einn
umdeildasti þingmaður
landsins, hvað ætlar þú að gera
til að skapa samstöðu og auka samstarf
milli stjórnar og stjórnarandstöðu á
yfirstandandi þingi?
Vigdís Hauksdóttir Andstæðingar
mínir hafa búið til þessa mynd af mér
– það hefur hjálpað mér gríðarlega
pólitískt – og þakka ég fyrir það í dag
eftir að við unnum stórsigur í Reykja-
vík og gerðum Framsóknarflokkinn
að næststærsta flokknum í borginni.
Inni við beinið er ég mjög sáttfús,
umburðarlynd, og skipulögð. Ég kvíði
því ekki að vinna að góðu samstarfi.
Hilmir Kolbeins Varðandi
verðtrygginguna, eru einhver
áform um að afnema hana eða
setja þak á hana þannig að hún fari ekki
upp úr öllu valdi. Af hverju þarf öll
áhætta að vera á kostnað lántakenda?
Vigdís Hauksdóttir Þetta er
baráttumálið okkar Framsóknar-
manna. Nú á að taka á málinu og
frétta verður vonandi að vænta með
haustinu hvernig þetta verður gert.
Minni líka á að verðtryggingin er fyrir
dómstólum.
Jörundur Þórðarson
Undirskriftasöfnun þar sem
mótmælt var lækkun á
veiðigjaldi hlaut miklar undirtektir. Ertu
sátt við kynningu RÚV á þessu máli?
Hefði RÚV ekki átt að fara vel ofan í
þetta mál og fá fram ólík viðhorf?
Vigdís Hauksdóttir Góð spurning.
Um RÚV er þetta að segja: Stundum
þegar ég sit við sjónvarpið að kvöldi
er ég að horfa á allt annað þing en ég
sat á um daginn. Þetta eru ótrúleg
vinnubrögð. Hverjir ráða för?
Jóhann Páll Jóhannsson
Finnst þér að lækka megi
fjárframlög til embættis
sérstaks saksóknara?
Vigdís Hauksdóttir Nei, ekki að
sinni – hann verður að fá rými til að
klára þau mál sem þar eru á borðum.
Sveinn Arnórsson Sæl Vigdís
– nú hefur þú kallað IPA-styrki
Evrópubandalagsins illum
nöfnum víðsvegar. Af hverju er þeim ekki
skilað í stað þess að þiggja þetta fé eftir
að viðræður voru stöðvaðar. Er það ekki
niðurlægjandi fyrir fullvalda ríki að þiggja
þetta ölmusufé?
Vigdís Hauksdóttir Enginn
þingmaður hefur barist jafn ötullega
á móti þessum styrkjum – ég vildi
aldrei hleypa málinu á þann stað að
við þyrftum að taka á móti þeim.
Auðvitað á að skila þeim – en nú
reynir á endurgreiðslukröfu ESB
sem ég spurði í sífellu Össur um – nú
reynir á hvort þeir standi við stóru
orðin; að um styrki sé að ræða en
ekki „umsóknarríkissmútur“.
Benedikta Ketilsdóttir
Þessar skerðingar sem þið
voruð að taka til baka hjá
öryrkjum og öldruðum snerta aðeins þá
sem fá peninga úr lífeyrissjóðnum líka,
það er stór hópur öryrkja sem er með
strípaðar örorkubætur og græðir ekkert
á þessum aðgerðum, á að gera eitthvað
sérstaklega fyrir þennan hóp öryrkja
eins og að hækka grunnlífeyrinn til
dæmis?
Vigdís Hauksdóttir Gott að þessi
spurning kom. Fólk verður að skilja
að grunnbætur eru bundnar við
gerð kjarasamninga – við erum að
færa til baka þá 16–17 milljarða sem
ríkisstjórnin tók af öldruðum og
öryrkjum. Við erum að bæta tjónið –
þeir eru að fá leiðréttingu sem sættu
skerðingu – sem höfðu orðið fyrir
tjóni.
Guðmundur Guðmundarson
Hvað á að gera í málefnum
þeirra einstæðu foreldra sem
ekki ná endum saman og þurfa að leigja
sér fokdýrt húsnæði, fá ekki nema
lágmarks húsaleigubætur, sökum búsetu
í sveitarfélagi, sem gefur ekki kost á
sérstökum húsaleigubótum og veitir
enga aðstoð á annan hátt?
Vigdís Hauksdóttir Þetta er mál
sem verið er að skoða í félagsmála-
ráðuneytinu – en það er persónuleg
stefna mín að koma fólki af bótum
yfir á laun. Til þess þarf að koma
atvinnulífi af stað og skapa hér
grundvöll að góðu lífi fyrir okkur öll.
