Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 31. janúar 201450 Menning Slagurinn um leikhúsin Þ að verða sviptivindar í leikhúslífi landans, en nýir leikhússtjórar setj- ast í stóla Borgarleik- húss og Þjóðleikhúss í ná- inni framtíð. Leit stendur yfir að hæfileikaríkri manneskju til að taka við blómlegu búi Borgarleik- húss af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem flytur sig um set í Efstaleiti. Þá verður staða Þjóðleikhússtjóra lík- lega auglýst með vorinu og ráðinn inn nýr í stað Tinnu á næsta leik- ári. Tinna mun einnig skila góðu búi og skilar hagnaði eftir erfiðan niðurskurð á krepputímum. DV hefur heimildir fyrir því að nú þegar hafi verið haft samband við nokkra þjóðþekkta aðila í leik- húslífinu og þeir spurðir um áhuga á starfinu og tók DV í því sambandi í góðu gamni saman lista yfir þá sem þykja líklegir til stórra afreka í stól leikhússtjóra. n n Magnús Geir og Tinna skila góðu búi n Jón Gnarr, Kristín, Þorleifur og Gísli Örn eru orðuð við stöðurnar Þorleifur er vonarstjarna leikhús- heimsins um þessar mundir og hefur feiknasterka sýn og ástríðu. Það er ekki hægt að líta hjá Þorleifi í leiðandi stöðu í leikhúsheimin- um. Til þess er hann of hæfileik- aríkur. Þorleifur hefur á skömm- um tíma náð árangri og athygli sem leikstjóri erlendis og hlotið tilnefningar og viðurkenningar. Hér á landi vakti hann athygli fyrir uppfærslu sína á Englum alheims- ins í Þjóðleikhúsinu. Öruggt er að Þorleifi er veitt athygli af stjórn- um beggja leikhúsanna hvort sem hans tími er nú eða seinna. Gengi hans sem leikstjóra er slíkt að ekki er víst að hann vilji festa sig í stjórnunarstöðu. Þorleifur nam við hinn virta leikhússkóla Ernst Busch í Berlín og útskrifaðist þaðan 2008. Eldhuginn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Eins og Ólafur hefur Unnur Ösp sýnt að henni eru allir vegir færir. Henni er treyst, er fagmanneskja og óhrædd við krefjandi verkefni. Hún er sjálfstæð og efni í sterkan leiðtoga. Hún er sögð eldhugi ur Ösp hefur verið í fylkingarbrjósti Fiðrildaviku UN Women og er einn verndara samtakanna. Hún útskrif- aðist frá leiklistardeild Listahá- skóla Íslands 2002 og hefur síðan þá starfað við leikhús og kvik- myndir, sem framleiðandi, leikari og leikstjóri. Hún framleiddi og leikstýrði kvikmyndinni Reykja- vík Guesthouse – rent a bike, leik- stýrði dansmyndinni While the Cat's Away og var höfundur og leikari í heimildarleikhúsverk- inu Venjuleg kona? sem sýnt var í Nýlistasafninu. Hún leikstýrði Fólkinu í blokkinni og söngleikn- um Footloose í Borgarleikhúsinu. Unnur Ösp er nú fastráðin leik- kona við Borgarleikhúsið. Gísli Örn og Rakel Garðarsbörn eru nefnd í einni og sömu andránni sem öflugt teymi í stjórn leikhússins. Heyrst hefur að nú þegar hafi verið haft samband við Gísla Örn til að kanna áhuga hans á stól leikhússtjóra í Borgarleik- húsinu. Hann hefur þó svo mikið á sinni könnu með Vesturporti að ólíklegt þykir að honum hugnist að beina kröftum sínum annað. Ekki má vanmeta Rakel Garðarsdóttur, systur Gísla og framkvæmdastjóra Vesturports. Rakel er geysiöflug markaðsmanneskja og tekst iðu- lega með jákvæðum hætti að mala gull úr viðfangsefnum sínum. Rakel hefur nýtt allan aukreitis tíma sinn til góðgerðastarfa á liðn- um misserum og þótt fengur yrði að henni í Borgarleikhúsið er útlit fyrir að hún verði upptekin við að leiðrétta karmahlutföll heimsins á næstunni. Baráttukonan: Kolbrún Halldórsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir sótti um stöðu útvarpsstjóra en hlaut ekki. Hæfileikar hennar í stjórn- unarstöðu í leikhúsi