Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 31. janúar 2014 Spurningin Hvert er mesta vandamál íslensku þjóðarinnar? N ú hefur rekið á fjörur mínar enn eitt af þeim fjölmörgu sönnunargögnum sem segja mér að okkur körl- um beri að vera á varðbergi gagnvart hinum síauknu yfirráðum kvenna. (Fyrir þá sem ekki sjá íróní- una í orðum mínum, er kannski rétt að hætta lestri hér og nú). Þorrinn byrjar á bóndadegi og svo lýkur honum á konudegi. Og í eina tíð voru bændur nær einvörð- ungu karlar. En í dag er það þannig að styrkirnir sem bændur fá, eru þess eðlis að betra er að karlinn og konan séu bæði skráð sem bændur. Ef bændur eru margir undir sama þakinu þá hafa þeir það ekki eins andskoti skítt einsog ef einn kúldr- ast undir hverju þaki. Og þetta segir mér að bóndadagurinn sé ekki leng- ur til heiðurs körlum í byrjun þorra, en það ætti hann svo sannarlega að vera. Enda fara menn í ræðustól og tala um minni karla í byrjun þorra en tala svo um minni kvenna í lok þorra og byrjun góu. Ja, ekki nema bændum hafi verið eignaður þessi dagur. Og ef svo er, þá vil ég ekkert hafa með hann að gera. Skýringin er sú, að þá ætti ég á hættu að vera sagður framsóknarmaður. En þann vítiseld forðast ég frekar en pestina. Og til að botna þennan brag, geri ég það að tillögu minni að hér eft- ir verði talað um karladaginn og konudaginn. Með þeirri ráðstöfun mætti hugsanlega opna fyrir lang- þráð jafnrétti. Heimatökin ættu að vera hæg; við höfum jú bæði mæðra- og feðradag. En ef við ætl- um að tala áfram um bóndadaginn, þá geri ég þá kröfu, að einnig verið talað um skáldadaginn, viðskipta- fræðingadaginn, sendladaginn o.s.frv. En ef ég gerist nú svo djarfur að stíga inn í raunveruleikann og breyti íróníunni í alvörutal, vil ég opna augu ykkar fyrir ágætri hugmynd, sem er í nánum tengslum við þetta dagahjal mitt. Ég er nefnilega sann- færður um að bjarga megi umræðu um jafnrétti kynjanna, kynhneigð, kyngervi og annað þvíumlíkt, með því að hætta að láta ríkisvaldið ákveða kyn. Í dag tíðkast það – og hefur reyndar verið fastur prósess frá örófi alda – að ríkisvaldið út- hluti kyni til allra sem fæðast. Rík- ið ákveður af hvaða kyni hver og einn telst vera. Ég segi „hvaða kyni“ vegna þess að ég leyfi þeim að njóta vafans sem hvorki vilja teljast karl né kona og tek einnig tillit til þeirra sem helst myndu vilja teljast hvort tveggja í senn. Það að ríkisvaldið ákveður hvert kynið er, er reyndar ekki eins áreið- anleg lausn og margur gæti haldið í fyrstu. Enda hefur það sýnt sig að kynleiðrétting er að verða daglegt brauð. Sú lausn sem ég vil leyfa ykk- ur að njóta með mér, er þ.a.l. sú, að fólk ákveði það sjálft hvort og þá hvernig það vill láta ávarpa sig und- ir hatti kyns. Í framtíðinni munum við þá heyra: „ég heiti Sigríður og ég er karl“, „ég er kona og ég heiti Hall- grímur Jónsson“, „ég heiti Sveinn og ég er.“ Já, þið megið svo sem halda að ég sé að grínast. Enda má eflaust sjá þetta einsog brandara. En um leið og nýjabrumið er farið af skrýtl- unni, er rétt að staldra við og skoða hvort þetta sé ekki akkúrat meinið í umræðunni um kyn, kynhneigð og þessháttar: Er þetta ekki bara persónubundin ákvörðun, þegar öllu er á botninn hvolft? n Þótt ásýnd mín sé undarleg, þá enginn það mér bannar, að vilja frekar vera ég en vera einhver annar. Ég er ekki bóndi! Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „En þann vítiseld forðast ég frekar en pestina. „Heilbrigðisráð- herra verður að brjóta odd af oflæti sínu. „Ég er erlendis“ „Mér finnst þetta mjög ógnvænlegt“ Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir leikkona er í hópi þeirra sem voru ákærð vegna mótmæla í Gálgahrauni. – DV „Ég er ekki mikill skapmaður“ Magnús Geir Þórðarson mun stýra RÚV. – DVJóhanna María Sigmundsdóttir, yngsti þingmaðurinn, mætir verst og talar minnst á þingi. – DV Myndin Hundslappadrífa Sólin berst við að lengja daginn og bræða svellin. Inn á milli er allra veðra von. Mynd SiGTryGGur Ari U m áratuga skeið hafa slökkvi- liðsmenn annast