Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 28.–31. mars 201446 Menning Vegabréf Sigmundar Stundum er það svo að innra með manni hljóðnar allt og daprast. Þannig var mér inn- anbrjósts við stóra hótelglugg- ann á Holiday Inn í Sarajevó. Varla var nema áratugur liðinn frá því þessi þekkilega fjalla- borg var vettvangur grimmi- legustu stríðsglæpa seinni tíma; friðsæll sögustaður í dal- verpi sínu inni á milli Dinaric- alpanna hafði í einu vetfangi breyst í aumasta blett á jarðar- kringlunni. Einskær friður vék fyrir algeru blóðbaði. Þarna horfði ég út um gluggann af fimmtu hæð – og reyndi að gera mér í hugar- lund hvernig umhorfs var á þessum tíma þegar Sarajevó var umkringd af leyniskyttum á hæðunum í kring. Þær eirðu engu. Þær þyrsti í blóð. Þær skutu á hvaðeina sem hreyfð- ist, allt frá minnstu kornabörn- um til hrumustu gamalmenna, á konur líkt og menn, í myrkri jafnt sem birtu. Líkin hrönn- uðust upp. Enginn þorði að sækja þau. Og liturinn á Mil- jacka-ánni varð smám saman myrkvarauður. Óvíða hefur grimmd og hatur mannskepn- unnar brotist jafn hastarlega út og apríldag einn í Sarajevó árið 1992. Sjálfstæðisyfirlýsing Bosníu-manna snöggreiddi Serbana í kring, alltént nógu marga þeirra svo úr varð næst- um fjögurra ára umsátur sem kostaði 10 þúsund manns lífið, þar af þrjú þúsund börn og ör- kumlaði margfalt fleiri. Það er líkast því sem maður stirni upp þegar horft er niður á göturnar í Sarajevó – og ímynd- unaraflið dregur upp myndir sínar af skelfingu lostnu fólki sem reynir að skjóta sér leið á milli húsa í leit að lífsnauðsynj- um; eilíflega að hugsa hvort næsta kúla hæfi það, hvort næsti maður drepi það, hverr- ar ættar fólkið sé í aðliggjandi húsum. Og kannski er engin leið að skilja það til fulls hvern- ig það gerðist einn veðurstillt- an vordag í Evrópu nútímans að nágrannar sem höfðu búið í friði og vinsemd við einu og sömu götuna breyttust skyndi- lega í hemjulausa fjandmenn sem óskuðu hver öðrum sárs- auka og dauða. Og það var einmitt þarna, nákvæmlega þarna, eins og gerst hefði í gær, að múslímska stúlkan Admira Ismic skreið yfir til unnusta síns Bosko Brkic þar sem hann lá í blóði sínu á brúnni. Hún faðmaði hann að sér í síðasta sinn og var svo sjálf skotin til bana. Það liggur við að hljóðin heyrist enn. Þau voru á leið yfir víglínuna af því Admira ætlaði að flytja til Bosko, en leyniskytturnar skutu þau auð- vitað eins og hvað annað sem hreyfðist á staðnum. Og líkin lágu í átta daga á brúnni, af því enginn þorði að sækja þau; átta daga í stirðnuðum og óbifan- legum faðmlögum. Stundum stendur maður í eigin þögn og orðleysi. Á ein- hverju hótelherbergi í Evrópu. Stundum er svo óendanlega skrýtið að horfa út um glugg- ann og finna það á sjálfum sér hvað friðurinn og ástin geta verið lítilsvirt og veik í með- förum manna. Skytturnar í Sarajevó Á standið átti sér ekki bara stað á Íslandi, og er reyndar velþekkt fyrirbæri þar sem erlendir herir fara um. Og þar sem þessir herir eru óvinveittir er oftast illa tekið á móti afkvæmum slíkra sambanda. Norð- menn fóru afar illa með sín ástands- börn og hafa gert um það nokkrar myndir, svo sem hina mjög svo sósíal- realísku Liten Ida. Hér eru ástandsbörnin bakgrunn- ur sögunnar, en önnur þemu eru dregin inn, svo sem njósnir Austur- Þjóðverja í Noregi í Kalda stríðinu og fall Berlínarmúrsins. Úr þessu verður ágætis kokkteill. Í bókinni sem myndin er byggð á er söguhetj- an fórnarlambið, en hér er það ger- andinn, sem í raun aðeins vill lifa eðlilegu lífi, sem settur er í miðju sögunnar. Því er erfitt að átta sig á með hverjum maður á að halda, sem gefur myndinni meiri dýpt en þekkist í mörgum Hollywood-tryllum. Það að sagan gerist að mestu í Noregi færir hana líka nær íslensk- um áhorfendum, en Noregur var eina NATO-landið, auk Tyrklands, sem átti bein landamæri að Sovétríkjunum og var Kalda stríðið þar því