Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 49
Helgarblað 31. janúar 2014 Skrýtið Sakamál 49 Oradur Sur Glane Land: Frakkland Yfirgefinn síðan: 1944 Mesti íbúafjöldi: 2.000 n Í síðari heimsstyrjöldinni herjuðu nasistar á bæinn, drápu 642 íbúa og lögðu byggingarnar gjörsamlega í rúst. Allir eftirlifandi íbúar flúðu og bærinn hefur síðan staðið sem minnisvarði um stríðið og fólkið sem byggði þennan áður friðsæla bæ. Fjöldamorðin sem framin voru í bæn- um voru einhver þau grimmilegustu í sögunni. Nýr bær var síðar byggður upp í nágrenninu og þar búa ríflega tvö þúsund manns í dag. Enn þann dag í dag er fólk sem skoðar rústirnar beðið um að hafa hljótt þegar það gengur um göturnar – að virðingu við þá sem myrtir voru. Centralia Land: Bandaríkin Yfirgefinn síðan: 1962 Mesti íbúafjöldi: 2.800 n Þó fáeinar hræður búi í Centraliu í dag hefur bærinn að mestu verið yfirgefinn í hálfa öld. Hann lagðist í eyði eftir mikinn bruna sem varð í kolanámum undir bænum 1962. Hið ótrúlega er að enn þann dag í dag loga eldar und- ir bænum og þeir eru taldir munu loga næstu 250 árin, hið minnsta. Annar bær í ná- grenninu, Byrnesville, hefur líka verið yfirgefinn eftir að neðan- jarðareldarnir teygðu sig lengra. Deildar meiningar eru um upp- tök eldanna. Kayakoy Land: Tyrkland Yfirgefinn síðan: 1923 Mesti íbúafjöldi: 2.000 n Kristnir menn bjuggu þúsundum saman í bænum fyrir nokkur hund- ruð árum. Hann er í suðvesturhluta Tyrklands og tæmdist í grísk-tyrk- neska stríðinu 1922. Í kjölfarið var skrifað undir samning á milli gríska ríkisins og hins nýja Tyrklands um gagnkvæma nauðungarflutninga Grikkja og Tyrkja milli ríkjanna. Þess vegna tæmdist bærinn en í hon- um eru ríflega 500 byggingar, þar á meðal allnokkrar kirkjur. Einhverjar hugmyndir hafa verið um að endur- byggja bæinn en enginn hefur lagt sig nokkuð fram við það að ráði enda fóru húsin illa í jarðskjálfta árið 1957. Bærinn gegnir í dag hlutverki safns enda hafa ferðamenn sýnt þessum yfirgefna stað nokkurn áhuga. Hashima Land: Japan Yfirgefinn síðan: 1974 Mestur íbúafjöldi: 5.259 (árið 1959) n Mikill uppgangur var í japönsk- um iðnaði um miðbik 20. aldar- innar og brá stórfyrirtækið Mitsu- bishi á það ráð að byggja heilan bæ á Hashima-eyju undir starfs- fólk sitt. Tilgangurinn var ekki bílasmíði heldur námuvinnsla. Hashima-eyja var þegar mest var einn þéttbýlasti staður jarðar og bjuggu íbúar við afar þröngan húsakost. Á sjötta og sjöunda ára- tug liðinnar aldar hófu Japanir að draga saman seglin í námuiðnaði sínum og var Hashima-eyja engin undantekning. Frá árinu 2009 hefur ferðamönnum verið gefinn kostur á að heimsækja eyjuna. Craco Land: Ítalía Yfirgefinn síðan: 1963 Mestur íbúafjöldi: 2.590 (Árið 1561) n Bærinn Craco var reistur fyrir mörg hundruð árum á háum kletti í Basilicata- héraði á suðurhluta Ítalíu. Ástæðan fyrir því að bær- inn var reistur á þessum stað var til að gera óvinum í árásarhug erfiðara fyrir. Um miðja 20. öldina ollu jarð- skjálftar á svæðinu íbúum erfiðleikum og þótti bærinn ekki lengur öruggur til að búa í. Árið 1963 voru allir 1.800 íbúar bæjarins fluttir á brott og þeim útvegað hús- næði á öruggari stað. Þrátt fyrir það er bærinn enn vin- sæll meðal ferðamanna og ekki síst jarðvísindamanna. „Enginn myndi hEyra öskrin“ n Barnagæsla Christine gerði börnum ekki gott V ið sautján ára aldur hafði Christine Falling fengið sinn skerf af veikindum, eymd og vonbrigðum. Christine fæddist 12. mars, 1963, í Perry á Flórída í Bandaríkj- unum. Ann, móðir hennar var þá sextán ára og hafði fyrir eignast eldri systur Christine. Faðir Christine, Thomas, var 65 ára ofbeldisfullur skógarhöggsmaður og sinnti fjöl- skyldunni lítið. Veikindi og örbirgð einkenndu bernsku Christine, sem glímdi við þroskavandamál, til- hneigingu til að fitna óhóflega og sýndi af sér árásargirni. Skömmu eftir að Christine fæddist voru hún og systir hennar ættleiddar af Falling-fjölskyldunni, en systrunum gekk erfiðlega að falla inn í fjölskylduna og að lokum var þeim komið fyrir á vistheimili fyrir börn skammt frá Orlando. Þá var Christine níu ára. Fjórtán ára í hjónaband Þegar þar var komið sögu var ljóst að grunnt var á furðulegri og ofbeldis- fullri hegðun hjá Christine. Helsta dægradvöl hennar var að pynta og drepa ketti með það fyrir