Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 31. janúar 201440 Lífsstíll Í samfélagi þar sem við eigum að vera ofurforeldrar, ofurduglegir starfskraftar, nautsterk í ræktinni og alltaf í nýjustu tískunni með nýklippt og litað hár getur verið erfitt að finna tíma til að anda. Mundu að það að slappa af og gefa þér smá tíma fyrir þig getur hreinlega verið lífsnauðsynlegt. Líf­ ið er til þess að njóta þess. Prófaðu að gefa þér smá tíma á hverjum degi einungis fyrir sjálfan þig. Í leit sinni að heilbrigðari kost­ um eru margir tilbúnir til að gefa kaffi upp á bátinn og það jafnvel án þess að kynna sér kosti kaffis fyrir heilsuna fyrst. Samkvæmt rannsókn National Institute of Health eru þeir sem drekka kaffi ólíklegri til að deyja úr hjartasjúkdómum, lungnakrabba­ meini, heilablóðfalli og sykursýki. Ef þú elskar kaffi skaltu fá þér annan kaffibolla. Án þess að fá samviskubit. Þótt hreyfing sé af hinu góða skaltu muna að taka þér frí frá rækt­ inni einn og einn dag. Líkaminn þarf tíma til að jafna sig á milli æfinga. Að sama skapi er góður svefn lykil atriði þegar kemur að góðri heilsu og heilbrigði. Þegar þú sefur losar líkaminn sig við streitu og álag gærdagsins. Ekki gera óraunhæfar kröfur til þín. Þú þarft ákveðið magn af svefni. Leyfðu þér að sofa út ann­ að slagið og njóttu þess að leggjast snemma upp í rúm hina dagana. Samkvæmt fjölda rannsókna ger­ ir eitt rauðvínsglas á kvöldi okkur gott. Rauðvín er fullt af andoxunar­ efnum auk þess sem hófleg neysla vinnur gegn hjartasjúkdómum, krabbameini og andlegri hrörnun. Ekki gleyma heldur að hæfilegt kæruleysi þegar kemur að heimil­ isstörfunum hefur engan drepið. Hver samdi þær reglur að það þurfi alltaf að þvo upp strax eftir matinn? Eftir langan dag í vinnunni er allt í lagi að gleyma leirtauinu um stund og njóta frekar kvöldsins með fjöl­ skyldunni. Diskarnir verða þarna í fyrramálið. Enn betra er þó að hóa allri fjölskyldunni saman, deila út verkum og klára uppvaskið á ör­ fáum mínútum. n Hver segir að þú þurfir að vera á fullu allan daginn, alla daga? Ertu útkeyrður? Slepptu ræktinni og uppvaskinu, fáðu þér rauðvínsglas og sofðu út. Slakaðu á – heilsunnar vegna Heimur Hendrikku Þið munuð örugglega mörg fá andúð á mér eftir lestur þessa pistils. Ég er ekki stolt af þessari lífsreynslu sem fer hér á eftir, en vona svo innilega að einhver dragi lærdóm af þessum skrifum mín­ um. Það er vel hægt að bæta fyrir mistök og verða betri manneskja ef maður hefur farið út af sporinu. Þegar ég var unglingur þurfti ég á viðurkenningu að halda og gerði fullt af hlutum sem ég er ekki stolt af í dag. Ég byrjaði að fikta í dópi og að reykja hass aðeins 15 ára gömul. Ég sniffaði gas, tók alls konar pillur og reykti allt sem brann … eða kannski allt að því. Ég varð fljótt vinsæl meðal hörðustu pönkara þessa tíma, því ég vann í sjoppu og átti alltaf til aur fyrir eiturlyfjum. Eitt skipti þegar ég var nýbúin að fá útborg­ að, sá ég gamla konu sem var að tína flöskur úr ruslatunnu. Ég tók upp seðlabúnt og kveikti í því fyr­ ir framan hana í stað þess að gefa henni aur. Þvílík mannvonska, illska og hatur sem var til staðar í sál minni. Ég hékk í hitakompum með gömlum dópistum. Ég var úti­ gangsbarn á flótta frá sjálfri mér. Mér var oft ögrað til að gera hluti sem ég vildi alls ekki gera því innst inni var ég skíthrædd við þetta líf­ erni og félagsskap. Ég var mönuð upp í að brjót­ ast inn hjá þekktum dópsala og ræna hann. Ég gerði það og stal pilluglasi en skildi eftir 500 kall á borðinu sem ég var með í vasan­ um því mér leið svo illa að hafa gert þetta. Ég sá og upplifði fullt af hlutum eins og að vera daglegur gestur hjá einum af dæmdum barnaníð­ ingum landsins. Hann var með klámspólur úti um allt og oft voru gamlir karlar hjá honum með okk­ ur. Já, ég reykti og drakk með þeim, en aldrei lenti ég í neinu ofbeldi. HEPPIN! Á þessum tíma var ég and­ styggileg við foreldra mína og bróður sem vildu og reyndu að gera allt fyrir mig. Fjölskylda mín stóð á gati yfir hegðun minni en aldrei í eitt augnablik gáfust þau upp á mér og fyrir það er ég svo óendanlega þakklát. Krakkar sem glíma við brotna sjálfsmynd, sem ég svo sannarlega gerði á þessum tíma, eru líklegri til að láta tala sig inn á alls konar rugl og vitleysu. Við sem erum foreldr­ ar berum mikla ábyrgð og ættum að gera allt sem