Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 24
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 24 Umræða Helgarblað 28.–31. mars 2014 Samtökin hjálpuðu mér mikið Hátt fljúga hrægammar Hilmar Magnússon hélt að hann væri eini homminn á Íslandi. – DV R íkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók jóðsóttina og eitt stærsta kosningaloforð Íslandssögunnar er að mynd- gerast. 300 milljarðarnir sem átti að sækja í skjóður hrægammanna hafa umbreyst þannig að 150 milljarðar króna eiga með einum eða öðrum hætti að renna til þeirra sem skulda húsnæðislán eða hyggja á húsnæð- iskaup. Um helmingur upphæðar- innar rennur til höfuðstólslækkunar- innar en hinn helmingurinn á rót að rekja til þess að fólk má leggja sér- eignarsparnað sinn í að greiða nið- ur húsnæðislán eða kaupa húsnæði. Við blasir að allir þessir peningar eru ýmist sóttir í ríkissjóð eða beint í vasa þeirra sem njóta. Niðurstaðan er sú að hjálpin er í skötulíki og fjöldi fólks sem lent hefur í klóm kreppunnar situr eft- ir án þess að fá bót. Yfirborðskennd gervilausnin er bersýnileg. Svikin blasa við öllu hugsandi fólki í landinu. Sigmundur Davíð ítrekaði það í kosningabaráttunni að neyðarhjálp- in til skuldara yrði sótt til hrægamma- sjóðanna sem eignuðust bankana eft- ir hrun. Aldrei lét hann það uppi að til stæði að láta fólk skipta áhyggju- lausu ævikvöldi séreignarsparnað- arins út fyrir steinsteypu. Og aldrei talaði hann um að fólkið í landinu ætti með sköttum sínum að borga fyrir niðurfellingu skuldanna. Alltaf benti hann á hrægammasjóðina og þrotabú bankanna. „Við ætlum að láta þá sem bjuggu til forsendubrestinn bæta fyr- ir forsendubrestinn sem þeir bjuggu til, það er að segja þrotabú þessara banka,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, í samtali við Ríkisút- varpið í aðdraganda kosninganna. Sigmundur er líklega einn mesti sölumaður sem íslensk stjórnmál sitja uppi með. Hann svarar iðulega út í hött og afvopnar þannig spyrj- endur. Dæmi um slíkt er boðsferð sem hann þáði til Kanada þar sem fagnað var nýrri flugleið. Í þættinum á Sprengisandi var hann spurður um siðsemi þess að þiggja slíkt boð. Þá svaraði forsætisráðherrann með því að spyrja á móti hvort fólk héldi að það væri skemmtilegt að fara í svona langt flug til að lenda í hörkufrosti í fjarlægu landi. Nú boðar hann þau tíðindi að stærstu efndir stjórnmála- sögunnar séu að ganga fram. Og það verður eins og að „panta pítsu“ hjá fólki að sækja milljónirnar. Yfirlýsingar hans um efndir eru eins fjarri lagi og verða má. Þvert á móti er lýðskrumið komið fram. Framsóknar- flokkurinn hófst til valda á vængjuð- um loforðum sem ekki reyndist inni- stæða fyrir. Hrægammarnir fljúga hátt og óáreittir og niðurstaðan er sú að ís- lenskur almenningur hefur tekið að sér að vera hrægammarnir sem for- sætisráðherrann ætlaði að lúskra á. Á jörðu niðri eru spunameistarar að telja fólki trú um að svart sé hvítt og rautt sé blátt. Lygin heldur áfram eins og hver önnur langavitleysa. Keisar- inn fer um strætin nakinn og hluti al- mennings trúir því að hann sé í skart- klæðum. Það eru enn eftir rúmlega þrjú ár af kjörtímabilinu. Áríðandi er að hver einasti kjósandi í landinu geri sér grein fyrir því hvað gerðist í kosningabarátt- unni og hvernig það kom til að for- sætisráðuneytið lenti í höndum Sig- mundar Davíðs sem