Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 28.–31. mars 201420 Fréttir Erlent Var fluttur á rangan stað Læknir í Formúlu 1 segir ólíklegt að Michael Schumacher vakni F logið var með Michael Schumacher á rangan spítala eftir skíðaslysið sem hann lenti í 29. desember. Þetta er mat Garys Hartstein, sem á ár- unum 2005 til 2012 var læknir í Formúlu 1. Schumacher, sem hef- ur ekki komist til meðvitundar eft- ir slysið, var í flýti fluttur á nærliggj- andi sjúkrahús í stað þess að vera strax fluttur til sérfræðinga í höfuð- meiðslum. Hartstein telur að þessi ákvörðun muni reynast afdrifa- rík. „Þú flytur ekki sjúkling með ætlaða höfuðáverka á sjúkrahús þar sem enginn taugaskurðlæknir starfar,“ hefur The Sun eftir læknin- um. Schumacher var fyrst fluttur á Moutiers-sjúkrahúsið en þaðan var hann fluttur um 80 kílómetra leið á Grenoble-háskólasjúkrahúsið, þar sem hann hefur verið síðan. Hartstein segist hafa óyggjandi heimildir fyrir því að mistök gerð í fljótfærni, á fyrstu stundum eft- ir slys, þegar hægt hefði verið að hjálpa ökuþórnum fyrrverandi, kunni að hafa ráðið úrslitum um af- drif hans. Nær útilokað sé að hann vakni úr því sem komið sé. Hann telur að flytja eigi Schumacher á deild sem sérhæfir sig í því að meðhöndla sjúklinga sem eru í dái til lengri tíma. Það myndi létta álaginu af starfsfólki sjúkrahússins og fjölskyldunni. n Fyrir utan sjúkrahúsið Fyrrverandi læknir í Formúlu 1 segir að afdrifarík mistök hafi verið gerð. Mynd ReuteRS RússaR valta yfiR úkRaínumenn n Yfirtaka Rússa á Krímskaga heldur áfram n Blása á refsiaðgerðir n Aðgerðir samkvæmt „Pútín-kenningunni“ n Nýnasistaleiðtogi fannst látinn U m er að ræða eitt elsta „ trixið“ sem um getur í stjórnmálum. Það er að grípa til þjóðern- ishyggjunnar og kynda und- ir þjóðernistilfinningum. Í Úkraínu og á Krímskaganum hafa rök Rússa verið með þessum hætti: Að „vernda Rússa, tungumálið og rúss- neska hagsmuni.“ Sagan er full af dæmum sem þessum, það frægasta er líklega þegar Adolf Hitler innlimaði Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu árið 1938, með álíka rökum. Innlimum Súdetahéraðanna var einn af þeim tónum sem Hitler lék í „forleiknum“ að seinni heimsstyrjöldinni, sem kostaði heimsbyggðina um 50–70 milljóna mannslífa. Það sem að undanförnu hefur gerst í Úkraínu hefur kostað um 100 manns lífið og margir eru sárir, sum- ir alvarlega. Ekki er langt síðan mót- mælandi lést af sárum sínum í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Innlimun Rússlands á Krímskag- anum hefur gengið fyrir sig án telj- andi blóðsúthellinga. Úkraínski her- inn hefur nánast ekkert bolmagn til að standa uppi í hárinu á hernað- armaskínu Vladimírs Pútín, sem hann hefur verið að byggja upp á síð- ustu árum og stefnir á enn meiri upp- byggingu á komandi árum. Rússar hafa farið sínu fram á undanförnum vikum, ekki aðeins innlimað Krím- skagann, heldur einnig tekið eignir sem tilheyrðu Úkraínu, meðal annars hergögn. KGB-maðurinn Pútín er hermaður, hann er grimmur og hann er miskunnarlaus. Það sýndi hann með framgöngu sinni í átök- um í Tsjetsjeníu frá 1999, en and- stæðinga sína þar kallaði hann alltaf „bandíta.“ Þá fengu Georgíumenn að finna hressilega fyrir mætti rússneska hersins, þegar til átaka koma á milli þeirra og Rússa árið 2008. Rússar gjör- samlega rúlluðu yfir georgíska herinn. Rússar út í kuldann hjá G8 Búið er að útiloka Rússa frá G8-hópn- um, sem er hópur valdamestu iðn- ríkja heims, og eru þetta viðbrögð valdamestu ráðamanna heims við innlimun Rússa á Krímskaga, sem Nikita Krútstsjov, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna (og Úkraínumaður) gaf Úkraínu að gjöf árið 1954. Þó um ein- skærar vangaveltur sé að ræða, er ekki langsótt að hugsa sér að rússneskir ráðamenn hafi hugsað sem svo að með innlimum Krímskaga, væru þeir aðeins að taka til baka nokkuð sem einu sinni tilheyrði hinu mikla sov- éska heimsveldi, Sovétríkjunum, sem stóðu frá 1922 til 1991. Aðgerðir Valdimírs Pútín hafa gefið nýrri kenningu í alþjóðamál- um byr undir báða vængi. En fyrst er nauðsynlegt að setja hlutina í sam- hengi. Í lok seinni heimsstyrjaldar stóðu bandamenn eftir sem sigur- vegarar eftir sex ára blóðuga styrjöld frá 1939–1945, þar sem öfgaöfl kyn- þáttahaturs og skefjalausrar rasískrar þjóðernishyggju voru brotin á bak aftur. Með hrikalegum