við getum til að ala börn okkar við heilbrigðar að­ stæður. Ég tók um eitt ár í þetta óreglu­ tímabil og ákvað að hætta öllum samskiptum við þennan félags­ skap sem ég var í og snéri við blað­ inu á einni nóttu. Ég uppgötvaði að ég var ófrísk. Mamma, pabbi og bróðir minn tóku mér opnum örmum og ég eignaðist heilbrigt barn sem var þvílík blessun … lífið varð aftur dásamlegt. Óargardýrið varð aftur góða ljúfa stúlkan sem allir þekktu sem slíka. Ég er reynslunni ríkari og þakka guði fyrir að hafa ekki lent verr í því. Dópaði með barnaníðingi Hendrikka er heimshornavanur fagurkeri sem lætur allt flakka. Hún tilheyrir „elítunni“, á nóg af pen- ingum og er boðin í öll fínustu partíin. Hendrikka er raunveruleg manneskja sem skrifar undir dulnefni. É g er sjálf einhleyp svo stofnun síðunnar var að vissu leyti ákveðin sjálfshjálparvið­ leitni en einnig til að bæta stefnumótamenningu Ís­ lands,“ segir Fríða Fróðadótt­ ir ein þeirra sem stendur á bak við stefnumótasíðuna Kynna.is. Meðmæli frá vini Síðan fór í loftið þann 19. janúar og að sögn Fríðu hafa viðbrögðin verið góð. „Okkur fannst vanta vettvang þar sem fólk kemur fram undir eigin nafni og undir mynd. Svo til að fá enn meiri dýpt í prófílinn biðjum við um meðmæli frá vini. Vinir þín­ ir skrifa miklu betri lýsingu um þig en þú myndir nokkurn tímann gera auk þess sem þeirra lýsing verður klárlega mun skemmtilegri aflestrar. Síðan gengur því út á það að vinur mælir með þér; það klárar enginn ferlið nema fá meðmæli frá vini.“ Fríða, sem er viðskiptafræðingur að mennt og bjó í London um árabil, segist ekki hafa haft löngun til að skrá sig inn á aðrar stefnumóta­ síður hér á landi. „Hinar síðurnar henta mér ekki. Þar eru notuð not­ endanöfn, ekki krafist mynda og oft veistu ekkert við hvern þú ert að tala, innan um fólk sem er að leita að einhverju allt öðru en þú. Í London eru allir á stefnumótasíð­ um. Þú ert ekki spurð hvort þú sért á stefnumótasíðu heldur á hvaða síðu þú sért. Þegar ég kom heim fór ég að kvarta yfir því að hér væri engin síða sem væri mér að skapi og þá benti vinkona mín mér á að stofna hana sjálf. Sem ég gerði.“ Eins og atvinnuleit Kynna.is er eingöngu fyrir einhleypa. „Þessi síða er því einungis fyrir fólk í makaleit en ekki þá sem eru að leita að skyndikynnum og framhjáhaldi. Það geta samt allir skoðað síðuna og innihald hennar. Okkur fannst mikil­ vægt að notendur geti skoðað síðuna vel án þess að skrá sig því það er ekk­ ert þægilegt að skrá sig á síðu án þess að vita hvernig hún virkar.“ Fríða er að sjálfsögðu sjálf skráð á Kynna.is. Aðspurð segir hún ekkert óþægilegt til þess að hugsa að hver sem er geti lesið hennar prófíl. „Ekki frekar en þegar ég er spurð hvort ég sé einhleyp. Þetta er bara eins og að vera í atvinnuleit og vera skráð hjá ráðningarfyrirtæki,“ segir hún og bætir við að þar sem síðan sé fallega hönnuð sé ekkert því til fyrirstöðu að vera með hana opna fyrir allra augum. „Þarna er sem sagt kom­ inn vettvangur þar sem manni á að líða vel og þar sem heiðarleiki ræður ríkjum og allt er uppi á yfirborðinu.“ Eðlileg mannleg samskipti Fríða trúir því að síðan sé þannig byggð að einhleypir verði ekki feimn­ ir við að skrá sig þar inn. „Ég vona líka að þessi síða breyti stefnumótamenn­ ingunni hér á landi. „Ég vil sjá fólk óhræddara við að fara á stefnumót, hittast yfir kaffibolla, fara í mat saman eða í göngutúr. Á Íslandi er reglan að hittast á djamminu. Sjálf er ég 38 ára og þegar fólk er komið á minn aldur er það ekkert alltaf á djamminu lengur og þá getur reynst erfiðara að hitta fólk. Það er líka bara heilbrigðara að hitta fólk edrú og spjalla. Það þarf ekki að vera fjögurra klukkustunda stefnumót og þarf alls ekki að enda með trúlof­ un. Mörgum finnst stefnumót vera svo mikil skuldbinding; halda að með einu deiti sé fólk komið í einhvern pakka. Erlendis þykir það ekkert mál og ef þú ert ekki að fíla viðkomandi af­ þakkarðu bara pent. Sem sagt eðlileg, mannleg samskipti.“ n Hannaði öðruvísi stefnumótasíðu Fríða Fróðadóttir vill bæta stefnumótamenninguna á Íslandi Fríða Fríða er sjálf einhleyp og að sjálfsögðu skráð á síðuna. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Þessi síða er því einungis fyrir fólk í makaleit en ekki þá sem eru að leita að skyndi- kynnum og framhjáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.