Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Page 6
6 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað Hættir hjá Samfylkingu n Ætlar að klára meistaranámið S igrún Jónsdóttir, framkvæmda­ stjóri Samfylkingarinnar, lætur af störfum í næstu viku. Hún hefur gegnt því starfi í fjögur ár, en hún var upphaflega ráðin tímabundið. „Það er kominn tími til að breyta, þetta eru búin að vera annasöm fjögur ár,“ sagði Sigrún í samtali við DV. Hún hefur starfað inn­ an vébanda flokksins um árabil og var meðal annars kosningastjóri flokks­ ins fyrir alþingiskosningarnar 2007. Nú ætlar Sigrún að setjast aftur á skólabekk. „Nú ætla ég að fara að skrifa meistararitgerð í opin­ berri stjórnsýslu, klára bara,“ sagði Sigrún. Hún er með BA­próf í stjórn­ málafræði frá Háskóla Íslands og sömuleiðis með kennsluréttindi þaðan. Ekki er hægt að segja annað en hún sé vel kunn skólanum en hún var um tímabil verkefnastjóri í fé­ lagsvísindadeild sem og deildarstjóri félags­ og mannvísindadeildar. Í fréttatilkynningu segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylk­ ingarinnar, að það hafi verið mikið happ að njóta krafta Sigrúnar á um­ brotatímum síðustu ára. „Hún hef­ ur byggt upp trausta umgjörð um innra starf flokksins og eflt tengsl og virkni flokksfélaga um allt land. Við þökkum henni ómetanlegt starf á undanförnum árum og óskum henni alls góðs á nýjum starfsvettvangi, en treystum því að eiga hana áfram að sem þann góða félaga og hauk í horni sem við höfum reynt um langt árabil,“ segir Árni. Þegar Sigrún var spurð hvað hafi staðið upp úr í starfi hennar sem framkvæmdastjóri sagði hún: „Það var mjög merkilegt að taka til í innra starfinu eftir ákveðin áföll í samfélaginu. Mjög sérstakt að vera í pólitísku starfi á þessum tíma eftir hrunið og ná samfélaginu þó saman aftur, en ég tel að Samfylkingin hafi lagt mjög mikið af mörkum í því.“ n Eigandi útgErðar kEngskuldsEttur S tærsti hluthafi Vinnslu­ stöðvarinnar, eignarhalds­ félagið Seil ehf., er kengskuldsettur og þarf á arðgreiðslum út úr fé­ laginu að halda til að geta stað­ ið í skilum með afborganir af lán­ um. Þetta kemur glögglega fram í ársreikningum félagsins á síð­ astliðnum árum. Seil er eigu Har­ aldar Gíslasonar, Kristínar Elínar Gísladóttur og framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, Binna eins og hann er kallaður. Seil á tæp 25 prósent í Vinnslustöðinni. Mikil umræða hefur verið um arðgreiðslu Vinnslustöðvarinnar upp á 1,1 milljarð króna síðustu vikurnar en stjórn sjávarútvegs­ fyrirtækisins ákvað arðgreiðsluna fyrir skömmu. Sú umræða varð til þess að Sigurgeir Brynjar skrif­ aði aðsenda grein í Fréttablaðið á miðvikudaginn undir yfirskriftinni „Að súpa hveljur yfir arði“. Skuldsettir eigendur Vinnslustöðvarinnar Sigurgeir Brynjar viðurkenndi í greininni að helsta ástæðan fyrir arðgreiðslum út úr Vinnslustöð­ inni sé skuldsetning hluthafa út­ gerðarinnar: „Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánar­ drottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lán­ um sem voru tekin til að treysta eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi.“ Í ársreikningi Seilar ehf. fyrir árið 2011 kemur fram að félagið skuldaði 2,3 milljarða króna í lok þess árs. Skuldirnar árið áður námu tæplega 2,6 milljörðum króna. Skuldir félagsins lækkuðu því um nærri 300 milljónir króna á milli áranna 2010 og 2011. Hagn­ aðurinn af rekstri Seilar ehf. árið 2010 nam rúmum 600 milljón­ um króna, en þar af var móttekinn arður 125 milljónir króna en af­ gangurinn að stærstu leyti gengis­ hagnaður, var tæplega 259 millj­ ónir króna árið 2011. Árið 2011 borgaði Seil tæplega 154 milljónir króna af langtímaskuldum sínum en átti ekkert að borga af þeim árið 2012. Arðgreiðslan sem Seil fékk árið 2010 upp á 125 milljónir króna var því nokkru lægri en afborganir félagsins af langtímaskuldum sín­ um árið eftir. Niðurstaða Binna Í grein sinni í Fréttablaðinu kemst Sigurgeir Brynjar að þeirri niður­ stöðu að stjórnvöld og veiðigjöld þeirra séu helsta vá íslenskra út­ gerða: „Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiði­ gjöldum.