Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Side 20
Helgarblað 28. febrúar 201420 Fréttir Erlent Svívirðileg brot læknis Kanadískur svæfingalæknir, Ge­ orge Doodnaught, hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 21 konu. Kon­ urnar sem Doodnaught braut gegn voru sjúklingar hans. Þær voru með meðvitund þegar brotin voru framin en gátu ekki spornað við brotunum vegna lyfja sem Doodnaught gaf þeim. Hann var sakfelldur fyrir að kyssa, þukla og neyða konurnar til munnmaka. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili, eða allt til ársins 2010 þegar Dood­ naught var rekinn úr starfi. Verjandi Doodnaught sagði að lyfin sem konunum var gefið hefðu valdið því að þær upplifðu ofskynjanir. Óháður sérfræðingur staðfesti það fyrir dómi, en það dugði ekki til. Saksóknarar bentu á að Doodnaught væri reyndur svæfingalæknir og hann hefði tímasett brot sín nákvæmlega svo aðrir starfsmenn – hjúkrunar­ fræðingar og skurðlæknar meðal annars – sæju ekki til hans. Heimsmet í víndrykkju Íbúar í Vatíkaninu í Rómaborg á Ítalíu eru heimsmethafar í vín­ drykkju. Íbúar þar drekka að að meðaltali 74 lítra af víni á hverju ári, eða 105 flöskur. Þetta er næst­ um helmingi meira magn en íbú­ ar Ítalíu drekka að meðaltali á ári hverju. Það sem kann að skýra þessa útkomu er að íbúar Vatí­ kansins eru fáir, eða um 800 tals­ ins. Flestir íbúar þar eru karlar, yfirleitt vel menntaðir og komnir yfir miðjan aldur, ef svo má segja. Þá spilar það inn í að vín er ódýrt í Vatíkaninu og nánast tollfrjálst. Kvörtun Breivik vísað frá Lögreglan í Noregi segir að enginn fótur sé fyrir ásökunum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik um að aðstæður í fangelsinu þar sem hann afplánar lífstíðardóm séu óbærilegar. Brei­ vik lagði fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Noregs í jan­ úar 2013 þar sem hann sagði með­ al annars hann mætti í raun sæta pyntingum. Ekkert væri við að vera í fangelsinu, hann sætti ítrek­ að líkamsleit og mætti ekki tjá sig. Lögreglan tilkynnti í vikunni að enginn fótur væri fyrir ásökunun­ um og ekki yrði brugðist við þeim. Lögmaður Breivik sagði við AFP­ fréttastofuna að ákvörðunin hefði ekki komið skjólstæðingi sínum á óvart. „En það virðist vera sem lögreglan hafi ekki viljað rannsaka málið til hlítar,“ sagði hann. Trúboðar bak við glæpavæðinguna n Samkynhneigð bönnuð í Úganda n „Lagalegur grundvöllur fyrir fordóma“ F orseti Úganda, Yoweri Museveni, skrifaði á mánu­ dag undir lög sem fela í sér glæpavæðingu samkyn­ hneigðar, en lögin voru sam­ þykkt á úgandska þinginu 20. des­ ember í fyrra eftir að frumvarpið var fyrst sett fram árið 2009. Þyngsti dómur sem hægt er að fá vegna samkynhneigðar í Úganda er lífs­ tíðarfangelsi en í fyrstu kváðu lögin á um að dauðarefsingu skyldi beitt. Spurningin hvort samkyn­ hneigð sé meðfædd eða val fólks ræður miklu um viðhorf í landinu og hefur verið lögð rík áhersla að finna „sannanir“ í þeim efnum. Í viðtali við bandarísku sjónvarps­ stöðina CNN á mánudag sagði Museveni að kynferðisleg hegðun væri val og að samkynhneigt fólk væri „ógeðslegt“. Museveni veitti hóp af úgöndskum vísindamönn­ um ríkisstjórnarinnar umboð til þess að rannsaka hvort samkyn­ hneigð væri „lærð“ og komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að samkynhneigð væri val. „Áður fyrr leit ég á samkynhneigð sem með­ fætt vandamál, erfðafræðilega brenglun, það voru mín rök. En nú hafa vísindamennirnir okkar úti­ lokað þá skýringu,“ sagði forsetinn meðal annars í viðtalinu. Var forsetinn spurður hvort honum líkaði persónulega illa við samkynhneigða. „Auðvitað, þeir eru ógeðslegir. Það sem þeir gera er hræðilegt og ógeðslegt, en ég var tilbúinn til þess að hundsa það ef það fyndust sannanir fyrir því að fólk fæddist svoleiðis en núna er engin sönnun til staðar.