Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Síða 16
Helgarblað 28.–31. mars 201416 Fréttir Þ etta eru bara börn sem vill- ast út í þennan heim og áður en þau vita af hafa þau sogast inn í hann og það er ekki alltaf auðvelt að komast til baka,“ segir einn við- mælenda DV um hin svokölluðu „týndu börn“ eins og þau eru oft kölluð þegar lýst er eftir þeim í fjöl- miðlum. Börnin eru yfirleitt á aldr- inum 14–17 ára, sum yngri og sum eldri. Nánast vikulega er auglýst eftir ungmennum í fjölmiðlum og sumum oftar en einu sinni. Flest eiga týndu börnin það sammerkt að hafa villst af réttri braut á einn eða annan hátt. Oft eru þetta börn sem hefur gengið illa að passa inn í með öðrum börnum, hafa átt erfitt á skólagöngunni, eiga við félagsleg vandamál að stríða eða koma frá brotnum fjölskyldum. DV hefur talað við fjölmörg ungmenni sem teljast til týndu barnanna, aðstand- endur þeirra og fólk sem þekkir til þeirra raunveruleika. Hann er allt annað en fagur og börnin leiðast oft hratt út á brautir sem erfitt er að snúa af. Týndu börnin „Þetta er rosalega fjölþætt vanda- mál, börnin strjúka og vilja ekki finnast. Foreldrarnir vita oft hvar þau eru en í mörgum tilfellum eru þau inni hjá eldra fólki sem hjálp- ar til við að fela þau. Þessar ungu stelpur, allt frá 12 ára aldri eru hjá miklu eldri mönnum sem útvega þeim eiturlyf og þær verða fljótt háðar,“ segir viðmælandi DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Hún er móðir fíkils, ungrar stelpu sem lengi hefur háð baráttu við vímu- efni. „Þessum ungu krökkum finnst þetta spennandi. Þetta eru oft krakkar sem hafa átt erfitt og þarna finna þau sig. Það er staðreynd að það eru eldri menn sem leita í þess- ar ungu stelpur, nota sér þær og henda þeim í burtu fyrir nýjar eft- ir nokkra mánuði. Þá eru þær oft orðnar ansi langt leiddar og hætt- ar að vera jafn spennandi í þeirra huga.“ Byrja mjög ung Sum þessara „týndu barna“ fara mjög ung út í harðan heim fíkni- efnanna. Þegar þau reyna svo að snúa til baka vantar oft mikið upp á félagslegan þroska þar sem þau hafa ekki gengið í skóla og kannski lítið eða ekkert unnið. „Þau eru oft í mjög slæmum málum því þau hafa verið lokuð af í svo langan tíma. Inni í heimi sem er ólíkur raunveruleikanum. Hafa hírst í dópheimi þar sem ríkja allt önnur lögmál og gildi en í „raunveruleik- anum“. Það þarf að hjálpa þessum börnum að læra á lífið upp á nýtt. Þetta eru ekki skítugu börnin henn- ar Evu, þetta eru okkar börn og það þarf að hjálpa þeim,“ segir móðir fíkils. Eftirlýst og alveg sama Það er yfirleitt alltaf brugðið á það sem lokaráð að auglýsa eftir þess- um börnum í fjölmiðlum. Þá hafa þau ekki skilað sér heim eftir ítrek- aða leit. Stundum er um að ræða strok af heimili viðkomandi barns eða úr meðferð. Að sögn þeirra sem DV hef- ur rætt við þá eru börnin oft stödd hjá eldri vinum meðan á strokinu stendur. „Ég var yfirleitt heima hjá vinum mínum eða í einhverjum grenum þegar ég var í stroki,“ segir stelpa sem hefur verið auglýst eftir nokkrum sinnum. Hún vill ekki láta nafns síns getið fremur en önnur þeirra strokubarna sem DV ræddi við. Alltaf sama sagan „Þetta er eiginlega alltaf sama sagan. Þetta eru oft eldri strákar og svo karlar og þeir halda þeim uppi meðal annars með því að gefa þeim dóp,“ segir Pétur Broddason, for- stöðumaður meðferðarheimilisins Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Þar dvelja að jafnaði sex til átta ung- lingsstúlkur sem glíma við fjölþætt- an hegðunarvanda, meðal annars fíkniefnamisnotkun. „Við þekkjum dæmi þess að unglingar byrji um ellefu ára aldur að misnota fíkni- efni og reykja gras. Það er mjög ungt,“ segir Pétur. Harður heimur Aðspurður hvort það sé algengara nú en áður að lýst sé eftir börnum og unglingum í fjölmiðlum játar hann því, en segir hugarfarið einnig vera að breytast. „Nú erum við fljót- ari að bregðast við, fólk er meðvit- aðra og það er ekki beðið jafn lengi. Oft eru þetta sömu krakkarnir sem auglýst er eftir, aftur og aftur, en það hækkar einnig hlutfallið,“ segir hann. „Þetta þekktist varla fyrir nokkrum árum, en ég held að núna átti allir sig á því að þau eru komin í svo slæm mál og jafnvel í svo mikla neyslu,“ segir hann og segir fólk mun hræddara. „Það er svo mikið rugl í gangi og þessi heimur er svo harður.