Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 31. janúar 2014 Auðvitað fékk ég mér mjórri bindi Harmleikur á þjóðvegi Sindri Sindrason sjónvarpsmaður þótti of lágvaxinn fyrir breið bindi. – DV Á einu augnabliki á þjóðvegin­ um létu tvö ungmenni lífið. Eitt óhapp og allt er búið. Hún var 16 ára og hann var 18 ára. Ef allt hefði verið eðlilegt og með felldu hefðu þau átt langt líf fyrir höndum. Þau hefðu komið sér upp fjölskyldu og lifað til hárrar elli. Þeirra beið að eignast börn og barnabörn. Allt lífið virtist vera fram undan þennan vetr­ ardag. En það var ekki svo. Á einu andartaki á Vesturlandsvegi breytt­ ist allt og þau hurfu úr jarðvistinni. Eftir standa fjölskyldur í sorg. Ótal spurningar en engin svör. Harmleikurinn í Norðurárdal fyrr í mánuðinum hefur vakið marga til umhugsunar um það hve ótryggt þetta líf er. Ekkert er varanlegt. Sorgin skellur á fólki fyrirvaralaust og án miskunnar. Þannig var það í tilfelli Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur, sem átti aðeins örfáa daga í að verða 17 ára, og kærasta hennar, Skarp­ héðins Andra Kristjánssonar, 18 ára. Hálka var á veginum þegar þau áttu leið um Norðurárdal. Í bílslysinu lét hún lífið strax en hann barðist fyrir lífi sínu í rúmar tvær vikur áður en yfir lauk. Það eru engin rök sjáanleg fyrir því að svona fór en staðreyndin blasir við. Á hverju ári farast tugir manna í bílslysum. Sumir lifa af en búa ævilangt við örkuml. Óhætt er að segja að óvíða er fólk í meiri háska en í umferðinni. Þrátt fyrir bætta umferðarmenningu, betri vegi og fullkomnari bíla er dauðinn oftast í sjónmáli. Og oftar en ekki er það ungt fólk sem lætur lífið. Þar ræður sumpart reynsluleysi við akstur og trúin á að hinir ungu deyi ekki. Eitt allra mikilvægasta verkefni samfélagsins er að fækka slysum í umferðinni. Það snýst auðvitað um betri bíla og bætt vegakerfi. Mikil­ vægast er þó að beita áróðri og markvissri fræðslu og forvörnum til að fyrirbyggja slys í umferðinni. Boð og bönn koma að litlu gagni í sam­ anburði við þá fræðslu sem stimpl­ ast inn hjá fólki. Frásagnir af harm­ leikjum á borð við þann sen kostaði Önnu Jónu og Skarphéðinn Andra lífið verða örugglega til góðs. Það mun enginn geta sagt til um það hverjir sleppa vegna þess að þeir meðtóku boðskapinn. En það er ör­ uggt að einhverjir munu lifa vegna þess að þeir hlýddu á eða lásu frá­ sagnir af fólki sem lét lífið án þess að ástæða ætti að vera til. Það getur enginn sett sig í spor foreldra unga fólksins sem lét lífið fyrr í þessum mánuði. Fátt er óeðli­ legra en það að foreldrar þurfi að ganga í gegnum þá raun að standa við gröf barna sinna. „Skarphéð­ inn Andri okkar kvaddi okkur í dag kl. 14:35 og er nú kominn til Önnu Jónu sinnar,“ skrifaði Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéð­ ins Andra heitins, á Facebook um son sinn nokkrum klukkustundum eftir að hann lést eftir hálfs mánað­ ar baráttu á gjörgæslu. En það er til dæmis um styrk fjölskyldu unga mannsins að þau sáu það ljós í sorginni að hann hafði ákveðið að gefa öðrum líffæri sín ef hann léti lífið. Sex manns fá nú betri lífsgæði eftir að ungi maðurinn lést. 16 ára piltur fékk hjarta hans. Steinunn Rósa lýsti því að þegar hún sá bíla aka með forgangsljósum áleiðis út á flugvöll með líffæri sonar síns hafi henni hlýnað um hjartaræt­ ur. „Á móti okkur komu þrír bílar í forgangsakstri. Okkur hlýnaði mjög við að sjá hversu allir viku fyrir þess­ um bílum sem voru á leið á flug­ völlinn með gjafir hans til annarra. Tvær flugvélar biðu eftir bílunum sem fara á þrjá mismunandi staði.