Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
Kom heim í
tómt hús
3 Atli Már Gylfason,
útvarpsmaður
og plötusnúður,
var leikinn grátt
af innbrotsþjóf
um um verslun
armannahelgina.
Þegar hann snéri
heim af Þjóðhátíð í Vestmanna
eyjum blasti við honum tóm íbúð;
eignamissir upp á meira en eina
milljón króna. „Einu verðmætin sem
eftir voru var örbylgjuofn. Að öðru
leyti var allt tekið, meira að segja
sængurnar okkar,“ sagði Atli í DV á
miðvikudag. Verst fannst honum þó
að missa myndir af fæðingu barna
sinna sem geymdar voru í tölvu sem
þjófarnir höfðu á brott með sér.
Var sögð geðveik
2 Matthildur Kristmannsdóttir gekk á milli lækna í fjölda ára
alvarlega veik af krabbameini án
þess að fá greiningu. Veikindin voru
talin stafa af alvarlegu þunglyndi
sem hún þjáðist í raun og veru aldrei
af. Matthildur sagði sögu sína í mið
vikudagsblaði DV. Krabbameinið var
komið á þriðja stig þegar það loksins
greindist og hafði náð að dreifa sér
í eitlana. Sem betur fer náði Matt
hildur bata og er mjög þakklát fyrir
að vera við góða heilsu í dag.
Létust í flugslysi
1 Mennirnir tveir
sem létust
í flugslysi á
mánudag hétu
Páll Steindór
Steindórsson,
flugstjóri, og
Pétur Róbert
Tryggvason,
slökkviliðs og
sjúkraflutningamaður.
Mikil sorg ríkir á Akureyri vegna
slyssins. „Þetta eru allt saman vin
ir okkar og samstarfsmenn til langs
tíma. Þetta er lítið fyrirtæki og þetta
er lítið samfélag. Það er ekki bara
fyrirtækið heldur allt samfélagið
fyrir norðan sem finnur fyrir þessu,“
sagði Sigurður Bjarni Jónsson, flug
öryggisfulltrúi Mýflugs, í samtali við
DV á miðvikudag.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Aron Brink hleypur í
minningu föður síns
n Hleypur 21 kílómetra í minningu föður síns, Sjonna Brink heitins
P
abbi minn var glaðasti og
jákvæðasti maður í heimi.
Það var alltaf gleði í kring
um hann hvar sem hann
var. Það er ekki hægt að
hugsa sér betri pabba en hann. Ég
trúi ekki ennþá, daginn í dag, að
hann sé farinn,“ segir Aron Brink,
sonur söngvarans Sigurjóns Brink,
eða Sjonna eins og hann var jafnan
kallaður, sem lést langt fyrir aldur
fram, aðeins 36 ára í janúar 2011 af
völdum heilablóðfalls.
Hleypur hálft maraþon
Aron ætlar að hlaupa hálft maraþon
eða 21 kílómetra í Reykjavíkurmara
þoninu, sem fram fer þann 24. ágúst
næstkomandi, í minningu föður
síns. Aron safnar áheitum til styrkt
ar Heilavernd sem er félag stofnað af
aðstandendum fólks með arfgenga
heilablæðingu. Fleiri úr fjölskyldu
Arons hlaupa til styrktar félaginu
og vonast þau til þess að safna sem
mestu til styrktar því. Aron hefur
ekki áður hlaupið hálfmaraþon og
hefur ekki verið að æfa sérstaklega
fyrir hlaupið. „Ég ætti nú kannski
að fara að byrja á því. Ég er reyndar í
fótbolta þannig ég er í ágætis formi,“
segir Aron sem hefur einu sinni
hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu
en þá fór hann 10 kílómetra. „Ég
sá að Nína, systir pabba, ætlaði að
hlaupa 21 kílómetra þannig ég ákvað
að taka jafn mikið og hún, ég gat ekki
tekið minna,“ segir hann kíminn.
„Besti maður sem
ég hef kynnst“
Eins og áður sagði lést faðir Arons,
Sjonni, úr heilablóðfalli. Sjonni var
landskunnur tónlistarmaður og má
með sanni segja að þjóðarsorg hafi
ríkt þegar hann féll svo skyndilega
frá. Aron segir skyndilegt fráfall föð
ur síns svo sannarlega hafa reynt á.
„Þetta var mikið áfall, það er eig
inlega ekki hægt að lýsa því. Hann
var bara besti maður sem ég hef
kynnst og það var alltaf mikil gleði
í kringum hann,“ segir hann. Fjöl
skylda Sjonna var stór og náin og
segir Aron þau vera dugleg að halda
minningu hans á lofti. Til að mynda
haldi fjölskyldan á hverju ári golf
mót til minningar um hann. „Við
höfum haldið það þrisvar úti á Sel
tjarnarnesi og það er alltaf dúnalogn
þegar mótið er þó að það sé nú yfir
leitt alltaf rok á Nesinu,“ segir hann.
