Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 31. janúar 2014 Lífsstíll 41 K ínóa er með hollari mat­ vælum sem fyrirfinnast og hefur af mörgum ver­ ið skilgreint sem svokölluð „ofurf æða“. Vinsældir þessara glútenlausu fræja hafa auk­ ist gríðarlega á undanförnum árum enda eru þau afar næringarrík og góð fyrir heilsuna. Þrátt fyrir að kínóa sé eldað og neytt eins og hrísgrjóna eða annars kornmetis er það í raun skylt græn­ meti á borð við spínat og rauðróf­ ur. Sá hluti sem er borðaður eru fræ plöntunnar, þó svo að einnig sé hægt að borða blöðin, og er kínóa þar af leiðandi glútenlaust. Það er líka gríðarlega próteinríkt en fræin innihalda allar þær amínósýrur sem nauðsynlegar eru manninum og eru því gríðarlega holl og góð fæða. Sumar þessara amínósýra getur líkaminn ekki framleitt sjálf­ ur og verða þær því að fást úr fæð­ unni. Alls eru þekktar um 120 ólíkar tegundir af kínóa, en þær þekktu­ stu eru hvítt kínóa, rautt og svart. Kínóa fæst ekki eingöngu í formi fræja heldur er einnig hægt að fá kínóaflögur og kínóamjöl en slíkt er til dæmis sniðugt í bakstur fyr­ ir þá sem ekki geta eða vilja borða glúten. n horn@dv.is Kínóa er sannkölluð ofurfæða Glútenlaust og afar próteinríkt Hollt og gott Kínóa hentar vel þeim sem ekki vilja borða glúten. 5 góð ráð fyrir andlitsþvott Allflestir þvo sér í framan á hverj­ um degi, bæði kvölds og morgna, hvort sem það er með þvotta­ poka, í sturtunni eða einfald­ lega með því að skvetta vatns­ gusu í andlitið. Þó eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar kemur að andlitsþvotti og húðumhirðu því ekki er alveg sama hvernig farið er að ef halda á andlitinu í sem bestu ásig­ komulagi. 1 Ekki þvo þér of mikið Ekki þvo þér of mikið í framan, hvorki of lengi eða of oft á dag. Mikið áreiti á húðina getur þvert á móti haft þau áhrif að hún eldist hraðar svo gott er að miða við að þvo andlitið ekki mikið oftar en tvisvar á dag. 2 Notaðu mild efni Forðastu að nota venjulega sápu og reyndu frekar að þvo andlitið með mildum hreinsiefn­ um sem sérstaklega eru ætluð fyrir andlitið. Slík efni valda minni ertingu í húðinni og fara þar með betur með hana. 3 3. Þvoðu alltaf af þér farða Þótt það sé vissulega freistandi að skríða upp í rúm með farðann ennþá í andlitinu er það eitthvað sem allir ættu að varast. Sérstaklega er mik­ ilvægt að hreinsa augnmálningu því að sofa með slíkt getur valdið ertingu í augum og jafnvel valdið sýkingu sé það gert oft. 4 4. Ekki nota of heitt vatn Það er sérstaklega mikilvægt á veturna, þegar húðin er gjarnan í þurrara lagi, að þvo andlitið ekki með sjóðandi heitu vatni. Heitt vatn getur nefnilega valdið enn meiri þurrki og því skaltu frekar nota ylvolgt vatn á andlitið. 5 5. Skrúbbaðu húðina Til að fá fallega húð er afar mikilvægt að skrúbba hana af og til. Hægt er að kaupa ýmsa skrúbba sem gefa húðinni góða næringu og raka um leið og fíla­ penslar og dauðar húðfrumur eru skrúbbaðar burt en þó verður að passa að gera þetta hvorki of oft né of harkalega því það getur valdið ertingu í húðinni. Eðlilegt að vera döpur Virtur sálfræðingur í Kanada segir fólk of gjarnt á að gleypa pillur við hversdagslegum leiða. „Við erum ekki alltaf glöð og oft eru gildar ástæður fyrir óhamingju okkar,“ segir sálfræðingurinn Joel Paris í National Post og bætir við að við lifum í samfélagi þar sem kraf­ an sé sú að við séum ávallt með sjálfstraustið í botni, í frábærum samböndum og enn stórkostlegri störfum. Samkvæmt Paris er Kanada í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem éta mest af þunglyndislyfjum en á list­ anum eru Íslendingar í efsta sæti og Ástralar í því þriðja. „Það er gott og gilt að fá pillur við miklu þung­ lyndi en pillurnar virka einfaldlega ekki þegar um almennan leiða er að ræða,“ segir Paris. U nnur Pálmarsdóttir, stöðvar­ stjóri World Class á Sel­ tjarnarnesi, hefur stundað líkamsrækt um langt skeið með góðum árangri. Blaða­ maður hafði samband við Unni og fékk nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja byrja í ræktinni og huga að heilsunni, en hún segir mikilvægt að setja sér markmið til að ná árangri og að æfa með félaga til að gefast ekki upp. Þá sé nauðsynlegt að ná góðum svefni