Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 28.–31. mars 20146 Fréttir AðAlfundur BÍ 2014 Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 10. apríl 2014 að Síðumúla 23 kl 20:00 Dagskrá fundarins • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Önnur mál *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund. BÍ félagar eru hvattir til að mæta E ignarhaldsfélag í eigu Stein- gríms Wernerssonar hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Eignarhaldsfélagið heitir Vægi ehf. Skiptastjóri félagsins er Heimir Örn Herbertsson. Steingrímur Wernersson var eig- andi eignarhaldsfélagsins Milestone, ásamt bróður sínum, Karli Werners- syni. Milestone átti tryggingafélag- ið Sjóvá, stóran hlut í Glitni, fjár- festingarbankann Askar Capital og hluti í erlendum fyrirtækjum eins og sænska fjármálafyrirtækinu Invik. Eignarhaldsfélagið Vægi ehf. var nánast gjaldþrota í árslok 2012. Þá var eiginfjárstaða félagsins neikvæð um tæplega 150 milljónir króna. Skuldirnar námu rúmlega 300 millj- ónum en eignirnar voru eingöngu upp á rúmlega 150 milljónir króna. Eignir félagsins voru eignarhlutir í öðrum félögum en ekki er tilgreint í hvaða fyrirtækjum félagið átti hluta- bréf. Strax í árslok 2012 var því útséð með að Vægi ehf. stefndi í gjaldþrot. Steingrímur býr í Lundúnum um þessar mundir og hefur gert frá hruninu 2008. Hann og Karl töpuðu langstærstum hluta eigna sinna í bankahruninu, meðal annars Mile- stone sem fór í tæplega 100 milljarða króna gjaldþrot. Stærsta eign þeirra bræðra í dag eru lyfjaverslanirnar Lyf og heilsa. Vægi ehf. er því einung- is eitt af fjölmörgum fyrirtækjum Steingríms sem farið hafa í þrot eftir hrunið 2008. n ingi@dv.is Félag Steingríms gjaldþrota Skuldaði 150 milljónir króna umfram eignir Fengu ný húsgögn fyrir tæpa milljón Utanríkisráðuneyti Gunnars Braga keypti ný skrifstofuhúsgögn fyrir aðstoðarmenn ráðherra K eypt voru ný húsgögn fyrir tæpa milljón af skattfé inn á skrifstofur tveggja að- stoðarmanna Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráð- herra eftir að hann tók við ráðu- neytinu í fyrra. Þetta kemur fram í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurnum DV um málið. Að- stoðarmennirnir eru Sunna Gunnars Marteinsdóttir og Margrét Gísladóttir. Líkt og DV greindi frá í síðustu viku voru keypt ný fjarskiptatæki frá Apple fyrir þær Sunnu og Margréti í fyrra. Um var að ræða Apple-fartölv- ur, iPhone-farsíma og iPad-spjald- tölvur. Kostnaðurinn við kaupin á þessum fjarskiptatækjum var einnig tæp milljón. Þá voru keypt sams kon- ar fjarskiptatæki fyrir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra fyrir um hálfa milljón króna, líkt og Fréttatím- inn greindi frá. Skrifborð á nærri 300 þúsund Í svari frá ráðuneytinu kemur fram að í tilfelli Sunnu Gunnars Marteinsdóttur hafi verið keypt nýtt skrifborð þar sem breyta þurfti biðstofu í ráðuneytinu í skrifstofu. „Breyta þurfti biðstofu í skrifstofu. Kaupa þurfti skrifborð en að öðru leyti var skrifstofan búin húsgögn- um sem til voru í húsinu.“ Skrif- borðið kostaði tæplega 300 þúsund krónur, nánar tiltekið 276.581, sam- kvæmt svari ráðuneytisins. Sunna Gunnars Marteinsdóttir er seinni aðstoðarmaðurinn sem Gunn- ar Bragi réð til ráðuneytisins en heim- ild er fyrir því í lögum að ráðherra ráði sér tvo aðstoðarmenn. Fyrir vik- ið þurfti að innrétta sérstakt skrif- stofurými fyrir hana í ráðuneytinu þar sem fyrri utanríkisráðherrar hafa ekki nýtt sér þessa heimild, til dæmis var Össur Skarphéðinsson með einn aðstoðarmann, Kristján Guy Burgess, en ekki tvo. Fleiri aðstoðarmenn þýða meiri útgjöld fyrir ríkið, líkt og þessi tvo dæmi sýna glögglega. Tæplega 650 þúsund í skrifstofu Margrétar Í tilviki Margrétar Gísladóttur voru keypt fleiri húsgögn inn á skrifstof- una sem ætluð var aðstoðarmanni ráðherra. Um var að ræða skrifborð, skenk og hillu. Í svari ráðuneytis- ins segir að kominn hafi verið tími á endurnýjun á húsgögnunum í skrif- stofunni: „Já, kominn var tími á endurnýjun hluta húsgagna í her- bergi aðstoðarmanns. Keypt var skrif- borð, skenkur og hilla.