Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Side 42
34 9.–11. ágúst 2013 Helgarblað ára stúlka var sennilega fórnarlamb Bandaríkjamannsins Donalds Leroy Evans. Árið 1991 var hann handtekinn fyrir að ræna stúlku að nafni Beatrice Routh. Hann játaði að hafa banað henni, sýndi lögreglunni hvar hann hafði falið líkið og til að kóróna allt viðurkenndi hann að hafa myrt yfir 70 manns í 20 fylkjum. Yfirvöld voru efins um sannleiksgildi frásagnar hans en að minnsta kosti lýsingar á tveimur morðum komu heim og saman við óleyst mál. Hann var dæmdur til dauða, árið 1993, fyrir morðið á Beatrice. Hann hlaut annan dóm árið 1995 fyrir morðið á Ira Jean Smith.10 M eð nokkurri vissu má fullyrða að ekki hafi verið allt með felldu í Schwartz-fjölskyldunni í Leesburg í Virginíu- fylki í Bandaríkjunum. Höfuð fjöl- skyldunnar var Robert Schwartz, vel þekktur vísindamaður á sviði lyfjafræði og DNA-rannsókna. Hann átti þrjú börn; Catherine Michele, Jesse og Clöru Jane. Sem fyrr segir var Robert vel kunnur og var meðal annars einn stofnenda Líftæknifræðisambands Virginíu. En öll hans afrek á þessum sviðum höfðu lítið að segja þegar upp var staðið, í það minnsta hvað varðaði hans eigin lífslíkur. Ekki þarf að leita langt yfir skammt Þann 8. desember, 2001, var Robert Schwartz stunginn til bana með sverði á heimili sínu en lík hans fannst þó ekki fyrr en tveim- ur dögum síðar. Þremur dögum eftir morðið hafði 19 ára stúlka, Katherine Inglis, samband við lög- regluna og samkvæmt yfirlýsingu hennar var Clara Jane, þá tvítug, viðriðin morðið á föður sínum. Katherine Inglis fullyrti að Clara hefði rætt að myrða föður sinn við sig, 21 árs vin þeirra, Michael Pfohl, og Kyle Hulbert, 18 ára. Að sögn Katherine var ástæðan sú að Robert hafði lagt hendur á Clöru. En Clöru grunaði einnig að faðir hennar hygðist byrla henni eitur. Þrískipt ákæra Þegar þarna var komið við sögu var Clara á öðru ári í James Madison- háskólanum, ekki að sú staðreynd skipti nokkru máli. Það sem aftur á móti skiptir mál er að hún var handtekin, og sökuð um morðið á föður sínum 2. febrúar 2002. Clara var þó ekki formlega ákærð fyrir morðið fyrr en 31. mars það sama ár og samtímis var hún ákærð fyrir ráðabrugg um að fremja morð og að hvetja til morðs – hér yrði ekki teflt í tvísýnu af hálfu sak- sóknara. Fyrir höfðu Katherine Inglis, Michael Pfohl og Kyle Hulbert ver- ið ákærð fyrir morðið á Robert Schwartz. Bandarískir fjölmiðlar fylgdust vel með málinu vegna þess að um var að ræða þekktan vísindamann en ekki síður fyrir þær sakir að sú fiskisaga fékk vængi að morðið tengdist hlutverkaleik og virtist sveipað dulúð. Undirheimar Clara varð þess heiðurs aðnjótandi að fara fyrst sakborninga fyrir dóm, í október 2002. Ákæruvaldið lýsti henni sem stjórnsamri ungri konu sem nýtt hefði hlutverkaleik sinn, Undirheima, til að fá vini sína til að fyrirkoma pápa gamla. Saksóknarar fóru ekki í launkofa með skoðun sína; „Clara Schwartz óskaði föður sínum dauða, hún hafði hatað hann til langs tíma“ og eftir að hafa mistekist að fá Patrick nokkurn, vin sinn, til verksins fyllt- ist hún nánast örvæntingu – þeim gamla yrði að stúta. Verjendur Clöru voru, eðli málsins samkvæmt, á öndverðum meiði. Þeir héldu því fram að sá sem banaði Robert Schwatz, Kyle Hulbert, hefði í hlutverkaleiknum slitið tilmæli Clöru um að myrða föður hennar úr samhengi; „Clara Jane Schwatz ætlaðist aldrei til að nokkur myrti föður hennar.“ Kannaði eiturjurtir En saksóknarar bjuggu að eðalvitni, áðurnefndum Patrick, sem var ómyrkt í máli. Patrick bar fyrir dómi að Clara hefði sýknt og heilagt talað um að myrða föður sinn. Hún hefði meira að segja lagst í rannsóknir á eitruðum jurtum því henni hefði verið mikið í mun að dauði hans virtist eðlilegur – eða þannig. Einnig hafði Clara, að sögn Pat- ricks, talað mikið um hve mikið fé hún myndi erfa við fráfall föð- ur síns, en hafði reyndar lýst yfir áhyggjum af því að hann gerði hana arflausa. Patrick sagði að Clara hefði verið með böggum hildar því hann hefði ekki viljað lúta vilja hennar og sagði að Clara hefði að lokum fundið vilj- ugt verkfæri – Kyle Hulbert. Dómur Hinn 16. október, 2002, komst kvið- dómur að þeirri niðurstöðu að Clara væri sek og var hún sakfelld. Dómur yfir henni féll 10. febrúar, 2003, og var hún dæmd til 48 ára fangelsisivistar. Lausnardagur hennar hefur, með fyrirvara, verið uppgefinn; 2. nóvember 2043. Clara hefur árangurslaust áfrýj- að dómnum sem var síðast stað- festur af bandarískum áfrýjunar- dómstól 9. mars 2010. Kyle Hulbert fékk lífstíðardóm og Michael Pfohl fékk 20 ára dóm fyrir sinn snúð. Katgerine Inglis af- plánaði eins árs dóm. Þannig fór um sjóferð þá. n „Clara Schwartz óskaði föður sín- um dauða, hún hafði hatað hann til langs tíma. n Robert Schwartz var rekinn á hol með sverði föðurmorð Clara Schwartz Fékk sínu framgengt að lokum. Kyle Hulbert Vann verkið fyrir Clöru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.