Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 30
fyrir þægindahringinn, eins og
hún hefur sjálf gert. „Það er öllu
ýtt að þér svo hratt. Það er talað
um að flytja fjöll, fyrirtæki flytja
fjöll í orðsins fyllstu merkingu. Þú
lærir að sjá fram á veginn. Það er
nauðsynlegt. Ef þú gerir það ekki
þá brennur þú út. Verður eftir.
Svo þarftu á svipuðum tíma að
verða meðvituð um að þú þarft að
halda í einhvern kjarna. Stundum
festist ég í því að vilja alltaf borða
sama matinn þangað til ég get það
ekki lengur, stundum klæði ég mig
alltaf í sömu fötin þar til ég fæ nóg.
Það fer mikil orka í að ýta sjálf-
um sér hugarfarslega á nýja staði.
En ég er þannig gerð að ég verð að
gera það.
Að teikna blindandi er ofboðs-
lega áhugavert af því þá hugsar þú
línurnar. Ég læt nemendur mína
gera það. Ég hef líka beðið nem-
endur mína um að teikna stórt. Af
því að þegar þú teiknar, þá ertu að
vanda þig, teiknar smátt. En hvað
myndi gerast ef þú þyrftir að teikna
risastórt? Það gerist eitthvað sál-
rænt við að þurfa að breyta þessu.
Öll þessi litlu skref verða til þess
að þú ferð skrefi lengra og út úr
rammanum. Svo finnst mér óskap-
lega gaman þegar nemendur segja:
Ó þetta er svo ljótt.
Þá stekk ég til þeirra og segi:
Vinna með það! Af hverju er það
ljótt, veistu það, getur þú svarað
mér, getur þú farið með það eitt-
hvað lengra en bara að segja að það
sé ljótt? Getur þú fundið fegurðina
í því? Eru það hlutföllin, liturinn?“
Komst áfram á sakleysinu
Í grunnskóla lærði Steinunn
handavinnu eins og allar íslenskar
stúlkur gerðu. Hún var dugleg í
handavinnu og hafði gott vald á
prjónaskap. Hún segist hafa kom-
ist á sakleysinu í nám í fatahönnun
í París.
„Ég vil eiginlega meina að sak-
leysið hafi komið mér þangað sem
ég er. Ég sótti um í skóla erlend-
is vegna þess að það var ekki hægt
að læra fatahönnun hér heima. Eft-
ir að ég var búin að sækja um inn-
göngu þá var mér sagt að í þennan
skóla hafi enginn Íslendingur kom-
ist. Ég muni aldrei komast inn. En í
einhverju bríaríí komst ég inn. Kom
skólanum í gegnum Lánastofnun í
fyrsta sinn og flutti til Parísar.“
Hefur ferðast til 363
borga og bæja
Í skólanum lenti Steinunn í ýmsum
ævintýrum enda hafði hún aldrei
búið erlendis. Með skólanum ferð-
aðist hún alla leið til Rússlands og
á því ferðalagi kviknaði mikil þrá til
ferðalaga sem hún hefur uppfyllt
þrátt fyrir að hafa í byrjun þjáðst af
mikilli flughræðslu.
„Ég lenti auðvitað í ævintýrum
og árekstrum þegar ég fluttist til
Parísar. Valið stóð á milli Parísar
og New York, en stórborgin New
York var bara svo langt í burtu. Par-
ís þótti meira nálægt. Þannig að
þangað var gott að fara til að prófa
að búa erlendis. Þá var styttra heim.
Svo var bara svo gaman úti og
ég fékk að upplifa ótrúlega margt.
Ég fór í skólaferðalag og ferðað-
ist um Rússland, með skólabekkn-
um. Við fórum til Kiev, Moskvu og
Leníngrad eins og hún var kölluð
þá. Skoðuðum spútnikleikvelli og
vorum í viðskiptum með gallabux-
ur á Rauða torginu. Þetta var ævin-
týraferð og byrjunin á ferðalögum
mínum um heiminn. Ég gerði til-
raun til þess að telja hvað ég hefði
ferðast til margra borga og bæja á
lífsleiðinni og trúi að um sé að ræða
363 í 27 löndum.
Mitt fegurðarskyn
Steinunn lauk prófi frá Parsons
School of Design og starfaði um
árabil við tísku- og fatahönnun
hjá erlendum tískuhönnuðum en
árið 2000 stofnaði hún fyrirtækið
STEiNUNNI og opnaði verslun sína
við Laugaveg í Reykjavík. Hún kann
miklu betur við sig í gömlu verbúð-
inni.
„Ég fann miklu skemmti-
legri stað í staðinn. Hann er sér-
vitringslegri, hann er meira skap-
andi, hann er meiri upplifun fyrir
kúnnana sem koma hingað. “
Skortur á fjárfestingu í
tískuiðnaði
Steinunn er oft spurð af hverju hún
framleiði ekki fatnað sinn á Íslandi.
Fyrir því eru margar ástæður. Með-
al annars skortur í fjárfestingu í
tískuiðnaði á Íslandi.
„Ég er margspurð að því af
hverju ég framleiði ekki á Íslandi“
segir hún og brosir.