veifar töfrasprota sínum og dregur kanínur upp úr hatti sínum í stað hrægamma. Allir þeir kjósendur sem trúðu fagurgalanum og kusu í samræmi við það þurfa að líta vandlega í eigin barm. Þjóðin má ekki láta blekkja sig án þess að gera upp sakirnar. Engu má gleyma. n Dagur sterkur Það blæs ekki byrlega fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík sem samkvæmt nýjustu könnunum stefnir í að hann fái aðeins fjóra borgarfulltrúa. Á sama tíma kæt- ast Dagur B. Eggertsson og félagar í Samfylkingu og Bjartri framtíð með níu fulltrúa samanlagt. Lík- legt er að Halldór Halldórsson, leiðtogi sjálfstæðismanna, og fé- lagar hans séu að súpa seyðið af þeirri óánægju sem grasserar vegna framgöngu Sjálfstæðis- flokksins í ESB-málinu. Björn og Berlusconi Björn Bjarnason, ráðherra á eftir- launum, er einn hatrammasti andstæðingur Evrópusambands- ins, ef marka má skrif hans á Evrópuvaktina. Nýverið skrif- aði hann færslu þar sem hann fór mikinn vegna þess að Evrópu- sambandið hafði ýtt út nokkrum ráðamönnum í aðildarríkjum sínum. „Silvio Berlusconi sagði af sér embætti forsætisráðherra Ítalíu um miðj- an nóvember 2011. Hann gerði þetta að kröfu ráðandi afla innan Evrópusambandsins …,“ skrifar Björn sem tilgreinir að arftaki Berlusconis hafi verið hliðhollur ESB. Það eru ekki allir sem átta sig á vegferð Björns. Skatturinn gegn 365 Ríkisskattstjóri hefur nú skorið upp herör gegn 365 og krefur samsteypuna um 230 milljónir króna vegna við- skipta á sínum tíma með Rauðsól þar sem tilfærsla átti sér stað á eig- um fjölmiðlaveld- isins. Víst er að það er samsteyp- unni áfall ef þessi reikningur fell- ur á hana en um er að ræða stór- an hluta hagnaðar ársins 2012. Að baki gjörningnum á sínum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi aðaleigandi. Nú er það eiginkona hans, Ingibjörg Pálma- dóttir, sem fer formlega með eignarhald félagsins. Engeyingur vill út Grafalvarleg staða er uppi innan Sjálfstæðisflokksins þar sem Evrópusinnar eru teknir að ókyrr- ast mjög. Einn helsti forystumað- ur þeirra er sá innmúraði Eng- eyingur, Benedikt Jóhannesson, sem hefur leitt andóf Evrópusinna inn- an flokksins. Hann hefur gefið sterklega til kynna að nýtt fram- boð hægrimanna komi fyllilega til greina. Alvaran er sú að stærstur hluti atvinnulífsins er fylgjandi aðild að ESB og gæti lagt slíkum flokki lið. Þá er eins víst að Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi for- maður, verði ekki langt undan. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari „Lygin heldur áfram eins og hver önnur langavitleysa. MynD SIgTRygguR ARI Ómetanleg fyrirmynd Álitsgjafar velja Vigdísi Finnbogadóttur gáfaðasta Íslendinginn. – DV Við erum þakklát Ástrós Rut Sigurðardóttir bloggar um krabbamein kærastans. – DV Heilbrigðiskerfi fyrir hverja? R agnar Árnason, prófessor í hagfræði og formaður í ráð- gjafaráði fjármála- og efna- hagsráðherra, ritaði grein- ina „Samfélagsleg skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga“ í marshefti Hjálmars, blaðs hag- fræðinema. Eins og heiti greinar- innar bendir til heldur hagfræði- prófessorinn því fram að opinberar heilbrigðis tryggingar séu skaðlegar samfélaginu sökum þess að þær rýri hag borgaranna. Ekki eru bein- línis færð rök fyrir þessari kenningu í greininni, heldur einungis notað einfalt reiknilíkan með fáum breyt- um og