Sveinn Arnórsson Ef þið viljið
skila IPA-styrkjum sem ekki er
einu sinni búið að eyða – hvað
ætti að stöðva ykkur í því? Af hverju svar-
ar þú út í hött og vísar í Össur?
Vigdís Hauksdóttir Ég tala skýrt.
Það er ekki hægt að skila neinu sem
ekki er búið að taka við – ESB dró
lappirnar og greiddi ekki út styrkina
vegna þess að þeir vissu innst inni
að breytt yrði um stefnu í ESB. Hins
vegar voru skapaðar hér væntingar
um að hinir og þessir gætu fengið
styrkina – það var ógeðfellt af fyrr-
verandi ríkisstjórn. Eins ætti að loka
Evrópustofu hið snarasta.
Páll Garðarsson Ef forseti
myndi í kjölfar undirskriftasöfn-
unar vísa frumvarpi um
breytingar á lögum um veiðigjald í
þjóðaratkvæði, myndir þú styðja að í
leiðinni yrði þjóðin spurð um vilja hennar
til að klára aðildarviðræður við ESB?
Vigdís Hauksdóttir Verið er að
fara svissnesku leiðina – að leggja
umsóknina til hliðar og taka hana
ekki upp fyrr en að lokinni þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Umsóknin hefur
legið í skúffu í Sviss síðan 1994 – þá
leið erum við að fara. Það skal enginn
gleyma að þjóðin kaus tvo NEI flokka
til valda – og Samfylkingin fékk tæp
13%. Hvað er málið?
Fundarstjóri Guðrún
Njálsdóttir hringdi inn þessa
spurningu: Kemur til greina að
slíta algjörlega viðræðum við ESB, og
það sem fyrst, í stað þess að gera hlé á
þeim. Er ekki bara best að slíta þessu?
Vigdís Hauksdóttir Það verður
líklega metið í framhaldi af þeirri
ákvörðun sem nú hefur verið tekin;
að leggja umsóknina til hliðar –
utanríkisráðherra hefur boðað
stöðuskýrslu um málið. Komi hún
illa út fyrir ESB er alveg í stöðunni að
endurskoða það.
Heiða Sveinsdóttir Sæl Vigdís.
Ert þú sátt með þær hugmyndir
að skera niður til LÍN og að
lágmarkseiningum sem standast þarf til
að fá lán verði fjölgað?
Vigdís Hauksdóttir Allt kerfið
liggur undir, því við stöndum á tíma-
mótum. Það hefur komið fram að í
alþjóðlegum samanburði stöndum
við okkur ekki nógu vel í mennta-
málum. Ég styð þetta að því leyti að
það verði hvati settur inn í kerfið að
klára námið á sem skemmstum tíma
– þjóðfélaginu til hagsbóta. Þetta er
hluti af þeirri hugsun.
Benedikta Ketilsdóttir Ætlið
þið að svíkja kosningaloforðið
um að leyfa þjóðinni að kjósa
um hvort hún vilji halda áfram
aðildarviðræðum við ESB?
Vigdís Hauksdóttir Ég fór yfir
stefnu flokksins hér að framan –
engin svik í því.
Arnór Elvarsson Aukin
fjárfesting í rannsóknum á sviði
umhverfismála innan háskóla
og atvinnulífsins (hjá NMÍ m.a.) getur
leitt til mikillar nýsköpunar og
framtíðartekna fyrir ríkissjóð. Eru slíkar
fjárveitingar á borðinu hjá fjárlaganefnd?
Vigdís Hauksdóttir Nei. Fjár-
laganefnd fær ekki mál inn á sitt
borð fyrr en fjárlagafrumvarpið er
lagt fram.
Ásdís Bergþórsdóttir Er ekki
full ástæða til skera niður
listamannalaunin? Er einhver
þörf á að styrkja listamenn sem margir
hverjir lifa vel af list sinni? Höfum við efni
á að hafa fólk á styrkjum við að sinna
áhugamálum sínum?
Vigdís Hauksdóttir Stefna
flokksins er að afnema skuli
listamannalaun í þeirri mynd sem
þau eru og velja og styrkja í staðinn
unga efnilega listamenn. Þessi
listamannalaun fóru út í vitleysu á
síðasta kjörtímabili og ég fullyrði að
hefðu ráðherrar framsóknarmanna
farið fyrir því að láta maka tveggja
ráðherra á listamannalaun – þá
hefði allt orðið vitlaust og hrópað að
viðkomandi ráðherrar yrðu að segja
af sér. En þar sem þetta voru sam-
fylkingamakar – var málið þaggað
niður og ekki rætt.
Hannes Hall Telurðu að það
hafi verið mistök að segja já við
því að ákæra ætti Geir H. Haarde
fyrir landsdómi.
Vigdís Hauksdóttir Nú beinist
þessi spurning beint að mér. Ég sagði
já við öllum fjórum ráðherrunum.