„Ég er alltaf til í að svara þessari
spurningu. Að framleiða á Íslandi
er ekki auðvelt. Ég er mikill sér-
fræðingur í prjóni og hef komið í
bestu prjónaverksmiðjur í heimi og
hef heimsótt fleiri tugi.
Á Íslandi eru aðeins til prjóna-
vélar fyrir prjónafestu 5. Mínar
vörur eru í prjónafestu 16. Geng-
ur ekki upp frá byrjun. Minn
prjónafatnaður er svokallaður
„fully fash ioned“ og saumaður
saman með frágangsvélum. Flík-
urnar mínar eru í sambærilegum
gæðum prjónavarning erlendis frá
þess vegna. Hér á Íslandi eru þess-
ar frágangsvélar ekki til. Það er svo
erfitt að ganga frá. Þannig að ég er
búin að berjast í mörg ár fyrir slík-
um vélum. Gæði hinnar íslensku
prjónavöru væru orðin alþjóðleg ef
þær væru til.
Ég væri fyrsta manneskjan til að
framleiða hér á landi ef slíkar vélar
væru til. Ég hef verið boðberi þess
að það sé lagt í þessar fjárfestingar
síðan 2009. Ég hef haldið ræður
og fyrirlestra um þetta af því þetta
mun hjálpa öllum. Við erum ekki
framleiðsluþjóð, við framleiðum
ekki mikið og það háir okkur í því
ferli okkar að brjótast til bata eftir
hrunið.“
Innsæi og fegurðarskyn
Steinunn treystir algjörlega á inn-
sæið í sköpunar- og framleiðslu-
ferlinu. Hún þakkar það syni
sínum.
„Sonur minn er búinn að þjálfa
í mér innsæið. Hann getur ekki
talað, tilfinningar hans eru merki
sem ég þurfti að læra að lesa í.
Ég vissi hvort hann var þyrstur,
þreyttur, svangur, veikur. Það að
hann gat ekki talað eða gert sig
skiljanlegan eftir hefbundnum
leiðum gerði naflastrenginn sterk-
ari einhvers staðar annars staðar.
Það er eitthvað sem ég vil meina að
ég hafi gjörsamlega tekið með mér í
framleiðsluna.
Það var ekki eingöngu innsæið
sem Steinunn magnaði upp með
sjálfri sér. Fegurðarskyn hennar
tók inn fötlun sonarins og það má
glöggt sjá í verkum hennar.
„Með fötluðum börnum kemur
nýtt fegurðarskyn. Sonur minn
er í hjólastól í fótaspelkum með
bolspelku. Þetta er það sem þú ert
með fyrir augunum á hverjum degi.
Ég verð fyrir áhrifum af því.
Korselettið sem ég hef svo oft
sett inn í línur mínar meikar full-
kominn sens,“ segir Steinunn og
bendir á mynd á vegg þar sem fyrir-
sætan situr með leggina í því sem
virðist fremur óþægileg stelling.
Ljósmyndarinn sem tók þessa
mynd skildi alveg af hverju fyrir-
sætan varð að vera svona. Það meik-
aði fullkominn sens. Þegar maður
fer að lesa í líf sitt, fagurfræðilega,
þá sér maður hversdagsleikann.
Þess vegna eru sérvitringar svo of-
boðslega áhugaverðir, af því þeir
búa til eitthvað. Ég er til dæmis
óskaplega ánægð með að fá mann
eins og Óttar Proppé inn á þing. Að
brjóta upp þetta norm sem er þessi
heimur og koma með sérvitring
þarna inn sem í sjálfu sér mun hafa
áhrif fagurfræðilega, sjónrænt.
Þess vegna segi ég enn og aftur:
Verið sérvitringar. Það gerir lífið
fallegra.“ n
Hönnun
Steinunnar
í gegnum árin
Admiral Tenging við hafið í einum af
nýjustu línum Steinunnar.
30 Viðtal 28.–30. júní 2013 Helgarblað
Knot Í nýju línunni Knot er einnig sterk
tenging við hafið og útgerð.
Portrait Í þessari mynd úr Portrait-línu
Steinunnar endurspeglast fegurðin
í fötlun sonar hennar. Fætur fyrir-
sætunnar minna á það hvernig hann ber
fætur sína í hjólastólnum.
Feather Skemmtilegar myndir úr línu
Steinunnar, Feather. Minna á Fridu Kahlo.
Wild Floral Rómantísk en íburðarmikil
lína og myndirnar teknar í borgarlandslagi.
Stream Hér situr Ylfa Geirsdóttir fyrir í
fatnaði úr línu Steinunnar, Stream.
Sand Falleg og þokkafull smáatriði í línu
Steinunnar, Sand.
Shadow Steinunn hefur mikið unnið
með nærfatnað gegnum tíðina. Hér
er fallegt og kynþokkafullt pils úr línu
hennar Shadow.
Lava Skemmtileg form sem vísa í náttúr-
una var að finna í línunni Lava.
Sonurinn er gúrúinn „Ég þurfti að vinna
mig úr óttanum. Þetta kenndi sonur minn
mér. Að horfa á hann yfirstíga stórar hindr-
anir, öll litlu kraftaverkin komu mér í skilning
um mátt minn og megin.“