Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2014, Blaðsíða 28
Helgarblað 28. febrúar 201428 Fólk Viðtal
Heimsótti
pabba í
fangelsið
„Ég hef alltaf haft þörf fyrir leggja mitt á vogarskálarnar í að gera heiminn
betri,“ segir Líf Magneudóttir, stjórnmálamaður, grunnskólakennari
og móðir. Líf skipar annað sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík en
hún varð undir með einu atkvæði fyrir Sóleyju Tómasdóttur á valfundi
hreyfingarinnar fyrir skemmstu. Blaðamaður hitti Líf og ræddi við hana
um frjálslega uppeldið, föðurinn sem hún kynntist á fullorðinsárum og
lífið sem fjögurra barna móðir í Vesturbænum.
L
íf er mætt á kaffihús við
gömlu höfnina. Líf má að
sönnu kalla sigurvegara eftir
árangurinn á nýafstöðnum
valfundi Vinstri grænna enda
var hún hársbreidd frá því að verða
oddviti flokksins í Reykjavík. Að
eins einu atkvæði munaði á henni
og mótframbjóðanda hennar, Sól
eyju Tómasdóttur, en þær tókust
hressilega á um forystuna. Að bar
áttunni lokinni segir Líf ekkert ann
að í stöðunni en að þær stilli saman
strengina.
Engin illindi
„Það hefur alltaf farið vel á með okk
ur Sóleyju. Mér finnst sjálfsagt að
flokksmenn hafi val. Það komu líka
margir að máli við mig og lýstu þeirri
skoðun sinni að það væri ótækt að
halda forval þar sem einungis einn
frambjóðandi væri um fyrsta sætið.
Það var því ekki vegna einhverra
illinda á milli okkar Sóleyjar sem
ég gaf kost á mér í fyrsta sæti. Ég
hef metnað til þess að gera vel fyr
ir Reykvíkinga og vil gjarnan geta
helgað mig því,“ segir Líf.
„Núna erum við Sóley ásamt
fleirum að undirbúa okkur fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar og það
hefur engan skugga borið á okkar
samstarf þó við höfum verið keppi
nautar um fyrsta sætið. Þvert á móti
hefur samstarf okkar gengið vel.
Listinn liggur enn ekki fyrir en mér
líst vel á niðurstöðu valfundarins og
ég held að við eigum eftir að bjóða
fram fjölbreyttan og kraftmikinn
lista sem höfðar til flestra kjósenda
í komandi kosningum.“
Áfellisdómur yfir meirihlutanum
Um núverandi meirihluta Besta
flokks og Samfylkingar segir Líf:
„Meirihlutinn í borginni saman
stendur eiginlega af tveimur krata
flokkum. Annar þeirra þykist
reyndar ekki hafa neinar afgerandi
skoðanir og mér finnst hafa gætt
ákveðins afstöðuleysis í mörgum
mikilvægum ákvörðunum á kjör
tímabilinu. Það er engan veginn
ljóst á hvaða vegferð meirihlutinn
hefur verið í fjölmörgum málum.
Við sjáum til að mynda að pöntuð er
skýrsla um stjórnsýslu Reykjavíkur
borgar sem er að mörgu leyti áfell
isdómur yfir meirihlutanum. Eft
ir að skýrslan var kynnt hefur hins
vegar lítið verið gert með hana. Mér
finnst þetta eiga við um fleira. Það er
mikil vægt að stjórnmálamenn hafi
hugmyndafræði og framtíðarsýn.
Það er þeirra að taka ákvörðun um
næstu skref og hvert skal stefnt og
það má ekki vera gert í tómarúmi.“
Skoðanaskipti eru heilbrigð
Líf situr í skóla og frístundaráði fyr
ir Vinstri græna, en skólamál standa
henni nærri. Hún er sein til fundar
við blaðamann því þennan dag sat
hún fund sem dróst á langinn í áður
nefndu ráði. Vanalega fer hún um
borgina á gömlu, ryðguðu hjóli en
í dag skildi hún það eftir heima og
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sá
aumur á henni og skutlaði henni á
áfangastað. Líf tekur það fram að þó
stjórnmálamenn karpi og geti rifist
um smásmugulegustu hluti þá séu
þeir nú samt flestir ágætis félagar og
eigi í eðlilegum samskiptum svona
þegar fundum er slitið.