“ Trúboðar frá Bandaríkjunum áhrifavaldar Konráð Guðjónsson kom heim til Íslands í janúar eftir að hafa dval­ ið í fimm mánuði í Úganda, en þar af var hann í fjóra mánuði í starfsnámi hjá Þróunarsamvinnu­ stofnun í Kampala. Konráð vann einnig sem sjálfboðaliði í þrjá mánuði í Úganda árið 2009 á veg­ um Alþjóðlegra ungmennaskipta auk þess sem hann hefur ferðast um landið og um lönd í Austur­Afr­ íku. Konráð skrifar nú meistararit­ gerð sína í hagfræði við háskólann í Warwick í Englandi. DV ræddi við Konráð á dögunum um upplifun hans á aðstæðum samkynhneigðra í Úganda, Konráð segir það hafa komið sér á óvart að forsetinn hefði sam­ þykkt lögin. „Einhvern veginn er búið að koma þeirri hugmynd að að samkynhneigð sé ekki afrísk og að samkynhneigð sem slík sé flutt þarna inn.“ Nefnir Konráð í því samhengi sterka hreyfingu evangelískra trúboða frá Banda­ ríkjunum sem boðað hafa þá trú í Úganda um árabil að samkyn­ hneigð sé synd. Víða hefur verið fjallað um trúboðana í Úganda og áróður þeirra gegn samkynhneigð. Heimildamyndin God Loves Ug­ anda eftir Roger Ross Williams kom út árið 2013 en hún fjallar um tengsl á milli evangelískra trú­ boða í Bandaríkjunum og Úganda. Í myndinni, sem hefur unnið til fjölda verðlauna, er gefið í skyn að áhrif trúboðanna í Úganda séu ástæðan á bak við glæpavæðingu samkynhneigðar í landinu. „Lagalegur grundvöllur fyrir fordóma“ Aðspurður hvort Konráð telji líklegt að lögunum verði fylgt hart eftir segir hann að það verði örugglega eitthvað takmarkað, miðað við hvernig lögum er fylgt eftir yfirleitt í landinu. „Það sem er verst í þessu er að þarna er kominn lagalegur grundvöllur fyrir fordóma og fyrir því að samkynhneigðir séu annars flokks borgarar, þarna er búið að festa það svo hryllilega í sessi. Það sem gerðist til dæmis um leið og lögin voru samþykkt í þinginu, þá urðu einhverjir fyrir aðkasti, sem var orðrómur um að væru samkyn­ hneigðir, án þess að löggan kæmi nálægt því og án þess að það væri búið að samþykkja þessi lög.“ Söfnunarátak Samtakanna '78 og Amnesty International Samtökin '78 og Íslandsdeild Am­ nesty International, ásamt tóm­ stunda­ og félagsmálafræðinemum við Háskóla Íslands, hófu í vikunni söfnunarátak til þess að styðja við hinsegin fólk í Úganda á erfiðum tímum í baráttu þess. Verndari átaksins eru Jóhanna Sigurðar­ dóttir, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, og Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður. Þá verða haldnir styrktartónleikar í Hörpu þann 6. mars þar sem fram koma Hinsegin kórinn, Sigga Beinteins og Stjórnin, Páll Óskar og Retro Stefson, en allur ágóði rennur óskiptur til hinsegin fólks í Úganda. n „Einhvern veginn er búið að koma þeirri hugmynd að að samkyn- hneigð sé ekki afrísk og að samkynhneigð sem slík sé flutt þarna inn. Yoweri Museveni Forseti Úganda skrifar undir lög sem glæpa- væða samkynhneigð í landinu. Þyngsti dómur er dauðarefsing. MYnd ReuTeRS Fögnuður Presturinn Martin Ssempa (fyrir miðju) leiðir hóp andstæðinga samkynhneigð- ar þar sem þeir fagna eftir að forseti Úganda, Yoweri Museveni, samþykkti lög á mánudag sem kveða á um harðar refsingar vegna samkynhneigðar. MYnd ReuTeRS erla Karlsdóttir erlak@dv.is Konráð Guðjónsson Er nýkominn heim úr starfsnámi hjá Þróunarsamvinnustofnun í Kampala í Úganda. Konráð segir það vera verst að nú sé kominn lagalegur grundvöllur fyrir því að samkynhneigðir séu annars flokks borgarar. MYnd úR eInKASAFnI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.