Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 10
10 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
Krónan fór á flug í júlí
n Ferðamannastraumurinn skilaði sér ekki í mikilli styrkingu
Í
slenska krónan styrktist nokkuð
í júlímánuði á móti gjaldmiðlum
helstu viðskiptalanda okkar.
Þannig stóð hún í 158,4 krónum
á móti evru í lok mánaðarins sam
anborið við 161,3 krónur í lok júní.
Um þetta er fjallað í Hagsjá Lands
bankans. Þar kemur fram að krón
an hafi styrkst um 4,1 prósent á móti
Bandaríkjadal, 4,1 prósent á móti
breska pundinu og 1,1 prósent á
móti norsku krónunni.
Í Hagsjá er þeirri spurningu
einnig velt upp hvers vegna krón
an hafi ekki styrkst meira í sumar
en raun bar vitni. „Síðasta sumar
styrktist krónan nokkuð yfir sumar
mánuðina. Sú styrking hefur með
al annars verið rakin til þess að um
metár var að ræða í komum er
lendra ferðamanna hingað til lands.
Nú stefnir allt í að ferðamannasum
arið 2013 verði enn stærra í snið
um,“ segir í frétt Hagsjár en þar með
er ekki öll sagan sögð enda krón
an veikari nú en hún var í lok apríl.
„Svo virðist því sem að þessi mikla
aukning ferðamanna í ár hafi ekki
náð að skila sér í mikla styrkingu
krónunnar yfir sumarmánuðina.
Þarna sannast enn og aftur að það
er eðli fjármálamarkaða að þekkt
ar hreyfingar hverfa strax og þær
eru þekktar. Væntanlega hafa þeir
sem þurfa að kaupa gjaldeyri ver
ið búnir að gera ráð fyrir styrk
ingu í sumar vegna komu erlendra
ferðamanna og þannig reynt að
færa kaup á gjaldeyri yfir á sumar
ið þegar þeir bjuggust við að gengið
væri sterkara.“
Þá er þess getið að vöruskiptajöfn
uðurinn hafi verið neikvæður um 6,9
milljarða króna í maí og 1,2 milljarða
króna í júní. Hefur hann ekki verið
neikvæður í tvo samfellda mánuði
síðan fyrir fall viðskiptabankanna
haustið 2008. n einar@dv.is
H
æstiréttur Íslands úr
skurðaði fasteignafélag
ið Hafhús ehf. gjaldþrota
þann 23. apríl á þessu
ári. Arion banki hafði far
ið fram á að Hafhús yrði tekið til
gjaldþrotaskipta í apríl árið 2012
en þeirri beiðni hafnaði Héraðs
dómur Reykjaness með úrskurði
sem kveðinn var upp í byrjun mars
á þessu ári.
Hafhús ehf. hét áður Athús ehf.
og skuldaði Kaupþingi 2,7 millj
arða króna við fall bankans sam
kvæmt lánabók Kaupþings sem
Wikileaks birti. Félagið átti meðal
annars um 40 íbúðir við Norður
bakka 1–3 í Hafnarfirði og nokkurn
fjölda raðhúsa og lóða við Bygg
akur á svokölluðu Arnarneslandi í
Garðabæ samkvæmt yfirliti úr fyr
irtækjaskrá. Samkvæmt ársreikn
ingi Hafhúsa var félagið með nei
kvætt eigið fé upp á 3,8 milljarða
króna í árslok 2011. Námu eignir
um 1.600 milljónum króna á móti
skuldum upp á 5,4 milljarða króna.
Atafl líka gjaldþrota
Athús ehf. heyrði undir verktaka
fyrirtækið Atafl sem hét áður
Keflavíkurverktakar. Atafl var
sjálft úrskurðað gjaldþrota árið
2010. Feðgarnir Bjarni Pálsson og
Páll Ólafsson eignuðust í kring
um síðustu aldamót Keflavíkur
verktaka sem sumir hafa kallað
fjandsamlega yfirtöku en Kaup
þing í Lúxemborg fjármagnaði að
mestu yfirtökuna í gegnum félag
ið Eisch Holding. Keflavíkurverk
takar urðu til árið 1957 og voru
að mestu í eigu iðnaðarmanna á
Suðurnesjum þar til að feðgarnir
yfirtóku fyrirtækið. Atafl og tengd
félög skulduðu Kaupþingi um sjö
milljarða króna við bankahrunið,
þar af skuldaði félagið Mænir ehf.
3,7 milljarða króna og Athús (nú
Hafhús) 2,7 milljarða króna.
Gengur vel að selja eignir
„Það gengur mjög vel að gera
upp félagið. Ég hef verið að selja
eignir Hafhúsa,“ segir Jón Auðunn
Jónsson, hæstaréttarlögmaður
og skiptastjóri Hafhúsa. Að hans
sögn nema eignir félagsins á ann
an milljarð króna og einungis eigi
eftir að selja lítinn hluta af þeim
eignum sem voru í eigu þrota
búsins. Samkvæmt Lögbirtinga
blaðinu verður haldinn skipta
fundur þann 23. ágúst og telur
Jón Auðunn að líklega verði hægt
að ganga frá skiptalokum með
haustinu.
Atafl enn stórtækt
Þeir Bjarni Pálsson og Kári Arn
grímsson sátu í stjórn Hafhúsa
og var Kári framkvæmdastjóri fé
lagsins. Hafhús er í eigu félagsins
Atland fjárfesting en félagið Ateign
ehf. á 75 prósenta hlut í því. Þess
skal getið að Ateign ehf. keypti nafn
Atafls af þrotabúi þess þegar það
var úrskurðað gjaldþrota árið 2010.