“ Það þarf mikinn sálarstyrk til að sjá ljós í þessum hræðilega atburði. Móðir Skarphéðins Andra gerir rétt í að fjalla opinskátt um dauða son­ ar síns og sorgina. Foreldrar þeirra beggja segja sögu unga parsins í DV í dag. Það er virðingarvert. Tugþús­ undir meðtaka það sem syrgjandi ættingjar hinna látnu segja og bera áfram boðskapinn um að nauðsyn­ legt sé að læra af slysum. Og meiri verður gjafmildin ekki en að gefa líffæri sín til fólks sem þarf á þeim að halda. Með dauða sínum bjargar ungi maðurinn öðrum. Við hljótum að setja okkur það markmið að forða sem flestum frá dauðagildrum umferðarinnar. Markmiðið hlýtur að vera það að skapa allt það öryggi sem hægt er. Það liggur þó fyrir að dauði unga fólksins er áminning um að fátt í líf­ inu fyrirsjáanlegt. n Varnarlaus ráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innan­ ríkisráðherra átti í vök að verjast í þinginu þegar til umræðu var meint lekamál ráðuneytis hennar. Þingmennirnir Valgerður Bjarna- dóttir og Mörður Árnason fóru mikinn og rúlluðu yfir ráðherr­ ann. Enginn botn hefur fengist í lekamálið enn sem komið er. Hanna Birna og aðstoðarmenn hennar hafa bent á starfsmenn ráðuneytisins eða jafnvel Rauða krossins sem mögulega gerendur. Margt bendir þó til þess að eitt­ hvert þeirra þriggja eigi aðild að málinu. Athygli vakti að enginn úr þungavigt Sjálfstæðisflokksins kom ráðherranum til varnar. Hrannar í fjarbúð Hrannar B. Arnarson, fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, hefur verið atvinnulaus síðan skipt var um ríkis­ stjórn.Nú horfir til betri vegar því hann hefur ver­ ið ráðinn fram­ kvæmdastjóri þingflokks jafn­ aðarmanna í Norður landaráði. Eyjan segir frá því og að hann verði með aðset­ ur í Kristjánsborgarhöll. Fari svo að eiginkona hans, Heiða Björg Hilmisdóttir, verði kosin í borgar­ stjórn bíður þeirra hjóna fjarbúð á næstu árum. Stuð hjá Heiðu Hjá Samfylkingunni í Reykjavík standa allir í skugga leiðtogans, Dags B. Eggertssonar. Slagurinn stendur þar um næstu sæti á list­ anum. Á meðal þeirra sem vilja 3–4 sæti er Heiða Björg Hilmisdóttir. Ef litið er til Face­ book­síðna fram­ bjóðenda er hún á sigurbraut með langflest „like“ ef undan er skilinn Dagur sjálfur. Fyrr í vikunni höfðu 865 líkað við hana á meðan næsti maður, Kristín Soffía Jónsdóttir, var með rúmlega 800. Heiða Björg nýtur góðs af því að sá pólitíski refur, Hrannar B. Arnarson, er kosn­ ingastjóri hennar. Hann er jafn­ framt eiginmaður Heiðu. „Valdakall“ særir barn Furðuleg ritdeila átti sér stað í vikubyrjun þegar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs, svaraði Birni Bjarna- syni, fyrrverandi ráðherra, og sagði hann, gamlan valdakall, færa fimm ára dóttur sinni kaldar kveðj­ ur á afmælisdegi barnsins. Til­ efnið var að Björn hafði verið svo óheppinn að hrauna yfir Ingimar á þessum degi þar sem hann lýsti blaðinu sem málgagni VG og vildi ritstjórann burt, ef marka má Ingi­ mar. Björn svaraði furðulostinn: „Ég hef aldrei vikið einu orði að honum sjálfum og því síður fjöl­ skyldu hans. Hann kýs hins vegar að vega að mér persónulega vegna aldurs míns“. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Þetta eru áhættuþættir Shit – þetta er bara búið Ólafur Sveinsson fjallakappi féll 60 metra í Esjunni. – DV „Skarphéðinn Andri okkar kvaddi okkur í dag. Ú rskurður Persónuverndar varð­ andi kröfu félagsmálayfirvalda í Fljótsdalshéraði um þvagsýni frá manni sem sótti um fjár­ hagsaðstoð er umhugsunarverð. Í raun var þar fjallað um þau lágmarks mannréttindi einstaklings í siðuðu samfélagi að geta séð sér og sínum farborða. Skyldur sveitarfélaga Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er þeim skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstak­ linga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða, án aðstoðar og í 12 gr. segir: „Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.“ Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er eingöngu ætluð þeim sem hafa ekki annað að leita varðandi tekjuöflun. Aðstoðin er skorin við nögl og grunn­ upphæðir undir fátæktarmörkum. Í lögunum er ekkert að sjá sem heimilar skerðingar á fjárhagsaðstoð til þeirra sem á annað borð eiga rétt á henni. Í leiðbeiningum með lögun­ um er þess þó getið að heimilt sé að skerða aðstoðina neiti fólk að þiggja vinnu án viðhlítandi ástæðna. Sveitarfélögin hafa tekið sér það bessaleyfi að túlka frjálslega skyldur sínar gagnvart fátækasta fólkinu og eru reglurnar æði misjafnar, bæði hvað varðar fjárhæðir og ýmis réttindi, og þetta viðgengst án nokkurra af­ skipta ríkisins nema þá að kærur ber­ ist. Í seinni tíð hefur Samband ís­ lenskra sveitarfélaga og einstakir sveitarstjórnarmenn lagt hart að Al­ þingi að breyta lögum til að heimila skilyrðingar á fjárhagsaðstoð, en af því hefur ekki orðið enn. Hættan Hættan er augljós þegar dæmið frá Fjarðabyggð er skoðað. Að veita sveitarfélögum aukna heimild til skerðinga getur haft það í för með sér að misinnrætt sveitarstjórnarfólk hafni fjárhagslegri aðstoð á hæpnum forsendum og skerði lífsgæði fátæku­ stu skjólstæðinganna verulega. Í 8. gr. reglna Fljótsdalshéraðs um fjárhagsaðstoð segir að heimilt sé „að synja umsækjendum um fjár­ hagsaðstoð séu þeir í neyslu áfeng­ is eða annarra vímuefna …“. Á þessari heimagerðu reglu, sem enn er til stað­ ar, byggði félagsmálanefnd sveitarfé­ lagsins kröfu sína um að skjólstæðing­ ur sem væntanlega er, að þeirra áliti, alkóhólisti, gæfi þvagsýni og þegar því var hafnað var honum neitað um fjár­ hagsaðstoð vegna gruns um neyslu vímuefna. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telja alkóhólisma til sjúkdóma. Vænt­ anlega var „sök“ mannsins sú að hann tæki ekki ábyrgð á sínum sjúkdómi og gerði það sem hann ætti akkúrat ekki að gera, að neyta vímugjafa. Því væri rétt að hafna honum um þá fjárhags­ legu aðstoð sem hann ella átti að fá og skilja hann eftir tekjulausan í refs­ ingarskyni. Alkinn, sá hjartveiki og aðrir sjúklingar Væri nefndarfólkið sjálfu sér sam­ kvæmt neitaði það til að mynda hjartasjúklingi um aðstoð vegna þess að hann tæki ekki ábyrgð á sínum sjúkdómi, tæki ekki lyfin sín, vildi lítið hreyfa sig eða fitnaði um of. Með 8. grein reglna Fljótsdalshér­ aðs um fjárhagsaðstoð er sveitarfé­ lagið ekki aðeins að hafna framfær­ sluskyldum heldur eru í henni fólgnir fordómar í garð alkóhólisma. Velferðarráð Reykjavíkur hefur ekki látið sitt eftir liggja varðandi ým­ iss konar þrengingar á rétti til fjár­ hagsaðstoðar. Fyrir stuttu samþykkti meirihluti ráðsins breytingar á reglum um þá sjúklinga sem þurfa að lifa á fjárhagsaðstoð. Þar eru gerðar kröfur um að þeir vinni í því að ná bata og meti ráðgjafi það svo að atorkan sé ekki nægjanleg hafi Velferðarsvið rétt á að skerða aðstoðina. Áfengisvandi, þunglyndi og sjálfsmorðshugsanir Ef marka má nýlega könnun meðal sjúklinga sem þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg telur stór hluti þeirra sig eiga við áfengisvanda að stríða, sem og þunglyndi með tilheyr­ andi sjálfsmorðshugsunum – og til­ raunum. Sumir þessara skjólstæðinga borgarinnar teljast til utangarðsfólk og margir eru í áhættuhóp hvað þetta varðar. Að gefa stjórnvaldinu heimild til að skerða fjárhagslega aðstoð ef ekki er farið eftir „einstaklingsáætlun“ gerir aðeins illt verra og enn verra er að í reglunum er ekki reiknað með að við­ komandi fái talsmann ef þess er ósk­ að. Fagleg aðstoð og umbun skilar hins vegar lífsgæðum og minnkar kostnað­ inn þegar til lengri tíma er litið. Löggjafinn á að vernda fátækustu íbúana gegn misvitru sveitarstjórnar­ fólki og hann verður að sjá til þess að sveitarfélögin smíði ekki reglur sem eru gegn anda laganna. Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga má alls ekki breyta í þá veru að gefið verði rými fyrir skilyrðingar á fjárhagsað­ stoð. Afleiðingarnar af slíku gætu orðið þær að allslausir einstaklingar hafi þann kost einan að betla, stela eða stunda vændi. n Alma er formaður og Þorleifur varaformaður Raddarinnar – bar- áttusamtaka fyrir réttindum utangarðsfólks. Á þá að betla, stela eða stunda vændi?„Velferðarráð Reykjavíkur hefur ekki látið sitt eftir liggja varðandi ýmiss konar þrengingar á rétti til fjár- hagsaðstoðar. Teitur Guðmundsson læknir segir HPV-veiruna geta valdið krabbameini í kynfærum karla. – DV Kjallari Alma Rut Lindudóttir og Þorleifur Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.