Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 31. janúar 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Ég var barnið sem stundaði jarðarfarir B andaríska kvikmynda­ akademían hefur ákveðið að heiðra hina klassísku kvik­ mynd Galdrakarlinn í Oz, eða The Wizard of Oz, á Óskars­ verðlaunahátíðinni þann 2. mars næstkomandi. Myndin kom út árið 1939 og fagnar því 75 ára afmæli í ár og í tilefni af því verður hluti af atriðum verðlaunahátíðarinnar tileinkaður þessari klassísku ævin­ týramynd. Ekki er langt síðan Galdrakarl­ inn í Oz var gefin út í 3D­útgáfu í tilefni stórafmælisins auk þess sem blaðamaðurinn og sagnfræðingur­ inn Aljean Harmetz gaf út bók um gerð myndarinnar í lok árs 2013. Bókin heitir The Making of the Wizard of Oz og inniheldur fjöl­ margar myndir af setti og skemmti­ legar sögur frá gerð myndarinnar. The Wizard of Oz var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna árið 1939 og vann til tvennra, annars vegar fyrir besta frumsamda lagið, Over the Rainbow, og hins vegar fyrir bestu frumsömdu tónlistina. Judy Gar­ land fór eftirminnilega með hlut­ verk Dórótheu. n ritstjorn@dv.is 75 ára afmæli myndarinnar fagnað The Wizard of Oz heiðruð Sunnudagur 2. febrúar Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (10:26) 07.04 Háværa ljónið Urr 07.15 Tillý og vinir (10:52) 07.26 Ævintýri Berta og Árna 07.32 Múmínálfarnir (36:39) 07.40 Einar Áskell (13:13) 07.53 Hopp og hí Sessamí (10:26) 08.17 Sara og önd (19:40) 08.25 Kioka 08.32 Kúlugúbbarnir (9:20) 08.52 Disneystundin (4:52) 08.53 Finnbogi og Felix (4:26) 09.15 Sígildar teiknimyndir 09.22 Herkúles (4:21) 09.45 Skúli skelfir (16:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (32:52) 10.15 Mollý í klípu (4:6) 10.40 Fisk í dag 888 e 10.50 Handunnið: Nikoline Liv Andersen (Handmade by: Nikoline Liv Andersen) 11.00 Sunnudagsmorgunn 12.10 Þrekmótaröðin 2013 (4:8) e 12.30 Söngvakeppnin 2014 (1:3) e 13.50 Vínarfílharmónían í Peking e (Beijing Concert 2013, Wiener Philharmoni- ker Orch.) 15.15 Til fjandans með krabbann (Fuck Cancer) e 16.00 Það sem ekki sést - að lifa með gigt e 16.30 Nýjar kvennasögur e (Bokprogrammet: De nye dameromaner) 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Poppý kisuló (46:52) 17.21 Stella og Steinn (1:10) 17.33 Friðþjófur forvitni (1:9) 18.00 Stundin okkar 888 18.25 Basl er búskapur (Bonderøven) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Yrsa Sigurðardóttir - Meistari óhugnaðarins 888 Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðing- ur situr sjaldan auðum höndum. Í myndinni er rætt við hana um lífið tilveruna og fylgst með vinnu við nýjustu bókina frá ritun að útgáfu. Rætt er við Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðanda og Pétur Má Ólafsson útgefanda og fleiri. 20.40 Saga Eimskipafélags Íslands (1:2) (Fyrri hluti) 21.20 Erfingjarnir 7,7 (5:10) (Arvingerne) Glæný, dönsk þáttaröð um systkini sem hittast eftir margra ára aðskilnað og verkefnið er að gera upp arf eftir móður sína, en það sem í fyrstu virðist tækifæri til sameiningar breytist í uppgjör leyndar- mála og lyga sem tengjast lífi þeirra í nútíð og fortíð. 