Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2013, Qupperneq 55
Fólk 47Helgarblað 9.–11. ágúst 2013 Óbærilega erfitt Brjánn boðar blíðu n Ylfa Lind er dragkóngur Íslands n Glímir við sjálfsofnæmissjúkdóm S teinunn Ólína ætlaði aldeilis að gerast prjónakona kviss bamm búmm á dögunum eftir skemmtilega heimsókn á heimilisiðnaðarsafnið á Blöndósi. Fylltist hún innblæstri og tók upp prjónana. Það gekk þó ekki að ósk- um og þolinmæðina þraut all svaka- lega. Vinir hennar á Facebook fengu að fylgjast með ósköpunum. „Þetta er óbærilega erfitt,“ sagði Steinunn Ólína og birti mynd af sér að höndla prjónana. Klukkutíma seinna birti hún afrakstur mikill- ar vinnu sem voru fáeinar lykkjur. „Þetta er held ég orðið gott,“ sagði hún. „Getur ekki einhver nýtt þetta ef ég felli af núna? Tilvalið vinaband!“ Hún hélt áfram vangaveltunum eftir erfiðið. „Hvernig gat fólk prjón- að úr einbandi á ofurfína prjóna í algjöru ljósleysi í baðstofum fyrr á öldum. Sá fólk eitthvað betur eða?“ Steinunn Ólína er þó ekkert á því að gefast upp og ætlar að þrauka áfram í prjónaskap. n Tilbúinn í afahlutverkið Söngvarinn og eilífðartöffarinn Helgi Björnsson á von á sínu fyrsta barnabarni í vetur. Í viðtali við Séð og heyrt segist hann hlakka til að takast á við nýtt hlutverk. „Maður er alveg tilbúinn í afahlutverkið og ég hlakka mikið til. Ætli mað- ur eigi ekki eftir að spilla barninu með dekri, það er hætt við því,“ segir hann í samtali við tímaritið. Það er elsti sonur hans, Orri, sem á von á barni með unnustu sinni, Kristínu Maríellu Friðjónsdóttur. Stjörnufans á Suðureyri Um helgina verður einleikjahátíð- in Act Alone haldin í tíunda sinn í sjávarþorpinu Suðureyri. Búist er við fjölmenni á hátíðinni en með- al þekktra nafna sem sækja ætla hátíðina í ár eru Bjartmar Guð- laugsson tónlistarmaður, Björn Hlynur Haraldsson leikari og eig- inkona hans, Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastýra Vesturports, Mugison, Margrét Örnólfsdóttir leikkona og eiginmaður hennar, leikarinn Friðrik Friðriksson, Ilmur Kristjánsdóttir og Víkingur Krist- jánsson svo einhverjir séu nefndir. Frægir hlaupagarpar Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka fer fram þann 4. ágúst næstkomandi. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks og þar á meðal eru nokkur þekkt andlit. Má þar nefna Smartlandsstýruna Mörtu Maríu, lögfræðinginn Svein Andra Sveinsson, stórleikarann Ólaf Darra, yfirplöggarann Jón Gunnar Geirdal, Nínu Dögg Fil- ippusdóttur leikkonu, Hrannar Björn Arnarsson og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara. Erfitt! Svipbrigðin lýsa tilfinn- ingum Steinunnar Ólínu vel sem finnst prjónaskapurinn allt annað en auðveldur. Hún ætlar þó ekki að gefast upp. n Steinunn Ólína dembir sér í prjónaskap með látum Tilvalið vinaband „Getur ekki einhver nýtt þetta ef ég felli af núna?“ D ragkeppni Íslands fór fram miðvikudags- kvöldið 7. ágúst í Eld- borgarsal Hörpu. Þetta er í 16. skiptið sem keppnin er haldin og þriðja skiptið í Hörpu. Keppnin mark- ar upphafið að Gay Pride-hátíð- inni. Þema keppninnar í ár var Beauty is pain (And i´m in a lot of pain), ellefu kepptu og kynnirinn var engin önnur en Diva Jackie Dupree sem kom beint frá New York til að vera með íslenskum dragkóngum og -drottningum í ár en Jackie er þekktur skemmti- kraftur á Manhattan. Dragdrottningar ársins urðu Márky Cántalejo og Chris Mercado sem skipuðu dúettinn Foxy Ladies. Dragkóngur Íslands varð svo Ylfa Lind Gylfadóttir í gervi Brjáns Hróðmarssonar. Ylfu Lind kannast margir landsmenn við af góðu en hún gerði garðinn frægan í Idol árið 2005. „Þetta var hann Brjánn Hróðmarsson, hann er maður á besta aldri sem finnst hann þurfa að koma skilaboðum til kynbræðra sinna. Hann vill leiðbeina öðrum karlmönnum um meðferð á konum og vill að þeir sýni þeim blíðu. Það sé lykillinn að lífinu,“ segir Ylfa Lind í spjalli við blaðamann um glæsta framkomu á kvöldinu sem skilaði henni titlinum. Fleiri stelpur taka þátt Ylfa Lind segir æ fleiri stelpur taka þátt í keppninni. „Upphaflega voru þetta strákarnir í felum að fara í drag en nú er þetta allt fyrir opn- um tjöldum, stelpurnar með og allir jafnir. Þetta er flott keppni. Stelpurn- ar verða fleiri og fleiri og það kem- ur reglulega nýtt blóð í þetta. Hefur þróast og er reglulega flott keppni sem við getum verið stolt af.“ Ylfa Lind segir Brján ætla að mæta galvaskan í gleðigönguna. „Brjánn mætir með vini sína með sér, einhverja iðnaðarmenn úr bóka- klúbbnum sínum,“ segir hún og hlær. Með sjálfsofnæmissjúkdóm Ylfa Lind hefur látið lítið fara fyrir sér síðan hún tók þátt í Idol. Hún hefur þó unnið titilinn dragkóng- ur ársins áður, árið 2007 þegar hún brá sér í gervi Heródesar konungs. „Ég er búin að vera í því hlutverki að ala upp börn. Ég á einn strák og svo hjálpa ég systur minni með barnið hennar. Ég er annars búin að vera í löngu veikindafríi. Ég er með sjálfsofnæmis sjúkdóm sem kallast rauðir úlfar. Sá sjúkdómur getur tekið hressilega á, en þessa dagana reyni ég að bæta mataræði og auka við hreyfingu til að vinna gegn sjúk- dómnum,“ segir Ylfa Lind og von- ast til að fólk mæti og styðji Brján á laugardaginn. n Dragdrottningar Íslands Dragdrottn- ingar ársins urðu Márky Cántalejo og Chris Mercado sem skipuðu dúettinn Foxy Ladies. Dragkóngur Íslands Ylfa Lind Gylfadóttir brá sér í gervi hins blíðlynda Brjáns. MynDir: PrESSPHoToS/GEirix Stjarna frá new york Kynnirinn var engin önnur en Diva Jackie Dupree.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.