Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 28.–31. mars 20146 Heimili og hönnun Gólfdúkur skynsamleg, smekkleg og hagkvæm lausn -léttur í þrifum -au›veldur í lögn -glæsilegt úrval -fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.FLOORING SYSTEMS hjarta heimilisins Eldhúsi› þægilegt andrúmsloft Svefnherbergi› alltaf jafn heimilislegt Stofan einfaldara ver›ur þa› ekki Forstofan hl‡tt og mjúkt undir fæti Ba›herbergi› SÍ‹UMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 Heimilisdúkur, sígild lausn: Sérverslun me› gólfdúk og teppi Vík með kröftugt femínískt verkefni n Teppið eins og prjónuð ljósmynd n Á leiðinni í samstarf við við JÖR Í tilefni af HönnunarMars kynnir Vík Prjónsdóttir samstarf sitt við sænska hönnuðinn Petru Lilju en samstarfið er þáttur í hönnunar­ verkefni hennar The Medusa De­ sign Projects. Sýningin var opnuð í gær, fimmtu­ daginn 27. mars, í Hannesarholti og er samsýning með hönnuðun­ um Rúnu Thors og Hönnu Dís Whitehead sem sýna verk sín. Einnig eru til sýnis skissur og teikningar eftir 5 af þekktustu hönnuðum Svíþjóðar sem eru á vegum ferðasjóð Summit sem hefur þann tilgang að styrkja ís­ lenska hönnuði til að fara til Stokk­ hólms og taka þátt í hönnunarvik­ unni þar. Farsælt samstarf við hönnuði Vík Prjónsdóttir samanstendur af hönnuðunum, Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Sigurþórsdóttur. Allar hafa þær áhuga á að nýta íslensku ullina í nýsköpun af ýmsu tagi og hafa hlot­ ið heimsathygli fyrir hönnun sína. Þær hafa ánægju af teymisvinnu. Þær unnu verkefni á síðasta Hönnunar­ Mars með heimsfrægum tísku­ hönnuði, Eley Kishimoto, og í vetur og í vetur hönnuðu þær ullarkápu fyrir bókina Stína Stóra sæng eftir rithöfundinn Lani Yamamoto. Verk­ efnið sem þær vinna með Petru Lilju er ólíkt öllu því sem Vík Prjónsdóttir hefur tekið sér fyrir hendur. Bæði hvað varðar form og aðferð. Eins og prjónuð ljósmynd Brynhildur Pálsdóttir segir frá sam­ starfinu við Petru Lilju, hvað sé framundan hjá Vík Prjónsdóttur og ræðir einnig um það hvernig hlúð er að ullariðnaði á Íslandi. „Petra Lilja vinnur með goð­ söguna um Medúsu sem breytti öllu í stein með augliti sínu. Þetta er kröft­ ugt femínískt verkefni sem hefur verið spennandi að taka þátt í,“ segir Brynhildur. „Við gerðum saman teppi sem er að mörgu leyti mjög ólíkt því sem Vík hefur verið að gera áður. Bæði hvað varðar framleiðslu og áferð. Við höfum verið að vinna með gamlar flatprjónaprjónavélar en með Petru Lilju notuðum við hátækni hring­ prjónavél prjónavél hjá textíl háskól­ anum í Borås. Útkoman er skemmti­ leg, eins og prjónuð ljósmynd. Teppið er átthyrnt og í myndefninu blöndum við saman teikningum og hönnum okkar og Petru. Samstarfið var lær­ dómsríkt og áhugavert, okkur fannst gaman að sjá möguleika prjónsins og hversu nákvæmum áhrifum er hægt að ná fram í prjóni. Við þurftum að setja okkur í allt annan gír en áður höfum við alltaf reynt að hugsa ferlið á sem einfaldastan máta. Þarna gilti hið andstæða, því flóknara því betra,“ segir Brynhildur og segir Vík Prjóns­ dóttur munu taka lærdóminn af ferl­ inu með sér inn í framtíðina. Þróa nýjar vörur og samstarf við JÖR á döfinni Brynhildur segir margt spennandi á döfinni hjá Vík Prjónsdóttur. „Við erum í miðju hönnunarferli og erum að vinna í að koma með nýjar vör­ ur. Bæði flíkur og teppi. Við erum alltaf að leita að nýjum möguleik­ um í framleiðslu. Við erum einnig á leiðinni í samstarf við JÖR. Það er ýmislegt í deiglunni í samstarfi við aðra hönnuði.“ Þarf átak í íslenskum ullariðnaði Íslenskur ullariðnaður eru sagður smár og skorta fjárfestingar. Tekur Brynhildur undir þau sjónarmið? Erum við ekki að sinna þessum iðnaði sem skyldi? „Við segjum alltaf að ullin sé okkar timbur, það hráefni sem við ættum að leggja meiri alúð í. Bæði hvað varðar rannsóknir og þró­ unarvinnu. Við þurfum að standa okkur töluvert betur. Það ætti að vera til hérlendis öflug rannsóknar­ stöð fyrir ullariðnað. Þetta efni hef­ ur miklu meira upp á að bjóða en framleiðslan í dag gefur til kynna. Við þurfum að þróa ólíkar vörur og markaðsetja þær á nýjum svæð­ um. Okkur vantar meiri fjölbreytni á framleiðslumöguleikum á prjóni og íslenskri ull. Ull er efni sem við finnum fyrir að fólk hefur áhuga á að nota. Það er umhverfisvænt og heil­ brigt hráefni og í henni eru enda­ lausir möguleikar. Það felast mik­ il tækifæri fyrir fjárfesta að fjárfesta í textíliðnaði á Íslandi. Við erum aldrei að fara að verða stór framleiðsluþjóð. Við eigum hins vegar að vera í farar­ broddi hvað varðar skapandi fram­ leiðslu og leggja áherslu á verðmæta­ aukningu í hinu smáa. Skapa okkur sérstöðu. Við í Vík Prjónsdóttur höld­ um alla vega ótrauðar áfram,“ segir Brynhildur. n Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Í samstarf við JÖR Á næstunni fer teymið í samstarf við Guðmund Jörundsson fatahönnuð. Ullarkápa Vík Prjónsdóttir hannaði ullarkápu fyrir margverðlaunaða bók Lani Yamamoto, Stínu Stórusæng. Á nýjum slóðum Með hátækniprjónavél gerði Vík Prjónsdóttir tilraunir í prjóni með sænska hönnuðinum Petru Lilju. Útkoman er í allt aðra átt en teymið er þekkt fyrir. Mynd SiGtRyGGUR ARi Hafa unun af samstarfi Ullin er aðal- hráefni hönnunarteymisins og hefur það hlotið heimsathygli. Þeim finnst skorta á uppbyggingu í iðnaðinum. „Við segjum alltaf að ullin sé okkar timbur, það hráefni sem við ættum að leggja meiri alúð í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.