Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Page 26
Helgarblað 28. febrúar 201426 Umræða Þ ar kom að því. Eftir níu mánaða upphitun, og al- menna sátt um þrætu- hvíld í samfélaginu, ákvað stjórnin loks að láta Leið- réttinguna ganga yfir fleira en hús- næðislán. Nú á líka að leiðrétta Seðlabankann og kúrsinn á Brüs- sel. Eins og alla grunaði en allir ótt- uðust. Athygli vöktu strategískar tímasetningar þessara tíðinda. Þeim fyrri var varpað út klukkan tíu á föstudagskvöldi, þeim síðari rétt fyrir kvöldfréttir föstudaginn á eft- ir, en samkvæmt PR-fræðum munu föstudagskvöld vera besti tíminn til að tilkynna slæm tíðindi. Á meðan landinn liggur afvelta yfir sjón- varpi eða ölæðir um miðborgina í makaleit er upplagt að skipta um Seðlabankastjóra eða skrúfa fyr- ir möguleikann á evru handa þeim börnum sem getin verða þá nóttina. Daginn eftir vaknar fólk svo við að illt er búið og gert, og lítið við því að segja, nema hvað Bjarni Ben þarf aðspurður að humma það fram af sér og hálfbera hlutina til baka, „ekkert er enn ákveðið í þeim efn- um“. Viku síðar kemur svo í ljós að jú, allt var löngu ákveðið og Eyjan hans Sigmundar hafði rétt fyrir sér. Menn eru greinilega ekki mjög stoltir af verkum sínum þegar þeir þurfa að læðast út með þau á föstudagskvöldi. Með því viður- kennir jafnvel stjórnin sjálf hversu ömurleg málin eru. Bjarni sleikir ben En Bjarni Ben virðist alltaf einni viku á eftir. Það er langur tími í póli- tík. Og tíkin sú er minnug eins og fíll. Því sem þú lofar henni að vori getur þú ekki svikið á þorra, án þess að hún bíti þig fast í afturendann. Bitið var óvenju slæmt að þessu sinni, þar sem þungavigtarmaður sigaði að auki tíkinni. Bjarni reynir að sleikja það ben en á erfitt með að ná alla leið þótt tunga hans sé orðin vel löng eftir vikuna. Eftir nokkurra daga mokstur komu sjónvarps- menn svo loks niður á viðtöl frá því fyrir kosningar við fólk sem nú er ráðherrar. Þá kom í ljós að Illugi, Hanna Birna og Ragnheiður Elín höfðu sagt nákvæmlega það sama og Bjarni og því svikið nákvæmlega það sama og hann, svo úr varð póli- tískt fjöldasjálfsmorð í beinni. Stundum eru stjórnmálin eitt „æ, whatever“. „LÍÚSERAR“ En þetta var það sem þurfti til, auk kostulegs viðtals við forsætisráð- herra á Sunnudagsmorgni. Fólk hafði sýnt nýju stjórninni hæfilega þolinmæði og nú fylltist Austur- völlur auðveldlega. Allt var orðið eins og það á að vera. Vond hægri stjórn að gera vonda hluti sem „góða“ vinstrifólkið fær að mót- mæla. Verst bara hvað við höfum gaman af því. Það mátti nefnilega skynja vissan fagnaðaranda á vell- inum, á þessari 5 ára „reunion“ búsáhaldabyltingar, allt var komið í fastar skorður: Ungir og gamlir, kunningjar og kinkvinir, gátu sam- einast gegn svikastjórn. „Þetta er eins og dansleikur,“ sagði skáldkona á meðan ímyndunarglaðir lista- menn sáu svarta reykjarstróka stíga til lofts „eins og í Kænugarði“. Eitur- klár glæsikona hafði skrifað orðið „LÍÚSERAR“ með tússlit á gamlan tölvupappír og samstundis kvikn- aði kvikmyndasena í huga hvers og eins: Gunnar Bragi að skjótast á leynifund hjá Voldemort, með síma frá Vodafone. Það var áður en hann varð sjálfur valdsmaður og fékk nýtt lúkk í samræmi við það: Nú virðist hann búinn að mastera sjálfan sig í hlutverk vonda kallsins í næstu Bond-mynd, talar sína bjöguðu ensku út um búlgaríuskeggið um leið og hann