Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 31. janúar 2014 Menning 51 Slagurinn um leikhúsin n Magnús Geir og Tinna skila góðu búi n Jón Gnarr, Kristín, Þorleifur og Gísli Örn eru orðuð við stöðurnar Jón Gnarr myndu margir telja sóma sér vel í stól Borgarleikhús­ stjóra jafnt sem Þjóðleikhús­ stjóra. Hann hefur reynst góður mannauðsstjóri og er góður í að fá fólk til liðs við sig. Mikilvæg­ ur kostur leikhússtjóra enda þarf teymisvinna að vera vönduð í leik­ húsi. Honum hefur tekist að breyta sýn fólks á hvað það er sem prýð­ ir góðan leiðtoga. Hann er fylginn sér og heiðarlegur og viðurkennir veikleika sína gjarnan og óhikað. Slíkt hlýtur að vera til fyrirmynd­ ar. Jón er ekki með stúdentspróf en starfsreynslan hans í stól borgar­ stjóra vegur þungt. Eftir grunnskólapróf frá Héraðs­ skólanum Núpi við Dýrafjörð sótti Jón Gnarr ýmsa framhaldsskóla, m.a. Flensborgarskóla í Hafnarf­ irði, Fjölbrautaskólann í Ármúla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann hefur starfað á Kópa­ vogshæli, sem næturvaktmaður á Kleppi, hjá bílaframleiðandanum Volvo og sem leigubílstjóri. Frá ár­ inu 1994 hefur hann starfað sem leikari og er meðlimur í Félagi ís­ lenskra leikara og Félagi leikskálda og handritshöfunda. Listræni spútnikkinn: Marta Nordal Marta Nordal þykir koma sterklega til greina og mörgum góðum kostum búin sem leiðtogi. Hún hefur bæði sterka listræna sýn, er djörf og ná­ kvæm og óhrædd við að takast á við ný verkefni. Marta er virt á meðal sam­ starfsmanna og nýtur mikils trausts. Um Mörtu sagði Hlín Agnarsdóttir nýverið í dómi sínum um verkið Lúk­ as: „Marta Nordal leikstjóri á virki­ legt hrós skilið fyrir hvernig hér hefur verið staðið að verki. Hún er vaxandi leikstjóri og ein af þeim konum í leik­ stjórastétt sem gaman er að fylgjast með. Hún er frumleg, nákvæm og vandvirk. Ástríða hennar á leikhús­ inu birtist ekki síst í samstarfi við leik­ arana, sem sjaldan eða aldrei hafa gert betur.“ Marta útskrifaðist frá Bristol Old Vic Theatre School árið 1995. Hún var fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar leik­ árið 1996–1997. Marta Nordal lék fyrst í Borgar­ leikhúsinu árið 1998 og fór með ann­ að tveggja aðalhlutverka í Bláa her­ berginu árið 1999 en meðal annara hlutverka hennar er Halla í Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur, en fyr­ ir það var hún tilnefnd til Grímuverð­ launa árið 2005 sem besta leikkona í aðalhlutverki, Mercedes í Carmen og Gréta í Mein Kampf. Marta er ritari stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Naglinn: Ari Matthíasson Ari sótti um stöðu leikhússtjóra árið 2009 en hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins síðustu misseri. Þar hefur hann þurft að standa í ströngum niður­ skurði og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Þjóðleikhúsið skilar hagnaði eftir mögur ár. Ari er vænlegur kostur í stól stjóra Borg­ arleikhússins og hefur sannað að hann getur leitt breytingaferli af miklum móð. Ara þykir vænt um leikhúsið þótt ekki hafi borið á þeim tilfinningum á meðan hann var með hnífinn á lofti. Ekki er víst að um hann ríki einhugur enda margir sárir eftir niðurskurðinn. Af því hæfileikafólki sem raðar sér á lista DV er Kristín einna fremst. Hennar listræna sýn, stjórnunareig­ inleikar og reynsla vega þungt. Svo þungt að ef hún vill bjóða sig fram, þá er varla hægt að neita henni. Kristín gæti þó haft hugann við allt annað en að stýra leikhúsi enda hef­ ur hún enn brennandi ástríðu fyrir leikstjórn. Svo mikla að enn verður hún fýsilegasti kostur allra. Kristín stundaði nám í bók­ menntafræði (License ès lettres) og kvikmyndafræði í Montpellier og París og lauk þaðan maîtrise og DEA (f.hl. doktorsgráðu) í kvikmynda­ fræðum. Hún lauk enn fremur loka­ prófi frá CLCF í kvikmyndaleikstjórn. Kristín hefur skrifað handrit, og leikstýrt stuttmyndum, myndbönd­ um og sjónvarpsmyndunum Líf til einhvers og Glerbrot. Hún er einnig höfundur handrita, framleiðandi og leikstjóri leikinna kvikmynda í fullri lengd, Á hjara veraldar (1983) og Svo á jörðu sem á himni (1992). Mynd­ ir hennar hafa verið sýndar víða er­ lendis og unnið til verðlauna á fjöl­ mörgum hátíðum. Kristín hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í uppbyggingu kvikmyndasviðs á Íslandi, hefur setið í stjórnum allra fagfélaganna, í stjórn Kvikmyndasjóðs, Listahátíðar, Kvik­ myndahátíðar og Kvikmyndaklúbbs Íslands og fleiri. Strákaleikhús Áður en Tinna var ráðin í Þjóðleikhúsið voru uppi háværar raddir kvenna