Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 31. janúar 2014 Ríkisútvarp á ráðherraveiðum Þ að er kominn tími til að of- sóknir hins svokallaða „RÚV“ gegn heiðursmanninum Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni líði undir lok. Svarthöfði býr sjálfur í Efstaleiti og hann finnur eineltisfnyk- inn sem leggur frá stofnuninni; læðist inn um eldhúsgluggann og yfirgnæfir viðkunnanlegan ilminn af nýmöluðu arabica-kaffinu, á hverjum degi. Líkt og nýr stjórnarmaður í Efstaleitinu orðaði það, þá eru vinstri öflin á „RÚV“ með Sigmund í sigtinu! Fréttamenn „RÚV“, lítt dulbúnir út- sendarar VG, eru á forsætisráðherra- veiðum! Nýja stjórnin, sem samanstendur mestmegnis af sérfræðingum – sex af níu eru slíkir – er svona eins og rann- sóknarnefnd Alþingis hefði átt að vera; hlutlæg, fagleg, samheldin. Frá- bær! Hinn framsækni Guðlaugur G. Sverrisson er óneitanlega vonin í svörtu eineltisþokunni sem ligg- ur yfir Efstaleitinu. Svarthöfði fyllist kærleika og trausti þegar viðkunnan- lega ásjónu hans ber fyrir augu. Guð- laugur er nefnilega kominn til þess að hafa hemil á óráðsíunni á „RÚV“. Guðlaugur var gerður að stjórnar- formanni Orkuveitu Reykjavíkur þegar hún stefndi í glötun. Svarthöfði táraðist af samúð þegar Orkuveitan endaði í vitleysu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Guðlaugs til að víkja af stefnu glötunar, sem vinstri stjórn- in 1971–1974 lagði grunn að. „Fögur er fórn þín, en fegurri er réttsýnin,“ hvíslaði Svarthöfði með samúðartár í augum, þegar fréttir bárust af vitleys- unni í OR. Nú getur hann ekkert ann- að en vonað að aðgerðir Guðlaugs muni bjarga „RÚV” í tæka tíð. n Guðlaugur framsækni „Fögur er fórn þín, en fegurri er réttsýnin,“ hvíslaði Svarthöfði með samúðartár í augum. Nú getur hann ekkert annað en vonað að aðgerðir Guðlaugs muni bjarga „RÚV“ í tæka tíð. Þorir ekki í Ómar Umsjón: Henry Þór Baldursson Sterkari sýslumenn A llsherjar- og mennta- málanefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp innanríkisráð- herra um framkvæmd og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Frum- varpið felur í sér þá breytingu að sýslumannsembættum landsins verði fækkað úr 24 í 9. Jafnframt er lagt fram frumvarp til breytingar á lögreglulögum þar sem gert er ráð fyrir því að löggæsla verði skilin frá starfsemi sýslumanna. Aðalmark- mið breytinganna er að búa til öflugri stofnanir sem veiti íbúum landsins góða þjónustu og geti tek- ið að sér aukin verkefni. Sýslumannsembætti eru ein elsta stjórnsýslustofnunin í okkar samfélagi og þau hafa frá fornu fari farið með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Sýslumenn voru oddvitar sýslunefnda til ársins 1987 þegar ný sveitarstjórnarlög tóku gildi. Þeir fóru hvort tveggja með lögreglustjórn og dómsvald á lægra dómstigi fram til 1. júlí 1992 þegar sú grundvallarbreyting varð á skipan réttarfars í landinu að skil- ið var á milli dómsvalds og fram- kvæmdarvalds með breytingum á öllum réttarfarslögum og stofnun héraðsdómstóla. Embættin annast nú aðfarar- gerðir, nauðungarsölu, þinglýs- ingar, sifjamál, skipti á dánarbú- um, lögbókandagerðir, útgáfu á ýmsum leyfum og skírteinum og ýmis önnur mál. Sýslumenn utan Reykjavíkur fara með innheimtu opinberra gjalda og annast um- boðsstörf fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Helstu ástæður