Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 31. janúar 201424 Fréttir Erlent
Írska ríkið skaðabótaskylt
Louise O'Keefe varð fyrir kynferðisofbeldi í kaþólskum skóla á áttunda áratug síðustu aldar
M
annréttindadómstóll Evr
ópu hefur komist að þeirri
niðurstöðu að írska ríkið
sé skaðabótaskylt vegna
konu sem sætti kynferðis
ofbeldis af hálfu kennara í kaþólsk
um skóla á áttunda áratug síðustu
aldar. Skólinn sem um ræðir var
ríkis rekinn en írskir dómstólar höfðu
ítrekað komist að þeirri niðurstöðu
að ríkið sem slíkt gæti ekki borið
ábyrgð á ofbeldinu sem konan varð
fyrir.
Konan sem um ræðir heitir Lou
ise O'Keefe og er 49 ára. Hún stund
aði nám við Dunderrow National
skólann í Corksýslu á áttunda
áratugnum þar sem kennari og jafn
framt skólastjóri skólans, Leo Hickey,
beitti hana kynferðisofbeldi. Foreldr
ar barna í skólanum höfðu tilkynnt
yfir völdum að grunur léki á að börn
væru beitt ofbeldi í skólanum. Þeim
tilkynningum var hins vegar aldrei
komið áfram til lögreglu og var það
sérstaklega gagnrýnt í niðurstöðu
Mannréttindadómstólsins.
Áratugir liðu áður en málið kom
fram í dagsljósið, en árið 1998 var
Hickey loks dæmur í fangelsi fyrir
brot gegn 21 fyrrverandi nemanda.
Hlaut hann þriggja ára fangelsis
dóm.
Mannréttindadómstóll Evrópu
dæmdi írska ríkið til að greiða
O'Keefe 4,7 milljónir króna í skaða
bætur og 13,4 milljónir króna til að
standa straum af kostnaði við málið
fyrir dómstólum.
O'Keefe sagði í samtali við fjöl
miðla, eftir að niðurstaðan var
kynnt, að niðurstaðan væri sigur
fyrir öll írsk börn. Kallaði hún jafn
framt eftir því að írska ríkið gerði
meira til að vernda börn gegn kyn
ferðisofbeldi. n
Vann málið O'Keefe fékk
greiddar tæpar fimm milljónir
króna í bætur vegna ofbeldis-
ins sem hún varð fyrir.
Sættir sig ekki við
að dóttirin sé lesbía
Vellauðugur kaupsýslumaður býður milljarða þeim sem getur „snúið“ dóttur hans
Þ
að er fullt af frábærum
karlmönnum til, en þeir
eru bara ekki fyrir mig,“
segir Gigi Chao, dóttir vell
auðugs kínversks kaup
sýslumanns. Það vakti talsverða
athygli árið 2012 þegar faðir Gigi,
Cecil Chao, hét hverjum þeim
karlmanni sem gæti unnið hjarta
dóttur hans rúma þrjá milljarða
króna. Staðreyndin er hins vegar
sú að Gigi er samkynhneigð og alls
ekkert fyrir karlmenn. Fjölmargir
áhugasamir karlmenn settu sig í
samband en Gigi varð ekki hagg
að. Í síðustu viku tvöfaldaði Cecil,
sem er einn ríkasti maður Hong
Kong, upphæðina sem hann var
tilbúinn að greiða.
20 þúsund lýstu áhuga
Gigi, sem er 35 ára, virðist vera
búin að fá sig fullsadda af af
skiptasemi föður síns því á mið
vikudag birtu tvö dagblöð í Hong
Kong opið bréf frá Gigi til föður
hennar. Í bréfinu biður Gigi föður
sinn um að sætta sig við að hún sé
samkynhneigð og enginn muni fá
því breytt. Gigi hefur verið í sam
bandi með stúlku að nafni Sean
Eav, en þær gengu að eiga hvor
aðra á borgaralegan hátt í Par
ís í Frakklandi árið 2012. Það var
einmitt sú ákvörðun sem varð til
þess að Cecil ákvað að bjóða fúlg
ur fjár þeim sem tækist að „snúa“
dóttur hans, ef svo má segja. Sam
kvæmt kínverskum fjölmiðlum
lýstu tuttugu þúsund karlmenn
yfir áhuga sínum á Gigi. Áhuginn
er engu minni eftir nýjasta boðið
og hafa mýmargir karlmenn reynt
að setja sig í samband við Gigi.