“ Segja verður eins og er að þessi niðurstaða framkvæmdastjórans er ekki alveg í samræmi við þær staðreyndir um skuldastöðu hlut­ hafa Vinnslustöðvarinnar sem hann greinir frá í þessum skrifum sínum. Ef helsta ástæðan fyrir arð­ greiðslum Vinnslustöðvarinnar til hluthafa sinna er erfið skuldastaða hluthafanna sem tilkomin er vegna kaupa á hlutabréfum í útgerðinni þá er skuldsetning þessara hlut­ hafa eitt af stærstu vandamálum félagsins þar sem þeir greiddu of mikið fyrir þessi hlutabréf á sínum tíma. Veiðigjöld ríkisstjórnarinnar eru ekki ástæðan fyrir arðgreiðsl­ unum þar sem Vinnslustöðin sjálf greiðir þau gjöld en ekki hluthafar útgerðarinnar. Umræða um arð­ greiðslur út úr Vinnslustöðinni og greiðslu á veiðigjöldum eru því í reynd tveir óskyldir hlutir. Vegna arðgreiðslnanna verða minni fjármunir eftir inni í Vinnslustöðinni til endurnýjun­ ar á nýjum fiskveiðitækjum, eins og til dæmi fiskiskipum, en skipa­ floti útgerðarinnar er kominn nokkuð til ára sinna. Ef stærstu hluthafar Vinnslustöðvarinnar væru ekki eins skuldsettir og þeir eru yrðu meiri fjármunir eftir inni í útgerðinni til að endurnýja veiðitækin og fjármagna rekstur félagsins. Með sama hætti mætti segja að ef hluthafar Vinnslustöðv­ arinnar væru ekki eins skuldsettir og raun ber vitni, og þyrftu ekki að greiða út svo mikinn arð, gæti Vinnslustöðin greitt hærri veiði­ gjöld án þess að slíkt kæmi eins illa við rekstur útgerðarinnar. n n Móttekinn arður og afborganir skulda nema álíka hárri upphæð Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma Skuldsett félag Eignarhaldsfélagið sem Sigurgeir Brynjar á ásamt öðrum er kengskuldsett og þarf á arði að halda til að greiða af skuldum sínum. Safnað fyrir fjölskyldur stúlknanna sem létust í bílslysi Þær voru lífsglaðar og alltaf brosandi „Þær voru lífsglaðar, alltaf brosandi og hamingjusamar,“ segja þeirra nánustu um Mögdu Hyz og Nataliu Gabin­ sku, stúlkurnar tvær sem lét­ ust í bílslysi á Suðurlandsvegi þann 3. ágúst síðastliðinn. Frá þessu er greint á fréttavefn­ um icelandnews.is/polonia­is­ landia/ogloszenia/hjalpum­ theim­ad­komast­heim Þar segir að Magdalena, sem var sextán ára, og Natal­ ia, sem var fimmtán ára, hafi nýlega kynnst og strax orðið miklar vinkonur. Báðar komu þær hingað til Íslands í sumar­ frí til að heimsækja fjölskyldur sínar. Magdalena mun hafa komið fyrir þremur vikum að heimsækja frænku sína og frænda en þetta var hennar fyrsta heimsókn til Íslands. Natalia hafði komið hingað til lands einu sinni áður en hún var stödd hér á landi að þessu sinni til að heimsækja móður sína sem býr á Íslandi. Stofnaður hefur verið söfn­ unarreikningur fyrir fjölskyld­ ur stúlknanna en það er ósk þeirra að þær verði jarðsungn­ ar í Póllandi. Flutningurinn er hins vegar afar dýr og kemur fram á vef IcelandNews, sem sérhæfir sig í að segja frétt­ ir frá Íslandi á pólsku, að hvor fjölskylda standi frammi fyrir kostnaði upp á 1,2 milljónir króna. Hefur því verið opnaður sérstakur bankareikningur þar sem hægt er að leggja inn og styðja fjölskyldurnar á þessum erfiðu tímum. Reikningsnúmer 0130 05 061895, kennitala 200579­4029. Sigrún Jónsdóttir Var meðal annars bæjarfulltrúi í Kópavogi áður en hún tók við sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.