„Reyndar þekki ég marga í
borgar stjórn og fagráðum borgar
innar frá fornu fari. Ég hef verið í alls
konar störfum og hef kynnst mörg
um í gegnum tíðina og auðvitað er
það öðruvísi að eiga samskipti við
fólk á hinum pólitíska vettvangi en
annars staðar. En eins og í lífinu
sjálfu þá eru skoðanaskipti heil
brigð og mikilvæg og það þarf að
vanda til þeirra. Það er mikilvægt að
stjórnmálamenn geri það rétt eins
og aðrir.“
Alin upp við kröpp kjör
Vinir og vandamenn segja Líf með
afbrigðum skilningsríka. Það kemur
enda á daginn að æska hennar hef
ur bæði hert hana og gert hana víð
sýna. Hún hefur sterka löngun til að
bæta félagslegan veruleika fólks og á
auðvelt með að setja sig í spor þeirra
sem hafa ólíkan bakgrunn en hún
sjálf. Líf er fædd í Kaupmannahöfn
en flutti rúmlega þriggja mánaða
gömul til Íslands. Hún bjó lengst af
í Skerjafirðinum, í næsta nágrenni
við flugvöllinn, nánar tiltekið í Garði
við Reykjavíkurveg. Á þessum tíma
glímdu margar íslenskar fjölskyldur
við kröpp kjör eftir verðbólgu. Móðir
Lífar hafði misst allt í verðbólgunni,
var einstæð og bjó við lítinn félags
legan stuðning. Þó Líf hafi ekki alltaf
átt áhyggjulausa æsku naut hún ör
yggis og traustrar vináttu móður
sinnar, Magneu J. Matthíasdóttur,
rithöfundar og þýðanda.
Einstæðar mæður litnar hornauga
„Það var ekki sami stuðningurinn
þá og í dag. Mamma var alla tíð dug
leg en við vorum oft blankar,“ segir
Líf er hún rifjar upp æskuárin.
„Ég fékk til dæmis ekki plast
skóna sem voru í tísku á þess
um tíma, en ég gerði ekki miklar
kröfur. Ég var alltaf voðalega ánægð
með allt sem ég fékk og mig skorti
aldrei neitt. Í minningunni var líka
alltaf grænmetissúpa í matinn og
heimalagað brauð með smjöri. Við
mamma erum nánar. Hún er mín
hjartans vinkona og ég hef alla tíð
getað leitað til hennar. Einstæðar
mæður voru oft litnar hornauga á
þessum tíma og plastpokamennirn
ir svokölluðu sátu um þær, en við
plumuðum okkur ágætlega saman,“
segir Líf og brosir út í annað, en með
plastpokamönnunum á hún við
menn sem flökkuðu á milli kvenna
með ekkert nema plastpoka með
fötum í til skiptanna.
Frelsi í Skerjafirði
Lífið í Skerjafirðinum snerist heldur
ekki um nýjustu tísku af plastskóm.
Á þeim tíma var Skerjafjörðurinn
eins og sveit.
„Við vorum úti alla daga í leikjum
og ýmsum uppátækjum enda hverf
ið krökkt af krökkum á öllum aldri
og allt iðaði af lífi. Þá var Skerjafjörð
urinn lítið byggður og náttúran var
allt í kring. Vatnsmýrin og sjávar
síðan, hóllinn og „Stóra tún“ – þar
sem matjurtagarðarnir eru nú. Við
lékum okkur í Einni krónu til mið
nættis og foreldrar og börn voru
áhyggjulaus í vernduðu umhverfi
þar sem allir þekktust. Ég upplifði
mikið frelsi í Skerjafirðinum. Við
læstum til dæmis aldrei dyrunum
að íbúðinni okkar.“
Bjuggu í kommúnu
Foreldrar Lífar voru hippar og hún er
alin upp í anda 68kynslóðarinnar.
Stundum bjó hún nánast í kommúnu
og vandist því að umgangast margt
fólk og misjafnt. Undir niðri þráði
hún þó alltaf ósköp venjulegt líf jafn
aldra sinna, eðlilegar langanir barns
sem vill ekki skera sig úr hópnum.
„Ég fékk frjálslegt uppeldi,“ segir
Líf, þegar talið berst að uppeldinu.
„Ég kem náttúrlega af þessari
68kynslóð og átti hippa fyrir for
eldra. Og ég er þakklát mömmu
minni fyrir að hafa aldrei þvingað
mig inn í einhvern ramma. Hún
horfir á börn eins og fræ; við vitum
ekkert hvernig blóm þau verða en
við þurfum alltaf að gefa þeim atlæti,
örvun, ást og umhyggju svo þau geti
sprottið og orðið þessi blóm sem
þeim er ætlað. Og kannski er það
þess vegna sem ég er femínisti. Ég
vil að við höfum frelsi til að vera eins
og við erum og þurfum ekki að haga
okkur eftir fyrirframgefnum hug
myndum um kynin eða einhverjum
staðalímyndum,“ segir Líf.
„Stundum bjuggum við í komm
únu. Til dæmis bjuggu systkini
mömmu hjá okkur um tíma og
heimilið var alltaf mjög líflegt, það
var alltaf fullt af fólki. Annars man ég
voða lítið eftir þessari hippakomm
únu í Rosengade í Kaupmannhöfn
því ég var bara ungbarn. Ég var líka
mikið hjá ömmu og afa því mamma
var lengi ein með mig og þurfti að
vinna mikið og var oft á næturvökt
um. Þannig að það hefur alltaf verið
margt fólk í kringum mig. Ég er því
vön að geta talað við alla og um allt.“
Skondnar æskuminningar
Líf á skondnar minningar um æsku
sína. Á meðan foreldrar í Vestur
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
„Hvað
ef hann
hefði drepið sig
í neyslunni?
„Einstæðar mæður
voru oft litnar
hornauga á þessum tíma
og plastpokamennirnir
svokölluðu sátu um þær.