Samfylkingarþingmenn hlífðu sínum
fyrrverandi ráðherrum og því fór
aðeins einn ráðherra fyrir landsdóm.
Ég leit svo á að það væri allir eða
enginn. Samfylkingin situr uppi með
það að atkvæðagreiðslan fór eins og
hún fór – og hugsa sér að ráðherra
bankamála hafi verið hlíft eftir
heilt bankahrun! En svona vinnur
Samfylkingin – hugsar um sína!
Páll Bjarnason Ég vil
endurtaka spurningu nafna
míns þar sem ekki kom skýrt
svar. Ef forseti myndi í kjölfar
undirskriftasöfnunar vísa frumvarpi um
breytingar á lögum um veiðigjald í
þjóðaratkvæði. Myndir þú styðja að í
leiðinni yrði þjóðin spurð um vilja hennar
til að klára aðildarviðræður við ESB? Við
þessu eru einungis tvö möguleg svör. Nei,
eða já.
Vigdís Hauksdóttir Nei.
Ægir Hallgrímsson Verður
tryggingargjaldið lækkað á
þessu þingi?
Vigdís Hauksdóttir Tryggingar-
gjaldið verður örugglega lækkað á
þessu kjörtímabili – og fyrr en seinna
– því þegar það verður lækkað þá
geta fyrirtækin farið að ráða til sín
fólk sem er á atvinnuleysisbótum.
Þetta er hringrás sem auðvelt er að
snúa við.
Heiða Heiðars Sæl Vigdís.
Hefur þú náð að upplýsa málið
um þá sem þiggja greiðslur fyrir
að tala illa um þig sem pólitíkus?
Vigdís Hauksdóttir Það mál er allt í
vinnslu.
Jón Carlsson Þiggur þú
leigubætur frá Alþingi?
Vigdís Hauksdóttir Nei,
ég er þingmaður Reykjavíkur.
Örn Stefánsson Á að gera
einhvern greinarmun á þeim
sem keyptu í miðri fasteigna-
bólunni og þeim sem keyptu fyrir hana
(og eru þá gjarnan með laun og
fasteignaverð sem „stökkbreyttust“
meira en vísitala neysluverðs yfir
lánstímann) í þessum skuldaniðurfell-
ingaráformum ykkar?
Vigdís Hauksdóttir Nú er verið að
útfæra tillögur okkar – og bið ég um
þolinmæði til haustsins – eins og
forsætisráðherra hefur talað fyrir.
Sigurður Sigurðsson Sæl
Vigdís, þú stóðst mjög
einarðlega gegn nýrri
stjórnarskrá á síðasta þingi og einnig
þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Framsóknarflokkurinn boðaði róttæka
endurskoðun á stjórnarskránni vorið
2009 og allar þær hugmyndir rötuðu inn í
frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Gætir þú
sagt okkur hvað það er nákvæmlega sem
þér líkar ekki í frumvarpinu?
Vigdís Hauksdóttir Vá, eru
þessar spurningar ennþá á sveimi?
Samfylkingin kom þessu máli fyrir
kattarnef, ein og óstudd. Árni Páll
kálaði málinu endanlega með að
leggja fram frumvarp um breytingar-
ákvæði og sópaði þar með öllu
málinu út af borðinu. Þetta mál er
fortíð fyrir mér. Ég horfi til framtíðar
og ætla að vinna að breytingum á
stjórnarskránni á nýju þingi.
Örn Anna Hvernig dettur
Framsóknarflokknum í hug að
styðja frumvarpið hans Illuga
um RÚV þegar þið studduð frumvarp
síðustu ríkisstjórnar sem var miklu betra
en þessi ósköp?
Vigdís Hauksdóttir Það er þitt
mat – en ég greiddi ekki atkvæði
með frumvarpi síðustu ríkisstjórnar.
Mig minnir að þrír þingmenn XB hafi
greitt atkvæði með því.
Ragnar Ragnarsson Hvað er
það sem þið óttist mest ef að
ESB-samningurinn verður
kláraður og lagður fyrir þjóðina?
Vigdís Hauksdóttir Hvaða
samningur? Þetta er aðlögun Íslands
að ESB, það er heila málið, það er
enginn „samningur“. Alltof mikill tími
hefur farið í það hjá þinginu á síðasta
kjörtímabili að innleiða lagafrum-
vörp til að uppfylla skilyrði ESB um
aðlögun. ESB segir sjálft að þetta sé
aðlögun.
Stöndum og föllum með öryrkjamálinu
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, svaraði spurningum um skuldalækkanir og listamannalaun á Beinni línu
Nafn: Vigdís Hauksdóttir
Starf: Þingmaður
Aldur: 45 ára
Menntun: Lögfræðipróf frá
Háskólanum á Bifröst