Bjarni Pálsson sem átti 60 prósenta
hlut í Atafli fyrir hrun á líka 60 pró
senta hlut í nýja félaginu á móti
nokkrum öðrum starfsmönnum
sem líka störfuðu hjá gamla fyrir
tækinu. Bjarni er þó ekki skráður í
stjórn Atafls. Kári Arngrímsson er
framkvæmdastjóri Atafls í dag, líkt
og áður en fyrirtækið fór í þrot ,en
Bjarni Pálsson er skráður starfs
maður á fjármálasviði fyrirtækis
ins.
Samkvæmt heimasíðu Atafls
virðist félagið hafa haft nóg fyrir
stafni eftir bankahrunið. Má þar
nefna framkvæmdir við lögreglu
stöðina við Hverfisgötu, fram
kvæmdir við Hrafnistu og smíði 60
íbúða við Sléttuveg fyrir Samtök
aldraðra svo nokkuð sé nefnt. Þá
keypti Atafl Mýrargötu 26 af Lands
bankanum árið 2011 sem bank
inn hafði leyst til sín eftir að Nýja
Jórvík ehf., eigandi hússins, hafði
verið úrskurðað gjaldþrota. Þar rís
nú sjö hæða fjölbýlishús sem íbúar
í nágrenninu hafa lýst yfir óánægju
með á svokölluðum Slippreit en
þar verða alls 68 íbúðir. n
Hafhús keyrt í þrot
n Fasteignafélag sem tengdist Atafli n Skuldaði Kaupþingi 2,7 milljarða
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
„Það gengur mjög vel að
gera upp félagið. Ég hef
verið að selja eignir Hafhúsa
Áttu 40 íbúðir
við Norðurbakka
Á meðal eigna
Hafhúsa ehf.
voru 40 íbúðir við
Norðurbakka 1 til
3 í Hafnarfirði sem
skiptastjóri félagsins
hefur nú selt.
MyNd KristiNN MAGNússoN
BYKO í lagi –
Húsasmiðjan
ekki
Fulltrúar Neytendastofu heim
sóttu byggingavöruverslan
irnar BYKO á Skemmuvegi og
Húsasmiðjuna í Skútuvogi á
dögunum. Tilgangurinn var að
fylgja eftir könnun sem gerð
var í júní þar sem athugaðar
voru verðmerkingar og sam
ræmi milli hillu og kassaverðs á
25 vörum. Á vef Neytendastofu
kemur fram að í verslun BYKO
hafi vörur verið vel merktar. Í
verslun Húsasmiðjunnar hafi
annað verið uppi á teningnum
þar sem verðmerkingar voru
ekki í lagi og ósamræmi á milli
hillu og kassaverðs hafi verið
raunin í um tuttugu prósentum
tilvika. Vörur hafi ekki verið á
réttum stöðum og þá hafi vant
að verðmerkingar víða. Má bú
ast við því að Húsasmiðjan verði
sektuð vegna þessa.
Fjölgun um
15 prósent
Gistinætur á hótelum í júní voru
239.800 og fjölgaði um 15 pró
sent frá júní í fyrra. Gistinætur
erlendra gesta voru tæplega 88
prósent af heildarfjölda gistin
átta í mánuðinum en þeim fjölg
aði um 17 prósent frá sama tíma
í fyrra. Gistinóttum Íslendinga
fjölgaði um 5 prósent. Þetta
kemur fram í tölum sem Hag
stofa Íslands birti í vikunni.
Utan höfuðborgarsvæðisins
var aukning gistinátta hlutfalls
lega mest á milli ára. Á höfuð
borgarsvæðinu voru 143.400
gistinætur á hótelum í júní sem
er aukning um 8 prósent frá
sama mánuði í fyrra. Á Austur
landi fjölgaði gistinóttum um
51 prósent í 17.000 á milli ára.
Á samanlögðu svæði Vestur
lands og Vestfjarða voru 14.100
gistinætur í júní sem er um
46 prósenta aukning frá fyrra
ári. Á Norðurlandi voru 25.500
gistinætur í júní sem er um 44
prósenta aukning miðað við
júní 2012. Gistinóttum á hótel
um á Suðurlandi fjölgaði um um
9 prósent en þar voru gistinætur
um 30.500 samanborið við
28.000 í júní 2012. Á Suðurnesj
um voru 9.200 gistinætur í júní
sem er um 8 prósenta aukning
miðað við júní 2012.
Gistinætur á hótelum fyrstu
sex mánuði ársins 2013 voru
931.900 til samanburðar við
777.900 fyrir sama tímabil árið
2012. Gistinóttum erlendra
gesta hefur fjölgað um 22 pró
sent samanborið við sama
tímabil 2012 á meðan gistinótt
um Íslendinga hefur fjölgað um
12 prósent.
Krónan Gjaldmiðillinn okkar styrktist nokkuð í júlímánuði, meðal annars um 4,1 prósent á
móti Bandaríkjadal. MyNd: siGtryGGur Ari
Var framkvæmdastjóri Athúsa Kári
Arngrímsson, núverandi framkvæmdastjóri
Atafls, sat í stjórn Athúsa (síðar Hafhúsa) og var
jafnframt framkvæmdastjóri fasteignafélags-
ins sem nú hefur verið úrskurðað gjaldþrota.