22.20 Kynlífsfræðingarnir 8,3 (12:12) (Masters of Sex) Bandarískur myndaflokkur um William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífs- rannsókna. Aðalhlutverk leika Michael Sheen og Lizzy Caplan. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.20 Sunnudagsmorgunn e 00.30 Útvarpsfréttir 11:35 Sportspjallið 12:20 Þýski handboltinn 13:40 Dominos deildin 15:10 La Liga Report 15:40 Spænski boltinn 2013-14 17:20 Kraftasport 2013 17:50 Spænski boltinn 2013-14 21:55 NBA (Dr. J - The Doctor) 23:05 NFL 2014 08:20 Premier League 2013/14 15:50 Premier League 2013/14 18:00 Messan 19:20 Premier League 2013/14 22:40 Messan 00:00 Premier League 2013/14 08:30 The Marc Pease Experience 09:55 The Other End of the Line 11:45 Big Miracle 13:30 Limitless 15:15 The Marc Pease Experience 16:40 The Other End of the Line 18:30 Big Miracle 20:15 Limitless 22:00 Taken 2 23:30 Safe House 01:25 Lawless 03:20 Taken 2 16:10 H8R (2:9) 16:50 Þriðjudagskvöld með Frikka Dór 17:20 The Amazing Race (9:12) 18:05 Offspring (7:13) 18:50 Mad 19:00 Bob's Burgers (9:9) 19:25 American Dad 19:45 The Cleveland Show 20:10 Unsupervised (3:13) 20:35 Brickleberry (3:10) 20:55 Dads (12:22) 21:20 Mindy Project (21:24) 21:40 Do No Harm (9:13) 22:25 The Vampire Diaries (21:22) 23:05 Men of a Certain Age (8:10) 23:50 Bob's Burgers (9:9) 00:15 American Dad 00:40 The Cleveland Show 01:00 Unsupervised (3:13) 01:25 Brickleberry (3:10) 01:50 Dads (12:22) 18:00 Strákarnir 18:25 Friends (22:24) 18:45 Seinfeld (22:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (7:22) 20:00 Viltu vinna milljón? 20:45 Krøniken (13:22) 21:45 Ørnen (13:24) 22:40 Ally McBeal (15:23) 23:25 Without a Trace (19:23) 00:10 Viltu vinna milljón? 00:55 Krøniken (13:22) 01:55 Ørnen (13:24) 15:30 Stormað um Hafnarfjörð 16:00 Hrafnaþing 17:00 Stjórnarráðið 17:30 Skuggaráðuneytið 18:00 Björn Bjarnason 18:30 Tölvur,tækni og kennsla 19:00 Fasteignaflóran 19:30 Á ferð og flugi 20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Fiskikóngurinn 22:00 Hrafnaþing 23:00 ABC Barnahjálp 23:30 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:45 Doddi litli og Eyrnastór 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Waybuloo 08:30 Könnuðurinn Dóra 08:55 Brunabílarnir 09:20 Ofurhundurinn Krypto 09:45 Grallararnir 10:05 Ben 10 10:25 Teen Titans Go 10:50 Victorious 11:15 Nágrannar 11:35 Nágrannar 11:55 Nágrannar 12:15 Nágrannar 12:35 Nágrannar 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heilsugengið 15:30 Masterchef USA (5:25) 16:15 The Big Bang Theory (4:24) 16:40 Á fullu gazi 17:05 Eitthvað annað (6:8) 17:35 60 mínútur (17:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (23:30) 19:10 Sjálfstætt fólk (20:30) 19:50 Ísland Got Talent 20:40 Breathless 6,7 (5:6) Dramatískir þættir um lækna og hjúkkur á spennandi tímum. Þættirnir gerast snemma á sjöunda áratug síðustu aldar og þeir hafa því verið bornir saman við bandarísku verðlauna- þættina Mad Men. 21:30 The Tunnel (10:10) 22:20 The Following (2:15) Önnur þáttaröðin af þessum spennandi þáttum en síðasta þáttaröð endaði í mikilli óvissu um afdrif fjöldamorðingjans Carroll einnig hvað varðar sögu- hetjuna Ryan Hardy. Eitt er víst að nýtt illmenni verður kynnt til leiks í þessari þáttaröð en það er ekki þar með sagt að Joe Carroll hafi sungið sitt síðasta. Nýr sértrúarsöfnuður er að myndast og leiðtogi hóps- ins er jafnvel hættulegri en Carroll. 