Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 28.–31. mars 2014 Sport 43 Ætlar að eiga heimsklassa lið n David Beckham undirbýr stofnun félags á Miami n LeBron James vill vera með D avid Beckham situr ekki auðum höndum eftir að hafa hætt knattspyrnuiðkun á vormánuðum í fyrra. Í byrj- un febrúar tilkynnti hann að hann hygðist stofna knattspyrnulið í Miami í Bandaríkjunum. Liðið mun að öllum líkindum taka þátt í fyrsta skipti í MLS-deildinni árið 2016 og er undirbúningurinn fyrir þátttöku þess nú þegar hafinn. Liðið verður skipað frábærum leikmönnum „Ég vil að liðið verði eftir mínu höfði,“ sagði Beckham á blaðamanna- fundi sem haldinn var í tilefni af stofnun liðsins. Við hlið hans sátu Don Garber, yfirmaður MLS-deildarinnar, og Carlos Gimenez, borgarstjóri Miami, sem sögðust hlakka til að sjá lið Beckhams í deildinni. „Við munum sjá til þess að frábærir leikmenn verði í röð- um félagsins. Þónokkrir leik- menn hafa nú þegar látið mig vita af áhuga sínum á að leika knattspyrnu í Miami. Eitt af því sem ég vil gera er að búa til öflugt barna- og unglinga- starf. Við viljum ekki að- eins fá öfluga leikmenn til félagsins, heldur viljum við líka búa til okkar eigin leik- menn.“ Samkvæmt Daily Mirror mun nafn félagsins verða Miami Beckham United. LeBron vill fjárfesta í liðinu Beckham verður aðaleigandi fé- lagsins en sjónvarpsframleið- andinn Simon Fuller verður einnig meðeigandi að liðinu. Þá hefur körfuknattleiksmaðurinn LeBron James, sem leikur með Miami Heat, sýnt áhuga á því að eignast hlut í fé- laginu. Að sögn LeBrons eru við- ræður í gangi og kveðst hann yfir sig spenntur að vinna með fyrrverandi fyrirliða enska landsliðsins. Miami var síðast með lið í MLS- deildinni árið 2001. Liðið hét Mi- ami Fusion og var lagt niður vegna erfiðs reksturs og takmarkaðs áhuga fyrir liðinu. Aðstandendur deildar- innar vinna hörðum höndum að því að fjölga liðum í henni. Í dag eru þau nítján talsins og er markmiðið að bæta við fimm liðum fyrir árið 2020. Tvö lið hafa verið stofnuð fyrir utan lið Beck- hams; annars vegar Orlando City SC og hins vegar New York City, sem er að hluta til í eigu enska knattspyrnustór- veldisins Manchester City. Leikvangurinn stórglæsilegur Eitt af því sem Beckham lofaði á blaðamannafundinum var að byggja stórglæsilegan leikvang. Í vikunni opinberaði hann loks teikningar af hugsanlegum leikvangi liðsins sem mun taka 25 þúsund manns í sæti. Hugmyndin er að völlurinn verði staðsettur við höfnina í Miami en beðið er eftir tilskildum leyfum til þess að hefjast handa við að reisa hann. John Alschuler, fasteignaráðgjafi Beckhams, sagði í viðtali við Miami Herald að Beckham væri mikið í mun að leikvangur félagsins verði staðsettur miðsvæðis í Miami. Það gæfi kost á að skapa alls kyns störf fyrir íbúa borgarinnar. „Við höfum tækifæri til þess að byggja einstakan leikvang. Hann getur orðið með þeim flottari sem til eru,“ sagði Alschuler. Beckham leggur mikla áherslu á að vinna með heimamönnum og vill gera þeim til geðs. Ekki eru allir sáttir með áform Beckhams en höfnin, sem er kölluð PortMiami, er vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa allan ársins hring. n Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Bernhöftsbakarí ehf. | Bergstaðarstræti 13 | 101 Reykjavík | Sími 551 3083 | www.bernhoftsbakari.is | info@bernhoftsbakari.is Handverksbakarí í 180 ár 1834-2014 Bernhöftsbakarí er handverksbakarí og Konditori og þar starfa eingöngu fagmenn við baksturinn sem tryggir að öllum ítrustu hreinlætis- og gæðastöðlum er framfylgt til fullnustu. Öll brauðin okkar eru eggja-, mjólkur- og sykurlaus. Við notum eins lítið ger og salt og mögulegt er, því öll brauðin eru „langhefuð“ upp á gamla mátann. Við notum fordeig og súrdeig í brauðin sem tryggir meira bragð og betri skorpu. Eina E-efnið er C-vítamín. Við notum eingöngu ekta Valrhona súkkulaði og 100% íslenskan ost og smjör þar sem því verður viðkomið. Öll olía og smjörlíki er transfitufrí. Við notum millisterkt hveiti, sem tryggir viðskipavinum okkar safaríkt og ferskt brauð, sem endist vel og lengi, en þornar ekki upp eftir daginn. Við notum eingöngu 100% spelt í speltbrauðin okkar. Við notum sér innflutt þýskt Lübeca-marzipan úr 100% möndlum í vöruna okkar. Aðeins besta hráefnið er nógu gott. Góð brauð - góð heilsa. „Við munum sjá til þess að frábærir leikmenn verði í röðum félagsins. Þónokkrir leik- menn hafa nú þegar látið mig vita af áhuga sínum á að leika knattspyrnu í Miami. Vinsæll vestra Beckham lék með LA Galaxy um fimm ára skeið og eignaðist fjölmarga aðdáendur. Vilja kaupa United D avid Beckham og félagar hans úr hinum svokallaða '92 árgangi hjá Manchester United eru sagðir áhugasam- ir um að kaupa félagið af Glazer- fjölskyldunni. Auk Beckhams til- heyra Paul Scholes, Nicky Butt, Ryan Giggs, Phil Neville og Gary Neville hópnum. Þótt allir séu þeir fjársterkir eftir góð ár í fremstu röð hefðu þeir líklega seint efni á að punga út nokkur hundruð millj- ónum punda fyrir félagið. Breska blaðið The Sun greinir frá því að sexmenningarnir myndu verða í forsvari fyrir fjársterka aðila frá Mið-Austurlöndum. Ekki kemur fram hverjir þessir aðilar eru en þreifingar munu vera í gangi. Sem fyrr segir er félagið í eigu Glazer-fjölskyldunnar, en eignarhaldið hefur legið undir gagnrýni þar sem félagið er afar skuldsett. Árið 2010 reyndu fjár- sterkir stuðningsmenn að kaupa fé- lagið, en þeim tókst ekki að safna nægu fé. n einar@dv.is '92 árgangurinn yrði í forsvari fyrir moldríka aðila Vilja kaupa Sexmenningarnir yrðu vænt- anlega í forsvari fyrir fjársterka aðila frá Mið-Austurlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.