Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Page 22
Helgarblað 28. febrúar 201422 Fréttir Erlent 46 sjálfsvíg á Golden Gate Að minnsta kosti 46 einstaklingar frömdu sjálfsvíg í fyrra með því að stökkva fram af Golden Gate- brúnni í San Francisco. Þetta er mesti fjöldi á einu ári frá því að brúin var opnuð árið 1937, að því er fram kemur í frétt San Francisco Chronicle. Nokkur ár eru liðin síðan borgaryfir- völd í San Francsico samþykktu að öryggisgirðing yrði sett upp á brúnni. Framkvæmdirnar hafa hins vegar tafist ótæpilega þar sem 45 milljónir dala, rúma fimm milljarða króna, vantar til að standa straum af kostnaðinum. Þá hefur það verið gagnrýnt harð- lega að á þessu ári stendur til að gera endurbætur á brúnni til að minnka líkur á umferðarslysum. Kostnaðurinn við það verkefni nemur 26 milljónum dala, tæp- um þremur milljörðum króna. Hafa gagnrýnendur bent á það að aðeins einn hafi látist í umferðar- slysi á brúnni á síðustu 15 árum. Á sama tíma hafa nokkur hund- ruð manns endað líf sitt með því að kasta sér fram af brúnni. n Hörmulegt ástand í Yarmouk í Sýrlandi n Innlyksa íbúar í sárri neyð Í Yarmouk-flóttamannabúðun- um í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands, blasir ekkert við nema algjör eyðilegging og neyð þeirra þúsunda íbúa sem þar búa. Harðir bardagar hafa geisað í og kringum flóttamannabúðirn- ar undanfarnar vikur og mánuði og hefur matur og nauðsynleg lyf verið af afar skornum skammti um langt skeið. Lyce Doucet, frétta- maður BBC, heimsótti flótta- mannabúðirnar á dögunum og er ekki hægt að segja annað en að ástandið þar sé ömurlegt. Setið um búðirnar Yarmouk- flóttamannabúðirnar voru opnaðar árið 1948 fyrir Palestínumenn vegna átakanna við Ísrael. Talið er að íbúar þar hafi verið í kringum 150 þúsund þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út árið 2011. Áður en átök- in brutust út bjuggu ekki einung- is Palestínumenn, eða afkom- endur þeirra, í Yarmouk heldur einnig sýrlenskar fjölskyldur og var Yarmouk í raun eins konar út- hverfi í Damaskus frekar en flótta- mannabúðir í þeim skilningi. Fyrst um sinn var allt með kyrrum kjör- um í Yarmouk þótt átök væru víða í Sýrlandi. Árið 2012 ruddust vopn- aðir uppreisnarmenn inn í búð- irnar og í kjölfarið flúðu tugir þús- unda íbúa búðirnar. Talið er að undanfarna átta mánuði hafi tutt- ugu þúsund manns verið innlyksa í Yarmouk, enda hefur sýrlenski herinn setið um búðirnar og fá afar fáir að fara inn eða út. Fólk mótmælir Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu (UNRWA) fékk loks aðgang að Yarmouk þann 18. janúar síðastliðinn og höfðu íbúar þá verið án matvæla- eða lyfjaaðstoðar svo mánuðum skipti. Samkomulag milli uppreisnar- manna og sýrlenskra stjórnvalda fól í sér að UNRWA fengi aðgang og hafa íbúar síðan þá fengið takmark- að magn af matvælum og lyfjum. En betur má ef duga skal og seg- ir Doucet að fjölmargir íbúa virðist vannærðir og illa haldnir. „Við höf- um aðallega borðað jurtir og krydd undanfarnar vikur,“ sagði einn íbúi í samtali við BBC. Annar, hin sextuga Wafiqa, grátbað blaðamann um að- stoð. „Gerðu það, gerðu það, taktu okkur með þér. Við erum að deyja hérna.“ Doucet lýsir því í grein sinni sem birtist á vef BBC í vikunni að fyrir aftan hana hafi þúsundir íbúa troðist við öryggishlið UNRWA í þeirri veiku von að fá matvælaað- stoð. Eftirspurnin er meiri en fram- boðið og ekki allir sem fá þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Þennan dag var 60 matvælapökkum útdeilt til íbúa og hefur það hleypt illu blóði í íbúa Yarmouk hversu lítið aðstoð- in er. Fólk hefur látið í sér heyra og mótmælt fyrirkomulaginu. „Ekki lengur í helvíti“ Filippo Grandi er yfirmaður UN- RWA og ávarpaði hann íbúa Yarmouk daginn sem BBC kom í heimsókn. „Við höfum ekki gleymt ykkur, heimurinn hefur ekki gleymt ykkur. Við vonumst til að ná til allra ef stríðandi fylkingar leyfa okkur það.“ Grandi segist þó þakklátur fyrir það að UNRWA hafi fengið aðgang og þó aðstoðin sé lítil sé verið að bjarga mannslífum. „Það er mikil vinna framundan en þetta samkomulag sýnir að það er vilji til að bæta úr hlutunum hjá öllum aðilum.“ Þegar Doucet yfirgaf Yarmouk var henni litið um öxl. Hún lýsti því að fyrir aftan hana hafi verið hin sextuga Wafiqa sem virðist hafa tekist að yfirgefa búðirnar, lík- lega með aðstoð skyldmennis með réttu tengslin. „Ég er ekki lengur í helvíti. Núna þarf ég ekki að borða gras lengur,“ segir hún. n „Við erum að Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Eyðilegging Þar sem áður var rótgróið íbúðahverfi fyrir flótta- menn frá Palestínu er nú ein rjúkandi rúst. Beðið eftir aðstoð Íbúar Yarmouk fara í röð á hverjum degi og bíða eftir aðstoð. Því miður hafa ekki allir fengið þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Grátbað um hjálp Wafiqa grátbað um aðstoð og hefur nú yfirgefið Yarmouk. Ekki gleymdir Filippo Grandi ávarpaði íbúa Yarmouk og sagði að heimurinn væri ekki búinn að gleyma þeim. deyja hérna“26 dæmdir til dauða Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 26 einstaklinga til dauða, en allir voru þeir ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðju- verk. Samkvæmt ákæru tilheyrðu mennirnir hryðjuverkahópi og var markmið hans meðal annars að gera árásir á skip á leið um Suez- skurðinn. Aðeins eru örfáir dagar síðan Ibrahim Mahlab, nýr forsætis- ráðherra Egyptlands, tilkynnti að hryðjuverkastarfsemi yrði upprætt með öllum tiltækum ráðum. Virð- ist þetta vera fyrsta skrefið í þá átt. Rokkari réð leigumorðingja Tim Lambesis, söngvari banda- rísku rokksveitarinnar As I Lay Dying, hefur játað að hafa ráðið leigumorðingja til að koma fyrr- verandi eiginkonu sinni fyrir kattarnef. Lambesis spurði einka- þjálfara í apríl í fyrra hvort hann gæti fundið einhvern sem væri til í að myrða fyrrverandi eiginkonu sína, en hún sótti um skilnað við hann árið 2012. Í kjölfarið setti maður sig í samband við Lambesis og sagðist vera reiðubúinn að taka verkið að sér. Lambesis var grun- laus um að maðurinn sem um ræddi var lögregluþjónn. Dómur í málinu verður kveðinn upp 2. maí næstkomandi og gæti Lambesis átt yfir höfði sér níu ára fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.