Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 31. janúar 201442 Lífsstíll Lawrence áfram hjá Dior? Miklar vangaveltur eru nú yfir því hvort bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence hafi verið boð­ ið að skrifa undir nýjan samning við Dior um að vera andlit fyrir­ tækisins næstu þrjú árin. Þetta hefur ekki fengist staðfest hjá hátískuhúsinu en afar háværar raddir hafa heyrst vegna þessa upp á síðkastið. Lawrence var valin andlit Dior í október 2012, eftir að Raf Simons, yfirhönnuð­ ur merkisins, varð mikill aðdá­ andi Óskarsverðlaunaleikkon­ unnar, og hefur hún iðulega sést í hönnun Dior á rauða dreglinum síðan, meðal annars þegar hún datt eftirminnilega á leiðinni upp á sviðið á Óskars­ verðlaunahátíð síðasta árs. Blekblettir á fingrum Nýsjálenska söngkonan Lorde vakti mikla athygli á Grammy­ verðlaununum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag. Þessi unga og efnilega söngkona tók sinn þekktasta slagara, Royals, og þótti afar smekkleg á sviðinu, en hún klæddist hvítri skyrtu og víðum, svörtum buxum auk þess sem hún skartaði dökkfjólublá­ um varalit. Það sem vakti þó helst athygli við útlit söngkonunnar voru neglur hennar, en í stað þess að skarta hefðbundnu nagla­ lakki var engu líkara en söngkon­ an hefði dýft puttunum í blek. Þannig var fremsti hluti fingr­ anna þakinn dökkum lit, langt út fyrir sjálfar neglurnar, og er þetta nokkuð sem lítið hefur sést af áður. Ætli þetta verði nýjasta æðið í naglatískunni eða munu blekneglurnar verða eitt af eins­ tökum tískufyrirbrigðum Lorde? Appelsínugular varir og náttúruleg húð Léttur farði og sólarpúður nauðsynlegt fyrir sumarið E lísabet Ormslev er tvítugur förðunarfræðingur hjá MAC. Hún starfar hjá MAC í Kringlunni og tekur auk þess að sér að farða fólk fyrir hin ýmsu tækifæri en Elísabet spáir mikið í förðunartískuna og lumar á ýmsum góðum ráðum. Blaðamaður DV hafði samband við Elísabetu og spurði hana út í förðunartískuna fyrir vorið og sumarið auk þess sem hún deilir nokkrum góðum förðun­ arráðum og sínum uppáhaldsvör­ um með lesendum. Hvernig verður förðunartískan í vor og sumar? „Appelsínugulur varalitur verður áberandi í vor. Sérstaklega rauðir með appelsínugulum undirtón, hef séð mikið af því nýlega. Einnig mjög ljósir berjatónar. Náttúruleg húð, lítið um sólarpúður; meira hugsað um að hún sé mjög fersk og ljóm­ andi. Á sumrin eru bjartir varalitir í öllum regnbogans litum alltaf mjög sterkur leikur. Gyllt húð og brún­ ir tónar eru líka mjög áberandi fyr­ ir sumarið 2014 svo ég mæli með að fólk fjárfesti í góðum „bronzer“ sem hentar húðlit hvers og eins.“ Eitthvað nýtt sem er að koma sterkt inn núna? „Það er mjög áhugavert að fylgjast með dökku varalitunum koma þegar fer að hausta. Þeir eru alltaf mjög viðeigandi á þessum árstíma og haldast í tísku alveg fram á sum­ ar; dökkrauðir og fjólubláir eru í uppáhaldi hjá flestum sem þora en ég hef mest tekið eftir að dökkir brúnir tónar eru að koma mjög skemmtilega á óvart.“ Hvaða vörur er nauðsynlegt að eignast fyrir sumarið? „Ég mæli með að eiga góðan létt­ an farða, eins og til dæmis Face and Body frá MAC og/eða Prep+Prime BB­kremið, einnig, eins og fyrr var nefnt, að eiga fallegt sólarpúð­ ur sem hentar húðlit hvers og eins. Ég mæli með að fólk láti prófa á sér áður en það kaupir „bronzer“ svo að það sé örugglega ekki of appel­ sínugult.