fyrirhugaðra breytinga á embættunum eru þær að þegar lögreglustjórn og ákæru- vald verður að fullu aðskilið frá embættum sýslumanna dragast verkefni margra embætta verulega saman. Breytingar á samgöngum og byggðaþróun leiða einnig til þess að rétt er að endurskoða þessa skipan mála. Með aukinni sam- skiptatækni og tilkomu rafrænnar stjórnsýslu má segja að staðsetn- ing starfstöðva sé ekki lykilatriði heldur þjónustan sjálf og hvernig henni verði sem best háttað. Hagræðing í ríkisrekstri hefur verið mjög til umræðu undanfar- in misseri enda er það eitt helsta viðfangsefni stjórnmálamanna að sjá til þess að þeim fjármunum sem skattgreiðendur treysta ríkis- sjóði fyrir sé vel varið. Í því sam- bandi er nauðsynlegt að þora að endurskoða þau verkefni sem ríkið sinnir og meta hvort hægt sé að sinna þjónustu við íbúa landsins á einfaldari, skjótari og hagkvæm- ari máta en tíðkast hefur. Í hag- ræðingarvinnu felast tækifæri til að skapa sterkari einingar og gera enn betur hvað varðar nýtingu fjár- magns og í þjónustu við borgarana. Til að sýslumannsembættin geti haldið uppi öflugri þjónustu, búið að víðtækri þekkingu og samræmt vinnulag í þeim fjölbreyttu mála- sviðum sem þeim eru falin er þörf á sterkari einingum. Störfum sýslumanna er lýst þannig í frumvarpinu að þeir fari með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, hver í sínu umdæmi, eftir því sem lög, reglugerðir og önnur stjórn- valdsfyrirmæli kveða á um. Við endurskipulagningu opinberrar þjónustu á landsbyggðinni er eðli- legt að stefna að því að sýslumenn geti í auknum mæli þjónað öðrum ríkisstofnunum sem hafa hlutverki að gegna á landsbyggðinni og bætt við sig fleiri verkefnum. Embættin hafa í áraraðir sinnt slíkum verk- efnum fyrir t.d. Tryggingastofnun ríkisins með góðum árangri. Ljóst er að fjárhagslegt hagræði breytinganna mun ekki koma fram strax. En markmiðið til lengri tíma er það að veita enn betri þjónustu á sem hagkvæmasta hátt. n Mynd SAJ „Ljóst er að fjár- hagslegt hagræði breytinganna mun ekki koma fram strax. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Kjallari Svarthöfði Mest lesið á DV.is 1 Tengdadóttirin á meðal þeirra sem kæran beinist gegn Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðar- kona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er eiginkona Ríkarðs Daðasonar. Ríkharður er sonur Ragn- heiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksfor- manns Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður var látin svara fyrir trúnaðarbrestinn gagnvart Tony Omos í Kastljósi á þriðjudag. 23.312 hafa lesið 2 „Hún bugaðist vegna ranglætisins“ Gunnar Þor- steinsson, kenndur við Krossinn, segir að eiginkona hans, Jónína Benediktsdóttir hafi verið beitt ranglæti þegar hún var dæmd fyrir ölvunarakstur á dögunum. 20.542 hafa lesið 3 „Allt hverfið á kafi í reyk“ Mannskapur af öllum stöðvum slökkvliðsins í Reykjavík glímdi við eldsvoða í iðnaðarhúsi við Dugguvog 1 um hádegisbil á fimmtudag. Eldurinn var talsvert mikill og breiddist hann hratt út. 11.982 hafa lesið 4 Pétur lést eftir að hafa fengið lyf sem ætluð voru öðrum Pétur Pétursson, heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, lést eftir að hafa verið gefinn lyfjaskammtur sem ætlaður var herbergisfélaga hans. 8.900 hafa lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.