hvessir augun út um rússnesk hátískugleraugun, eins og framsækinn Kasaki, umvafinn ung- um og fögrum aðstoðarmönnum af kvenkyni, en svartur bíll útá stæði, með sofandi bílstjóra. Það er ekki auðvelt að sjá út úr svo þykku gervi og einbeita sér að einföldum hlutum eins og því að skrifa þingsályktunartillögur. Því fór sem fór, ráðherrann missti sig aðeins og þurfti að biðjast afsök- unar á aðdróttunum sem fylgdu til- lögu, lofar að endurskrifa. Í gömlukallasleik En burtséð frá skagfirskum glanna virðist stjórnin mönnuð ungu fólki í gömlukallaleik og samkvæmt gárungum mun það senn á leið í gömlukallasleik. Davíð Oddsson verður víst lagður inn í Landsvirkj- un, sem þarf þá væntanlega að hætta að gera upp í evrum, þannig að bókhaldið hrynur um leið og sá ágæti maður drepur þar inn fæti, rétt eins og síðasta stofnun gerði um leið og hann steig út úr henni, og svo er Geir H. Haarde ýmist sagður á leið í Seðlabankann (!!!) eða Sendiherrann. Verður þá sjálf- sagt einhverjum vitnað í Grettis- sögu og tekur undir með Þorkeli í Gervidal er hann var beðinn að taka vandræðagripinn Gretti heim á bæ: „Komið þér ekki þeim kassa á mig.“ En því miður verður svo að vera. Þeir voru margir kassarnir sem söfnuðust upp á fjórum árum vinstri stjórnar, og nú þarf að koma þeim öllum fyrir. Verst hvað það gengur hægt. Eftir vinstri stjórnina héldum við nefnilega að við fengj- um ekta hægri stjórn en fengum þá bara hægari stjórn. Sigmund- ur er ekki sami verkmaðurinn og Jóhanna sem alltaf var mætt á und- an húsverði og fór síðust heim, fyrsti ráðherra sögunnar sem þurfti að læra dyrakóðann í stjórnarráð- inu. Vinstri stjórnin var með verk- áætlun og tókst hið ómögulega, að koma okkur svo hratt frá Hruni að í lok kjörtímabilsins var það nán- ast gleymt. Sem því miður varð svo til þess að fólkið kaus bólublásturs- flokkana á ný. Frakkar atvinnulífsins Hægari stjórnin er að gera menn gráhærða. Forstjórar fremstu fyrir- tækja landsins lýsa ýmist vonbrigð- um eða „eru í áfalli“. Og atvinnulífið sem átti von á marglofaðri „inn- spýtingu“ og „aðgerðum“ strax er mætt með búsáhaldaliðinu niður á Austurvöll. Innan um úlpuklædd- ar byltingarkonur standa reffilegir herramenn á frökkum atvinnulífs- ins, með vonarsvik í augum. „Þeirra fólk“ á ráðherrabekkjunum ætlar ekkert að gera fyrir þá eins og það hefur þegar gert fyrir LÍÚ, Kaupfé- lag Skagfirðinga og alla gömlu kass- ana. Eins og í kvikmyndabransanum fá sponsorarnir fyrstir sitt til baka, og sægreifarnir sem borguðu kosn- ingabaráttuna uppskáru strax í sumar með lækkun veiðigjalda. Leynifundir LÍÚ með tilvonandi ráðherrum voru fljótir að bera ár- angur. KS og kassarnir fá sitt von bráðar. Rúblur og dollarabúðir Því nú á endanlega að loka á evruna til handa almenningi og festa tvö- falda hagkerfið í sessi, þar sem helstu fyrirtæki fá að gera upp í evr- um en launafólkið fær aðeins greitt og má aðeins skulda í krónum. Þar sem sægreifarnir fá helmingi meira fyrir aflann, þökk sé krónufalli, en almenningur þarf að greiða helm- ingi meira fyrir húsnæðið, þökk sé krónufalli. Fyrirmyndin virðist sótt í gamla sovétið þar sem elítan fékk að versla með dollurum í dollara- búðum en alþýðan gerði sér rúbl- ur og slotí að góðu. Hægari stjórnin virðist nefnilega á köflum næstum kommúnísk. Hún skipar ekki að- eins pólitískt útvarpsráð og hótar enn meiri niðurskurði ef menn hætta ekki að segja vitlausa hluti í útvarpið, heldur rekur hún líka helming starfsmanna RÚV uns að- eins ein er rödd eftir. Að hlusta á ríkisröddina Helga P. lesa allar aug- lýsingar, tilkynningar, jólakveðjur og dagskrárkynningar desember- mánaðar einn og óstuddur lét manni líða eins og í alræðisríki. „Er ekki verið að brjóta vökulög á manninum?