augum að komast að því hvort þeir ættu níu líf. Að sögn starfsmanna á vistheimil- inu var Christine hraðlygin, þjófótt og braut allar reglur sem henni voru settar til að „fá athygli“. Samband hennar við önnur börn var hörmulegt og hún var iðulega skotspónn þeirra sökum holda- fars, takmarkaðra umgengn- ishæfileika og fleira. Tólf ára að aldri yfirgaf Christine vistheimilið í leit að móður sinni, sem hún fann að lokum í Blountstown á Flór- ída og fjórtán ára gekk hún í hjónaband með manni sem var tíu árum eldri en hún. Sex vikum síðar fór hjónabandið í vaskinn vegna óreiðukennds ofbeldis sem einkenndi það. Við tók nýtt tímabil hjá Christine sem á næstu tveim- ur árum fór oftar en 50 sinn- um á sjúkrahús vegna sjúk- dóma sem engin leið var að greina, enda breytti hún stöð- ugt lýsingum á einkennum meina sinna. Banvæn barnapössun Christine, þá á miðjum táningsaldri, sá sér farborða með barnapöss- un fyrir nágranna og vini í heima- bæ móður sinnar. Þrátt fyrir að vera óásjáleg náði hún að afla sér ágæts orðspors sem ung kona sem þótti vænt um börn og væri ágætlega áreiðanleg. En sautján ára að aldri fór allt til fjandans hjá Christine og hún hóf í laumi að beita börnin of- beldi og að lokum myrða þau. Þann 25. febrúar, 1980, var farið með tveggja ára dreng, Cassidy Johnson, sem hafði verið í um- sjá Christine, til læknis með hraði og bentu einkennin til þess að um heilabólgu væri að ræða. Cassidy dó nokkrum dögum síðar og fram- kvæmd var krufning sem leiddi í ljós að hann hafði hlotið harkalegt höf- uðhögg. Eðli málsins samkvæmt hafði lögreglan tal af Christine sem fullyrti að Cassidy hefði náð að klifra upp úr barnagrindinni, þegar hún sá ekki til, og fallið beint á höfuðið. Þrátt fyrir að lögreglan legði lítinn trúnað á útskýringar Christine var fátt um fína drætti sem afsannaði frásögn hennar. Dauði á dauða ofan Christine Falling flutti til Lakeland á Flórída og tók þar að sér barna- gæslu. Ekki höfðu liðið nema ör- fáir mánuðir þegar Jeffrey Davis, fjögurra ára drengur í pössun hjá henni, gaf upp öndina og krufning leiddi í ljós slæmar innanbólgur en ekkert sem hægt væri að telja dánar- orsök. Þremur dögum síðar þurftu frændi og frænka Jeffreys að verða viðstödd jarðarför drengsins og báðu Christine um að gæta tveggja ára sonar þeirra, Josephs. Það var eins og við manninn mælt – Joseph andaðist í miðjum lúr. Leiddar voru að því líkur að hann hefði fengið einhvers kon- ar sýkingu og að Jeffrey Davis hefði hugsanlega dáið úr því sama. Ekkert var rannsakað frekar, en Christine sá sitt óvænna og ákvað að flytja sig um set – nú til Perry, þar sem saga hennar hófst. Stutt vist Í júlí 1981 fékk Christine vinnu sem ráðskona hjá 77 ára öryrkja, Wilb- ur Swindle. Ekki hefur verið útskýrt með óyggkandi hætti hvað gerðist, en Wilbur fór yfir móðuna miklu á fyrsta vinnudegi Christine. Talið var að hann hefði fengið hjartaáfall í eldhúsinu og sökum aldurs hans var ekkert aðhafst frekar. Skömmu síðar fór Christine í verslunarleiðangur með stjúp- systur sinni og átta mánaða dóttur hennar, Jennifer Daniels. Stjúp- systir Christine þurfti að skjótast inn í verslunarmiðstöð og skildi við hana og dóttur sína í bílnum. Þegar hún kom til baka var dóttir henn- ar andvana og Christine í öngum sínum. Að sögn Christine hafði stúlkukindin bara hætt að anda – og, ótrúlegt en satt, var hún tekin trúanleg. Leið nú ár án frekari dauðsfalla í kringum Christine, en 2. júlí, 1982, hætti tíu vikna sveinbarn, Travis Coleman, að anda meðan hann var í umsjá Christine. Krufning leiddi í ljós að hann hafði verið kæfður og Christine var yfirheyrð. Hún játaði að hafa myrt þrjú börn með því að kæfa þau með teppi og fullyrti að raddir hefðu gefið henni fyrirmæli. Christine var dæmd til lífstíðar- fangelsis með möguleika á reynslu- lausn eftir 25 ár, en er enn á bak við lás og slá. Hún gat aldrei útskýrt af hverju hún framdi ódæðin: „Ég veit ekki af hverju ég gerði það sem ég gerði. Hvernig ég gerði það sá ég í sjónvarpinu. Ég hafði þó minn hátt á. Einfaldan og auðveldan. Enginn myndi heyra í þeim öskrin.“ „Helsta dægradvöl hennar var að pynta og drepa ketti Í dómsal Christine fékk lífstíðardóm. Christine Falling Beiðni um reynslulausn hefur hingað til verið hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.