gefnum forsendum til að leiða niðurstöðuna fram. Hún er þó sett fram án nokkurra fyrirvara og má því ætla að hugur fylgi máli. Hagfræðiprófessorinn er þekktur að afdráttarlausum skoðunum sín- um, sem bæði hafa hallast til hægri og vinstri í áranna rás, og þarf mál- flutningur hans því ekki að koma öldungis á óvart. Formennska pró- fessorsins í ráðgjafaráði um efna- hagsmál og opinber fjármál verður hins vegar til þess að gefa hugmynd- um hans um skaðsemi opinberra heilbrigðistrygginga langtum meira vægi en ella væri. Sú spurning hlýt- ur að vakna, og með henni sá ugg- ur sem óhjákvæmilega fylgir slíkum hugrenningum, hvort í ráði sé, að undirlagi ráðgjafaráðs fjármála- og efnahagsráðherra, að hefja atlögu að heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga með það að markmiði að koma rekstri þess í hendur einkaaðila. Einfalt val Í meginatriðum er um tvær leiðir að velja til að fjármagna og starf- rækja heilbrigðiskerfi. Annars vegar er opin ber fjármögnun í gegn- um skattkerfið með engri eða lítilli beinni greiðsluþátttöku almenn- ings og eiga allir borgarar í viðkom- andi samfélagi rétt á þeirri þjónustu sem heilbrigðiskerfið veitir án tillits til greiðslugetu þeirra. Þetta er sam- ábyrgðarkerfi. Að hinu leytinu er hin einkavædda heilbrigðisþjónusta þar sem notendur greiða úr eigin vasa, eða í gegnum tryggingar sínar, allan kostnaðinn við að fá bót meina sinna. Í kerfum af þessu tagi er hver sjálfum sér næstur. Samábyrgð er engin. Við Íslendingar höfum fyrir löngu valið þann kost sem flestum okk- ar hugnast best. Við höfum valið að starfrækja hér opinbert heilbrigðis- kerfi sem opnar dyr sínar jafnt fyrir fátækum sem ríkum. Greiðsluþátt- töku notenda hefur verið stillt í hóf, þó hefur þróunin í þeim efnum stefnt til verri vegar og ástæða til að snúast gegn henni. En það er engu að síður fullt tilefni til að álíta að mikill meiri hluti Íslendinga telji einmitt hið op- inbera heilbrigðiskerfi meðal bestu kosta samfélagsins. Stundum er litið til hins einka- rekna heilbrigðiskerfis Banda- ríkjanna sem fyrirmyndar og er þá gjarnan bent á hin þekktu sjúkrahús þar í landi sem ásamt bandarískum rannsóknastofnunum og háskólum hafa vissulega lagt margt gott til þróunar lækninga og læknisfræði. En bakhlið þessa kerfis er ærið ógeð- felld. Talið er að allt að 50 milljónir Bandaríkjamanna séu ekki sjúkra- tryggðir og hafi því takmarkaðan að- gang að heilbrigðisþjónustu – sumir svo gott sem engan – og að einungis um fimmtungur Bandaríkjamanna njóti góðrar heilbrigðisþjónustu. Kostnaður við heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna er hins vegar mikill og verður það seint talið samkeppn- ishæft hvað það snertir. Að lokum Það er full ástæða til að vera á verði gagnvart þeirri hugmyndafræði hægri manna sem birtist í skrifum formanns ráðgjafaráðs fjármála- og efnahagsráðherra. Hægri stjórnin, sem nú situr, stefnir að aukinni einkavæðingu. Henni hugnast ekki samtryggingin í heilbrigðiskerfi okkar en vill hlúa að gróðasjónar- miðum. Við vinstri menn eigum að berjast gegn áformum hennar um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins með öllum ráðum, hvar sem þeirra verður vart. n „Við höfum valið að starfrækja hér opinbert heilbrigðiskerfi sem opnar dyr sínar jafnt fyrir fátækum sem ríkum. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.