Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 33
33Helgarblað 28.–30. júní 2013
stungusár voru á líkama hins 15 ára gamla Kriss Donald þegar lík hans
fannst í Glasgow í mars 2004. Hópur manna af pakistönskum uppruna rændi
Donald og myrti vegna kynþáttafordóma. Eina sem Donald gat talist sekur um
var að vera hvítur á hörund.13
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
Á
rið 2000 gekk lífið sinn vana-
gang hjá Genore Guillory,
einhleypri konu sem vann
hjá fyrirtækinu BlueCross og
BlueShield í Clinton í Lou-
isiana-fylki í Bandaríkjunum. Sjálf
bjó hún skammt norður af Clinton.
Heimili hennar var við enda malar-
götu sem nefnist Oakwood-stígur.
Kærasti Genore hafði skömmu
áður en þessi saga gerist beðið bana
í umferðaróhappi á leið heim frá
vinnu, en Genore naut þess að eiga
að fjölskyldu í nærliggjandi bæjum
og vinnufélaga sem þótti vænt um
hana.
Greiðvikin
Genore var þekkt fyrir greiðvikni og
hjálpsemi í garð þeirra sem þurfandi
voru. Dýr voru í miklu uppáhaldi hjá
henni og mátti hún ekkert aumt sjá í
þeim efnum. Flækingshundar fengu
góðan viðgjörning hjá Genore og
héldu um 30 hundar til á landareign
hennar og tveir hestar að auki.
Tilvera Genore snérist um fjöl-
skyldu hennar, dýrin og vini. Um síð-
ir kom í ljós að vinir hennar sumir
reyndust úlfar í sauðargæru, sviku
hana og lítilsvirtu þá greiðvikni sem
hún hafði auðsýnt þeim.
Nýir nágrannar
Örfáum árum fyrr hafði Genore feng-
ið nýja nágranna. Hjónin Phillip og
Amy Skipper settust að í niðurníddu
hjólhýsi handan götunnar gegnt
heimili Genore. Skipper-hjónin áttu
barnungan son og son á unglings-
aldri, John Baillio sem var stjúpson-
ur Phillips.
Vinskapur tókst með Amy og
Genore og taldi Genore aldrei eft-
ir sér að gera Amy greiða; kaupa inn
fyrir hana og halda afmælisveislu fyr-
ir litla drenginn hennar.
Genore lét Amy meira að segja
fá lykil að heimili sínu svo hún gæti
notað símann, enda engan síma að
finna í hjólhýsinu og því erfitt um vik
fyrir ungu móðurina að hafa sam-
band við fjölskyldu sína.
Svo mikið fóru aðstæður Skipper-
fjölskyldunnar fyrir brjóstið á Gen-
ore að hún lánaði þeim 8.000 Banda-
ríkjadali svo Amy og Phillip gætu
keypt nýtt færanlegt heimili. Síðar
gerði hún hjónin að bótaþegum líf-
tryggingar hennar, ef svo ólíklega
vildi til að hún yfirgæfi jarðlífið fyrr
en síðar.
„Þessi negrakerling“
Reyndar átti Phillip Skipper til að slá
garðinn fyrir Genore eða fóðra hest-
ana hennar tvo og hunda og sýndi
henni kurteisi augliti til auglitis. En
um leið og hún hafði snúið bakinu
í hann sýndi hann sitt rétta andlit.
„Þessi negrakerling,“ kallaði hann
Genore þegar hún heyrði ekki til.
Genore átti eftir að komast að því
að Philip var ekki allur þar sem hann
var séður. Hann hafði alist upp hjá
föður sínum, sem þegar hér var kom-
ið sögu afplánaði lífstíðardóm fyr-
ir morð, og móður sem gaf lítið fyrir
lög og rétt. Phillip Skipper var fíkni-
efnaneytandi og –sali og síðar kom í
ljós að hann misnotaði kynferðislega
stjúpson sinn og misþyrmdi honum.
Genore myrt
Einn af þeim sem Phillip var í slag-
togi við var álíka vandaður maður
og hann sjálfur, Johnny Hoyt sem var
kvæntur systur Phillips, Lisu. Hún
var víst ekki merkilegur pappír held-
ur og hoppaði upp í rúm með nánast
hverjum sem var.
Phillip og Johnny stofnuðu
Bræðralagið og með Lisu og stjúp-
syni Phillips rændu þeir grafir og
seldu þýfið til að geta fjármagnað
kaup á áfengi og fíkniefnum. Þeir
seldu hverjum sem var eiturlyf og
brutu öll lög sem hægt var að nefna.
Kvöld eitt eftir að Phillip, Johnny,
Lisa og John Baillio höfðu setið að
sumbli og eiturlyfjaneyslu brutu-
st þau inn til Genore, skutu hana og
stungu og börðu til bana. Í kjölfarið
misþyrmdu þau líkinu kynferðislega.
Fimm ára barátta
Það ku hafa tekið lögregluna fimm ár
að fá réttlætinu fullnægt og fá Phillip
og lagsfólk hans dæmt fyrir ódæð-
ið. Sagan segir að ferlið hafi verið
markað af græðgi, heimsku og kyn-
þáttahatri sem löngum hefur þrifist
í sumum samfélögum í Suðurríkjum
Bandaríkjanna.
Phillip Skipper og Johnny Hoyt
báru litla virðingu fyrir mannslífum
og morðið á Genore Guillory var ekki
þeirra fyrsta. Morðið var aftur á móti
sérstaklega hryllilegt í ljósi þeirra
áverka sem þeir veittu Genore áður
en þeir myrtu hana.
Fjórmenningarnir hlutu dóm
árið 2005 og réttlætið sigraði að lok-
um. n
„Þessi
negrakerl-
ing,“ kallaði hann
Genore þegar hún
heyrði ekki til.
n Genore Guillory var greiðviknin uppmáluð n Nágranninn var níðingur
NíðiNgsverk
Genore
Guillory
Genore var
greiðvikið
gæðablóð.
Phillip Skipper
Ómerkilegt skítseyði
sem launaði gott
með illu.