Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 9
Helgarblað 31. janúar 2014 Fréttir 9 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) boða til kynningarfundar vegna vinnu við verk efni 2.1 til 2.3 í samningi SSH við ríkið um Sóknar áætlun höfuðborgar svæðis ins. Fundurinn verð ur haldinn í Kaldalóni Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar kl. 8.30. Kynntar verða niður stöður rannsókna og kannana sem hafa verið unnar í tengslum við verkefnin. Boðið verður upp á kaffiveitingar við komu. MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGAR SVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK 8.30 Húsið opnar - kaffiveitingar. 9.00 Gestir boðnir velkomnir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. 9.05 Upprifjun og kynning á verkefninu, þátttakendum og afurðum, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 9.15 Þórður H. Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu, kynnir helstu niðurstöður um stöðu svæðisins í fjárfestingatækifærum. 9.45 Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálaráðgjafi hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, kynnir niðurstöður um breytingar á atferli og viðhorfi erlendra gesta í Reykjavík síðustu 10 ár. 10.10 Friðrik Larsen, lektor, og Guðjón Guðmundsson, markaðsfræðingur, kynna rannsókn á viðhorfi erlendra ferðamanna til Reykjavíkur sem áfangastaðar. 10.50 Dagur B. Eggertsson, formaður framtíðarhóps SSH, tekur saman helstu niðurstöður. 11.15 Fundi slitið. Skráning á fundinn fer fram á visitreykjavik.is/skraningSSH KYNNINGARFUNDUR Svelti stóðhest og var sendur í leyfi Dýraeftirlitsmaður sætir rannsókn vegna vísbendinga um illa meðferð á dýri M atvælastofnun hefur ákveðið í samráði við dýraeftirlitsmann sem starfar hjá stofnuninni í Suðurlandsumdæmi að hann hverfi tímabundið frá störf- um meðan ásakanir, um að hann hafi í nokkrum tilvikum ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftir lit með stóðhestagirðingum, verða teknar til skoðunar. Maðurinn var ráðinn til Mat- vælastofnunar um áramótin þegar búfjáreftirlit færðist frá sveitarfé- lögunum til stofnunarinnar, sam- kvæmt lögum sem þá tóku gildi. Um er að ræða stöðu sérfræðings sem sinnir eftirliti með dýrahaldi, þar með talin fóðrun og aðbúnað- ur, ásamt móttöku og úrvinnslu til- kynninga um illa meðferð dýra. Starfsmaðurinn uppfyllti allar kröfur sem gerðar voru til starfs- ins að sögn Matvælastofnunar og hafði í rúman áratug sinnt sam- bærilegu starfi fyrir sveitarfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum. Í ráðningarferlinu hafði Mat- vælastofnun spurnir af því að haustið 2007 hafi Landbúnaðar- stofnun haft til skoðunar og gert alvarlegar athugasemdir við fóður- ástand og umhirðu stóðhests sem tímabundið var í umsjón viðkom- andi starfsmanns. Hesturinn var sveltur í hans umsjá. Það var mat dýralækna að hesturinn hafi ekki orðið fyrir varanlegum skaða, engin kæra var lögð fram og þótti ekki ástæða til að grípa til frek- ari aðgerða. Starfsmaðurinn bar fyrir sig að hann hafi vanmetið það hversu mikið fóður hesturinn þyrfti. Frekari eftirgrennslan, og ábendingar sem borist hafa, hafa nú leitt til þess að óháður aðili, teymi sérfræðinga, mun rannsaka umrædd mál og hvort gætt hafi verið að eðlilegum starfsháttum við eftirlit með stóðhestagirðing- um á hans vegum. n simon@dv.is Hestur Maðurinn var ráðinn til Matvælastofnunar um áramót. Mynd eyþór árnason Reyndi að tæla barn Nemandi í fyrsta bekk í Seljaskóla var stöðvaður á leið sinni heim úr skólanum af manni í bíl sem bauð honum sælgæti. Skólastjóri Selja- skóla sendi foreldrum barna í skól- anum tilkynningu um þetta í á fimmtudag. Þar kemur fram að drengurinn hafi ekki látið manninn trufla sig heldur gengið áfram heim til sín. Kennarar munu ræða málið við börnin í skólanum, en að auki eru foreldrar hvattir til að ræða slíkt við börnin sín og kenna þeim hvernig rétt er að bregðast við. Dómur fyrir árás á fangaverði Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag tíu mánaða fangelsisdóm héraðs- dóms yfir Baldri Kolbeinssyni. Bald- ur var ákærður fyrir eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni með því að hafa í fangelsinu að Litla-Hrauni veist með margvíslegu ofbeldi að þremur fangavörðum sem þar voru við skyldustörf, með þeim afleiðing- um að einn fangavarðanna hrufl- aðist á enni og fékk kúlu á höfuðið, annar hlaut sár á nefið auk þess sem tvenn gleraugu eyðilögðust. Baldur játaði sök. Baldur hefur ítrekað brotið af sér en DV fjallaði nýverið um ákæru sem lögð hefur verið fram fyrir sérlega hrottafengna líkamsárás Baldurs á samfanga í útivistargarði Litla-Hrauns þann 10. maí í fyrra. Nauðgunar- dómur þyngdur Hæstiréttur Íslands þyngdi á fimmtudag dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn öðrum karlmanni. Maðurinn hafði verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa munnmök við annan mann gegn vilja hans, en maðurinn er sagður hafa notfært sér að fórnarlambið gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar, vímu- efnaáhrifa og svefndrunga. Hinn dæmdi krafðist sýknu. Maðurinn var í héraði dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar og til að greiða fórnarlambinu 800 þúsund krónur í skaðabætur. Ákæruvaldið fór fram á að Hæstiréttur myndi þyngja refsingu mannsins. Varð Hæstiréttur við þeirri kröfu og dæmdi manninn til tveggja ára fangelsisvistar og þess að greiða fórnarlambinu eina milljón króna í miskabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson vildi einn dómara sýkna manninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.