Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2013, Side 41
Ný leið til bíl-
þjófnaðar?
„Þeir virðast vera með einhvern
búnað sem bara opnar bílinn.“
Svona lýsir íbúi á Hawaii því þegar
brotist var inn í jeppa hans á
dögunum. Jeppi hans, sem er ný
legur, hafði verið opnaður, veski
stolið og hlutum úr hanskahólfi.
Þjófavörnin var þó á, bíllinn
læstur og engin ummerki um inn
brot. Tilkynnt hefur verið um fleiri
slík innbrot á Hawaii. Lögreglan
hefur þó bent á að hugsanlega hafi
þjófarnir afritað bíllykla fórnar
lamba sinna.
19.000 bílar
innkallaðir
Toyota þarf að innkalla 19.000
eintök af Crown og Lexus IS í
Japan vegna galla í bremsukerfi.
Bílarnir voru framleiddir milli
desember 2012 og júní 2013.
Bremsukerfið er byggt upp á
nemum sem bregðast við þegar
þeir nema hindranir. Endurk
ast af öðrum bílum og hinum
ýmsu hlutum virðast hafa truflað
skynjarana og því bremsar bíllinn
án þess að þörf sé á því. Tilkynnt
hefur verið um sex slík atvik.
Leggur sjálfur
Nýjasti hugmyndabíll Volvo, eða
„Concept Car“, leggur sjálfur í
stæði. Bílinn finnur laust stæði og
leggur í það án þess að bílstjóri
sé í bílnum. Ökumaðurinn ræsir
ferlið með snjallsímaforriti og bíll
inn nemur umhverfi sitt og leggur
sjálfur. Þegar ökumaðurinn snýr
svo aftur kemur bíllinn til baka.
Þessi tækni er þó enn í þróun og
geta bílar búnir henni aðeins lagt í
bílastæði sem eru til þess hönnuð.
Í lok árs 2014 kemur á markaðinn
bíll frá Volvo búinn sambærilegri
tækni en ætla má að í framtíðinni
muni bílar leggja sjálfir í stæði.
F
áir bílar eiga sér jafn
langa og farsæla sögu
og Porsche 911. Í septem
ber eru 50 ár liðin frá því að
fyrsta eintakið kom fram á
sjónarsviðið. Síðan þá hefur 911
verið einn vinsælasti sportbíll
heims og í raun verið grunnur
inn að allri hönnun Porsche. Hið
klassíska útlit bílsins hefur haldið
sér í gegnum 50 ára sögu fyrirtæk
isins.
901 varð 911
Fyrsta útgáfan hét reyndar 901
en Peugeot fékk á sama tíma
einkaleyfi á öllum bílanöfnum með
tölustafnum 0 í miðjunni. Því hét
útgáfan sem fór í almenna sölu 911
og þar með var goðsögnin fædd.
Til dagsins í dag hafa verið
smíðuð meira en 820.000 eintök af
911 og bygging hans og tækni þróast
í gegnum áratugina þó grunnútlitið
hafi ávallt verið það sama.
En 911 er ekki bara fallegur
heldur hefur hann lengi verið
bestur sinnar tegundar þegar kem
ur að kappakstri. Porsche hefur
unnið yfir 30.000 sigra í hinum
ýmsu keppnum í gegnum árin
og 911 á heiðurinn af meirihluta
þeirra.
Fjölskyldusportbíllinn
Útlit 911 var hannað út
frá Volkswagenbjöllunni
sem Porsche hannaði einnig. Hug
myndin var að gera sportbíl fyrir al
menning en til þess að gera hann
„fjölskylduvænni“ var komið fyr
ir litlum aftursætum og nógu mik
ið pláss undir húddinu til að geyma
þar golfkylfur. 911 hefur nefnilega
alltaf haft þá sérstöðu að vélin er í
skottinu. Margir gagnrýndu þetta
á sínum tíma en hönnunin hefur
haldið allar götur síðan og veitt bíln
um mikla sérstöðu.
Fremstir í önnur 50 ár?
Porsche hefur einnig verið leið
andi í hönnun og tækniframþróun
þegar kemur að sportbílum. Þeir
voru á meðal þeirra fyrstu til að
tölvuvæða bíla og einnig til að not
ast við vökvakælingu.
Ekkert bendir til annars en
að 911 og Porschebílarnir muni
halda vinsældum sínum, vel
gengni og sérstöðu næstu 50 ár. n
n Farsæl saga Porsche 911 n Sama klassíska útlitið í 50 ár
Sama útlitið 911
hefur haldið grunn-
útliti sínu í 50 ár.
Upprunalega vélin Porsche 911 2.0
Coupe-vélin sem var sex sýlindra.
Gamla útlitið Glæsilegur að innan
Porsche 911 2.0 Coupe frá árinu 1963.
Gamli og nýi Porsche
hefur gert afmælis-
útgáfu af bílnum.
Ásgeir Jónsson
blaðamaður skrifar asgeir@dv.is
Nýja vélin Svona lítur vélin í skottinu á
2013 Porsche 911 Carrera 4S Coupe út. Hún er
ennþá sex sýlindra en 3,8 lítra.
Nýja útlitið Svona lítur nýi 2013 Porsche
911 Carrera 4S Coupe út.
Bílar 41Helgarblað 28.–30. júní 2013
Porsche er
alltaf eins