“ Hvað er mikilvægt að hafa í huga í sambandi við fallega förðun? „Fyrst og fremst ber að hafa í huga að undirbúa andlitið fyrir förðun­ ina. Að nota gott rakakrem og/eða „serum“ til þess að húðin haldist fersk undir öllu því sem fer á húð­ ina, svo sem farði og púður. Góðir burstar finnst mér einnig vera lykil­ atriði í fallegri förðun. Það er ekki vitlaust að fjárfesta í einum mjög góðum bursta, í farða til dæmis get­ ur góður bursti skipt sköpum varð­ andi útlit húðarinnar.“ Hvað er nauðsynlegt að hafa í snyrtibuddunni? „Rakakrem, góðan hylj­ ara, púður, varasalva og varalit eða gloss, kinnalit, maskara og eitthvað í auga­ brúnirnar. Þetta er allavega eitt­ hvað sem ég gæti ekki verið án fyrir mitt litla líf!“ Hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir í sambandi við förðun? „Of mikill og dökkur farði/púður er oftast efst á listanum hvað varð­ ar förðunarmistök. Ég mæli alltaf frekar með því að finna lit sem fellur nákvæmlega við þinn húð­ lit þannig að það myndist ekki skil við kjálka eða háls, af því að maður getur alltaf sett smá kinnalit eða sólar­ púður í kinnarnar til að gefa andlitinu aft­ ur smá líf.“ Lumar þú á ein- hverjum góð- um ráðum? „Já, persónu­ lega finnst mér þessar svoköll­ uðu „förðunarreglur“ sjaldan eiga við. Það eru vissulega til hentugri aðferðir við sumt en það má allt. Það fer aðal­ lega eftir því hvernig þú út­ færir það. Það má alveg vera með bláan augnskugga við bleikar varir, það má alveg vera með „smokey eye“ um augun og með dökkan vara­ lit. Förðun er list, eins og að mála málverk á striga, nema í stað strigans kemur and­ lit. Það getur bara verið töff og skemmtilegt að fara út fyrir reglukass­ ann og prófa hluti sem ein­ hver sagði þér áður að væru „bannaðir“, það gæti komið þér skemmtilega á óvart!“ Hverjar eru þínar uppá- haldsvörur? „Mineralize Moisture SPF 15­farðinn frá MAC er í miklu upp­ áhaldi og er eiginlega búinn að vera það síð­ an hann kom á markað snemma í fyrra. High Impact­maskar­ inn frá Clinique fattar augnhárin mín svo vel að ég get ekki hætt að nota hann. Studio Fix­maskarinn frá MAC er líka himnasending. Warm Soul­ kinnaliturinn frá MAC klikkar aldrei og Prep+Prime Lip Primer er nauðsynlegur í mitt líf þar sem að hann lætur alla varalitina mína endast helmingi lengur og kemur í veg fyrir að þeir smitist út í fínar línur í kringum var­ irnar.“ n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Það er mjög áhugavert að fylgjast með dökku varalitunum koma þegar fer að hausta. Clinique High Impact Mascara MAC Face and Body Mineralize Moisture Foundation Appelsínugular varir Elísabet segir appelsínugulan varalit verða áberandi í vor. Hvorki of dökkt né ljóst Elísabet segir mikilvægt að velja farða í réttum lit. Dökkur varalitur Dökkir varalitir hafa verið heitir undanfarið. Náttúruleg húð Fersk og ljómandi húð verður málið í sumar. Prep+Prime Lip Primer Elísabet Ormslev Elísabet segir að allt sé leyfilegt í förðun. Victoria og tískan Búið að opinbera fyrstu stikluna úr væntanlegri heimildamynd kryddpíunnar fyrrverandi; Victor­ iu Beckham. Myndin ber nafnið Five Years: The Victoria Beckham Fashion Story og í myndinni opn­ ar hún sig um það hvernig hún fór frá því að vera kryddpía yfir í fata­ hönnunarbransann. „Ég hef alltaf elskað tísku og ég var barn sem horfði á móður mína taka sig til og hugsaði: Vá, þú lítur ótrúlega vel út. Mig dreymdi alltaf um að hanna mína eigin línu,“ segir hún í stiklunni fyrir myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.