Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 31. janúar 2014 Fólk Viðtal 33 Vonuðu að þetta myndi hverfa samtalsins að það væru nú 80 pró- sent karlmenn sem ynnu þarna og það veitti nú ekki af fleira kven- fólki þarna,“ segir hún hlæjandi og segist hafa verið heppin með það hversu vel starfsmannastjórinn tók þessu. „Ég var ótrúlega heppin með það hversu vel hún tók á þessu strax. Hún sagði við mig að það skipti engu máli hvað fólk héti eða hvernig það liti út innan fyrirtæk- isins svo lengi sem það sinnti sinni vinnu. Það væri heldur ekki liðið neitt einelti eða stríðni. Það var ómetanlegt að fá þennan stuðn- ing,“ segir Anna Margrét sem vinn- ur þó ekki lengur hjá fyrirtækinu þar sem hún missti vinnuna í nóv- ember vegna skipulagsbreytinga. Hún lætur þó ekki deigan síga og er nú sest á skólabekk þar sem hún leggur stund á nám í bókhaldi. Miklir fordómar Eftir starfsmannaskemmtunina vissu fleiri leyndarmálið, en Anna Margrét fór þó ekki í kynleið- réttingaraðgerðina sjálfa fyrr en í fyrra, þá orðin sextug. Þá hafði hún verið hjá sálfræðingi í átta ár og í nokkur ár tekið inn hormóna til að breyta vextinum og fá kven- legt útlit. Anna K. fór hins vegar í sína aðgerð árið 1995 – í Svíþjóð þar sem hún bjó lengi og barðist fyrir réttindum transfólks. Hún kom þó út úr skápnum með það hver hún væri árið 1984, þá var hún fjöl- skyldufaðir og vélstjóri og fann fyrir miklum fordómum. Fjölskyldan lokaði á hana fyrst um sinn en það hefur lagast í dag. Hún bjó í Sví- þjóð til ársins 1996 þegar hún flutti aftur til Íslands og þurfti að takast á við talsvert fordómafyllra samfé- lag en það sem er í dag. Fólk starði á hana úti á götu og margir vildu ekki kannast við að þekkja hana. Anna hefur margoft í gegnum tíð- ina sagt sína sögu og verið áber- andi talsmaður transfólks og ef- laust hjálpað mörgum að stíga það skref til fulls að koma fram. Konuna grunaði eitthvað Þær segja báðar að það hafi verið afar erfitt að stíga það skref að koma fram. Standa fyrir framan fjölskylduna og segja að pabbi sé kona. „Ég gerði þetta í áföngum – fyrst sagði ég konunni en hana hafði grunað að það væri eitthvað. Hún hafði ábyggilega fundið í gegnum tíðina einhver föt eða bækur. Ég reyndi auðvitað að fela þetta en það getur verið erfitt þegar það er búið þröngt,“ segir Anna Margrét og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt skref að segja eigin- konu sinni til 35 ára hvernig í pott- inn væri búið. „Ég gerði það ekki ófull – það get ég alveg sagt þér. Það var ekki gert edrú og búið að plana það lengi.“ Því næst sagði hún syni sínum, leikaranum Hannesi Óla Ágústs- syni, sem var í viðtali í síðasta helg- arblaði DV þar sem hann sagði frá því að pabbi sinn væri kona. „Ég sagði honum þetta nú bara á kaffi- húsi í miðbænum, hann tók þessu vel. Svo sagði ég dóttur minni þetta síðast, hún átti dálítið erfitt með þetta og konan líka,“ segir Anna Margrét og segist skilja það vel. Það sé yfirleitt þannig að nánasta fjölskylda taki þessu verst eins og eðlilegt er, en hún tekur fram að stórfjölskyldan sem og vinir hafi öll tekið þessu vel og stutt hana. Fer enn í veiðiferðir með strákunum Þær segjast báðar hafa kynnst auknum fjölda fólks eftir að þær komu fram en halda þó líka sam- bandi við gamla vini. Þó er mun- ur á milli þeirra – flestir vinir Önnu Margrétar taka breytingunni vel en Anna K. segir sumt fólk hafa snúið baki við henni. „Ég var í 20 ár í vinahóp sem fór á hverju ári í sukk- og veiðiferð í Veiðivötn. Svona karlaferð þar sem við