“ Kostnaðurinn við þessar breytingar á skrifstofu Margrétar, sem er prestsdóttir úr Skagafirðinum, var tæplega 650 þúsund krónur. Mælt með sparnaði Heildarkostnaðurinn við endur- nýjun á húsgögnum í skrifstofum aðstoðarmannanna og kaupin á fjarskiptatækjunum fyrir þá og Gunnar Braga Sveinsson er tæplega 2,5 milljónir króna. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkurinn gaf það út á seinni hluta árs í fyrra að skorið yrði niður á mörgum sviðum sam- félagsins. Komið var á laggirnar sér- stökum hagræðingarhópi sem kom með tillögur þess efnis í nóvember í fyrra. Hópurinn benti til að mynda á að skera ætti niður fjárframlög til þróunar mála, framlög til menningar- starfsemi og fjárframlög til eftirlits- stofnana, framlög til skólastofnana og eins til Fjármálaeftirlitsins. Þá var í tillögum hagræðingar- hópsins fjallað ítarlega um mögu- legan niðurskurð í utanríkisþjón- ustunni, meðal annars með fækkun sendiráða og sendiskrifstofa sem og fækkun starfsmanna. Þá voru boð- aðar aðhaldsaðgerðir í rekstri utan- ríkisráðuneytisins sem og annarra ráðuneyta. Orðrétt sagði: „Utanríkis- ráðherra láti meta útgjaldaþörf í ljósi breyttra áherslna. Sérstaklega skal metin þörf á fjölda stöðugilda innan- lands og erlendis með það að mark- miði að fækka stöðugildum og ná fram sparnaði.“ n Keypt fyrir nærri 650 þúsund Keypt voru ný húsgögn inn á skrifstofu Margrétar Gísladóttur fyrir tæplega 650 þúsund krónur. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Húsgögn fyrir milljón Tveir aðstoðarmenn Gunnars Braga Sveinssonar fengu ný húsgögn á skrifstofur sínar fyrir samtals tæpa milljón. Mynd SIGTryGGur ArI Skrifborð á tæplega 300 þúsund Keypt var nýtt skrifborð fyrir Sunnu Gunnars Marteinsdóttur á tæplega 300 þúsund. „Keypt var skrifborð, skenkur og hilla. Vann rúmar 14 milljónir Heppinn Íslendingur vann bónusvinninginn í Víkinga- lottóinu á miðvikudagskvöld og er fyrir vikið 14,4 milljón- um króna ríkari. Íslenski bónu- svinningurinn var seldur í Bláu sjoppunni í Starengi í Grafar- vogi. Fimm aðilar deildu með sér fyrsta vinningi; Finni, Lit- hái, Norðmaður og tveir Danir. Fá þeir 19 milljónir króna hver um sig. Kveiktu ljósin Samgöngustofa hvetur öku- menn til að gæta þess að öku- ljós séu kveikt. „Það er nokkuð áberandi að eigendur nýrra bíla sem búnir eru dagljósabún- aði haldi að með þeim búnaði kvikni á öllum ökuljósum og þar með talið ljósum að aftan en í mörgum tilfellum er það ekki raunin,“ segir í tilkynn- ingu sem Samgöngustofa sendi frá sér. Samgöngustofu hefur borist fjöldi ábendinga um að nýir bílar séu með öllu ljóslausir að aftan í myrkri, þoku og slæmu skyggni vegna þess að ökumenn virðast halda að dag- ljósabúnaðurinn, sem kviknar sjálfkrafa á þegar bíllinn er ræstur, dugi allan sólarhringin og við allar þær aðstæður sem krefjast notkunar ökuljósa. „Á mörgum þessara bíla þarf að kveikja sérstaklega á ökuljósum og er ökumönnum skylt að gæta þess. Einhver óhöpp og árekstrar eru rakin til þess að sjáanleiki bifreiða var mjög lítill af völdum þessa og því mikil- vægt að ökumenn hafi þetta í huga.“ Miklar skuldir Skuldir eignarhaldsfélags Steingríms Wernerssonar námu rúmum 300 milljónum í árslok 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.