Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Side 14
Þrír mánuðir fyrir
tugmilljónastuld
14 Fréttir 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað
Fornminjar undir kirkju sem brann
n Byggðasafn Hafnarfjarðar fær 400 þúsunda króna styrk úr Fornminjasjóði
Milljarða styrkir
ESB til Ís lands
slegnir af
Evrópusambandið hyggst ekki
veita svokallaða IPA-styrki til
verkefna hér á landi sem ekki
hefur verið skrifað undir nú
þegar. Ekki stendur þó til að
hætta við verkefni sem þegar
eru hafin.
Áætlanir gerðu ráð fyrir að
3,5 milljörðum króna yrði varið
í verkefni hér á landi vegna ár-
anna 2012 og 2013 en heildar-
upphæðin sem Íslandi stóð
til boða var rúmlega 6 millj-
arðar króna. Eftir að ný ríkis-
stjórn gerði formlegt hlé á að-
ildarviðræðum Íslands við
Evrópusambandið hefur fram-
kvæmdastjórn þess áréttað við
íslensk stjórnvöld að skilyrði fyr-
ir IPA-styrkjunum séu að stefnt
sé að inngöngu í sambandið.
Um er að ræða styrki til
byggða- og atvinnuþróunar auk
verkefna sem tengdust þýð-
ingum, uppbyggingu stjórn-
sýslunnar og aðlögun vegna
mögulegrar inngöngu í Evrópu-
sambandið.
Í Fréttablaðinu í dag kemur
fram að stjórnvöld hyggist bera
kostnaðinn af framkvæmd
sumra verkefnanna. Það eigi
sérstaklega við verkefni á sviði
atvinnu- og byggðaþróunar.
Blikum
refsað
Bæjarráð Kópavogs sá ástæðu
til að álykta sérstaklega um
leikjafyrirkomulag Breiða-
bliks í meistaraflokki karla í
knattspyrnu. Mikið leikja álag
hefur verið á liðinu undan-
farnar vikur og er þar ekki síst
frábærum árangri liðsins í
Evrópukeppni um að kenna.
Á sunnudag mætti liðið Fram
í undanúrslitum bikarkeppn-
innar þar sem Blikar biðu
lægri hlut, 2–1. Aðeins þremur
dögum áður, á fimmtudags-
kvöldi, var liðið í Kasakstan
þar sem leikið var gegn Akto-
be. Þrátt fyrir beiðni Blika um
að fá breytt leikjafyrirkomulag
og meiri hvíld milli leikja varð
Knattspyrnusamband Íslands
ekki við þeirri ósk. „Bæjar-
ráð Kópavogs fagnar árangri
Breiðabliks í Evrópudeildinni í
knattspyrnu en undrast að ekki
hafi verið tekið tillit til óska
Breiðabliks um breytt leikja-
fyrirkomulag. Með því má segja
að liðinu hafi verið refsað fyrir
góðan árangur,“ segir í ályktun
bæjarráðs.
Krýsuvík Vinna við að hreinsa moldarlagið ofan af grunninum fer fram nú í ágúst.
F
ramkvæmdastjóri Vélsmiðju
Hornafjarðar, Jón Ragnars-
son, dró sér 44.493.476
krónur af bankareikningum
félagsins. Fjárdrátturinn var
framinn á tímabilinu 1. janúar 2008
til 15. apríl 2010.
Þann 19. febrúar síðastliðinn var
Jón dæmdur fyrir háttsemina til að
sæta fangelsi í 18 mánuði, en fulln-
ustu 15 mánaða af refsingunni var
frestað og fellur því sá hluti henn-
ar niður haldi hann skilorð. Hann
þarf því að sitja inni í þrjá mánuði.
Brot hans var talið varða við 247.
gr. almennra hegningarlaga en há-
marksrefsing fyrir brot gegn því
ákvæði er sex ára fangelsi, en getur
verið þyngri sé brotið sérlega stór-
fellt. Eftir að upp komst um brotið
játaði Jón það skýlaust, og hafði það
áhrif á refsiþyngdina.
Óvænt
Jón hafði unnið hjá Vélsmiðjunni
lengi, eða frá árinu 1990 og kom
fjárdrátturinn vinnufélögum hans
í opna skjöldu. „Jú, það gerði það.
Maðurinn var búinn að sinna starfi
sínu ágætlega – eða maður vissi
ekki betur,“ segir Páll Valdemar
Ólafsson, fyrrverandi samstarfs-
félagi Jóns og eftirmaður hans í
starfi framkvæmdastjóra. Páll tel-
ur að hin ólögmæta háttsemi hafi
hafist um það leyti sem Jón fluttist
til Reykjavíkur og fór að sinna starfi
sínu úr fjarlægð. „Hann eiginlega
kom upp um sig sjálfur með því
að standa ekki við einhver loforð
sem hann hafði gefið í bankanum
um greiðslu. Þá var farið að athuga
hvert þeir peningar, sem hann átti
að nota í ákveðinn hlut, hefðu far-
ið. Þá kom í ljós að þeir hefðu bara
farið beint inn á hans einkareikn-
ing. Síðan var farið að skoða mál-
ið betur, og sú skoðun leiddi í ljós
að eitthvað óeðlilegt var í gangi,“
segir Páll og bætir við að í kjölfarið
hafi bankinn látið hann og stjórnar-
meðlimi félagsins vita. Loks hringdi
Páll í Jón og spurði hann út í málið.