Sofið hjá 10 þúsund konum
Í viðtali við Financial Times í jan
úar í fyrra sagði Cecil að sá sem
myndi vinna hjarta dóttur sinnar
þyrfti ekki að hafa neinar fjárhags
legar áhyggjur í framtíðinni. Þessi
77 ára Kínverji sem á meðal annars
stórt fasteignafyrirtæki, þyk
ir, eðli málsins samkvæmt, nokk
uð umdeildur og lýsti hann því til
að mynda yfir í viðtalinu að hann
hefði sofið hjá tíu þúsund konum á
lífsleiðinni. „Ég hef aldrei talið, en
það er ekki svo fjarri lagi. Ég elska
að lifa frjálsu og hamingjuríku lífi,“
sagði Cecil. Honum virðist ekki
vera jafn umhugað um að dóttir
hans fái að njóta sömu hamingju.
Tilbúin að fyrirgefa
Í bréfinu sem birt var í vikunni
segir Gigi að hún muni ávallt elska
föður sinn, en nú sé mál að linni.
„Ég mun alltaf fyrirgefa þér fyrir
að framkvæma það sem þú fram
kvæmir, því ég veit að þú berð
hagsmuni mína fyrir brjósti.“ Hún
sagðist jafnframt miður sín yfir
dómhörku fólks, en margir hafa
gagnrýnt föður hennar harðlega.
„Sem dóttir þín, vil ég þér allt það
besta. En væntingar þínar um mig
og hver ég er í raun og veru fara
ekki saman.“
Í bréfinu bætti Gigi við að hún
vænti þess ekki að kona henn
ar, Eav, og hann yrðu bestu vinir,
„… en það myndi skipta mig öllu
ef þú værir ekki svona hræddur
við hana og myndir koma fram við
hana eins og venjulega og virðu
lega konu. Mér þykir fyrir því að
hafa látið þig halda að ástæða þess
að ég ákvað að vera með konu
hafi verið skortur á karlmönnum í
Hong Kong,“ segir Gigi í bréfinu. n
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Ástfangnar Cecil og Eav gengu að eiga hvor aðra í Frakklandi árið 2012. Gigi segist eiga þá
ósk heitasta að faðir hennar komi vel fram við Eav.
„Sem dóttir þín,
vil ég þér allt
það besta. En væntingar
þínar um mig og hver ég
er í raun og veru fara ekki
saman.
Afskiptasamur Gigi virðist
vera búin að fá sig fullsadda
af afskiptasemi föður síns.
Hún skrifaði opið bréf til hans
í vikunni sem birtist í tveimur
blöðum í Hong Kong.
Leiddist í
ellinni og
stal úr búðum
Sjötíu og sex ára bresk kona,
June Humphreys, hefur verið
dæmd í eins mánaðar skilorðs
bundið fangelsi þar í landi fyrir
fjölmarga þjófnaði yfir fjögurra
ára tímabil. Málið er nokkuð
athyglisvert enda sagði konan
fyrir dómi að henni hafi leiðst í
ellinni og því ákveðið að stela úr
búðum. Stal hún meðal annars
úr verslanakeðjunni Iceland og
barnafötum úr versluninni BHS.
Jane, sem er langamma, má
ekki brjóta af sér næsta árið. Ef
hún gerir það verður hún send í
grjótið í einn mánuð.
Frakkar ekki
lengur efstir
Kínverjar hafa skotið Frökkum
af toppnum yfir þær þjóðir sem
neyta mest af rauðvíni. Þetta
kemur fram í niðurstöðum rann
sóknar breska fyrirtækisins
International Wine and Spirits
Research. Eftirspurn eftir rauð
víni hefur aukist mikið í Kína á
undanförnum árum, eða um 136
prósent frá árinu 2008. Á sama
tíma hefur eftirspurnin eftir
rauðvíni í Frakklandi minnkað.
Árið 2013 neyttu Kínverjar 1,87
milljarða flaskna, en 80 prósent
þess voru framleidd í Kína. Eftir
spurn eftir innfluttu rauðvíni í
þessu fjölmennasta ríki heims
virðist þó vera að aukast sem
ætti að kæta Frakka sem eru
sú þjóð sem framleiðir mest af
rauðvíni í heiminum.
Þaulskipulagður
þjófnaður
Dómstóll á Englandi hefur dæmt
fjóra menn sem allir störfuðu í
verksmiðju bílaframleiðandans
Nissan í Washington á Englandi
í fangelsi. Mennirnir voru sak
felldir fyrir þaulskipulagðan
þjófnað á staðsetningartækjum
og öðrum aukabúnaði sem ætl
aður var í bíla fyrirtækisins. Alls
var um 350 staðsetningartæki
að ræða sem mennirnir seldu
síðan á eBay. Heildarverðmæti
þýfisins sem mennirnir seldu er
talið vera um ein milljón punda,
190 milljónir króna. Þyngsta
dóminn hlaut Stephen Ganley,
fimm ára fangelsi.