“ spurði mágur minn á Facebook. Hin íslenska Sarah Palin Hægari stjórnin er hæg í raun- tíma en feykir okkur hratt til fortíð- ar. Foringjar hennar virðast enda vera af kynslóð föður míns, segj- ast stoltir aldrei hafa eldað máltíð „nema ommilettu“ (sorrý pabbi), upphefja „þjóðmenningu“ í bland við þjóðrembu, tala um fullveldi og breyta rödd sinni í ryðgað sixtís- gjallarhorn í hvert sinn sem tal þeirra berst að útlenskum ostum og Evrópusambandinu, tala þá eins og út úr miðju Þorskastríði eða kannski eins og þorskar í stríði. „Í Evrópu ríkir hungursneyð! Þjóð- irnar svelta heilu hungri!“ Það er lítt gaman að búa við stjórn sem flaggar hroka sínum og fáfræði við hvert mögulegt tækifæri og leyfir vígreifum vitleysumethöfum eins og Vigdísi Hauksdóttur, hinni ís- lensku Söru Palin, að blómstra á sínum vegum. Vigdís ætti að fá vel borgað frá Stöð 2 sem etur henni á foraðið annan hvern sunnudag í von um hækkandi áhorf. „Hvaða vitleysu skyldu hún segja núna?“ spyr fólkið og bíður spennt við skjá- inn. Að flóðin í Englandi séu á veg- um Evrópusambandsins? Framgöngu Vigdísar, með endurteknum hótunum hennar um ritskoðun á þeim sem ekki eru sam- mála henni, í bland við hleypidóma, hroka og fáfræði, mætti ef til vill tengja við tabú orð en ætli nýyrðið „flasismi“ eigi þó ekki betur við. Halldór Ásgrímsson í níu eintökum Annað virðist einnig samkvæmt forræðisuppskrift úr gömlu stríði, gömlu alþýðulýðveldi. Forsætis- ráðherra fagnar fyrstu mánuðum í embætti með því að útdeila millj- ónum til kjósenda í eigin kjördæmi. Frosti hans reddar góðum vinum í MP-banka skattaafslætti en bætir ríkissjóðseigendum tapið með því að segja okkur þá sögu í mörg- um mismunandi útgáfum, ríku- lega skreytta. Útálandiráðherrann stendur sinn þunga vörð um forn- fálegt landbúnaðarkerfi. Hann leyf- ir vildarvinum að brugga bjór upp úr fimm ára gömlum hvalssaur, af því hann er íslenskur, en bann- ar innflutning á ferskum geitosti, af því hann er útlenskur. Sér þó í gegnum fingur sér með írskt smjör af því eftir stutta athöfn með Sr. Guðna Ágústssyni var það orðið vígt smjör. Utanríkisráðherra fer að úkraínsku fordæmi og vill loka á tengsl við Evrópu um ókomin ár, þótt meirihluti þjóðar vilji ann- að. Innanríkisráðherra gerir flótta- mann grunsamlegan á minnisblaði og lekur í fjölmiðla, svarar svo með andlitsgrímu af Nixon eftir það. Hún virðist þó vera að gera eitthvað á meðan iðnaðarráðherra segir bara náttúrupass. Það er eins og allir ráðherrarnir hafi breyst í Halldór Ásgríms- son um leið og þeir gengu inn í stjórnar ráðið. Sjálfsagt mun þá stutt í að fólk fari að útdeila eignum og gæðum ríkisins í rétta kassa. Eina von okkar er verklag hægari stjórnarinnar, en hún vinnur sem kunnugt er undir slagorðinu: „Róa sig.“ n Hægari stjórnin „Það er eins og allir ráð- herrarnir hafi breyst í Halldór Ásgrímsson „Úr varð pólitískt fjöldasjálfs- morð í beinni Hallgrímur Helgason skrifar Kjallari m y n d Sig tR y g g u R A R i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.