„Hann sagði fyrst að þetta væri al-
gjör misskilningur, en nokkru síðar
lagði hann spilin bara á borðið og
viðurkenndi brot sín.“
Skellur
Vélsmiðja Hornafjarðar er fyrir-
tæki sem veitir alla almenna bif-
reiðaþjónustu og rekur vélsmiðju.
Samkvæmt síðasta ársreikningi fé-
lagsins, samþykktum 10. desem-
ber 2012, var eigið fé félagsins í lok
síðasta rekstrartímabils neikvætt
um sex milljónir króna. Ljóst er að
fyrir svo lítið fyrirtæki eru 44 millj-
ónir miklir peningar. Í dómi hér-
aðsdóms er Jón dæmdur til að
endurgreiða alla upphæðina, með
vöxtum. Páll er hins vegar ekki von-
góður um að féð endurheimtist.
„Nei, það er búið að rukka hann en
hann ætlar ekki að borga neitt að
því er virðist. Hann er þegar orðinn
gjaldþrota og það er verið að vinna
í því að endurheimta það sem hægt
er að endurheimta,“ segir Páll og
bætir við að með þessu hafi hann
teflt framtíð fyrirtækisins í tvísýnu.
„Hann setti náttúrulega fyrirtækið
í algjört uppnám; sem lífsafkoma
fjölda manns veltur á, segir Páll
Valdemar Ólafsson að lokum í
samtali við blaðamann.“ n
n Framkvæmdastjóri Vélsmiðju Hornafjarðar sakfelldur fyrir fjárdrátt
B
yggðasafn Hafnarfjarðar hefur
fengið styrk úr Fornminjasjóði
að upphæð 400 þúsund krón-
ur til áframhaldandi vinnu
við uppgröft á grunnfleti Krýsu-
víkurkirkju. Um þetta er fjallað á vef
Hafnarfjarðarbæjar. Þar kemur fram
að á síðastliðnu hausti hafi hafist á
vegum Byggðasafnsins vinna við að
hreinsa ofan af grunni gömlu kirkj-
unnar í Krýsuvík, sem var byggð árið
1857, en kirkjan brann til kaldra kola
árið 2010. Þessi rannsóknarvinna fór
fram til þess að hægt væri að hlaða
nýjar undirstöður undir endurgerða
kirkju, sem er í smíðum hjá Iðnskóla
Hafnarfjarðar.
Við þá vinnu kom í ljós nokk-
uð samfellt hellulagt svæði við
vesturhlið grunnsins, sem virtist
ná undir moldar- og steinalagið
sem lá yfir grunninum. Þá var tek-
ið þversnið í gegnum grunninn frá
suðri til norðurs. Þar kom einnig
fram samfellt hellulagt svæði sem
var vel í samræmi við það sem var
út frá vesturhlið grunnsins. Þá var
einnig hægt að fylgja hellulögn
sem liggur frá norðurhlið, lang-
hlið grunnsins inn að miðju. Á vef
Hafnarfjarðarbæjar kemur fram
að komin sé nokkuð góð mynd af
þessari hellulögn, og leiða megi
líkur að því að þarna sé um nokk-
uð samfellt hellugólf úr eldri kirkju
að ræða sem liggur þá yfir öllum
grunninum.
Utan við langhliðar hins eigin-
lega kirkjugrunns kom einnig í ljós
hleðslukantur, sem ekki var sýni-
legur áður en vinnan hófst og engar
heimildir voru um hann.
Nú í ágúst mun fornleifafræðing-
ur Byggðasafnsins ásamt tveimur
nemum í fornleifafræði vinna að
því að hreinsa moldarlagið ofan af
grunninum og fá fram allt hellu-
gólfið. Einnig að fá fram ytri hleðslur
kirkjugrunnsins svo hægt sé að sjá
heildarmynd þeirra.
Að þessu loknu verður hafist
handa við að hlaða grunn undir nýju
kirkjuna sem gæti verið flutt á sinn
stað á vetri komanda. n
Stal 44 milljónum Jón hafði
unnið hjá Vélsmiðjunni í rúmlega
20 ár. Fjárdrátturinn kom vinnu
félögum hans í opna skjöldu.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
„Maðurinn var bú-
inn að sinna starfi
sínu ágætlega – eða
maður vissi ekki betur