Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 31. janúar 201412 Fréttir
DV líklegast til að
afhjúpa spillingu
Könnun MMR sýnir að flestir telja DV stunda öflugustu rannsóknarblaðamennskuna
F
lestir Íslendingar telja DV
líklegasta prentmiðilinn á
Íslandi til að afhjúpa spill-
ingarmál. Þetta kemur fram í
niðurstöðum könnunar sem
MMR gerði fyrr í janúarmánuði.
Könnunin var gerð í gegnum netið
og voru Íslendingar á aldrinum 18
ára og eldri valdir handahófskennt
úr hópi álitsgjafa MMR í úrtakinu.
Samkvæmt niðurstöðunum
telur fólk DV miklu líklegra til að af-
hjúpa spillingarmál en aðrir prent-
miðlar á landinu og munar 71
prósentustigi á blaðinu og næsta
fjölmiðli. Næst á eftir DV er Frétta-
blaðið sem 8,5 prósent aðspurðra
nefna, svo Morgunblaðið sem 6,1
prósent nefna, Fréttatíminn með
3,9 prósent og að lokum Viðskipta-
blaðið með slétt tvö prósent. Engu
skiptir hvaða hópar voru spurðir,
DV mældist alltaf líklegast til að af-
hjúpa spillingu.
DV og RÚV í sérflokki
Í sömu könnun sögðu 29,5 pró-
sent DV vera þann innlenda fjöl-
miðil sem stundaði öflugustu rann-
sóknarblaðamennskuna. RÚV
kemur þar næst á eftir en 28,6 pró-
sent nefna ríkisfjölmiðilinn. Fólk
á aldrinum fimmtíu ára og eldri
nefndi DV í flestum tilfellum en
yngra fólk nefndi RÚV oftast. Lág-
og millitekjufólk nefndi DV oftast
þegar spurt var um rannsóknar-
blaðamennsku en hálaunafólk, það
er með tekjur yfir 600 þúsundum
króna á mánuði, nefndi RÚV.
Aðrir fjölmiðlar voru nefndir
talsvert sjaldnar. Fréttastofa 365,
sem segir fréttir á Fréttablaðinu,
Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, var nefnd
af þrettán prósentum, Morgunblað-
ið af 11,5 prósentum, stafræni mið-
illinn Kjarninn 6,9 prósentum og
aðrir þar undir. Athygli vekur að
5,6 prósent sögðu engan fjölmiðil
stunda öfluga rannsóknarblaða-
mennsku.
Óháður fjölmiðill
DV er einnig sá miðill sem flestir
nefna aðspurðir hvaða innlendi
fjölmiðill sé minnst háður valda-
blokkum. RÚV kemur þar næst á
eftir og er nefnt af 20,9 prósentum
svarenda. Fréttastofa 365 kemur
þar á eftir, nefnd af 9,5 prósentum,
Kjarninn var nefndur af 5,9 prósent-
um og Morgunblaðið af 5,6. Aðrir
fjölmiðlar, til að mynda Frétta-
tíminn og Skjárinn, voru samtals
nefndir í 28,7 prósentum tilfella en
enginn í fleiri en fimm prósentum.
Lítill munur er á afstöðu kvenna
og karla og stendur DV best á meðal
beggja kynja. Karlar nefna DV í
25,9 prósentum tilvika og konur í
22,3 prósentum. Munurinn er hins
vegar meiri þegar litið er á mismun-
andi aldurshópa. Yngsti hópurinn,
18–29 ára, nefna DV í flestum tilfell-
um en fréttastofu 365 í næstflest-
um. Þá stendur RÚV best með-
al aldurshópsins 50–67 ára og DV í
næstflestum. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Halla Björk
ekki í framboð
Halla Björk Reynisdóttir, bæjar-
fulltrúi L-listans á Akureyri
og formaður bæjarráðs, hefur
ákveðið að bjóða sig ekki fram
að nýju fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar. Þetta sagði
Halla í viðtali við Vikudag á
Akureyri. „Ég íhugaði málið í
nokkurn tíma og núna liggur
niðurstaðan fyrir,“ segir Halla
Björk við blaðið. Halla skip-
aði annað sæti listans í síð-
ustu kosningum, en L-listinn
náði sem kunnugt er hreinum
meirihluta. Halla segist kveðja
bæjarmálapólitíkina sátt.
Átta ökutæki
tekin úr umferð
Lögreglan á Selfossi tók átta
ökutæki úr umferð á miðviku-
dagskvöld. Ástæðan var sú að
eigendur þeirra höfðu vanrækt
vátryggingaskyldu. Á vef lög-
reglunnar kemur fram að bif-
reiðarnar höfðu því verið í um-
ferð ótryggðar. Lögregla segir
að það sé alvarlegt mál í þeim
tilvikum sem ökumenn þeirra
valda tjóni, en það hefur gerst
í nokkrum tilvikum síðustu
mánuði. Þrjátíu þúsund króna
sekt bíður eigenda þessara öku-
tækja, upphæð sem líklega hefði
betur verið varið í að viðhalda
ábyrgðartryggingunni.
Málið sent til
ríkissaksóknara
Rannsókn lögreglu á máli karl-
manns sem hélt barnsmóður
sinni og barni þeirra föngnum
í íbúð í Mosfellsbæ aðfaranótt
jóladags er lokið. Málið hefur
verið sent ríkissaksóknara.
Þetta kom fram í fréttum RÚV
á fimmtudag. Maðurinn hefur
setið í gæsluvarðhaldi frá því
hann var handtekinn á jóladag.
Hann var vopnaður hnífum og
er grunaður um að hafa beitt
konuna ofbeldi. Barn þeirra
slapp ómeitt.
Hvaða innlendi
fjölmiðill er að þínu
mati minnst háður
valdablokkum?
Hvaða innlendi fjölmiðill
stundar að þínu mati
öflugustu rannsóknar-
blaðamennskuna?
DV 188
RÚV 161
Fréttastofa 365 73
Kjarninn 46
Morgunblaðið 43
Fréttatíminn 34
Frétta-
stofa 365
RÚV
DV
Kjarninn
Morgun-
blaðið Frétta-
tíminn
Frétta-
stofa 365
RÚV
DV
Morgun-
blaðið
Kjarninn
Aðrir
fjölmiðlar
DV 236
RÚV 229
Fréttastofa 365 104
Morgunblaðið 92
Kjarninn 55
Aðrir fjölmiðlar (undir 1,5%hver) 39
Enginn 45
Hver eftirtalinna prent-
miðla er að þínu mati
líklegastur til að afhjúpa
spillingarmál?
DV 615
Fréttablaðið 66
Morgunblaðið 47
Fréttatíminn 30
Viðskiptablaðið 16
Morgun-
blaðið
Frétta-
blaðið
DV
Viðskipta-
blaðið
Frétta-
tíminn
Upplýsingar
um könnunina
MMR framkvæmdi könnunina dagana 9. til 15. janúar
en verkkaupi var DV ehf., útgefandi DV og DV.is. Um er
að ræða netkönnun þar sem úrtakið var einstaklingar á
aldrinum átján og eldri sem valdir voru handahófskennt
úr hópi álitsgjafa fyrirtækisins. Hópurinn telur liðlega
sextán þúsund einstaklinga sem valdir hafa verið með
tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og fengnir til þátttöku með
símakönnun. Svarfjöldi í könnuninni var 981 einstaklingur.
29,5% 28,6% 13,0% 11,5% 6,9% 4,9%
79,5% 8,5% 6,1% 3,9% 2,0%
34,5% 29,5% 13,4% 8,4% 7,9% 6,2%