og stunda fjölbreyttar æfingar til að erfiðið skili sér. Hvað þarf fólk sem vill byrja í ræktinni að hafa í huga? „Ég legg áherslu á mikilvægi þess að styrkja hjarta­, tauga­ og æða­ kerfi með þolæfingum og því er gott að stunda alhliða og fjölbreyttar æf­ ingar. Þannig verður líkaminn í bestu alhliða formi. Gott er að skrifa niður æfingaáætlun og ákveða hvaða þjálf­ un þú vilt stunda og á hvaða tíma dags. Markmiðið er að stunda lík­ amsrækt 3–5 sinnum í viku í 30–60 mínútur í senn. Best er að stunda styrktaræfingar með lóðum, bæði í opnum hóptímum og í tækjasal, og einnig er hægt að nota fallegu nátt­ úruna okkar á Íslandi við fjölbreytt­ ar æfingar.“ Hvað þarf maður að gera til að gefast ekki strax upp á því að mæta? „Besta ráðið sem ég get gefið ykk­ ur er að stunda líkamsrækt með fé­ laga. Félagslegi þátturinn er svo stór hluti af líkamsræktinni. Ef þú æfir með einhverjum þá hvetur það þig áfram til að mæta á æfingar. Það er ávallt gott að hafa góðan og skemmti­ legan félagsskap þegar við stund­ um líkamsrækt. Ég tel það vera bæði hollt og gott að stunda líkamsrækt­ ina saman. Tíminn er dýrmætur nú á þessum tímum og því er tilvalið að skipuleggja æfingar saman í takt við gott fjölskyldulíf. Auðvitað getur keppnisskapið farið með mann við iðkun á ýmsum íþróttum. Í tækja­ sal þá er það hvatningin og félags­ skapurinn sem skiptir öllu máli.“ Hvernig æfingar er best að gera? Á maður að byrja rólega eða af fullum krafti? „Best er að byrja rólega þegar við erum að stíga fyrstu skrefin. Það er nauðsynlegt til að læra vel allar æf­ ingarnar og einnig til að hvatinn verði ávallt til staðar og líkamsræktin verði að lífsstíl. Lyfta að jafnaði 3–4 sinnum í viku og stunda þolþjálfun/hóptíma þá daga sem við hvílum okkur í tækja­ sal. Ég mæli einnig með að stunda útivist, ganga reglulega og synda. Við þurfum að borða rétt og stunda góðar styrktaræfingar fyrir allan lík­ amann. Í lokin verð ég að hvetja alla til fara einnig í jógatíma og að teygja vel á vöðvunum eftir átök því liðleika­ þjálfunin skiptir miklu máli.“ Hvað þarf að hafa í huga fyrir utan líkamsræktina í sambandi við matar- æði og annað? „Það er nauðsynlegt að borða hollan og góðan mat og temja sér heilbrigt líferni fyrir alla lífstíð. Drekka nóg af vatni og allt er gott í hófi. Gott er að borða hráfæði, fisk­ meti, kjúkling, ávexti, grænmeti, skyr og grófmeti. Svefn skiptir miklu máli þar sem við endurnærumst á líkama og sál með góðum og djúpum svefni. Besta leiðin er að byrja að hreyfa sig og breyta rólega um mataræði, setja sér markmið og fylgja þeim eftir.“ Lumar þú á einhverjum góðum ráðum fyrir þá sem vilja ná árangri? „Markmiðasetning er það ráð sem ég get gefið ykkur. Setjið ykkur skýr markmið, haldið æfingadagbók og fylgið árangrinum eftir. Gerðu það að venju þinni að stunda líkamsrækt fjórum sinnum í viku. Með því að gera rútínuna að föstum lið þá verður auð­ veldara að ná settum markmiðum. Því oftar sem þú stundar líkamsrækt því fyrr nær líkaminn að aðlagast. Gerðu mánudagsæfinguna í upp­ hafi vikunnar að föstum lið og haltu því áfram. Það er yndislegt að vakna á mánudagsmorgni, stunda góða heilsurækt og eiga alla vikuna eftir.“ Eitthvað sem þú vilt bæta við? „Við eigum að finna líkamsrækt sem hentar okkur best. Það er aðal­ atriðið að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda áfram! Þótt að það komi nokkrir erfiðir dagar þá stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram! Haf­ ið ávallt tíma fyrir heilsuna – við eig­ um aðeins einn líkama og við verð­ um að virða líkama okkar. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og þess vegna eigum við að hlúa vel að henni.“ n „Við eigum aðeins einn líkama“ n Líkamsrækt er góð fyrir líkama og sál n Fjölbreyttar æfingar mikilvægar Félagsskapur skiptir máli Unnur segir gott að stunda líkamsrækt með fé- laga til að gefast síður upp á því að mæta. Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is Markmið til að ná árangri Unnur segir mikilvægt að setja sér markmið til að ná árangri. Mynd pHotos.coM „Það er nauðsyn- legt að borða hollan og góðan mat og temja sér heilbrigt líferni fyrir alla lífstíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.