drukk- um mikið – kannski dálítið mikið fyrstu árin en það breyttist svo eftir því sem við urðum eldri og þá fórum við að veiða meira. Transfólk ekki kynskiptingar Transfólki finnst rangt að talað sé um það sem „kynskiptinga“. Annar algengur misskilningur er að tala um transfólk sem kynskipting og tala um kynskiptiaðgerð. Þessi orð gefa ranga mynd af einstaklingum og að- gerðinni. Transfólki finnst rangt að tala sé um þau sem „kynskiptinga“, þar sem í rauninni eru einstaklingarnir ekki að skipta um kyn heldur láta leiðrétta það. Flest vilja láta tala um sig sem trans (transkona, transmaður, transfólk) en ekki kynskipting. Einnig má benda á að orðið kynskipti vísar til endurtekinnar sífellu sem á alls ekki við í þessu tilfelli. Eins er með orðið „kynskiptiaðgerð“ sem ætti í raun að vera kynleiðréttingarað- gerð vegna þess að það er, jú, verið að leiðrétta kyn einstaklings með aðgerð. Í raun er verið að leiðrétta fæðingargalla. (Úr bæklingnum Hvað er trans?) Hugtök og útskýringar Í hinsegin samfélaginu er orðið trans (sem er stytting á orðinu transgender) oftast notað sem regnhlífarhugtak yfir flókinn og fjölbreytilegan heim transfólks. Orð sem falla þar undir eru t.d. transsexual, klæðskiptingur (transvestite), androgyne, genderqueer og fleira. Í þessari grein er fyrst og fremst fjallað um það sem kallast transsexual, enda hefur það verið mest opinbert í umræðunni hér á Íslandi. Transsexual: Ýmsir rugla saman hugtökunum transsexual og klæðskipt- ingur. Að vera transsexual er að fæðast í vitlausum líkama, þ.e. að fæðast sem kona í karlmannslíkama eða karlmaður í kvenmannslíkama. Einstaklingurinn upplifir sig af öðru kyni en líffræðin segir til um og kýs oft að gangast undir hormóna- meðferð og kynleiðréttingaraðgerð. Klæðskiptingur: Sá/sú sem er klæðskiptingur klæðist fötum hins kyns- ins og gengur oft undir öðru nafni en vill ekki breyta líkama sínum með því að taka hormóna eða fara í leiðréttingaraðgerð. Dragdrottningar og -kóngar: Að klæðast dragi er sú listgrein að koma fram í ákveðnu kynhlutverki, gjarnan í öðru kyni, í formi skemmtunar og listar. Intersex: Einfalda skýringin á intersex einstaklingum er að ekki er hægt að sjá hvaða kyn einstaklingur fæðist sem. Á fræðilegu máli er talað um kynlitn- ingaröskun. Það getur bæði lýst sér sem ósýnilegt (litningatengt) eða sýnilegt (líkamlegt), t.d. hermaphrodite. Þó svo að intersex flokkist ekki sem transgender þótti okkur vert að nefna það hér í þessari grein. Þess vegna n er talað um transfólk, en ekki kynskipt- inga. n er orðið kynskiptingur neikvætt þar sem það hefur fengið á sig neikvæða merkingu í gegnum tíðina og er mísvísandi, þar sem einstaklingur er ekki að skipta um kyn, heldur láta leiðrétta það. n er transkona einstaklingur sem fæðist líffræðilega karlkyns og lætur leiðrétta kyn sitt í kvenkyn. n er transmaður einstaklingur sem fæðist líffræðilega kvenkyns og lætur leiðrétta kyn sitt í karlkyn. n er talað er um kynleiðréttingaraðgerð eða kynleiðréttingu en ekki kynskiptiað- gerð (þar sem einstaklingur er að láta leiðrétta kyn sitt). Hvert er hægt að leita? Það eru ýmsir staðir sem einstaklingar geta leitað til ef þá vantar frekari upplýsingar, stuðn- ing eða einfaldlega spjall. Upplýsingar úr bæklingi sem Trans Ísland gaf út. Í gleðigöngu Hér má sjá nöfnunar stoltar saman í gleðigöngunni í fyrra.„Margir leita mjög út í feluleikinn og grafa sig eins langt inni í skáp og unnt er í þeirri von að losna við þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.