kostnaði og mannfalli. Innrás á innrás ofan! En strax eftir fagnaðarlætin var ljóst að þeir sem höfðu verið bandamenn, stefndu hver í sína áttina og Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkjanna, hafði gert sérstaka áætlun sem miðaði að því að gera Austur-Evrópu að áhrifa- svæði Sovétríkjanna. Úr varð það sem kallað var „Kalda stríðið“ og stóð til 1991. Stalín entist þó ekki nema átta ár til að vinna að sínum málum, þar sem hann lést árið 1953 úr heilablóðfalli. Eftirmaður hans, Krústsjov var hins vegar við völd þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland til að berja á bak aft- ur vaxandi öldu lýðræðis í landinu. Í innrás Rússa létust um 20.000 manns. Sama var uppi á teningnum í Tékkóslóvakíu árið 1968, þegar Sov- étmenn brutu lýðræðisbylgju sem kölluð er „Vorið í Prag“ á bak aftur. En að þessu sinni var það nýr leiðtogi, Leoníd Brésnev, sem leiddi þá innrás. Árið 1979, enn undir stjórn Brésnevs, réðust svo Rússar inn í Afganistan og var það upphafið að styrjöld milli þeirra og afganskra upp- reisnarmanna (meðal annars Osama nokkurs bin Ladens), sem stóð í um áratug. Sú innrás var í raun að beiðni afganskra stjórnvalda sem voru að berjast við íslamska uppreisnar- menn. Síðan þá hefur Afganistan ver- ið eitt flakandi sár. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Stjórnað á naríunum Ólíkir leiðtogar, Brésnev og Pútín n Þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Leoníd Brésnev, talar í símann og slakar á. Um er að ræða mjög óvenjulega mynd af rússneskum leiðtoga. Brésnev stjórnaði Sovét- ríkjunum í um tvo áratugi og bar ábyrgð á tveimur innrásum; í Tékkóslóvakíu árið 1968 og Afganistan árið 1979. Undir það síðasta var hann víst orðinn illa kalkaður og nánast út úr heiminum, enda hefur stjórnartíð hans stundum verið kölluð „öldungaræði.“ Stjórn hans einkenndist af mikilli stöðnun. Á hinni myndinni er Vladimír Pútin við veiðar, en hann léta mynda sig beran að ofan árið 2009 í auðnum Síberíu. Hér eru á ferðinni tveir görólíkir leiðtogar! „Þegar orðfærið er komið á þetta stig er ljóst að harkan í sam- skiptum Rússlands og Bandaríkjanna er orðin mikil. Þá þenjast taugarnar og þegar út í það er komið getur í raun margt gerst. Risarotta í eldhúsinu Bengtsson-fjölskyldan í Solna, í norðurhluta Stokkhólms í Sví- þjóð, vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar heimiliskötturinn varð skyndilega skíthræddur við að fara inn í eldhús. „Við héldum að þarna væri kannski lítil mús á vappi,“ segir Signe Bengtsson. Þarna var þó ekki um neina mús að ræða. Nokkrum dögum síðar, þegar Signe tæmdi rusla- fötuna undir eldhúsvaskinum, tók rotta á móti henni – og það engin venjuleg ræsisrotta. „Ég var skíthrædd. Ég hélt að svona stórar rottur væru ekki til,“ segir Signe og bætir við að viðbrögð hennar hafi verið klassísk – hún stökk upp á borð og öskraði af lífsins sálar kröftum. Rottan reyndist vera 40 sentí- metra löng fyrir utan skottið. Hún var fljót að láta sig hverfa á bak við uppþvottavélina þegar hún varð vör við Signe. Í kjölfar- ið var hringt í meindýraeyði sem kom, í fullum herklæðum ef svo má segja, og drap rottuna. Signe segir í samtali við The Local að þetta hafi verið ógnvekjandi lífsreynsla. „Það vildi enginn fara inn í eldhúsið í viku á eftir. Meira að segja kötturinn var enn hræddur,“ segir Signe. Var 48 ár á dauðadeild Japaninn Iwao Hakamada er laus af dauðadeild þar sem hann hef- ur setið frá árinu 1968. Japanskur dómstóll fyrirskipaði í vikunni að ný réttarhöld þyrftu að fara fram í málinu, en Hakamada, sem er fyrrverandi boxari, var dæmdur til dauða fyrir að myrða fjögurra manna fjölskyldu árið 1966. Hakamada hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað áfrýjað dauðadóminum. Hann hafði setið á dauðadeild í 27 ár áður en Hæstiréttur Japans hafn- aði beiðni hans um endurupp- töku málsins. Árið 2008 fóru hjólin að snúast því með tilkomu DNA-tækninnar kom í ljós að blóð sem fannst á stuttermabol eins fórnarlambsins kom ekki heim og saman við erfðaefni Hakamada. Nú hefur dómari fallist á beiðni hans um endur- upptöku og er dauðarefsingin fallin úr gildi. Árið 2011 varð Hakamada sá fangi sem lengst hefur setið á dauðadeild, sam- kvæmt heimsmetabók Guinness. Hakamada er fæddur árið 1936 og er því 78 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.