“ Vont að láta lýsa eftir sér „Á ákveðnu tímabili finnst þeim kannski töff að láta lýsa eftir sér, svona þegar þau eru í mótþróanum. Svo þegar þau verða aðeins eldri og ákveðnum þroska er náð þá fer þeim að finnast þetta vandræða- legt. Þau fá alveg upp í kok af þessu. Sérstaklega þegar vinir þeirra og félagar á samfélagsmiðlunum eru að hafa samband við þau og hvetja þau til að fara heim, skammast og kalla þau jafnvel athyglissjúk. Þegar þau fara að fá þessi komment, þau þola það ekki. Þá hætta þau að gangast upp í þessu og finnast þetta flott,“ segir Pétur. Mörg alast upp við vanrækslu Pétur segir að mörg þessara ung- menna hafi alist upp við erfiðar að- stæður. Þau hafi jafnvel upplifað einelti, misnotkun, vanrækslu eða heimilisofbeldi. Hann segir mik- ilvægt að foreldrar byggi upp fjöl- skyldusambönd frá fyrstu tíð og viðhaldi þeim. „Þetta er brotin sjálfs- mynd. Þetta er margþætt og maður getur alveg spurt sig: af hverju eru ekki allir krakkar þarna? Mér finnst þetta oft vera tengslarof innan fjöl- skyldunnar. Ég held að við þurfum að leggja mikla áherslu á þetta sam- band, milli foreldra og barna. Þessi tengsl við foreldra skipta svo miklu máli og ef þau eru í lagi held ég að það sé forsenda fyrir því að hlutirn- ir gangi upp. Jákvæð og uppbyggileg tengsl,“ segir Pétur en segir marga hluti spila þar inn í. „En svo koma inn í þetta alls konar áhrifaþættir þar sem sjálfsmynd barna brotnar niður, til dæmis einelti. Sumir eru svo spennufíklar og þurfa að prófa allt. Þetta er svo flókið og margþætt. Svo forðast önnur börn þetta eins og heitan eldinn og láta sér ekki detta það í hug að snerta fíkniefni.“ Greni í Brautarholti Nýlega var neglt fyrir glugga og dyr á hæð í Brautarholti í Reykja- vík. Ástæðan var sú að um langt skeið höfðu börn gert sig heima- komin þar. Hæðin var ekki í notk- un en börnin höfðu klifrað þangað upp og komið sér þar fyrir. Hæðin var orðin að svokölluðu greni; rusl, sígarettustubbar og matarleifar úti um allt auk þess sem sjá mátti vís- bendingar um notkun áfengis og fíkniefna inni í íbúðinni. Krotað hafði verið á veggina og illa far- ið með þá hluti sem voru þar fyr- ir. Talsvert ónæði var af krökkun- um þar sem nágrannar urðu varir við læti frá þeim, bæði frá húsnæð- inu sjálfu og eins þegar krakkarnir voru að koma og fara. Lögregla var margoft kölluð á staðinn, börnin fóru þá en komu svo aftur skömmu síðar. Leituðu að börnunum Reglulega komu starfsmenn með- ferðarstofnana þangað að leita barna sem höfðu strokið. „Þau klifr- Ásta Sigrún Magnúsdóttir Viktoría Hermannsdóttir astasigrun@dv.is/ viktoria@dv.is „Það voru alveg 12–13 ára krakkar þarna líka, bara þessi hópur sem er að dópa. n 12 ára börn í dópgreni í Reykjavík n Úrræðaleysi og harður heimur n Eldri menn fela stelpurnar n Börn sem vilja ekki láta finna sig „Þetta eru ekki skítugu börnin hennar evu“ Núðlusúpan Mikið var um núðlusúpu- umbúðir í húsnæðinu, gosdósir og svo mátti sjá ummerki um dópneyslu. Komu alltaf aftur Eigandi húsnæðisins kom, lokaði öllum leiðum inn í húsið en stuttu síðar voru krakkarnir komnir aftur. Svo virðist sem krakkarnir hafi fundið sér annað athvarf. MyNd SiGTryGGur Ari Gistirými Hér má sjá svefnað- stöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.