Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 37
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Fólk Viðtal 29 leiklistarkennarinn minn í MH og gaf mér rosalega gott veganesti. Í MH fékk ég mína fyrstu alvöru reynslu af faginu. Hugtakið var svo sprengt út fyrir mér. Ég varð fyrir sterkri upplifun og fór að sprengja þægindarammann. Ýta mér lengra og lengra. Þá kynnist maður sjálf­ um sér betur og betur.“ Þrotlausar æfingar gegn hroka Ilmur er þekkt fyrir auðmýkt gagn­ vart hæfileikum sínum. Það er þó fátt leiðinlegra fyrir leikara en að vera spurður hvort hann sé auð­ mjúkur gagnvart list sinni enda snýst eiginleikinn við um leið og hann er orðaður. „Mér hefur alltaf fundist svo skrýtið að tala um að vera með hæfileika. Auðmýkt er svona and­ orð, um leið og maður segir það, þá hættir það að vera til: Það er það sama og að segjast vera kald­ hæðinn. Um leið og maður segir: Ég er svo kaldhæðinn. Þá er maður það bara alls ekki. Listum verður samt að fylgja auðmýkt. Maður finnur það bara, þegar maður er í hrokanum sín­ um, sem maður á til eins og all­ ir. Þá er ekki sköpun í gangi. Þess vegna er svo erfitt að segja að þetta sé hæfileiki manns, af því mað­ ur finnur að þetta er eins og æð. Þetta er sköpunarkraftur sem er eiginlega ekki manns eigin. Frekar eitthvað sem maður getur tengst. Málið er að allir geta það, eða ég trúi því að minnsta kosti. Leikari þarf því kannski að gera þrotlaus­ ar æfingar í því að vera ekki hroka­ fullur.“ Saman í sturtu Ilmur komst leikandi létt inn í leik­ listarskólann með veganestið góða. Það segja að minnsta kosti þeir sem þekkja til. Með Ilmi í bekk voru auk Björns; Davíð Guðbrandsson, Þorleifur Örn Arnarsson, María Heba Þorkelsdótt­ ir, Maríanna Lúthersdóttir, Esther Thalía og Bryndís Ásmundsdótt­ ir. Oft er talað um árin í leiklistar­ skólanum sem ákaflega krefjandi ár. Voru þau það fyrir Ilmi? „Það er margt krefjandi við leik­ listarnám og helst það að horfast í augu við sjálfan sig í öllum skilningi. Erfiðast var að vera í litlum bekk. Vera fjölskylda en samt ekki fjöl­ skylda. Þurfa að að taka tillit til allra en taka sér samt pláss. Þetta er rosa­ legur skóli í samskiptum.“ Alræmdar eru sögur af því upp­ átæki nemenda að fara kviknaktir í sturtu saman á námstímanum. Eru þær sannar? Ilmur kinkar kolli. „Já, já. Það er oft sagt að fólk opinberi sig þegar það fer á fjöll. Eins er það með nám­ ið, þú felur þig ekkert í því. Að fara með þessu fólki í sturtu er bara pís of keik. Það gerðist að mig minnir bara einu sinni.“ Drakk til að vera í kringum fólk Æska Ilmar og uppvöxtur leiðir af sér að hún hefur haft sterka sjálfs­ virðingu. En henni tapaði hún þó um tíma á fullorðinsárum. „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað brást. En þegar fer að reyna á alla þessa ramma, þá gerir maður fullt af mistökum. Á tímabili var ég orðin mjög kvíðin. Ég tók á kvíðanum með því að hætta að drekka. Það er bara olía á eld að drekka við slíkar aðstæður og við það brenglaðist sjálfsmyndin. Ég hef alltaf verið rosalega félagslynd og finnst gott að vera með fólki. Ilmur í framboði„Ég var farin að halda að ég þyrfti að vera alltaf full á barnum m y n D ir S ig tr y g g u r a r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.