Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 31. janúar 201418 Fréttir Þ órólfur komst fyrst í sviðs- ljósið 16 ára þegar fjallað var um hann og tvo aðra unga drengi í dagblöðum landsins fyrir að hljóta gull- merki KSÍ. Heiðursmerkin voru veitt fyrir framúrskarandi knattleikni, en Knattspyrnusambandið hafði ný- tekið upp á því að gefa drengjum á aldrinum 12–16 ára færi á að leysa allerfiðar knattþrautir. Þrautirnar reyndu á tæknilega getu drengj- anna og tók Þjóðviljinn svo til orða að „flestum leikmönnum meistara- flokks mundi veitast erfitt að ná til- skildum árangri“ í knattþrautunum. Þórólfur brosti breitt í svarthvítri treyju KR á ljósmynd sem birtist af verðlaunahöfunum í íþróttafrétt- um Morgunblaðsins. Framtíðin var björt. Leitaði til knattarins í sorginni Á Framnesvegi fæddist skolhærður drengur þann 21. janúar 1940 og ungur að árum var hann byrjaður að hlaupa um hverfið með knöttinn límdan við tærnar. Hann var skírð- ur Þórólfur í höfuðið á afa sínum og eignaðist eina systur, Guðrúnu, sem fæddist ári síðar. Þennan hógværa dreng dreymdi ekki aðeins um að verða atvinnumaður í knattspyrnu, heldur stefndi hann markvisst að því. Albert Guðmundsson var á þeim tíma eini Íslendingurinn sem hafði sest að erlendis vegna knattspyrnuiðkunar og gert hana að lifibrauði sínu. Þórólfur hafði því fyrirmyndina og trúði statt og stöð- ugt að einn daginn myndu einhverj- ir útsendarar koma auga á hann og byðu honum að leika sem atvinnu- maður. Það leið ekki langur tími þar til metnaðarfulli drengurinn var far- inn uppskera laun erfiðra æfinga. Hann skildi jafnaldra sína eftir í reyk á æfingasvæði KR, uppeldisfélagi hans, eftir að hafa leikið fimlega á þá hvað eftir annað. Þórólfur var 11 ára þegar faðir hans féll ofan í lest um borð í Selfossi og höfuðkúpubrotnaði. Skömmu síðar lést hann, liðlega þrítugur að aldri. „Það voru kaldir febrúardagar sem þá fóru í hönd,“ lýsti Þórólf- ur í einlægu viðtali við Mannlíf árið 1992. Eftir áfallið flutti fjölskyldan búferlum á Lágholtsveg til Guðrún- ar Jóhannesdóttur, móður ömmu Þórólfs, þar sem vel var séð um eina karlmanninn á heimilinu. Í sorginni leitaði Þórólfur til knattarins og æfði sig enn meira en áður. Þar gafst hon- um tækifæri til að gleyma stað og stund. Sigursæll með KR „Fáir íslenskir nýliðar á knattspyrnu- vellinum hafa vakið aðra eins athygli að undanförnu sem Þórólfur Beck,“ stóð í grein um Þórólf í Vik- unni í ágústmánuði árið 1958. „Hann er aðeins 18 ára að aldri en hefur þegar unnið slík afreksverk á leikvellinum að undrum sætir. Enda er hann orðinn varamaður í lands- liðinu þrátt fyrir æsku sína. Helztu einkenni Þórólfs á leikvelli eru þau að hann hefur óvenjugóða knatt- meðferð og næmt auga fyrir sam- leik, fundvís á veilur í liði and- stæðinga og gerir sér ljóst hverjir samherjanna eru í beztri aðstöðu til hjálpar. Hann virðist ætíð gera sér fulla grein fyrir gangi leiksins og hefur gott yfirlit yfir völlinn. Sumir finna honum það til foráttu að hann sé ekki nógu snöggur upp á lagið og varla nógu fylginn sér, en þess ber að gæta að hann er enn ekki nema 18 ára að aldri og ekki fullþroska enn. Þetta er um það bil samhljóða álit knattspyrnugagnrýnenda.“ 17 ára hóf Þórólfur að leika reglu- lega með meistaraflokki KR. Þau fjögur tímabil sem hann lék með KR urðu KR-ingar tvisvar sinn- um Íslandsmeistarar, í fyrra skiptið árið 1959 og það síðara 1961, sama ár og æskudraumur Þórólfs varð að veruleika. Draumurinn rættist „Ég fékk atvinnutilboð frá St. Mirren [í Skotlandi] eftir að liðið var hér á keppnisferðalagi 1961,“ sagði Þórólfur eitt sinn í samtali við Morgunblaðið. Þórólfur varð annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem hélt í víking. „Ég náði að skora fjögur mörk gegn liðinu, þegar Suð- vesturlandsúrvalið vann stórsigur á Laugardalsvellinum, 7–1. Nafn á velli liðsins hafði aðdráttarafl; Love Street.“ Leikni Þórólfs naut sín vel til Þórólfur glímdi við geðklofa Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is n Stórstjarna í Skotlandi á sjöunda áratugnum n Listamaður með knöttinn „Ég lék ekki knattspyrnu til að verða frægur. Ég lék hana af því ég elskaði leikinn. Í blárri treyju Rangers Þórólfur lék með stórliðinu Glasgow Rangers í tæp tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.