23:05 Banshee (4:10) 23:55 60 mínútur (18:52) 00:40 Mikael Torfason - mín skoðun 01:25 Daily Show: Global Edition 01:50 Nashville (4:20) 02:35 True Detective (3:8) 03:20 Mayday (1:5) 04:15 American Horror Story: Asylum (3:13) 05:00 Mad Men (5:13) 05:45 The Untold History of The United States (5:10) 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:00 Dr. Phil 12:45 Dr. Phil 13:30 Once Upon a Time (4:22) 14:20 7th Heaven (4:22) 15:10 Family Guy (14:21) 15:35 Parks & Recreation (22:22) 16:00 Happy Endings (22:22) 16:25 Made in Jersey (1:8) 17:15 Parenthood (4:15) 18:05 Friday Night Lights (4:13) 18:50 Hawaii Five-0 (12:22) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eld- fjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. Viðreynsla á bensínstöð endar með skotárás þar sem sérsveitin þarf að skerast í leikinn. 19:40 Judging Amy (1:23) 20:25 Top Gear (3:6) 21:15 Law & Order: Special Victims Unit (23:23) Bandarískir sakamálaþætt- ir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg. Í þessum loka- þætti rannsakar lögreglu- sveitin dauða vændiskonu sem var undir lögaldri. 22:00 The Walking Dead 8,8 (5:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskrift- arstöðva í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. Rammgert fangelsið er alls ekki eins öruggt og það var í fyrstu. 22:50 The Biggest Loser - Ísland (2:11) Stærsta framleiðsla sem SkjárEinn hefur ráðist í frá upphafi. Tólf einstaklingar sem glíma við yfirþyngd ætla nú að snúa við blaðinu og breyta um lífstíl sem felst í hollu mataræði og mikilli hreyfingu. Umsjón hefur Inga Lind Karlsdóttir 23:50 Elementary (4:22) Sher- lock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Vellauðugur maður finnst myrtur í íbúð sinni. Svo virðist sem peningar hafi verið ástæða morðsins en Holmes er á öðru máli. 00:40 Scandal (3:22) 01:30 The Walking Dead (5:16) 02:20 The Bridge (4:13) 03:10 Beauty and the Beast (10:22) 04:00 Pepsi MAX tónlist SkjárGolf 06:00 Eurosport 2 11:20 Hollenska knatt- spyrnan 2014 13:30 Hollenska knatt- spyrnan 2014 16:20 Þýska knatt- spyrnan 2014 18:20 Þýska knatt- spyrnan 2014 20:20 Eurosport 2 Tímalaus klassík Ævintýrið um Dórótheu og félaga er af mörgum talið tímalaus klassík. É g var frekar undarlegt barn. Eins og ég sagði frá í síð­ asta helgarpistli sem birt­ ist hér þá var ég ekki mikið fyrir íþróttir. Ég var hins vegar mjög hrifin af jarðarförum. Ekki það að ég tilbæði dauðann á einhvern undarlegan hátt heldur fannst mér þetta einkar heillandi samkomur. Þegar ég var svona 10 ára gömul þá hafði ég farið í allavega tíu jarðarfarir. Það kann að hljóma mjög sorglega en það var samt akkúrat ekkert sorglegt við það. Ég hafði nefnilega aldrei þekkt neinn sem hafði dáið en stundaði samt sem áður jarðar­ farir til þess að fá frí í skólanum. Þegar ég var lítil var ég oft hjá ömmu minni og afa. Amma vann hálfan daginn og því yfirleitt til í að hanga með barnabarninu