Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 14
Helgarblað 31. janúar 201414 Fréttir
„Þau voru fallegt par“
A
llt sem að þér viljið að aðr
ir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra,“
var mottó Skarphéðins
Andra Kristjánssonar
Barðsnes. Hann hafði fengið sér
húðflúr með sömu ritningargrein
og lifði eftir þessari hugsjón. Skarp
héðinn Andri lést á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi á mið
vikudag. Hann hafði þá barist fyr
ir lífi sínu eftir bílslys í Norðurárdal
fyrr í janúar. Slysið varð á Vestur
landsvegi í Norðurárdal við Forna
hvamm sunnudaginn 12. janúar.
Í slysinu lést kærasta
Skarphéðins Andra til nokkurra
mánaða, Anna Jóna Sigurbjörns
dóttir. Hún var sextán ára þegar hún
lést, en Skarphéðinn Andri átján.
Þau voru á leið á Sauðárkrók þar
sem þau stunduðu bæði nám við
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
og Anna Jóna bjó ásamt fjölskyldu
sinni. Skarphéðinn bjó á heimavist
skólans. Þar lagði Anna Jóna stund
á nám á málabraut en hafði hugsað
sér að fara í snyrtifræði í kjölfarið.
Skarphéðinn lagði stund á nám við
málmsmíðadeild skólans og ætlaði
sér að verða vélstjóri. Þau kynntu
st í haust og byrjuðu að vera saman.
Alltaf brosandi, alltaf kát
„Mér fannst vinir hennar og fjöl
skylda lýsa henni mjög vel í minn
ingargreinunum,“ segir Sigurbjörn
Björnsson um dóttur sína. Í minn
ingargreinunum má lesa mikla
hlýju í garð Önnu Jónu og henni er
lýst sem glaðværri ungri konu sem
átti auðvelt með að eignast vini og
ræktaði sambandið við bæði vini
og fjölskyldu vel. „Alltaf þegar ver
ið var að tala um hana var talað um
að hún væri alltaf hress, alltaf kát,
alltaf brosandi og tilbúin að gera
eitthvað fyrir aðra. Bróðir minn
sagði við mig að auðvitað væri það
kannski klisja að segja svona, en
að í þessu tilfelli þá væri það engin
klisja. Þannig væri henni rétt lýst,“
segir Sigurbjörn. „Hún átti mjög
gott með að gefa af sér og var yfir
leitt brosandi og skemmtileg.“ Hún
hóf nám í fjölbrautaskólanum í
haust og stefndi á snyrtifræði í kjöl
farið. Draumurinn var líka að fara
sem skiptinemi í nám. „Hún vildi
líka að verða skiptinemi og vildi
fara og læra betri spænsku. Við vor
um byrjuð að horfa í kringum okkur
með það,“ segir hann.
Vinmargur
Skarphéðinn Andri var vinmargur,
hlýr og góður drengur að sögn
vina hans og vandamanna. Í þeirra
huga er varla hægt að draga það
saman hvaða persónu hann hafði
að geyma. „Hann var fjörkálf
ur og ofboðslega mikil félagsvera.
Það var alltaf margt fólk í kring
um hann,“ segir Steinunn Rósa
Einarsdóttir um son sinn. „Hann
gerði ekkert alltaf allt rétt, en frá
upphafi var hann algjört gull þessi
drengur,“ segir Steinunn. „Hann
var mjög hreinskiptinn. Hann mátti
aldrei sjá neitt aumt. Hann var til
dæmis alltaf að passa mig og spyrja:
„mamma er ekki allt í lagi?““ seg
ir Steinunn. Skarphéðinn Andri
stóð þétt við bak vina sinna og var
afar fús til að aðstoða þá ef þá bar af
leið. Hann bað jafnvel foreldra sína
um að taka þátt ef svo bar undir og
reyndist félögum sínum vel að sögn
foreldra hans.
Slysið
Slysið varð sem áður sagði í Norður
árdal rétt við Fornahvamm. Skarp
héðinn Andri var ökumaður bif
reiðar sem lenti í árekstri við
flutningabifreið sem kom úr gagn
stæðri átt. Tildrög slyssins eru enn
ekki að fullu ljós. Ökumann og far
þega flutningabifreiðarinnar sakaði
ekki. Anna Jóna lést í slysinu, en
Skarphéðinn var fluttur alvarlega
slasaður til Reykjavíkur.
Á gjörgæslu
Skarphéðinn var á gjörgæsludeild
og reglulega bárust af því fréttir að
honum væri haldið sofandi enda
var hann enn í lífshættu. Móðir hans
sendi þó vinum og vandamönnum
þeirra reglulega fréttir af líðan hans
og notaði samfélagsmiðilinn Face
book til að ná til sem flestra. Það
þýddi að vinir þeirra, sérstaklega
Önnu Jónu og Skarphéðins, fengu
reglulegar fréttir af líðan hans og
gátu fylgst með hvernig gekk að
eiga við áverkana sem Skarphéðinn
fékk í slysinu. Reynt var að minnka
þrýsting við heila hans með því að
losa um vökva og læknar reyndu að
halda ástandi hans stöðugu. For
eldrar hans skiptust á að sitja hjá
honum, en að auki komu margir til
að heimsækja þau á spítalann. „Við
vorum þarna eiginlega á vöktum
við pabbi hans. Hann var þar yfir
daginn og ég yfir nóttina. Svo komu
margir gestir sem vildu fylgjast með
honum. Þetta var mikil bið og þetta
var ekki auðvelt. Við héldum alltaf í
vonina,“ segir hún.
Á mánudag var fjölskyldunni tjáð
að ástand Skarphéðins væri mjög
alvarlegt og þau, fjölskyldan, voru
undirbúin undir að allt færi á versta
n Samfélag í sorg eftir andlát ungmenna n Byrjuðu saman í haust n Vinmörg og vinsæl
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
„Alltaf hress, alltaf
kát, alltaf brosandi.
Hamingjusöm Þau Anna Jóna og
Skarphéðinn byrjuðu að draga sig saman í
haust. Skarphéðinn deildi því með mömmu
sinni að hann væri eiginlega bæði ástfanginn
af Skagafirði, en einnig Önnu Jónu.