Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 25
Umræða 25Helgarblað 28.–31. mars 2014 Aðgerðin er gríðarlega stór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir leiðréttinguna umfangsmikla. – Bylgjan Þetta er ekkert persónuleg Gústaf Níelsson kærði lektor fyrir árás á Sjálfstæðisflokkinn. – DV Þetta er góður staður Dagmar Pálsdóttir hefur áhyggjur af lokun Draumasetursins. – DV 1 Andar köldu á milli Bjarna og Sigmundar Afar stirt er á milli leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna tveggja. 2 Ólafur tók sér sex milljóna arð í fyrra Ólafur Johnson ætlar að opna Hraðbraut aftur. 3 „Þegar hann talar þá þegir maður“ Davíð Oddsson komst á lista yfir þá sem þykja gáfaðastir á Íslandi. 4 „Ég var tekin fyrir eins og betlari“ Díönu Nyman, talsmanni Róma-fólks í Svíþjóð, var meinaður aðgangur að morgun- verðarhlaðborði á hóteli í Svíþjóð. 5 Erfitt að svara um ráðherrabústað Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og aðstoðarmaður forsætisráðherra hafa enn ekki svarað fyrirspurn DV er snýr að forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum og notkun á honum. Mest lesið á DV.is Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Ætli hann sé á móti orlofsréttindum og veikindaréttinum líka? Kannski á móti öllum réttindum launþega yfirhöfuð?“ Kristinn Heikur Guðnason var einn þeirra fjölmörgu sem tjáðu sig Björn Jón Bragason sagnfræðing, sem kenndi nemendum MR íslensku í verkfallinu. Björn er á móti verkföllum. „Er þröngt um þig í þessum kassa þínum sem þú virðist búa í?!?“ Sigríður Ragna Árnadóttir sló í gegn með svari sínu til Ragnars Tryggvasonar, sem vildi í kommentakerfinu meina að Pól- verjar væru vandræðagemsar. Þeir væru leiðinlegir að auki. Tilefnið var frétt um að Pólverja var meinaður aðgangur að íslenskum skemmtistað. „Við eigum að geta treyst því að fá ekki útrunnar vörur. Fínt að verslanir fái aðhald með því að fjalla um þetta. Okkur á ekki að vera sama.“ Ragnhildur Gunnarsdóttir skrifaði ummælin við frétt um löngu útrunnið súkkulaðikex sem viðskiptavinur keypti í Krónunni. Þeir væru leiðinlegir að auki. Tilefnið var frétt um að Pólverja var meinaður aðgangur að íslenskum skemmtistað. „Þetta er bara veik kona, það biður enginn um geðsjúkdóm. Stórlega efast um að hún hafi ætlað sér að ljúga eða særa fólk.“ Hrafnhildur Ósk Halldórs- dóttir kom konu í Kanada til varnar en sú taldi sig eiga von á fimmburum. 22 62 14 27 J á, kæru vinir, ég hef ákveðið að stofna minn eigin sértrúarsöfn- uð. Söfnuður minn mun nefnast Sælan og aðalleynibækistöðv- ar safnaðarins verða eiginlega bæði hvar sem er og hvergi. Ég vil að við trúum á þá guði sem fallið hafa í gleymsku; þá guði sem enginn hefur trúað á um langa hríð. Ég vil að þetta verði svo mikill sértrúarsöfnuður, að hverjum og einum meðlimi safnað- arins verði gert skylt að hafa sína sér- stöku trú. Það verður sem sagt sér trú fyrir hvern og einn einasta safnað- arlim. Fagnaðarerindi mitt verður ein- falt: Bjartsýni hefur oft verið þörf en er nú nauðsyn. Og kærleikurinn er það sem við getum gefið öllum sem á vegi okkar verða. Við verðum að trúa á mátt þeirrar sælu sem býr innra með okkur öllum. Mannkynið á þessa veiku von. Og ég vil náttúrlega að allir sem vilja tileinka sér fagnaðarerindi mitt, geri það með glöðu geði og taki þá trú sem ég boða. En svo mér megi auðnast að sýna öllum söfnuði mín- um tilhlýðilega virðingu, vil ég taka það skýrt fram að sérstaða hvers og eins er það heilagasta sem söfnuð- ur minn virðir. Fólk má mín vegna trúa því að enginn guð sé svo góður að ekki megi finna annan betri. Það er sem sagt aukaatriði hverju fólk trúir, hvernig það trúir og hvar það iðkar sína trú. Og hvort sem fólk trú- ir eða ekki er einnig aukaatriði. Hjá sértrúarsöfnuði mínum munu allir komast í himnaríki ef þeir bara óska þess. Ég mun ekki þiggja neinar fórnir og ekki taka við peningum í nafni safnaðarins. Ég mun ekki halda eina einustu messu og ekki kvelja söfn- uðinn með löngum og hrútleiðin- legum ræðum. Ég mun ekki titla mig predikara og ég mun ekki skipa sóknarnefnd. Það eina sem ég ætla að gera, er að gefa ykkur þennan söfnuð. Þið megið eiga Sæluna. Ekki það að ég ætli að gera kröfur, svona rétt eftir að ég hef gefið ykkur sértrúarsöfnuðinn. En mig langar þó að gauka að ykkur hugmynd. Ég held nefnilega að við gætum bætt heim- inn með því einu að vera bjartsýn og kærleiksrík. Því hefur lengi verið haldið fram, að ef fólki tekst að sýna samferðamönnum sínum kærleika, þá verði lagabálkar óþarfir. Þetta snýst sem sagt um fordómaleysi og virðingu. Kærleikurinn er sú fagra mynd sem við getum sýnt samferða- fólki okkar, um leið og við virðum skoðanir þess og leyfum fordómum okkar að njóta ævarandi hvíldar. n Hamingjuna helst ég tel henta mínum vinum og mér finnst gott að geta vel glaðst með öllum hinum. Sértrúarsöfnuður minn Kristján Hreinsson Skáldið skrifar Í nafni leigjenda Umsjón: Henry Þór Baldursson Myndin Blautt Með hækkandi sól eykst straumur ferðamanna á landinu. Veðrið hefur á síðustu dögum sýnt sínar bestu og verstu hliðar. Senn víkur vetur og tími sólar rennur upp. MyND SiGtRyGGUR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.