Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 8
8 Fréttir Helgarblað 31. janúar 2014 Trúnaðarmenn voru flæmdir burt n Átök og deilur innan Íslenska dansflokksins vinda upp á sig n Fleiri flýja flokkinn D V hefur undanfarið fjallað um átök og vanlíðan inn­ an Íslenska dansflokksins. Í þriðjudagsblaði DV var sagt frá því að rekja mætti starfs­ lok að minnsta kostir fimm starfs­ manna dansflokksins til átakanna og fjallað um þá erfiðu stöðu sem dansarar og starfsmenn finna sig í. Nú er komið í ljós að um fleiri starfs­ menn er að ræða og lýsa þeir all­ ir sem áður ótta um vinnuöryggi og afkomu enda er á Íslandi aðeins rek­ inn einn dansflokkur á vegum hins opinbera og starfsmannalög gera brottvikningu forstöðumanna nán­ ast ókleifa. Vinir segja hana verða fyrir einelti Í umfjöllun blaðsins kom fram að tveir vinnustaðasálfræðingar hafi verið kallaðir að borðinu til þess að leysa vandann. Nú er komið í ljós að sá fyrri var kallaður til af listrænum stjórnanda, Láru Stefánsdóttur. Sá skilaði ekki skýrslu um málefni flokksins samkvæmt heimildum DV. Aðkoma hans var harðlega gagn­ rýnd af starfsmönnum og dönsurum flokksins. Sá seinni var kallaður til af ráðu­ neytinu að ósk starfsmanna og trúnaðarmanna þeirra. Skýrsla hef­ ur verið samin um átökin og starfs­ menn og dansarar flokksins gefið ítarlega vitnisburði um framkomu listræns stjórnanda í þeirra garð. Þá hefur Lára skýrt sín sjónarmið sem samkvæmt heimildum DV snúa að því að starfsmenn og dansarar hafi frá upphafi tekið afstöðu gegn sér vegna erfiðra ákvarðana og breytinga sem hún réðst í fyrir rúmu ári og komu illa við þá. Snúa ákvarðanirn­ ar meðal annars að einni vinsælustu uppfærslu Borgarleikhússins, Mary Poppins. Vinir Láru hafa tekið svo sterklega til orða að það sé reyndar hún sjálf sem sé lögð í einelti. Tekið skal fram í þessu samhengi að enn hefur Lára ekki svarað símtölum vegna fréttaflutnings DV. Fá ekki að sjá skýrslu sál- fræðings – 6 hættir og 3 í leyfi Þeir dansarar og starfsmenn Ís­ lenska dansflokksins sem blaða­ maður ræddi við deila hart á það að hafa ekki fengið að sjá skýrslu sál­ fræðingsins og á að Lára Stefáns­ dóttir hafi ekki verið áminnt vegna framkomu sinnar. Segja þeir áminn­ ingu eina tæki ráðuneytisins og ólíð­ andi að það tæki hafi ekki verið not­ að í þessu tilfelli. „Því er haldið fram að átökin varði breytingar sem nýr stjórnandi vill ná fram, það er ekki rétt og málið varðar ekki eingöngu dansara flokksins heldur allt starfs­ fólk hans. Lára hefur brotið trúnað og gert ítrekaðar tilraunir til brota á kjarasamningum. Á vinnustaðn­ um ríkir óheilbrigt andrúmsloft sem veldur andlegu álagi sem í kjölfarið kemur niður á líkamlegri heilsu starfsfólks,“ segir einn þeirra sem hefur horfið frá störfum og nefn­ ir að það sé ekki að ástæðulausu að um þessar mundir séu þrír dansarar í leyfi og fleiri hringi sig inn veika. Þá séu þrír dansarar alfarið hættir störf­ um. „Það eru fleiri en fimm starfs­ menn sem hverfa frá störfum, um er að ræða sex dansara, þrír eru í tví­ sýnu vegna vanlíðunar og óvissu og hafa ákveðið að fara í leyfi í þeirri von að úr ástandinu rætist og þá eru þrír hættir. Þá hafa þrír almennir starfs­ menn Íslenska flokksins hætt störf­ um alfarið vegna starfa Láru.“ Trúnaðarmenn urðu fyrir árásum Eftirgrennslan leiðir í ljós að tveir dansara sem hafa hætt störfum gegndu starfi trúnaðarmanna. Hlutverk þeirra var að verja réttindi dansara flokksins. „Trúnaðarmenn voru persónugerð­ ir og hlutu ólíðandi framkomu í sinn garð fyrir að verja réttindi dansara flokksins,“ segir heimildarmaður DV og nefnir að þeir hafi verið flæmdir frá störfum með persónulegum árás­ um sem jafna mætti við einelti og gert ókleift að starfa við dansflokkinn. Íslenski dansflokkurinn er agnar­ smár vinnustaður og heimildarmað­ ur nefnir að ef til vill geri fáir sér grein fyrir því að lítið standi eftir af flokknum vegna átakanna. Dansarar og starfsmenn spyrja hvers vegna framkoman sé ekki nægileg til áminningar. „Það er ekki hægt að reka embættismenn. Hversu mikil þarf blóðtaka að vera til að embættismaður sé látinn fara sam­ anber þann langa lista yfir þá sem nú þegar eru horfnir á braut sem og ástand þeirra sem eftir sitja?