eru hins vegar óumdeildir. Hún þykir einstaklega skemmtileg í sam- starfi. Mannvinur, frjáls í fasi en ákveðin. Hún er forseti BÍL, Bandalags íslenskra listamanna, og fyrrver- andi alþingiskona og ráðherra fyrir Vinstri græn. Þá er hún for- maður stjórnar Leikminjasafns Íslands og hefur setið í for- mennsku ECA, Evrópuráðs listamanna. Hún er baráttukona að upplagi, hefur víðtæka þekk- ingu á leikhúsinu og þykir væn- leg í stól Þjóðleikhússtjóra. Spíran: Una Þorleifsdóttir leikstjóri Una Þorleifsdóttir er ein sú allra hæfileikaríkasta í leikhúsheiminum um þessar mundir. Hún útskrifaðist sem leikstjóri frá Royal Holloway, University of London árið 2004 en hafði áður stundað nám í leikhús- fræðum og list við Goldsmiths Colle- ge, University of London. Hún starfar sem lektor í sviðslist- um við leiklistar- og dansdeild LHÍ. Una stýrði Harmsögu í Þjóðleikhús- inu í vetur en helstu leikstjórnarver- kefni hennar eru fyrir utan það: Nú er himneska sumarið komið eftir Sigtrygg Magnason, sem var sýnt á Árbæjarsafni 2013, Óraland (sam- sköpunarverk unnið í samvinnu við Jón Atla Jónasson og útskriftarnem- endur LHÍ) í Nemendaleikhúsi LHÍ 2012, Bráðum hata ég þig eftir Sig- trygg Magnason, í Nemendaleikhúsi LHÍ 2010, og Gengið á vit sögunnar í samvinnu við START ART og Lista- hátíð í Reykjavík 2009. Eins og Unnur og Ólafur gæti tími Unu verið seinna. En hann mun koma! Ástríki leiðtoginn: Katrín Hall Katrín Hall hætti sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins eftir sextán ára farsælt starf. Henni tókst að gera Íslenska dansflokk- inn að virtum nútímadansflokki og kom honum á kortið með seiglu og útsjónarsemi. Hún var alla tíð óumdeild í starfi, var sterkur leið- togi og fylgin sér. Hún bar traust til starfsmanna sinna sem fylgdu henni óhikað og gátu eflt ástríðu sína. Katrín er alin upp í leikhúsinu í gegnum ballettinn. Einhverjir nefna að hún hafi ekki þekkingu eða sýn á heim leikhússins en aðrir benda á að ballettlistin sé hluti af leikhúsinu og árangur hennar sé gott veganesti í stól Borgarleikhússtjóra. Vonarstjarnan: Þorleifur Arnarsson Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Stjórn Borgarleikhússins n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður n Eggert Benedikt Guðmundsson, varaformaður n Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, ritari n Ármann Jakobsson n Hilmar Oddsson Fagmaður: Hilmar Jónsson Hilmar Jónsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Hann starfaði sem leikari við Þjóðleikhúsið en árið 1995 stofnaði hann ásamt öðrum Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvöru. Síðan þá hefur hann einkum sinnt leikstjórn og stjórnað Hafnarfjarðarleik- húsinu. Hann hefur nú leikstýrt hátt í þrjátíu leiksýningum, einkum hjá Hafnarfjarðarleik- húsinu, en einnig hjá Þjóð- leikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Nemendaleikhúsinu og á Norð- urlöndum. Hilmar sótti um stöðu Þjóðleikhússtjóra árið 2009 en laut í lægra haldi fyr- ir Tinnu Gunnlaugsdóttur. Þá þótti hann af yngri kynslóð um- sækjenda en ef til vill er hans tími runninn upp nú árið 2014. Gullsystkinin: Gísli Örn Garðarsson og Rakel Garðarsdóttir Þjóðleikhúsráð llugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur skipað nýtt ráð. Ráðið skipa Ingimundur Sigfússon formaður, Herdís Þórðardóttir varaformaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir en þau þrjú eru skipuð án tilnefningar. Randver Þorláksson er tilnefndur af Félagi íslenskra leikara og Agnar Jón Egilsson af Félagi leikstjóra á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.