„Aðalmálið að hlaupa
í minningu pabba“
Auk Arons þá ætla fleiri fjöl
skyldumeðlimir að hlaupa í minn
ingu Sjonna og til styrktar Heila
vernd. „Litli bróðir minn, Haukur
Örn, ætlar til dæmis að hlaupa 10
kílómetra,“ segir hann. Þeir sem vilja
heita á Aron er bent á að fara inn á
síðuna Hlaupastyrkur.is en þegar
blaðið fór í prentun hafði hann safn
að tæplega 30 þúsund krónum og
vonast til þess að geta bætt um betur
þó hann hafi ekki sett sér nein mark
mið varðandi hve miklu hann hyggst
safna. „Aðalmálið er að hlaupa í
minningu pabba míns,“ segir hann
einlægur. n
Heilavernd
Félagið Heilavernd er stofnað árið 1986
af aðstandendum fólks með arfgenga
heilablæðingu. Félagið safnar fé til að
styrkja rannsóknir á arfgengri heilablæð-
ingu, en hér er um séríslenskan erfðasjúk-
dóm að ræða, sem veldur áföllum er leiða
til lömunar og ótímabærs dauða þeirra
sem bera hið gallaða gen. Sjúkdómurinn
er ríkjandi og enn hefur engin lækning
fundist, þrátt fyrir töluverðar rannsóknir á
þeim árum sem liðin eru frá því að aðferð
fannst til þess að finna þá einstaklinga sem
bera gallaða genið. Heilavernd hefur styrkt
marga sem komið hafa að þessum rann-
sóknum, bæði íslenska rannsóknaraðila og
erlenda sem sýnt hafa þessum rannsóknum
áhuga. Heilavernd hefur safnað fé í gegnum
tíðina með sölu á minningarkortum, ásamt
jólakortum og fleiru, en einnig hefur verið
eitthvað um frjáls framlög að ræða. JC-
hreyfinginn stóð jafnframt fyrir söfnun á
Bylgjunni í febrúar 1987, sem varð til þess
að hægt var að kaupa blóðskilvindu fyrir
Blóðbankann, en hana þurfti m.a. til þess
að geta unnið að greiningu á þeim einstak-
lingum sem bera gallaða genið.
tekið Af vefnum HlAupAstyrkur.is
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Í minningu pabba
Aron ætlar að hlaupa
í minningu föður síns,
Sjonna, sem lést
langt fyrir aldur fram.
Aron er hér í bol með
mynd af föður sínum.
mynd kristinn mAgnússon
feðgarnir Aron og Sjonni saman á góðri
stundu á Anfield árið 2009 þegar þeir feðgar
fóru saman til Englands á Liverpool leik.
Óvenjulegt
lögreglumál
Óskað var eftir aðstoð lögreglu
að húsi í Hafnarfirði um kaffi
leytið á miðvikudag. Þar hafði
ungur maður brugðið sér í bað,
en móðir hans varð áhyggjufull
þegar einkennileg hljóð bárust
frá baðherberginu. Hún reyndi
að komast þar inn, en dyrnar
voru læstar og hvorki bank á
hurðina né hróp konunnar virt
ust ná til piltsins og því hringdi
móðirin í lögregluna. Tveir lag
anna verðir héldu strax á stað
inn, en þegar þeir áttu skammt
eftir á vettvang bárust þær upp
lýsingar í talstöðina að hættan
væri liðin hjá og málið því leyst.
Eins og stundum áður var ein
föld skýring á öllu saman, en
hún var sú að pilturinn hafði
sofnað í baðinu en hljóðin sem
frá því bárust reyndust vera
hroturnar í unga manninum.
Lést í um-
ferðarslysi
Maðurinn sem lést í umferðar
slysi á Suðurlandsvegi skammt
frá Þingborg á miðvikudag hét
Leifur Ársæll Leifsson til heim
ilis að Smáragötu 5 í Vestmann
eyjum. Leifur var 58 ára gamall,
fæddur 8. febrúar 1955 og lætur
eftir sig eiginkonu og þrjú upp
komin börn. Frá þessu er greint á
vef lögreglunnar.
Eins og greint var frá á mið
vikudag varð slysið með þeim
hætti að sendibifreið og vöru
bifreið sem komu úr gagnstæð
um áttum skullu saman. Öku
maður sendibifreiðarinnar var
fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en
var úrskurðaður látinn skömmu
eftir komuna þangað. Ökumað
ur vörubifreiðarinnar var fluttur
á sjúkrahús á Selfossi en er ekki
alvarlega slasaður.