Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 9.–11. ágúst 2013  Óbærilegur hiti Hitinn í Sjanghæ í Kína fór í 41,1 gráðu síðastliðinn þriðjudag og var nánast óbærilegt að vera utandyra þann daginn. Þessi kona notaði regnhlíf til að verjast sterkum sólargeislunum. Þessi gata er yfirleitt fjölfarin en fáir voru á ferli þennan daginn. Spáð er áframhaldandi hitabylgju í Sjanghæ og verður hitinn um eða yfir 40 gráður næstu daga.  Beðið eftir aðstoð Gassprenging varð í íbúðabyggingu í Rosario í Santa Fe-héraði Argentínu á þriðjudag með þeim afleiðing- um að sex létust og yfir fimmtíu slösuðust – þar af margir alvarlega. Slökkviliðsmenn unnu baki brotnu við að bjarga fólki úr byggingunni en talið er að margir hafi orðið undir braki þegar hluti byggingarinnar hrundi.  Barist við elda Skógareldar hafa geisað á Grikklandi undanfarnar vikur og á mánudag börðust slökkviliðsmenn við elda í nágrenni höfuðborgarinnar Aþenu. Yfirvöld hafa meðal annars notast við flugvélar og þyrlur til að berjast við eldana og á meðfylgjandi mynd má einmitt sjá flugvél losa þúsundir lítra af vatni á eldhafið. Að minnsta kosti þrjú hús hafa orðið eldinum að bráð í bænum Maraþon.  Má bjóða þér? Mark Post prófessor heldur hér stoltur á fyrsta hamborgaranum sem búinn var til á tilraunastofu. Borgarinn var búinn til úr stofnfrumum úr kýrvöðva og bragð- aðist nokkuð vel að sögn þeirra sem fengu að bragða á honum. Hamborgarinn kostaði þó sitt, eða um 30 milljónir króna, en Mark Post segir að mögulega verði hægt að framleiða kjöt með stofnfrumum. Það sé hagkvæm leið í baráttunni gegn hækkandi matvælaverði í heiminum.  Óheppni Slysin gera svo sannarlega ekki boð á undan sér og það átti við í tilfelli gröfu- manns í borginni Montreal í Kanada í vikunni. Skyndilega opnaðist hola (e. Sinkhole) undir gröfunni og eins og sést á meðfylgjandi mynd fór grafan á hliðina. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Fréttamyndir vikunnar Ljósmyndarar Reuters eru alltaf á vaktinni og fanga myndir af því helsta sem gerist í öllum heims - hornum. DV birtir hér brot af því besta frá liðinni viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.