talsvert kalt. Myndin er samstarfsverkefni Þjóðverja og Norðmanna og er því á báðum tungumálum. Þetta er aðeins í annað sinn sem hin gamalreynda Liv Ullman birtist á hvíta tjaldinu í 20 ár, og eru það kærkomin endurkynni. Sven Nordin, sem margir muna eftir sem hinum dálítið þroskahefta og sígraða sambýlismanni Elling, kemur einnig við sögu. Önnur hlutverk eru í höndum Þjóðverja, sem lærðu norsku sérstaklega fyrir myndina. Í aðalhlutverki er Juliane Köhler, sem lék Íslandsvininn Evu Braun (sem myndaði Ísafjörð fyrir stríð) í Der Untergang. Þjóðverjar hafa undanfarið mikið verið að gera myndir um hið gamla Austur-Þýskaland, enda kannski nógu langt um liðið til að hægt sé að nálgast viðfangsefnið á mismun- andi hátt. Fáar ná ef til vill sömu hæð- um og Das Leben der Anderen, en Zwei Leben er ágætis viðbót og sú fyrsta sem snýr jafnframt að Norður- löndunum. n Illa farið með ástandsbörn Í annað sinn sem Liv Ullman birtist á hvíta tjaldinu í 20 ár Kalda stríðið Það að sagan gerist að mestu í Noregi færir hana líka nær íslenskum áhorfendum, en Noregur var eina NATO-landið, auk Tyrklands, sem átti bein landamæri að Sovétríkjunum og var Kalda stríðið þar því talsvert kalt. Mynd TOM TRAMBOW Síðasta kynlífsleikhúsið n Bítlabærinn Hamborg n Reeperbahn er alræmdasta gata Evrópu R eeperbahn er einhver al- ræmdasta gata Evrópu. Í hafnarborginni Hamborg var það hingað sem sjóararnir komu til að skemmta sér og rauða hverfið þótti gefa því í hafnarborginni Amsterdam lítið eft- ir. Nafnið hefur dúkkað upp í lögum eftir Elvis Costello, Van Morrison og Tom Waits, og sænsk hljómsveit á 9. áratugnum nefndi sig í höfuðið á henni. Frægust er hún þó í poppsögunni fyrir að hafa sinnt tónlistarlegu upp- eldi Bítlana, en í rúm tvö ár spiluðu þeir sex tíma á dag í þessu skugga- hverfi fyrir áhorfendur sem saman- stóðu oft af drukknum sjómönnum, dragdrottningum og vændiskonum. Þetta voru aðrir Bítlar en þeir sem heimurinn átti eftir að kynnast síð- ar, leðurklæddir töffarar, fimm í hóp, sem minntu meira á Rolling Stones en hina brosandi fjölskylduskemmti- krafta sem slógu í gegn með Love Me Do árið 1962. Ekki aðeins æfðu þeir sig í spila- mennskunni heldur í sviðsframkom- unni líka, og kom Lennon meðal annars fram með klósettsetu um háls- inn til að fanga athygli áhorfenda. Hið gamansama nafn þeirra vakti einnig kátínu í Þýskalandi, þar sem það þótti minna á „Peedles,“ sem þýðir víst „lítið tippi.“ Margar sögur hafa spunnist um tímabil þetta, en George Harrison var á endanum rekinn úr landi fyrir að vera undir lögaldri og Paul McCartney og trommarinn Pete Best hlutu sömu örlög fyrir íkveikju, eftir að hafa kveikt í smokk í íbúð sinni. Konum bannaður aðgangur Bítlunum tókst að lokum að hafa lifi- brauð af tónlist sinni á heimavelli, en ekki fyrr en þeir skiptu út trommar- anum Best fyrir Ringo Starr, sem þeir höfðu kynnst í Hamborg. Best myndi alla tíð lifa í skugga Bítlanna, en ekki bassaleikarinn Stu Sutcliffe, sem yfir- gaf hljómsveitina til að fara í nám árið 1961 og lést úr heilablóðfalli ári síðar. Klúbbarnir sem Bítlarnir spil- uðu á eru flestir horfnir, en í stað- inn er komið Bítlatorg, Beatles-Platz, sem er í laginu eins og hljómplata og þar sem styttur með útlínum fimm- menningana standa. Stu er á sínum stað og trommarinn er á diplómat- ískan hátt tileinkaður bæði Pete Best og Ringo Starr. Bítlasafnið hér er því miður lokað, maður verður víst að fara til Liverpool til að komast á slíkt. Sú Hamborg sem Bítlarnir komu til árið 1960 var að rísa upp úr ösku- stó seinni heimsstyrjaldar eftir að hafa nánast verið jöfnuð við jörðu. Hún varð þekkt sem miðstöð alls konar glæpa og lasta og Reeper bahn var kölluð „Míla syndanna.“ Í dag má enn finna hér ógrynni strippbara og sumar hliðargöturnar eru girtar af. Fyrir aftan hliðið eru gluggar það sem vændiskonur standa og er konum al- mennt og karlmönnum undir 18 ára meinaður aðgangur. Klámbíó og kaþólskar kirkjur „Eru engir strippbarir hér ætlaðir konum?