í leikhúsheim­ inum um að kona yrði næsti Þjóðleikhús­ stjóri. Eins og þá kemur þessi kynjaumræða upp vegna ráðningar leikhússtjóra Borgar­ leikhússins. Leikhúsið við Ofanleiti er stundum uppnefnt „Strákaleikhúsið“ í gráu gamni og það er í takt við umræðuna í samfélaginu að mikilvægt sé að tefla kon­ um fram jafnt sem körlum sem leiðtogum í menningarlífinu. Þrjár konur eru taldar líklegastar til þess að hreppa hnossið í Ofanleitinu; Marta Nordal, Ragnheiður Skúladóttir og Kristín Jóhannesdóttir. En karlarnir sækja að, þá eru ólíkindatólið Jón Gnarr, Þorleifur, Gísli Örn og Kjartan oftast nefndir. En innan leikhússins hafa menn þó allra mestar mætur á fóstranum honum Bergi Þór Ingólfssyni. Úrræðagóði fóstrinn: Bergur Ingólfsson Bergur Þór er vandaður leikhús­ maður. Hann sýndi hvað í hon­ um bjó á árinu sem leikstjóri ri­ sauppfærslunnar á Mary Poppins. Í þeirri uppfærslu blésu ferskir vindar um leikhúsið. Bergur er eins og Mary, býr yfir óhefðbundnum og óvæntum meðulum og væri líklegur til þess að koma sterkur inn með nýrri vindátt í leikhúsið. Hann hef­ ur skemmtilega sýn, er drífandi einstaklingur, metnaðarfullur og vandvirkur. Eins og sjálf Mary! Bergur Þór Ingólfsson útskrif­ aðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í íslensku leikhúsi. Hlutverk sem hann hefur leikið á sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráð­ inn frá aldamótum. Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleik­ hússins Dauðasyndunum og Jesú litla. Sem leikstjóri og stofnandi GRAL­hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri Þrautseigur bolti: Ragnheiður Skúladóttir Ragnheiður Skúladóttir lyfti grettistaki á Akureyri. Leikfélag Akur eyrar fór nánast á hliðina fyrir nokkrum árum og tókst Ragnheiði að fylkja fólki með sér til þess að reisa félagið við á erfiðum tíma. Hún er óumdeildur leiðtogi sem getur tekist á við bæði bjarta og erfiða tíma. Hún er leiðbeinandi leiðtogi, þjónustuleiðtogi eins og það er nefnt í stjórnunarfræðum og leggur sig fram um að verða starfsmönnum að liði. Ragnheiður hefur enda sterk­ an bakgrunn sem nýtist henni í störfum. Hún er bæði leikona, leikstjóri og leiklistarkennari og var deildarforseti leiklistardeildar Listaháskóla Íslands. Hún stund­ aði leiklistarnám við leiklistardeild Háskólans í Iowa og lauk þaðan BA­prófi 1991. Haustið 1993 hóf hún framhaldsnám við Minnesota­ háskóla í Minneapolis og lauk það­ an meistaraprófi (MFA) vorið 1996. Byltingarleiðtoginn: Jón Gnarr borgarstjóri Frumkvöðullinn: Kjartan Ragnarsson Kjartan nýtur verulegs stuðnings leikhúsfólks og yrði eftirsóttur bæði í stól leikhússtjóra Borgarleikhúss og ekki síður Þjóðleikhúss. Hann hefur víðtæka reynslu úr leikhúslífi, bæði íslensku og sænsku, en á árum áður stýrði hann sýning­ um við borgarleikhúsin í Málmey og Gautaborg. Velgengni hans var slík að að honum bauðst staða leikhús­ stjóra við Borgarleikhúsið í Borås í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Síðustu ár hefur Kjartan hins vegar sinnt brautryðjendastarfi í Landnáms­ setri. „Það er góður gangur í Land­ námssetrinu og hefur starfsemin vaxið og dafnað vel að okkar mati,“ sögðu þau Kjartan og Sigríður Mar­ grét Guðmundsdóttir fyrir jól í við­ tali við Skessuhorn en nú næsta vor verða átta ár síðan Landnámssetrið var opnað og hefur staðurinn skap­ að sér sess sem einn helsti áfanga­ staður ferðamanna í landshlutan­ um. Í stjórn Borgarleikhússins er Kjartan áreiðanlega litinn hýru auga. Neistinn: Ólafur Egilsson Ólafur Egilsson hefur fengið að dafna síðustu ár í leikhúsinu. Hann þykir hafa dýpt og áræðni sem fengur er að. Hann er framkvæmdaglaður og sökkvir sér af listfengi í hvert það verk­ efni sem honum er fengið. Ólafur útskrifaðist frá leiklist­ ardeild Listaháskóla Íslands vorið 2002. Hann hefur starfað sem leik­ ari hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar, og unnið með sjálfstæðu leikhópun­ um Vesturporti, Reykvíska listaleik­ húsinu og Frú Emilíu. Ólafur er meðhöfundur kvik­ myndanna Sumarlandsins, Brims og Brúðgumans og vann leikgerð úr bók Halldórs Laxness, Gerplu, í samvinnu við Baltasar Kormák. Ólafur gerði einnig leikgerð sýninganna Fólkið í kjallaranum og Svar við bréfi Helgu hjá Leikfélagi Reykjavíkur, eftir sam­ nefndum bókum Auðar Jónsdóttur og Bergsveins Birgissonar. Þá þykir hann hafa þekkingu á markaðsmálum leik­ hússins og þykir koma til greina, þó ef til vill sé hans tími ekki kominn enn. Elskuð og dáð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.