Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 11
Fréttir 11Helgarblað 31. janúar 2014 Samfélagsmiðlar illa nýttir Gunnar Bragi Styrkleikar netsins nýttir Sem fyrr segir er utanríkisráðuneytið með mjög öfluga Facebook-síðu og sjálfur virðist Gunnar Bragi meðvit- aður um mikilvægi samfélagsmiðla. Hann setur reglulega inn efni á opinbera síðu sína en persónuleg síða hans finnst ekki við hefð- bundna leit á Facebook. Hann setur reglulega inn myndir, en er þó ekki nærri því jafn virkur og ráðuneytið sjálft. Myndirnar tengjast hins vegar störfum hans sem ráðherra og sjald- an koma inn persónulegar myndir frá honum. Ráðherrann er einnig á Twitter og þar birtast reglulega færslur frá honum. Yfirleitt er þar efni sem ekki er tengt Facebook og fer jafnvel ekki þangað inn. Því nýtir Gunnar Bragi styrkleika miðlanna og skiptir efninu upp eftir því hvar það passar best inn. Eygló: Óvirk á Twitter Eygló notar sína opinberu síðu lítið, líkt og Ragnheiður Elín, en þar hefur ekki komið inn ný færsla frá því í sept- ember á síðasta ári. Á opinberu síðunni stendur einnig að hún sé þingmaður og ritari Framsóknarflokksins en ekki ráðherra. Hún er hins vegar mjög virk á sinni persónulegu síðu og setur þar inn færslur sem eru öllum opnar og allir geta sett athugasemdir við. Aldrei líða margir dagar á milli færslna og stundum koma margir inn á hverjum degi. Eygló er á Twitter, en seint verður sagt að hún sé mjög virk þar. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Með rúmlega 1.700 aðdáendur á Facebook. Síð- an er að mestu notuð til þess að koma fréttum af heimasíðu ráðuneytisins á framfæri. Utanríkisráðuneyti Stendur sig best af ráðuneytum á Facebook, enda með flesta fylgjendur. Forsíðumyndin er skemmtileg og henni er regulega skipt út til að halda síðunni lifandi. Mennta- og menningarmálaráðuneyti Facebook-síðan er aðeins með 530 „Like" og lítið er lagt í forsíðumyndir. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 3. febrúar, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Karl Kvaran Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Kviknaði í Dengsa n Reyk lagði yfir nálæg hverfi n Börn sótt á leikskóla Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is A llar stöðvar slökkviliðsins í Reykjavík voru sendar í Dugguvog eftir að eldur kom upp í húsnæði aug­ lýsingaskiltagerðarinnar Dengsa í hádeginu á fimmtu­ dag. Eldurinn var talsvert mikill og breiddist hann hratt út. Slökkvilið náði tökum á eldinum en ljóst er að efri hæð byggingarinnar er gjör ónýt samkvæmt upplýsingum af vett­ vangi. Börn sótt á leikskóla Eigandi Dengsa var nýfarinn í mat þegar nágrannar urðu varir við eld og aðeins nokkrum mínútum síðar skíðlogaði í húsinu. Íbúum í nærliggjandi hverfum var sagt að halda sig inni og lagði mikinn reyk yfir nærliggjandi hverfi. „Allt hverf­ ið er á kafi í reyk,“ sagði einn íbúi í Vogahverfi í samtali við DV. Slökkvi­ liðið ráðlagði fólki að loka gluggum og hækka hitann inni hjá sér. Dagforeldrar í nágrenni við Dugguvog höfðu samband við for­ eldra og óskuðu eftir að börnin yrðu sótt sökum mengunar af völdum reyksins. Mikil vinna eftir Slökkviliðsmaður sem DV ræddi við upp úr tvö á fimmtudegi sagðist ekki geta tjáð sig um eldinn að svo komnu máli. „Við sem erum á stöðinni vitum voða lítið um hvað er í gangi þarna nema það sem við heyrum í talstöð­ inni.“ Hann sagði þó að búið væri að ráða niðurlögum eldsins en taldi þó að mikil vinna væri eftir. „Þótt það sé búið að kveða niður eldinn eru þeir í bullandi vinnu þarna,“ sagði slökkvi­ liðsmaður í samtali við DV. n Reykský Slökkviliðsmenn höfðu náð að kveða niður eldinn um tvö leytið en þó var talsverð vinna eftir. Mynd SigtRyggUR ARi Alelda Vegfarandi tók þessa mynd um svipað leyti og slökkviliðið mætti á svæðið. Mynd ÁRni HlynUR JónSSon gjörónýt Slökkviliðsmenn hlúa að nærstöddum. Mynd dV SigtRyggUR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.