Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 31. janúar 201448 Skrýtið 10 yfirgefnir draugabæir n Neðanjarðareldar fældu íbúa burt n Engin leitar lengur gulls í Bodie Pripyat Land: Úkraína Yfirgefinn síðan: 1986 Mestur íbúafjöldi: 49.600 n Sorgarsögu Pripyat þekkja eflaust margir en bærinn varð mannlaus á einni nóttu eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl árið 1986. Verksmiðjan var í einungis 14,5 kílómetra fjarlægð frá bænum, en hann var reistur í þeim tilgangi að hýsa starfsfólk verksmiðjunnar. Þegar mest var bjuggu tæplega 50 þúsund manns í bænum. Enn þann dag í dag þykir staðurinn ekki öruggur fyrir fólk enda geislunin frá verksmiðjunni enn töluverð. Dýralíf þrífst þó ágætlega í Pripyat og sjást úlfar gjarnan spóka sig í yfir gefnum draugabænum milli tómra bygginga. Bodie Land: Bandaríkin Yfirgefinn síðan: 1942 Mesti íbúafjöldi: 7.000 n Á tímum gullæðisins, á síðari hluta nítjándu aldar, vildu sumir meina að Bodie hefði verið ein- hver stærsta borgin í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar var vissulega að finna flest það sem er í stórum borgum; kirkjur, spítala, slökkvilið og meira að segja kínverska versl- unargötu. Sannleikurinn er þó sá að í bænum bjuggu líklega ekki fleiri en um sjö þúsund manns. Þar voru um 2.000 hús eða aðrar byggingar. Gull að andvirði um fjögurra milljarða króna var unnið á svæðinu. Í dag er borgin tóm frá degi til dags en þangað ligg- ur nokkur straumur ferðamanna sem geta gengið um götur borg- arinnar og látið sig dreyma um gull – og kannski græna skóga. San Jie Land: Taívan Yfirgefinn síðan: 1980 Mestur íbúafjöldi: 0 n San Jie-svæðið í Taívan átti upp- runalega að verða dvalarstaður fyrir bandaríska hermenn. Bærinn varð þekktur vegna óvenjulegs arkitektúrs og minntu húsin einna helst á geim- skip úr ævintýramyndum. Um 20 verkamenn létu lífið á framkvæmda- svæðinu og töldu margir að yfirnátt- úruleg öfl væru að baki slysunum. Töldu einhverjir að húsin væru reist á gömlum grafreit fyrir hollenska her- menn en aðrir röktu slysin til stórrar drekastyttu sem var jöfnuð við jörðu áður en framkvæmdir hófust. Verk- takar lentu í fjárhagsvandræðum og fór svo að verkefnið var sett á ís þar sem það hefur verið æ síðan. Humberstone Land: Chile Yfirgefinn síðan: 1960 Mesti íbúafjöldi: 3.700 n Humberstone og Santa Laura eru byggðir sem voru reistar umhverfis vinnslustöðvar fyrir saltpétur. Bæ- irnir hafa verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2005 en þeir eru staðsettir í miðri eyðimörk, norðar- lega í landinu. James Thomas Humberstone stofnaði Peru Nitrate Company (svæðið tilheyrði Perú) árið 1872 en á sama tíma stofnaði annað fyrirtæki verksmiðju í Santa Laura. Samfélög risu á þessum afskekkta stað og mannlífið var blómlegt um tíma og árið 1940 voru verk- smiðjurnar í Humberstone þær afkastamestu í heim- inum. Tveimur áratugum síðar fór að halla undan fæti; íbúar upplifðu hrakandi heilsu og skraufþurrt umhverfið þótti ekki fýsilegt til lengri tíma búsetu. Kolmanskop Land: Namibía Yfirgefinn síðan: 1954 Mestur íbúafjöldi: 1.000 n Eitt sinn var bærinn Kolmanskop í Namíbíu blóm- legur demantavinnslubær. En það var þá. Þjóðverjar byggðu bæinn snemma á 20. öldinni og var þar margt við að vera. Í bænum var til dæmis að finna leikhús, danssal og sporvagnastöð – þá fyrsta sinn- ar tegundar í gjörvallri Afríku. Bærinn tæmdist árið 1954 þegar demantavinnslunni var hætt, enda virtu- st engir demantar vera auðfinnanlegir lengur. Eyði- merkursandurinn hefur nú nánast kaffært bæinn, en ferðamenn heimsækja hann þó reglulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.