“ spyr kanadísk vinkona mín. Eitthvað skortir á jafnréttið hér, strippstaðir og bíó þjóna bæði samkynhneigðum karlmönnum og gagnkynhneigðum, en enginn konum. Hverfið í heild er óðum að taka á sig breytta mynd. Þetta er eitt helsta skemmtistaðahverfi borgar- innar og stórir hópar fólks í steggja- eða gæsaferðum, oftar en ekki frá Bretlandi, ganga hér um. Lögreglu- þjónar sjást víða og enn fleiri hrað- bankar. Margir kvarta undan því að St. Pauli-hverfið sé óðum að mið- stéttavæðast og hipsterarnir og lista- mennirnir kjósa frekar að fara til Schanzenviertel rétt fyrir norðan. Beint niður af Bítlatorginu er gat- an Grosse Freiheit, þar sem þeir spiluðu á klúbbunum. Lengi vel var þetta eina gata Hamborgar þar sem kaþólikkar máttu tilbiðja guð sinn, hér var allt leyft og handan við stripp- staðina og klámbíóin má enn þann dag í dag finna kaþólska kirkju. Fékk fleiri atkvæði en nýnasistar Hvorki ég né Kanadakonan erum kaþólikkar, sérstaklega ekki svo seint um kvöld. Á Grosse Freiheit er þó ýmislegt annað við að vera. Á 36 er hinn frægi Kaiserkeller, þar sem Bítlarnir einmitt spiluðu og eru enn haldnir tónleikar. Safari er víst eina kynlífsleikhúsið sem eftir er í Þýska- landi og þar sem gengið er alla leið á sviðinu, en líklegast hefur netið farið illa með þennan iðnað sem aðra. Við látum okkur þó nægja að heimsækja Ólivíu Jones, afar há- vaxna transgender-manneskju sem segist vera krónískt 28 ára og rekur þrjá klúbba á götunni. Einn af þeim, Olivia Wilde Jungs, er einmitt fyrsti „Menstrip“-barinn þar sem ein- göngu konur fá inngöngu, og var fagnað af fjölmiðlum sem stóru skrefi í átt til jafnréttis. Hinum megin við götuna er Olivias Show Club og hing- að skal haldið. Olivia sjálf er viðstödd og gestir keppast um að taka mynd- ir með henni, enda hefur hún birst á forsíðum tímarita og er nokkuð þekkt hér í landi. Hún var kosin sem Miss Drag Queen of the World árið 1997 í Flórída og árið 2004 fór hún í fram- boð í nafni umburðarlyndis og gegn hægriöflum í borginni. Þrátt fyrir stuðning aðila eins og strandvarða- gellunnar Pamelu Anderson tókst henni ekki að komast í borgarstjórn, en fékk þó fleiri atkvæði en bæði nýnasistar og flokkur bókstarfstrúar kristinna. Eins og Reykjavík á laugardagskvöldi Olivias er á margan hátt hefðbund- inn næturklúbbur þar sem ung- menni Hamborgar koma til að skemmta sér. Á hálftímafresti er þó boðið upp á sýningu á sviðinu, enda er undirtitill staðarins „Burlesque, Travestie und Comedy.“ Við undir- leik Prúðuleikara lagsins stíga systurnar ólíku Barbie Stupid og Lee Jackson á svið og kynna næsta at- riði. Trommuleikari með sjómanna- hatt spilar á kraftmikinn hátt á bong- ótrommur á dansgólfinu á meðan hin sídrukkna Eve Champagne fer úr fötum á sviðinu (allt í gríni þó og inn- an velsæmismarka). Varla er þverfótað fyrir fólki á göt- um úti í mismunandi ástandi, líklega er þetta eini staðurinn í heiminum sem minnir á Reykjavík á laugardags- kvöldi, en þó er mannmergðin meiri og allt upplýst af björtum neonljós- um. Öllu rólegra er hér morguninn eftir. Slökkt hefur verið á ljósunum og á veitingastöðunum má sjá Breta skófla í sig bökuðum baunum, en þeir virðast leggja undir sig matar- menninguna hvar sem þeir fara um. Margt hefur breyst síðan John og Paul gengu hér um götur, en ýmis- legt minnir enn á þann tíma þar sem þeir lærðu að verða besta hljómsveit í heimi. Eða eins og John Lennon sagði eitt sinn: „Ég fæddist í Liver- pool, en ég ólst upp í Hamborg.“ n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Barbie Stupid og Lee Jackson Við undirleik Prúðuleikara- lagsins stíga systurnar ólíku Barbie Stupid og Lee Jackson á svið og kynna næsta atriði. „Eru engir strippbarir hér ætlaðir konum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.