Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 19
Helgarblað 31. janúar 2014 Fréttir 19 Þórólfur glímdi við geðklofa Ferill Þórólfs Ár Félag Leikir Mörk 1958–1961 KR 1961–1964 St. Mirren 80 25 1964–1966 Rangers 11 2 1966–1967 FC Rouen 7 1 1967 St. Louis Stars 11 2 Samtals 109 30 Þjálfun 1970 ÍBV n Örlaði á veikindum í landsliðsferð n Elskaði leikinn, en ekki frægðina þess að prjóna sig í gegnum stóra og stæðilega varnarmenn skosku knattspyrnunnar og ekki leið á löngu þangað til hann var kominn í dýrlingatölu af áhorfendum þar í landi. Árið 1962 komst St. Mirren, með Þórólf í broddi fylkingar, í úr­ slitaleik bikarkeppninnar þar sem þeir mættu stórliðinu Glasgow Rangers fyrir framan 127 þúsund manns á Hampden Park, þjóðarleik­ vangi Skota. Rangers vann tiltölu­ lega auðveldan sigur, 2–0, og veittu Þórólfur og félagar litla mótspyrnu. Svo mikill var munurinn á liðunum. Þegar Þórólfur minntist leiksins í samtali við Morgunblaðið hugs­ aði hann sérstaklega af hlýhug til þeirra Íslendinga sem gerðu sér ferð til Skotlands til þess eins að berja hann augum. Hógværðin ofar öllu. Þórólfur hélt áfram að skemmta áhorfendum og fékk gælunafnið „Love Street General“. Ári eftir úrslitaleik­ inn var hann útnefndur leik­ maður tímabilsins hjá St. Mirren og valinn í lið ársins í Skotlandi. Bresku blaða­ mönnunum varð orða vant þegar átti að lýsa snilli Þór­ ólfs, sem var orðinn svo þekktur að hann var eltur á röndum, hvert sem hann fór. Þórólfur var stjarna í Skotlandi og eftirsóknar­ verður af kvenfólki. Hann var hrókur alls fagnaðar í heim­ sóknum til Íslands í sumar­ fríum sínum, dansaði á skemmtistöðum og var vin­ margur. Fylgifiskur frægðar­ innar á Íslandi var sá að hann þurfti að hlusta á ýms­ ar kjaftasögur um skemmt­ analíf sitt sem reyndust fjarri sannleikanum. Skosk stúlka að nafni Caroline heillaði Þórólf upp úr skón­ um og trúlofuðust þau. Eftir tveggja ára samband slitu þau trúlofuninni og Þórólfur varð einn á ný. Jólagjöf til Rangers Vegna sambands síns við Caroline var Þórólfur tregur til að flytja frá Skotlandi. Fjöl­ mörg lið úr Evrópu höfðu haft spurnir af hæfileikum Þór­ ólfs og vildu ólm fá íslenska víkinginn í sitt lið. Í nóvember 1964 kom tilboð frá Glasgow Rangers upp á 20 þúsund pund í Þórólf sem St. Mirren sam­ þykkti. Þórólfur varð þriðji dýrasti knattspyrnumaður Skotlands og var fenginn til Rangers með það í huga að fylla skarð Skotans Jimmy Baxter sem hafði meiðst illa. Þórólfur hélt uppteknum hætti í höfuðborg Skotlands þar sem hann lék við hvern sinn fingur. Í fyrsta leik sínum fyrir félagið, á útivelli gegn Dundee United, lagði hann upp tvö mörk í 3–1 sigri. Viku síðar skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir troð­ fullum heimavelli Rangers, Ibrox, sem fagnaði honum eins og þjóðhetju. Áhangendur Rangers töldu Þórólf vera bestu jólagjöf sem hægt væri að hugsa sér. Þórólfur lék eins og engill út tímabilið í hinni víð­ frægu bláu treyju fé­ lagsins. Hann náði þó ekki að fylgja eft­ ir góðri byrjun sinni keppnistímabilið 1965–1966. Hann átti í vandræðum með að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu og kom ekki við sögu í 16 leikjum í röð. „Ég varð óþolinmóður og lét þetta fara í skapið á mér,“ sagði Þórólfur við Morgunblaðið. Þórólfur lék í eitt og hálft tímabil með Rangers, áður en hann fluttist á megin­ land Evrópu og lék með franska liðinu FC Rouen í hálft ár. Þrátt fyrir að standa í launa­ deilum við félagið lék hann svo vel að hann var valinn einn af ell­ efu bestu leikmönnum landsins. „Að lokum gafst ég alveg upp, fékk mig lausan og fór til St. Louis í Bandaríkjun­ um,“ sagði Þórólfur um Frakklandsdvöl­ ina í áðurnefndu við­ tali við Mannlíf. Sígur á ógæfuhliðina Vorið 1968 settist Þórólfur aftur að á Íslandi eftir tæplega átta ára veru hinum megin við höfin. Þar lá beinast við að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, KR, sem og hann gerði. „Við unnum að vísu Íslands­ mótið en ég var allur orðinn þyngri og ekki nema skugginn af sjálfum mér. Þó ég væri aðeins 28 ára fann ég ekki lengur til þeirrar gleði sem leikurinn hafði áður veitt mér.“ Þrítugur að aldri urðu straum­ hvörf í lífi Þórólfs. Hann fór að finna fyrir einkennum geðklofa, alvarlegum geðsjúkdómi sem fel­ ur í sér breytingu á hugsun, hegð­ un og tilfinningum. Raddir ómuðu í höfði Þórólfs og var hann stað­ inn að því að eiga í samræðum við sjálfan sig. Hermann Gunnarsson heitinn sagði frá því í ævisögu sinni þegar íslenska landsliðið var á keppn­ isferðalagi í Þrándheimi árið 1969 hafi örlað á veikindum Þór­ ólfs. „Þegar leggja átti af stað í skoðunarferð um borgina fyrir leikinn var Þórólf hvergi að finna. Um síðir höfðu menn upp á hon­ um í téðri dómkirkju – á spjalli við Jesú Krist.“ Hermann sagði jafn­ framt að borið hefði á veikindum Þórólfs veturinn áður. Þórólfur var fastamaður í landsliði Íslands í ára­ tug og í þeim 20 leikjum sem hann lék skoraði hann fjögur mörk. Þórólfur lokaði sig af. Maðurinn sem hafði verið stjarna á alþjóð­ legum vettvangi fyrir sjaldséða hæfileika átti sinn stærsta keppnis­ leik fyrir höndum – baráttuna við sjálfan sig. Hann kunni sjúkdómn­ um illa og gerði sér fulla grein fyrir þeirri stöðu sem hann var í. Þórólf­ ur hræddist umtalið. „Fyrst fólk gat gert sér mat úr danshúsaferðum mínum, hvað gat það þá sagt núna? Ég tók þetta svo nærri mér að ég gat ekki hugsað mér að láta nokkurn mann sjá mig,“ sagði Þórólfur sem lýsti baráttu sinni við Mannlíf. Sumarið 1970 tók Þórólfur að sér þjálfarastarf meistaraflokks karla í Vestmannaeyjum en sagði starfi sínu lausu að nokkrum mánuðum liðnum. Hann var of veikur til þess að vinna og var sjúklingur það sem eftir leið. Þórólfur lést 18. desember árið 1999, 59 ára að aldri. Þegar blaðamaður Mannlífs spurði Þórólf hvort hann hefði aldrei saknað frægðarinnar svaraði hann hógvær eins og hans var von og vísa: „Ég sakna kannski áranna en ekki frægðarinnar. Hún er ekki eftir­ sóknarverð. Ég lék ekki knattspyrnu til að verða frægur. Ég lék hana af því ég elskaði leikinn.“ n „Ég tók þetta svo nærri mér að ég gat ekki hugsað mér að láta nokkurn mann sjá mig. Eltur á röndum Þórólfur var bæði vinsæll af knattspyrnu­ áhangendum og kvenfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.