“ spyr einn viðmælandi blaðsins. Tjá sig ekki Fyrst var sagt af erfiðleikum í Ís­ lenska dansflokknum í Reykjavík vikublaði. Eins og áður hefur kom­ ið fram gilti einhugur um ráðningu Láru til flokksins. Hún er einn helsti danshöfundur landsins og fyrrver­ andi skólameistari Listdansskóla Ís­ lands. Hún var sjálf fastráðin við Ís­ lenska dansflokkinn um árabil og dansaði þá oft burðarhlutverk í sýn­ ingum flokksins. Hún hefur unnið til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín og er án efa einn besti dansari og danshöfundur landsins, þrátt fyrir að nú knýi erfiðleikar dyra. Henni er lýst sem ástríðumanneskju sem brenni fyrir danslistina en erf­ iðara reynist henni að vinna að sam­ skiptum sem einkennast af trausti og virðingu. Um ráðningu hennar á sín­ um tíma gilti einhugur. Frumsýningu þurfti að fresta Mikið hæfileikafólk kemur að næstu frumsýningu flokksins en þann 3. febrúar næstkomandi verður frum­ sýndur svonefndur Þríleikur. Frum­ sýning var áætluð fyrr en henni þurfti að fresta vegna þeirra deilna sem staðið hafa yfir. Magnús Ragnarsson, aðstoðar­ maður menntamálaráðherra, segir í samtali við blaðamann allt gert sem ráðuneytinu er mögulegt til að finna farsæla lausn á málinu en baðst eins og aðrir frá því að tjá sig um mál­ efni starfsmanna flokksins. Slíkt væri honum ekki mögulegt. Hann sagði áminningu ekki hafa verið beitt og að slíkt væri ekki í sjónmáli. Þunglamalegt kerfi Í skýrslu ríkisendurskoðunar um lög um opinbera starfsmenn sem kom út árið 2011 er gagnrýnt hversu þunglamalegt kerfið er þegar kemur að brotum og óhæfi í starfi. Áminn­ ingar séu ekki tæki sem dugi til upp­ sagnar. Embættismenn jafnt sem op­ inberir starfsmenn nytu ríkulegrar verndar sem geri uppsögn nánast ómögulega. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Vinir segja Láru einnig verða fyrir árásum Samkvæmt heimildum DV hefur Lára þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hafa bitnað á starfsmönnum flokksins. Myndir SiGTryGGur Ari Vilja að Lára sé áminnt Starfsmenn og dansarar dansflokksins vilja að ráðuneytið áminni Láru vegna trúnaðarbrests, tilrauna til brota á kjarasamningi og slælegrar framkomu. Flestir með vinnu Atvinnuleysi á meðal útskrif­ aðra laganema frá Háskólanum í Reykjavík er lítið. Þetta eru niður­ stöður könnunar sem skólinn gerði á meðal nemenda. Sam­ kvæmt henni eru þrír atvinnu­ lausir og einn ekki í lögfræði­ starfi. Könnunin var framkvæmd þannig að hringt var í alla nem­ endur sem hafa útskrifast úr meistaranámi lagadeildar skól­ ans frá fyrstu útskrift árið 2007 til ársins 2013. Í úrtakinu voru 369 lögfræðingar en alls svöruðu 193. Í sömu könnun kom fram að flestir hinna útskrifuðu starfa hjá lögfræðiskrifstofum annaðhvort sem lögmenn eða fulltrúar eða 39 prósent, hjá opinberri stjórnsýslu 34 prósent og hjá fjármálafyrir­ tækjum starfa 17 prósent. Samningurinn samþykktur Alþingi samþykkti á miðviku­ dag umdeildan fríverslunar­ samning við Kína. Samningur­ inn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða en Gunn­ ar Bragi Sveinsson utanríkis­ ráðherra lagði samninginn fyrir þingið en hann var undirritað­ ur á síðasta kjörtímabili. Með tilkomu samningsins falla niður tollar á flestum útflutningsafurð­ um Íslands. Samningurinn er sá fyrsti sem Kína skrifar undir við evrópskt ríki en Sviss skrifaði undir sambærilegan samning við Kína í júlí. Þó að samningur­ inn hafi verið samþykktur með miklu meirihluta atkvæða á þingi er ekki svo að allir séu ánægðir með hann. Hafa stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir að gera fríverslun­ arsamning við ríki sem ekki virði mannréttindi. Alþýðusamband Íslands hefur til að mynda gagn­ rýnt samninginn harðlega. Fengu hús Tchenguiz Fjárfestirinn Robert Tchengu­ iz, sem er Íslendingum kunnur vegna viðskipta sinna við Kaup­ þing banka fyrir hrun, hefur misst glæsivillu sína í London til slitastjórnar bankans. Hann fékk milljarða að láni hjá bank­ anum fyrir hrun en slitastjórn­ in telur hann skulda sér um 35 milljarða íslenskra króna. Húsið sem um ræðir er metið á um 50 milljónir punda, jafnvirði um 9,5 milljarða króna. Viðskiptablað­ ið greindi frá þessu á fimmtudag. Slitastjórnin hefur lagt undir sig fleiri eignir kaupsýslumannsins á undanförnu í gegnum málaferli við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.