sjúkraflutn- inga á höfuðborgarsvæð- inu. Eftir að byggðasamlagið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) var sett á stofn árið 2000 hef- ur starfslið þess séð um sjúkraflutn- inga og eru þeir nú eitt helsta við- fangsefni SHS. Þannig voru útköll vegna slökkvistarfa einungis á bil- inu 4%–6% á árunum 2006–2011 en útköll vegna sjúkraflutninga á bil- inu 94%–96%. Sjúkraflutningar falla undir heilbrigðisþjónustu og kostn- aður við þessa starfsemi greiðist því úr ríkis sjóði. Í byrjun ársins 2012 rann út samn- ingur um sjúkraflutninga milli SHS og velferðarráðuneytis en SHS hefur engu að síður með óaðfinnanlegum hætti sinnt sjúkraflutningum samn- ingslaust síðan. Ekki hefur tekist að koma á nýju samkomulagi þrátt fyr- ir ýmsar umleitanir í þá átt. Veldur þar mestu ágreiningur um verðlagn- ingu á sjúkraflutningunum sem heil- brigðisráðherra telur of háa en tals- menn SHS og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu álíta hana ekki mega vera lægri. Eftir þrátefli viðsemjenda undan- farið stefnir nú í að SHS hætti sjúkra- flutningum og höfði mál á hend- ur velferðarráðuneytinu vegna vangoldinna greiðslna fyrir sjúkra- flutninga. Sumarið 2012 ákváðu ríkið og sveitarfélögin að fá óháðan aðila til að fara yfir ágreiningsmál þeirra og gera á þeim úttekt. Fyrirtækjasvið KPMG varð fyrir valinu og skýrsla um málið kom frá hendi fyrirtækis- ins haustið 2012. Þar kemur fram að áætlanir SHS um kostnað við sjúkra- flutninga þykja raunhæfar enda voru þær byggðar á reynslu. Jafnvel þótt KPMG teldi að ekkert væri því til fyr- irstöðu að ríkið stofnsetti sjálft fyr- irtæki til að annast sjúkraflutninga, benti fyrirtækið jafnframt á að ekki mætti líta framhjá áhættu við aukinn kostnað, s.s. vegna mannafla, hús- næðis, gæðakrafna, stofnkostnað- ar og yfirfærslu. KPMG benti einnig á veruleg jákvæð samlegðaráhrif af því að starfrækja sjúkraflutninga og slökkvilið sem eina einingu og má af því ætla að þetta hljóti að vera hag- stæður kostur fyrir fjárhag íbúa höf- uðborgarsvæðisins en einnig frá fjárhagslegu sjónarmiði sveitarfé- laganna og ríkisins. Og það er líka mikilvægt öryggisatriði fyrir alla þá fjölmörgu sem þurfa á þjónust- unni að halda, að vita hana í hönd- um kunnáttufólks sem býr yfir víð- tækri reynslu og þekkingu – í því efni er ekki hægt að leyfa sér einhverjar pólitískar skylmingar. Það eru miklir hagsmunir í húfi og það geta hæglega verið mannslíf í húfi, takist ekki að tryggja framtíð sjúkraflutninga á þessu fjölmennasta svæði landsins út frá heildarhags- munum. Það má heldur ekki gleyma því að öflugir og traustir sjúkraflutn- ingar, byggðir á sérþekkingu starfs- fólksins í slökkviliðinu, geta hæglega dregið úr kostnaði við heilbrigð- iskerfið að öðru leyti. Sveitarfélögin hafa í góðri trú verið í viðræðum við ríkisvaldið, vitandi að stjórnvaldið er eitt og hið sama þótt skipt sé um ráð- herra í ríkisstjórninni. Það er því nauðsynlegt að vinda bráðan bug að því að leysa þann hnút sem sjúkraflutningar á höfuð- borgarsvæðinu eru í. Heilbrigðisráðherra verður að brjóta odd af oflæti sínu og ganga til viðræðna við sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu á grunni þeirr- ar miklu undirbúningsvinnu sem þegar hefur verið unnin. Hér eru allt of miklir hagsmunir í húfi til að ráð- herra geti leyft sér að keyra málið aft- ur á byrjunarreit jafnvel þótt sum- um ráðherrum virðist mikið í mun að vinda ofan af öllu sem fyrri ríkis- stjórn fékkst við. n Sjúkraflutningar í uppnámi Árni Þór Sigurðsson þingmaður Kjallari „Kjör stúdenta.“ Hrefna Rún Magnúsdóttir 22 ára nemi „Framsóknarflokkurinn.“ Pétur Ari Markússon 38 ára lífefnafræðingur „Of mikið af lögfræðingum.“ Jón Þorri Vilbergsson 35 ára smiður „Samgöngumál.“ Björn Heimir Önundarson 17 ára nemi „Léleg laun kennara.“ Halldór Jón Sigurður Þórðarson 17 ára nemi Könnun n Já n Nei n Hef enga skoðun Á að biðja iðkendur Falun Gong afsök- unar og greiða þeim skaðabætur? 61,3% 35,8% 2,9%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.