eft­ ir hádegi. Einu sinni þegar var frí í skólanum fór ég til hennar eftir hádegi. Eitthvað hafði amma misreiknað sig og þau afi voru á leið í jarðarför þegar ég kom. Það kom ekki að sök því ég ákvað að fara bara með þeim. Við fórum í jarðarförina, ég man reyndar ekki í hvaða kirkju það var eða hver var að deyja. Ég sat heilluð og hlustaði á prest­ inn prédika um lífið og dauðann. Þvílík tilþrif sem líktust besta leikriti. Allt var blessað í bak og fyrir og kistan svo borin út. Þá var partíið rétt að byrja. Það var nefnilega kaffi á eftir. Allt fullt af kökum og gosi – á virkum degi. Gat ekki orðið betra. Ég skemmti mér vel í kaffinu og spjallaði við aðra erfidrykkjugesti. Næstu ár á eftir urðu jarðar­ farirnar fleiri. Amma og afi þekktu margt fólk og alltaf ein­ hver að deyja. Ég fór einnig að fylgja föður mínum í jarðarfar­ ir og hafði gaman af. Ég komst líka upp á lagið með það í skól­ anum að vera segjast vera fara í jarðarför og mætti þá samúðar­ augum kennara og fékk að sjálf­ sögðu frí. Mér fannst samt alls ekkert leiðinlegt í skólanum – bara skemmtilegra að fá frí. Mér fannst ekkert sorglegt við þessar jarðarfarir. Ég fékk frí í skólanum og kökur. Gat ekki orðið betra. Svona gekk þetta heillengi. Þegar ég var um 10 ára dó hins vegar annar afi minn og ég man þegar ég áttaði mig á hvað hefði verið í gangi og hvað lægi að baki. Ég man ég horfði á fólk sem ég þekkti gráta í jarðarförinni og fatt­ aði þá sorgina sem lá að baki því þegar fólk yfirgaf þennan heim. Þá hætti ég að stunda jarðarfar­ irnar en notaði þær hins vegar allt fram á unglingsár sem afsak­ anir til þess að fá frí í skólanum. Þetta virkaði lengi vel. Þegar ég var í skóla var manni yfirleitt bara trúað. Það var ekki til Facebook og tæknin var ekki jafn rosaleg og í dag. Ef maður sagði við kennara að maður væri að fara í jarðarför þá var það bara ekkert mál og ég fékk frí. Framan af. Þegar ég var í síðasta bekk grunnskólans þá komst upp um mig. Leiðinleg­ asti kennari sem ég hef kynnst. Kerlingarherfa – sem gerði mér (og mörgum öðrum lífið leitt) og er eiginlega efni í nýjan pistil – kom upp um mig. Kerlingin var útsmognari en ég og í eitt skiptið þegar ég sagðist vera fara í jarðar­ för (en fór heim að horfa á sjón­ varpið) þá hringdi hún í mömmu og vottaði henni samúð sína. Mamma vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda kannaðist hún ekki við að neinn nátengdur sér hefði nýlega látist. Þetta varð til þess að ég hætti að þykjast mæta í jarðarfarir. Þegar ég þarf hins vegar að mæta í jarðarfarir þá er það það allra versta sem ég geri. Versta og erfiðasta sem maður lend­ ir í – óþægilega mikil áminn­ ing um hversu stutt bilið er milli lífs og dauða. Ég sit útgrátin all­ ar jarðarfarir sem ég fer í og ræð ekki við tárin. Ef það er til karma (eins og dónalegasta kona sem ég hef hitt á ævinni öskraði á mig í IKEA síðustu helgi og er líka efni í annan pistil, sagði) þá er þetta karma í sinni skýrustu mynd. n „Þegar ég var svona 10 ára gömul þá hafði ég farið í allavega 10 jarðarfarir. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Helgarpistill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.